Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 32

Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 32
● heimili&hönnun Íslensk hönnun í fatnaði, skarti, heimilisvörum og listmunum er það sem einkennir verslunina Mýrina sem nýlega var opnuð í Kringlunni. „Við ákváðum að hafa allt ís- lenskt í búðinni og fórum á stúf- ana að leita uppi hönnun sem okkur þótti falleg. Það var nú ekki flókn- ara en það,“ segir Rannveig Sigurð- ardóttir þegar hún er spurð um til- urð verslunarinnar. Hún er ein þriggja kvenna sem eiga Mýrina, hinar eru systir hennar, Sigríður Sigurðardóttir, og Ástríður Þórð- ardóttir sem er verslunarstjóri. Mýrin er á neðstu hæðinni í Kringlunni, í nágrenni Blómavals. Plássið hýsti áður verslunina Marco Polo sem nú hefur hreiðrað um sig á næstu hæð fyrir ofan. Myndir eftir ýmsa listamenn, föt frá Far- mer‘s Market, Rósa Design, Skap- aranum, Ásta Creative Clothes eru meðal þess sem fæst í hinni nýju búð, einnig íslenskir stólar eins og Skatan og Fuzzi, snagar Ingibjarg- ar Hönnu, keramik eftir Krist- björgu og Áslaugu Höskulds og skartgripir frá Orr. En hvaðan er nafnið fengið? „Nafnið fannst með því að safna saman nokkrum tillög- um frá okkur sem að þessu stönd- um og velja svo úr,“ upplýsir Rann- veig. „Þar er skírskotað bæði til Kringlumýrarinnar og listamanna- hverfisins í París svo okkur fannst það eiga vel við.“ - gun Kringlumýrin og París ● Íslensk hönnun í fatnaði, skarti, heimilisvörum og listmunum er það sem einkennir versl- unina Mýrina sem nýlega var opnuð í Kringlunni. Eigendurnir, Rannveig, Sigríður og Ástríður í Mýrinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Munir og myndir. Sú sem er næst er eftir Hrafnhildi Bernharðsdóttur. Listmunir eftir Kristbjörgu Guðmundsdóttur. Skart, myndlist, skrautmunir og stóllinn skatan. ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd á hönnunarstofunni Projekt Studio Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. B ókin Handíðir horfinnar aldar - Sjónabók frá Skaftafelli hefur nýlega verið endurútgefin. Hún geymir uppdrætti til að sauma, prjóna og vefa eftir. Margir þeirra eru í lit og verður það að teljast sérstakt þar sem handrit Sjóna- bókarinnar er frá 18. öld. Það er eftir Jón Einarsson, bónda og hagleiksmann í Skaftafelli, og er varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands. Handíðir horfinnar aldar var fyrst gefin út árið 1993 af Máli og menningu í tilefni af starfslokum Elsu E. Guðjónsson hjá Þjóðminjasafninu. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og nú er það Elsa sjálf sem gefur bókina út. Á forsíðunni er hluti af þríbrotinni áttablaðarós sem þykir einstök þar sem þessi gerð þekkist ekki utan Íslands svo vitað sé. Bókin er til sölu í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands. Þar eru líka handverkspakkar með nokkr- um mynstrum úr henni ásamt viðeigandi efni og garni. - gun Uppdrættir til útsaums Fullelduð vara, þarf aðeins að hita upp 500 ml. Grímur kokkur mælir með: Gott er að bæta út í steiktum humahölum eftir að búið er að hita súpuna upp. Gott ráð til að gera góða súpu enn betri. Gríms humarsúpa NÝTT ● NOTALEGHEIT ættu að einkenna næstu daga meðan við njótum páskafrís- ins. Kertaljós og sælgætisát er huggulegt á kvöldin og hlýlegt að kveikja á kertum um allt hús. Fallegur hangandi kertastjaki með rauðu glasi fæst í versluninni Pier á 390 krónur. heimili&hönnu n LAUGARDAG UR 11. APRÍL 2009 ALLT ÍSLENSK T Íslensk hönnun í fatn aði, skarti, heimilisvörum og listmunum einkenna ver sunina Mýrin a sem var nýve rið opnuð í Kringlunni. BLS. 2 VERÐMÆTASKÖ PUN Projekt Studio ætlar að efla í slenska hönnun og fra mleiðslu. BLS. 4 AFTUR TIL FO RTÍÐAR Bókin Handíðir horf innar aldar he fur verið endurút gefin en hún hefur að geyma upp drætti til að s auma, prjóna og vef a eftir. BLS. 2 11. APRÍL 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.