Fréttablaðið - 11.04.2009, Blaðsíða 68
48 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Í janúar síðastliðnum gekk Veigar Páll
Gunnarsson til liðs við Nancy í Frakklandi
eftir að hafa orðið Noregsmeistari með
Stabæk. Síðan þá hefur hann hins vegar fá
tækifæri fengið með liðinu og aðeins komið
við sögu í fimm leikjum, þar af í einum sem
byrjunarliðsmaður. Alls hefur hann spilað
114 mínútur í frönsku úrvalsdeildinni og á
enn eftir að skora mark.
„Þeir voru búnir að segja við mig að
þeir ætluðu að byggja liðið upp í kringum
mig – ég átti að vera aðalmaðurinn,“ sagði
Veigar í samtali við Fréttablaðið. „Það
hlýtur því að vera tóm steypa.“
„Ef það væri tilfellið hefði ég búist við því
að ég yrði meira notaður nú í ár. En sjálfur lít
ég á þetta sem svo að ég sé að nota þetta
tímabil til að koma mér inn í franska fótbolt-
ann og geri ég mér lengur engar væntingar
um að fá að byrja inn á. Ég mun svo æfa
eins og vitleysingur í sumar og sjá svo hvað
setur.“
Hann segir að þjálfarinn hafi greinilega
lítinn áhuga á að nota sig og það vekur
furðu hans. „Ég er farinn að halda að
það hafi einhverjir jakkafatamenn séð
mig spila, litist vel á mig og keypt mig.
Þjálfarinn hafi því ekkert
vitað hvað
hann hafi
fengið þegar
ég kom til
félagsins.“
Nancy er
sem stend-
ur í bullandi
vandræðum í
frönsku úrvals-
deildinni og er í sextánda sæti, aðeins einu
stigi frá fallsæti.
„Ég held að í síðustu 12-13 leikjum
hafi liðið ekki skorað nema fimm mörk
sem getur ekki talist eðlilegt. Mér finnst
hugmyndaaflið í sóknarleik liðsins
ekki upp á marga fiska og miðað við
hvernig ég hef verið að standa mig á
æfingum finnst mér að ég eigi meira
skilið. Það er bara spurning hve-
nær þjálfarinn áttar sig á því,“
sagði Veigar Páll í léttum
dúr.
Hann er nú að jafna
sig á smávægilegum
meiðslum og gat hann
ekki spilað með Nancy
um síðustu helgi vegna
þeirra.
VEIGAR PÁLL GUNNARSSON: HEFUR SPILAÐ MINNA Í FRAKKLANDI EN HANN VONAÐIST TIL
Átti að vera aðalmaðurinn í liði Nancy
prismasetur
skipta um dekk hjá Max1
Umfelgun og ný dekk á góðu verði
Umfelgun og jafnvægisstilling á 4 fólksbíladekkjum á 12–16 tommu
stálfelgum 6.458 kr. Kauptu sumardekkin hjá Max1 á góðu verði.
Spyrðu okkur hvað við getum gert meira fyrir þig.
Við erum góðir í að gera hlutina fljótt og vel og ódýrt – skoðaðu: www.max1.is
Reykjavík, sími 515 7190: Bíldshöfða 5a,
Bíldshöfða 8, Jafnaseli 6, Knarrarvogi 2.
Akureyri, sími 462 2700: Tryggvabraut 5.
Skoðaðu www.max1.is
Sparaðu, láttu
Ný sumardekk
Dekkjaskipti
Opið í dag
frá 9 til 13
Bíldshöfða 5a
KÖRFUBOLTI Grindvíkingar eiga í dag möguleika
á að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í
þrettán ár þegar þeir taka á móti KR í Röstinni
í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi þeirra í Ice-
land Express-deild karla. Tveir leikmenn hafa
öðrum fremur komið Grindvíkingum í þessa
frábæra stöðu að geta orðið Íslandsmeistarar
á heimavelli en það eru þeir Nick Bradford og
Brenton Birmingham.
Nick og Brenton hafa báðir unnið Íslands-
meistaratitilinn oftar en einu sinni (Brenton
3 og Nick 2) og þeir hafa báðir verið kosnir
bestu leikmenn úrslitakeppninnar (Nick 2005
og Brenton 2006). Þetta eru tveir af mestu sig-
urvegurum íslensks körfubolta síðustu ára og
ástæðuna má sjá inni á vellinum í lokaúrslitun-
um á móti KR.
Nick og Brenton eru langhæstir þegar kemur
að framlagi í lokaúrslitaeinvíginu og þeir einu
sem eru að skila meira en 24 framlagsstigum til
síns liðs. Nick er með 37,0 í framlagi að meðal-
tali í þessum þremur leikjum og Brenton kemur
skammt á eftir með 32,0 í framlagi. Saman eru
þeir tveir að skila 69,0 framlagsstigum að með-
altali í leik.
Nick Bradford hefur verið stórkostlegur í
leikjunum í DHL-höllinni þar sem hann hefur
skorað 85 stig í tveimur leikjum og hitt úr 30 af
47 skotum sínum (63,8 prósent), þar af 9 af 14
skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.
Nick er með 33,0 stig að meðaltali á 35,0 mín-
útum í lokaúrslitunum til þessa en hann hefur
auk þess tekið 7,7 fráköst, stolið 4,0 boltum og
varið 2,0 skot að meðaltali. Nick hefur hitt úr
60 prósent þriggja stiga skota sinna en 9 af 15
skotum hans fyrir utan hafa ratað rétta leið.
Brenton er með 19,0 stig, 8,7 fráköst og 6,7
stoðsendingar að meðaltali á 35,3 mínútum en
hann hefur auk þess stolið 3,0 boltum og varið
1,3 skot í leik. Skotnýting Brentons er 61,1 pró-
sent og 88,9 prósent í vítaköstum.
ooj@frettabladid.is
Tveir sem kunna að vinna titla
Nick Bradford og Brenton Birmingham hafa spilað frábærlega með Grindavík í lokaúrslitunum og skila
saman 52,0 stigum og 16,3 fráköstum, 9,3 stoðsendingum og 7,0 stolnum boltum að meðaltali í leik.
ÖFLUGIR Þeir Nick Bradford
og Brenton Birmingham
spila aldrei betur en þegar
mest á reynir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HÆSTA FRAMLAG Í LOKAÚRSLITUNUM:
(EFTIR 3 FYRSTU LEIKINA)
Nick Bradford, Grindavík 36,7
Brenton Birmingham, Grindavík 32,0
Jón A. Stefánsson, KR 23,3
Jason Dourisseau, KR 22,3
Helgi Már Magnússon, KR 18,7
Fannar Ólafsson, KR 16,7
Helgi Jónas Guðfinnsson, Grindavík 9,7
Þorleifur Ólafsson, Grindavík 9,7
Jakob Örn Sigurðarson, KR 8,3
Páll Axel Vilbergsson, Grindavík 8,0
Páll Kristinsson, Grindavík 7,7
Guðlaugur Eyjólfsson, Grindavík 7,0
Arnar Freyr Jónsson, Grindavík 4,3
Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 3,3
KÖRFUBOLTI Nick Bradford skoraði
47 stig í 107-64 sigri Grindavíkur
á KR í þriðja leik lokaúrslitanna
á skírdag og var aðeins þremur
stigum frá því að jafna stigamet
Njarðvíkingsins Rondey Robin-
son í lokaúrslitum. Það hefur
aftur á móti enginn leikmaður
skorað fleiri stig í venjulegum
leiktíma en Nick.
Rondey Robinson skoraði 50
stig í 107-110 tapi Njarðvíkur í
framlengingu í fyrsta leik loka-
úrslitanna 1994. Nick hefur þar
með skorað bæði 38 og 47 stig í
þessum lokaúrslitum en báðir
þessir miklu stigaleikir eru
meðal átta hæstu á listanum yfir
flest stig í úrslitaeinvígi - óój
Nick Bradford á skírdag:
Þremur stigum
frá meti Rondey
47 STIG Á 34 MÍNÚTUM Nick Bradford
hitti frábærlega í DHL-höllinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOTI Grindvíkingar unnu
KR í DHL-höllinni á skírdag með
13 stiga mun og geta tryggt sér
Íslandsmeistaratitilinn í Röstinni í
dag. Það var ólíkt hljóðið í þjálfur-
um liðanna eftir leikinn á fimmtu-
daginn.
„Þessi leikur hefur kannski
komið einhverjum á óvart, en ekki
okkur. Við vorum að spila gríðar-
lega vel í 33 mínútur í þessum leik,
sérstaklega í vörninni,“ sagði Frið-
rik Ragnarsson, þjálfari Grinda-
víkur, eftir frábæran sigur.
„Við vorum fyrst og fremst orðn-
ir leiðir á því að koma hérna inn
eins og kisur, enda sást það hérna
í dag. Þetta var allt annað Grinda-
víkurlið en síðast. Það stendur
ekkert annað til en að klára þetta
í næsta leik. Við eigum heimaleik
næst fyrir framan fólk sem ég
veit að verður alveg brjálað.
Ef við erum nógu góðir, þá
vinnum við þennan leik. Ann-
ars bara töpum við honum.
Við gerum bara það sem við
getum,“ sagði Friðrik.
„Ég hef oft verið í þessari
stöðu sjálfur og strák-
arnir líka. Ég sagði
s t rá k u nu m að
brosa út að eyrum
og njóta þessa
sigurs í kvöld,
en það verður æfing í hádeginu á
morgun og þar vil ég ekki sjá eitt
einasta bros. Ég vil bara sjá tólf
einbeitt andlit sem eru með hug-
ann við næsta verkefni,“ sagði
Friðrik.
„Við byrjuðum leikinn ágæt-
lega, en þegar færðist harka í leik-
inn urðum við bara litlir í okkur
og spiluðum eins og draugar þar
til við sýndum smá stolt í restina,“
sagði Benedikt Guðmundsson,
þjálfari KR.
„Núna skipta hlutir eins og leik-
aðferðir eða styrkur leikmanna
ekki máli. Ef hjartað og leikgleð-
in er ekki til staðar í þessu, eru
menn bara teknir og niðurlægðir.
Við verðum að hætta að spila eins
og lið sem á það á hættu að missa
titilinn og spila eins og lið sem vill
vinna titilinn,“ sagði Benedikt
sem hrósaði Nick Bradford
hjá Grindavík sem skoraði
47 stig í leiknum.
„Frammistaða Nicks
Bradford var ótrúleg og
hann er að sýna hversu
mikill sigurvegari
hann er. Hann er
rífandi kjaft allan
tímann við okkur
og áhorfendur
og dansar við
dómarana. Við
þurfum að fara
að rífa aðeins
kjaft á móti og
gefa af okkur til
áhorfenda og ná
upp stemningu,“
sagði Benedikt.
- bb
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir þriðja leikinn:
Þurfum að fara að
rífa kjaft á móti
TVÖ TÖP Í RÖÐ Bene-
dikt Guðmundsson,
þjálfari KR.
KÖRFUBOLTI Það ætti kannski ekki
að koma á óvart að Grindavík sé
komið með undirtökin í úrslita-
einvíginu á móti KR í Iceland
Express-deild karla þegar litið
er á söguna og hver er að þjálfa
Grindavík.
Friðrik Ragnarsson, þjálfari
Grindavíkur, hefur nefnilega
unnið öll þrjú einvígi sín á móti
KR sem þjálfari í úrslitakeppni
úrvalsdeildar. Grindavíkurliðið
er einum sigri frá því að bæta því
fjórða við en Grindavík er komið
í 2-1 eftir 107-94 sigur á KR í
DHL-höllinni í þriðja leiknum.
Undir stjórn Friðriks hafa lið
Njarðvíkur og Grindavíkur unnið
10 af 12 leikjum sínum á móti
KR, þar af sópað þeim út í undan-
úrslitum 2001 og út úr átta liða
úrslitum 2003.
KR hefur aðeins unnið tvo leiki
á móti liðum Friðriks í úrslita-
keppni, þeir minnkuðu muninn
í 2-1 í undanúrslitunum 2002 og
unnu síðan fyrsta leik lokaúrslit-
anna í ár. - óój
Friðrik Ragnarsson:
Kann hann á
KR-ingana?
10-2 Friðrik Ragnarsson er með frábært
sigurhlutfall á móti KR í úrslitakeppni.
FRÉTTABLAÐIÐ/E. STEFÁN
> Næsta stig Brentons verður númer 600 í
lokaúrslitum um titilinn
Brenton Birmingham er einu stigi frá því að komast í
fámennan hóp leikmanna sem hafa náð að
skora 600 stig í lokaúrslitum um Íslandsmeist-
aratitilinn. Brenton er búinn að skora 599
stig í 27 leikjum í úrslitaleikjum sem gera
22,2 stig að meðaltali í leik. Brenton
hefur skorað 57 þessara stiga í einvígi
Grindavíkur á móti KR en 447 af stigum
hans í lokaúrslitum hafa komið með
Njarðvík. Guðjón Skúlason
(Keflavík og Grindavík) og
Teitur Örlygsson (Njarðvík)
eru einu meðlimir 600 stiga
klúbbsins.