Fréttablaðið - 11.04.2009, Page 64
44 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Hvað er að frétta? Er á fullu að æfa söngleikinn Söngva-
seið í Borgarleikhúsinu sem verður frumsýndur 8. maí, leik
næstelstu stelpuna, Lovísu, sem er þrettán ára gömul.
Augnlitur: Grænblár.
Starf: Leikari í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu.
Fjölskylduhagir: Er yngst, bý hjá mömmu og pabba og á
tvær systur og einn bróður.
Hvaðan ertu? Er fædd og uppalin á Blönduósi en bý nú í
Mosfellsbænum.
Ertu hjátrúarfull? Já, ég get stundum verið það.
Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Það er náttúrulega
Neighbours.
Uppáhaldsmaturinn: Kjúklingur klárlega.
Fallegasti staðurinn: Ég myndi segja Feneyjar.
iPod eða geislaspilari: Klárlega iPodinn.
Hvað er skemmtilegast? Að leika, syngja og dansa! Það
er best í heimi.
Hvað er leiðinlegast? Ætli það sé ekki bara að læra fyrir
prófin eins og flestum öðrum þykir.
Helsti veikleiki: Stundum of áköf og þarf alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni.
Helsti kostur: Ég er mjög opin og hress og er oftast mjög
jákvæð.
Helsta afrek: Held að það sé að komast inn í Söngvaseið
af 4.000 krökkum.
Mestu vonbrigðin? Þegar ég fótbrotnaði á þessu ári.
Hver er draumurinn? Að mennta mig í tónlistinni
og leiklistinni og starfa við það.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Klárlega
Jóhannes Haukur sem leikur pabba okkar í
Söngvaseið!
Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þegar fólk
stendur sig ekki í því sem það á að gera og líka
þegar maður getur ekki treyst á manneskjuna til
að gera eitthvað.
Hvað er mikilvægast? Bara að lifa lífinu eins vel og
sem heilbrigðast og maður getur og vera hamingju-
samur.
HIN HLIÐIN MARÍA ÓLAFSDÓTTIR LEIKARI Í SÖNGVASEIÐ
Skemmtilegast að leika, syngja og dansa
02.02.1993
> LENNON-AÐDÁANDI
Ungstirnið Miley Cyrus hefur nú
tekið upp nýja útgáfu af John
Lennon-laginu Imagine. Hin
16 ára Cyrus syngur lagið með
leikkonunni Emily Osment
sem hún kynntist við gerð
Hannah Montana-bíómynd-
arinnar. Cyrus segist ekki
vita hvort dúettinn verði
nokkurn tíma gefinn út,
en segir þær stöllur báðar
hafa áhuga á Lennon.
Hinn sjóðheiti Zac Efron, sem
er þekktastur fyrir High School
Musical-myndirnar, hefur ekki
sagt skilið við menntaskólann
því næsta mynd hans nefnist Full
Metal Panic. Myndin er byggð á
japanskri manga-mynd og fjall-
ar um meðlim í leynilegum and-
hryðjuverkahóp sem reynir að
vernda japanska menntaskóla-
stúlku með dulrænum hæfileik-
um sínum.
Full Metal Panic var upphaf-
lega gefin út sem skáldsaga en
er nú komin á hvíta tjaldið. Þrátt
fyrir söguþráðinn er þetta róm-
antísk gamanmynd en ekki hörku-
spennandi hryðjuverkatryllir sem
fær hárin til að rísa. Áður en Full
Metal Panic verður frumsýnd
sést Zac Efron næst í bíó hérlend-
is í gamanmyndinni 17 Again þar
sem hann leikur unga útgáfu af
Matthew Perry. Myndin fjallar
um mann sem er ósáttur við líf
sitt og óskar þess að hann komist
aftur í tímann til að breyta gangi
mála.
Enn í
menntaskóla
EFRON OG HUDGENS Zac ásamt mót-
leikkonu sinni úr High School Musical,
Vanessu Hudgens.
Skilnaður leikkonunnar
Lindsay Lohan og plötu-
snúðsins Samönthu Ronson
er enn á milli tannanna á
fólki í Hollywood. Þær stöll-
ur bregðast mjög misjafn-
lega við skilnaðinum.
Samantha Ronson svífur bókstaf-
lega um á bleiku skýi þessa dagana
eftir að hún batt enda á samband
sitt við leikkonuna Lindsay Lohan.
Rúm vika er síðan þær skildu að
skiptum eftir ásakanir þess efnis
að Samantha hafi haldið fram-
hjá Lindsay. Vinir plötusnúðsins
Ronson hafa stigið fram og lýst
yfir stuðningi við ákvörðun henn-
ar. Pete Wentz, bassaleikari Fall
Out Boy, segir á samskiptasíðunni
Twitter að gott sé að hún hafi end-
urheimt mannorð sitt. Ronson svar-
aði með þessum orðum: „Ég elska
það. Mér líður eins og ég sé end-
urfædd!“
Á meðan þessu líður á Lindsay
Lohan í mestu erfiðleikum. Banda-
rískir fjölmiðlar greina frá því að
vinir hennar hafi snúið við hana
baki, leikferillinn hangi í lausu
lofti og margir óttast um geð-
heilsu hennar. Sumir ganga jafn-
vel svo langt að lýsa því yfir að
líkur séu á því að hún muni vinna
sjálfri sér mein. „Hún er algjör-
lega í rusli. Hún er leið, finnst hún
vera ein og er algerlega niðurbrot-
in … Sam hefur verið svo stór hluti
af lífi hennar og það er mjög erf-
itt fyrir hana að sætta sig við að
sambandinu sé lokið,“ segir Dina
Sansing, sérfræðingur í málefnum
fræga fólksins.
Sambandi þeirra lauk formlega á
Chateau Marmont-hótelinu í Kali-
forníu. Þar var Lohan hent út úr
partíi sem Ronson hélt. Vitni segja
að hún hafi reynt að sparka upp
hurðinni til að komast aftur inn.
Því neitar Lohan. Leikkonan kenn-
ir fjölskyldu Ronson um sambands-
slitin en sögur hafa verið á kreiki
þess efnis að fjölskyldan hafi reynt
að fá nálgunarbann á Lohan.
Lohan hefur farið um víðan völl
á þeirri viku sem liðin er frá sam-
bandsslitunum. Hún fékk sér nýtt
húðflúr og litaði hárið á sér rautt
– rétt eins og það var áður en hún
kynntist Samönthu Ronson.
Samantha ánægð með að
vera laus við Lindsay Lohan
Á MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Stöllurnar Samantha Ronson og Lindsay Lohan hafa slitið
sambandi sínu. Ronson er hæstánægð en Lohan er í rusli. NORDICPHOTOS/GETTY
Hugh Jackman segist í sam-
tali við AP-fréttastofuna vera í
sárum vegna lekans á nýjustu
kvikmynd hans, X-Men Origins:
Wolverine. Kvikmyndin lak á
Netið og ekki stóð á netverjum úti
um allan heim sem hlóðu henni
inn á tölvuna sína.
Talið er að yfir hundrað þúsund
notendur hafi horft á ófullgert
eintak af kvikmyndinni og það
þykir Jackman miður. „Þetta er
mjög alvarlegur glæpur og þetta
er mjög leiðinlegt, ég er í það
minnsta miður mín yfir þessu,“
segir Jackman og bætir því við
að í ljósi þess að myndin var ekki
einu sinni tilbúin hafi þetta verið
svipað og að horfa á ómálaða
Ferrari-bifreið.
Alríkislögreglan og samtök
kvikmyndaframleiðanda hyggj-
ast hafa hendur í hári þrjóts-
ins sem setti myndina á Netið og
verður hann sóttur til saka fyrir
þjófnað. Hann á væntanlega yfir
höfði sér fangelsisvist.
Hugh Jack-
man í sárum
LEIÐUR OG SVEKKTUR Hugh Jackman
varð sár þegar hann heyrði af því að
Wolverine hefði verið lekið á Netið.