Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 28
28 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR Vandræðalegasta augnablik- ið? Úff, mér hefur alltof oft liðið vandræðalega um ævina þótt það sé sem betur fer að eldast af mér. Einu sinni ætluðum ég og mað- urinn minn að skemmta í brúð- kaupi og undirspilið var allt inni á skemmtara sem svo reyndist batteríslaus þegar upp á svið var komið. Gáfulegustu orð sem þú hefur heyrt? „Hver hlutur á sínum stað og eitt verk í einu.“ Þetta segir pabbi Einars Áskels í bókinni Engan asa, Einar Áskell. Hvaða íslensku hönnuðir finnst þér standa fremstir í dag ? Ég var að enda við að koma úr fermingar- fataleiðangri og uppgötvaði hvað NIKITA er að gera frábæra hluti. Vorið er skemmtilegt því þá … er svo bjart og túlípanarnir 500 sem ég setti niður í haust koma upp. Og fólk verður líka allt í einu svo miklu skemmtilegra. Góð hljómsveit á balli þarf að vera … Varsjárbandalagið að sjálf- sögðu. Austur-Evrópustuð af bestu gerð! Austur-Evrópa heillar mig af því að … tónlistin er svo tryllt og sorgleg í senn. Harmonikka er hljóðfæri fyrir … gellur í gullstígvélum. Ef þú yrði að vera einhver önnur manneskja í einn dag, hver mynd- irðu vilja vera og af hverju? Það gæti verið gaman að prófa að vera Jean-Paul Gaultier. Honum virðist alla vega finnast það gaman. Þú ferð í skemmtiferð til Akur- eyrar. Nefndu mér fjögur atriði sem þú munt gera í bænum? Fara í Frúna í Hamborg, hef lengi ætlað mér það. Borða á Friðrik V. Skreppa á Safnasafnið á Svalbarðs- eyri. Fara í íþróttaverslun bara til að geta sagt „knöttur“ með yfir- drifnum, norðlenskum hreim. Þú færð það verkefni að mála og skreyta Ráðhúsið, hvernig læt- urðu það líta út? Ég myndi mála það bleikt og drekkja því í mósaíki eins og húsin hans Gaudís eru með. Skandinavískur arki- tektúr er oft svo leiðin- legur! Yfir hverju hef- urðu mestar áhyggj- ur í augnablikinu? Ég hef mjög húsmóður- legar áhyggjur af fermingarveisl- unni sem fram undan er. Hvaða kæki ertu með? Ég ræski mig óþarf- lega oft. Þú ert að fara á grímuball. Í hverju ferðu? Sem Barbarella. Hvað er það besta sem þú hefur bragðað um ævina? Afskaplega margt sem ég borðaði úti í Japan. Líka fallegast framreiddi indverski matur sem ég hef fengið á stað í London sem leit út eins og frum- skógur að innan. Hvaða frasa ofnotar þú? Ég þoli ekki að festast í frösum og þeir verða sjaldan langlífir. Eftirlætissjónvarpsþáttur? Mad Men, My Name is Earl, allt sem David Attenborough kemur nálægt. Horfi líka reglulega á Jeeves og Wooster. Frægasti ættinginn þinn? Frú Kitschfríður Kvaran, fyrirmynd- arhúsmóðir og pistlahöfundur. Hverju ertu hrifnust af úr eigin hönnunarlínu? Ég er alltaf mjög ánægð með kúlukragana mína en það er ekkert mjög skemmtilegt að búa þá til. Mun skemmtilegra er að endurvinna peysurnar því þá eru engar tvær eins. Hvaða efni er skemmtilegast að vinna með? Ull er í sérstöku uppá- haldi, annars allt sem er í falleg- um lit og enn betra ef glitrar á það líka! Eftirlætislitir á klæðum? Bleik- ur, rauður og grænblár. Og að lokum – fallegasti ver- aldlegi hlutur sem þú hefur séð og hver hannaði hann? Sagrada Familia-kirkjan í Barcelona eftir Gaudí. Fyrir gellur í gullstígvélum Litríkar ullarvörur undir nafninu Kitschfríður hafa notið mikilla vinsælda í Kirsuberjatrénu en þær eru hönnun Sigríðar Ástu Árnadóttur textílhönnuðar. Júlía Margrét Alexandersdóttir tók hönnuðinn og harmonikkuleikarann í þriðju gráðu yfirheyrslu. MYNDI VILJA SETJA MÓSAÍKFLÍSAR Á RÁÐHÚSIÐ Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður er þekkt fyrir litagleði í hönnun sinni. Á þeim sömu nótum myndi hún einnig vilja skreyta Ráðhús Reykjavíkur, fengi hún það verkefni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Sigríður Ásta Árnadóttir FÆÐINGARÁR: 1974. Sama ár var Surtsey lýst friðland. Á HUNDAVAÐI: Lærður text- ílhönnuður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hef unnið ýmis störf svo sem að kenna börnum myndmennt, skrifað greinar sem blaðamað- ur fyrir ýmis tímarit, nú síðast Vikuna. Fyrir utan að vera hafnfirsk húsfreyja með fullt hús barna. TEHETTA ÚR ÞÆFÐRI ULL Eitt það nýjasta úr hönnunarlínu Kitschfríðar eru forkunnar- fagrar tehettur í ýmsum litum úr þæfðri ull.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.