Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 41
5 Helga Sigrún Harðardóttir, alþingismaður Hvers vegna fórstu að starfa í pólitík? Ég byrjaði að fylgjast með stjórnmálum mjög snemma og myndaði mér þá sterkar skoðanir á mönnum og málefnum. Í framhaldi af því varð ég virkur í félagslífi. Ég er einnig alinn upp í frekar pólitísku umhverfi, þar sem talið er eðlilegt að fólk hafi skoðanir og berjist fyrir þeim. Hverjar eru helstu pólitísku hugsjónir þínar? Mín grundvallarhugsjón snýr að því að veita öll- um jöfn tækifæri, óháð efnahag eða búsetu. Við þurfum að endurskoða gildismat okkar og hefja á ný til vegs og virðingar mannleg gildi; að mann- gildi sé ofar auðgildi og að við skilum betra og réttlátara þjóðfélagi til komandi kynslóða. Hver eru stærstu einstöku mál komandi kosninga? Tvímælalaust er það endurreisn efnahagslífsins með áherslu viðsnúning í atvinnuþróuninni og að grípa til aðgerða fyrir heimilin og fjölskyld- urnar. Hér var orðið ófremdarástand í stjórnar- fari á örlagastundu með Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn við völd í upphafi árs. Mér er engin launung á því að ég hefði viljað sjá málin tekin fastari tökum við borð þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Sérstaklega hefðum við framsókn- armenn viljað sjá markvissari aðgerðir til að taka á vanda heimilanna og atvinnulífsins. Þau atriði hafa alltaf verið kjarninn í stefnu Framsóknar- flokksins og svo er einnig nú fyrir kosningarnar. Hvers vegna ætti fólk að kjósa Framsóknarflokkinn, en ekki einhvern annan flokk? Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er nauðsynlegur í íslenskri pólitík til að halda jafnvægi milli öfgasjónarmiða bæði til hægri og vinstri. Það var í upphafi tíunda áratugarins sem Framsóknarflokkurinn leiddi þjóðarsáttina. Við þurfum á slíkri sátt að halda nú. Auk þess sem áherslur okkar eru sprottnar úr jarðvegi íslensks þjóðlífs sem byggir afkomu sína á frumatvinnugreinunum, landbúnaði og sjávarútvegi, og þar er undirstaða okkar eins og hefur berlega sýnt sig. Sú samvinnu- og félags- hyggjustefna sem Framsókn hefur ávallt staðið fyrir er sú stefna sem fólk kallar eftir núna. Þessu til viðbótar erum við eini flokkurinn sem hefur lagt fram róttækar tillögur í efnahags- málum. Hver eru helstu áhugamál þín, utan stjórnmálanna? Það gefast fáar stundir til að sinna áhugamálum, en ég hef spilað bridge frá unga aldri og hef gaman af því. Hvernig verð þú frítímanum? Það er lítill frítími í pólitíkinni, mestur frítími minn undanfarin tvö ár hefur farið í MBA- nám við Háskóla Íslands, sem ég lýk vonandi í vor. Ef tækifæri gefst dvelst ég gjarnan norður á Siglufirði og í Fljótum, þar sem við bræðurnir, ásamt foreldrum okkar, eigum sumarhús og þá er gjarnan gripið í spil. Helga Sigrún Harðardóttir skrifar: Má bjóða þér nýjar hugmyndir og lausnir? Næga atvinnu fyrir alla Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir að Íslendingar þurfi á nýrri þjóðarsátt að halda. 1. SÆTI Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI Birkir Jón Jónsson LJÓSMYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, verður þrítugur síðar á þessu ári. Hann er þingmaður kjördæmisins og á auk þess sæti í bæjarstjórn Fjallabyggðar. Birkir er stúdent frá FNV og stundar nú MBA- nám við Háskóla Íslands sem hann ráðgerir að ljúka í vor. Birkir er einhleypur, sonur Bjarkar Jónsdóttur, starfsmanns Íslandsbanka, og Jóns Sigurbjörnssonar, fjármálastjóra Menntaskólans við Hamrahlíð. Hann er barnlaus. Birkir var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra í tíð Páls Péturssonar og vann margvísleg störf samhliða skóla, meðal annars hjá Sparisjóði Siglufjarðar og Olís. SVIPMYND Síðastliðið haust færðust viðmið samfélagsins úr stað. Það sem áður þótti sjálfsagt og eðlilegt er það ekki lengur. Krafan um gagnsæi, sanngirni og heiðarleika hefur aldrei verið sterkari. Enginn stjórnmálaflokkur hefur endurnýjað liðsafla sinn með eins afgerandi hætti og Framsóknarflokk- urinn sem nú býður fram vaska sveit og vel skipaða sem er staðráðin í að ná árangri og vinna vel fyrir fólkið í landinu. Stefna framsóknarmanna fyrir komandi kosningar er skýr. Hún miðar að róttækum aðgerðum, m.a. með leiðréttingu upp á 20% af skuldum fyrir öll heimili og fyrirtæki í landinu til að létta af þeim byrðum sem hlaðist hafa upp undanfarið. Þannig er lang- flestum gert kleift að halda sínu striki þótt einhverjir þurfi viðbótaraðstoð. Þessi aðgerð er hreinleg, gagnsæ og skýr og ekki þarf að verja dýrmætum tíma í mat á hverju einasta láni. Í þessu samhengi er tíminn peningar því að óbætanlegt tjón hlýst á hverjum einasta degi sem líður án róttækra aðgerða. Með þessum hætti er komið í veg fyrir að þeir sem fóru varlega tapi sínu eigin fé ef til hruns á fasteignamarkaði kemur. Aðgerðin er til þess fallin að létta byrðar allra, líka þeirra sem sýndu aðgætni og skynsemi og steyptu sér ekki í skuldafen eða völdu að eignast sitt húsnæði hraðar en aðstæður á markaði buðu upp á. Hvers vegna ættu þeir líka að bera þyngri byrðar en aðrir? Ég skora á þig að meta vandlega fyrir komandi kosningar hvaða stjórnmála- flokkur er líklegastur til að ná árangri fyrir fólkið í landinu á næsta kjörtíma- bili. Eru það flokkarnir sem bjóða upp á sama fólkið með sömu hugmyndirnar og áður eða er það flokkurinn sem lengst gekk í nýliðun og hefur nú þegar lagt fram sanngjarnar tillögur sem taka mið af jafnræði, gagnsæi og árangri fyrir samfélagið í heild sinni? NORÐAUSTURKJÖRDÆMI – 1. SÆTI Ungt framsóknarfólk GLEÐILEGA PÁSKA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.