Fréttablaðið - 11.04.2009, Side 34

Fréttablaðið - 11.04.2009, Side 34
SUNDLAUGARNAR í Reykjavík eru opnar alla páskahátíðina. Á morgun, páskadag, er þó aðeins opið í Árbæjarlaug og Laugardalslaug. Ratleikur fyrir alla fjölskylduna verður haldinn í dag í Ásmundar- safni frá klukkan 14 til 15. Páskaeggjum verður komið fyrir á völdum stöðum í styttum í garði Ásmundarsafns í dag. Þá verður fjölskyldum boðið að koma og taka þátt í ratleik, sem felst í því að skoða garðinn og finna eggin, milli klukkan 14 og 15. Þegar leiknum í garðinum er lokið verður leiðsögn fyrir fjöl- skylduna um Ásmundarsafn en þar stendur nú yfir sýning- in Lögun línunnar. Þar er lögð áhersla á abstraktverk Ásmundar Sveinssonar, en sýningunni lýkur 19. apríl. Ásmundur hélt alla tíð tryggð við þá hugmynd að listin ætti erindi til fólksins og ætti heima á meðal þess. Hann var kallað- ur alþýðuskáldið í myndlist. Flest verk hans voru hugsuð sem hluti af opinberu rými, órofa hluti af umhverfi sínu eða útfærð sem hönnun og nytjahlut- ir. Ásmundur ánafnaði Reykja- víkurborg verk sín ásamt heimili sínu eftir sinn dag. Ásmundarsafn í Sigtúni var opnað formlega vorið 1983. Í safninu eru haldnar sýningar á verkum listamannsins, sem og verkum annarra. Í garðinum við safnið er einnig að finna mörg verka Ásmundar sem hafa verið stækkuð eða unnin sérstaklega til að standa utandyra. Ásmundarsafn er opið dag- lega frá klukkan 13 til 16. - sg Leitað í styttunum Stytturnar í garði Ásmundarsafns luma á góðgæti í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Anna Richards, bæjarlistakona á Akureyri, heldur veislu í Ketil- húsinu í dag. Veislan í Ketilhúsinu hefst í dag, laugardag, klukkan 15. Þar flytur Anna Richards gjörning í sjö köfl- um. Um er að ræða djarfa tilrauna- starfsemi þar sem ýmsar listgrein- ar mætast. Gjörningurinn er hluti af leið Önnu að sólósýningu sem er í vinnslu. Tónlistina fremja Margot Kiis, Stefán Ingólfsson, Kristján Edel- stein, Helgi Þórsson og Wolfgang Frosti Sahr. Þau verða einnig á tilraunaskónum og spinna í sam- vinnu við dans og myndlist. Verkið er myndkon- fekt þar sem Bryn- hildur Kristinsdóttir og Jóna Hlíf Halldórs- dóttir eru tilrauna- kokkarnir í sam- vinnu við Önnu. Aðgangseyrir á sýninguna er 1.000 krónur en ókey pis fyr i r yngri en 12 ára. Strax að lokn- um gjörningi, eða klukkan 16, verður opnuð sýning með verkum Ö n nu í Gallerí- boxi. - sg Gjörningur í sjö köflum Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17 VIKUNA 13.–17. APRÍL Þriðjudagurinn 14. apríl Lokað vegna páskafrís. Miðvikudagurinn 15. apríl Fimmtudagurinn 16. apríl Föstudagurinn 17. apríl Ókeypis námskeið og ráðgjöf Mánudagurinn 13. apríl 13.00-13.30 Verkefni Kópavogsdeildar. Kynning frá Kópavogsdeild Rauða krossins. 13.30-15.00 Áhugasviðskönnun. Ef þú hefur ákveðið starf eða nám í huga, getur könnunin staðfest hugmyndir þínar. Skemmtilegt og gagnlegt námskeið fyrir alla. Skráning nauðsynleg. 15.00-16.00 Aldraðir í nútímaveruleika. Sr. Hans Markús Hafsteinsson héraðsprestur kynnir raunsæ sjónarmið í málefnum aldraðra. 16.00-17.00 Hugarflugsfundur. Umræðufundur um starfsemi Rauðakrosshússins. Hvað getur þú lagt af mörkum? Þínar hugmyndir skipta máli. 12.30-14.00 Endurlífgun og hjartarafstuðtæki. Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér kleift að bjarga mannslífi. 14.00-15.00 Bókaklúbbur. Lestu þér til yndisauka og spjallaðu við aðra um innihald bókanna yfir kaffibolla. 15.00-16.30 Gönguhópur. Vertu með í léttri göngu í góðum félagsskap einu sinni í viku. 16.30-17.00 Slökun og öndun. Kennsla í slökun og djúpöndun. 12.30-14.00 Hvaða þættir hafa áhrif á heilsufar okkar, hvernig er hægt að borða hollt en ódýrt? Borið saman heilsufar fólks í þróunarlöndum og á vesturlöndum. 15.00-16.30 Jóga fyrir byrjendur. Viltu profa jóga? Langar þig að slaka á? Nú er tækifærið. 12.30-14.00 Sálrænn stuðningur. Fjallað er um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. 14.00-15.30 Félagsvist. Allir velkomnir 15.30-16.30 Verkefni Rauða kross Íslands. Stutt kynning og umræður um helstu verkefni félagsins hér á landi. Kristinn Valur Wiium Sölumaður, sími: 896 6913 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími: 896 4090 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA SÍMI 533 4040 kjoreign@kjoreign.is OPIÐ MÁN.-FIM. 9-18 OG FÖS. 9-17 Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali FASTEIGNASALA • Ármúli 21, Reykjavík • www.kjoreign.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.