Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 11.04.2009, Qupperneq 70
50 11. apríl 2009 LAUGARDAGUR © GRAPHIC NEWS Hola Par Metrar 1 4 407 2 5 526 3 4 320 4 3 219 5 4 416 6 3 165 7 4 411 8 5 521 9 4 421 Út 36 3.406 10 4 453 11 4 462 12 3 142 13 5 466 14 4 402 15 5 485 16 3 155 17 4 402 18 4 425 Inn 36 3.392 Samtals 72 6.798 Breyting á vellinum Fyrsti teigurinn hefur verið færður fram og brautin stytt um níu metra. Amen Corner Hornið á suðurenda vallarins, þar sem 11., 12. og 13. holan er, þykir erfiðasti hluti vallar- ins og kallast „Amen Corner”. Augusta National-golfklúbburinn Augusta, Georgíu. 9. til 12. apríl. U.S. Masters 2009 Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar. Strandgata 34 www.hafnarborg.is Opið alla daga kl. 11 – 17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. 4. apríl – 10. maí 2009 Veðurskrift Weather Writing Guðrún Kristjánsdóttir Opið alla páskana, nema á páskadag. ESL LMV 1900 149 kr/skeytið. Vinningar afhendir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. GOLF Golfárið hófst fyrir alvöru á fimmtudaginn þegar bestu kylfing- ar heims hófu keppni á bandaríska Masters-mótinu sem er fyrsta risa- mót ársins. Mótið skipar sér í nokkra sér- stöðu meðal risamótanna fjögurra enda uppfullt af hefðum og venj- um og þar fá einnig færri kylfing- ar að taka þátt en í hinum risamót- unum. Þessi sérstaða hefur gert mótið að draumamóti bestu kylf- inga heims. Virðingin sem fylgir því að vera Masters-meistari er meðal annars mögnuð upp með því að fá að klæð- ast græna jakkanum og velja mat- seðilinn í málsverði meistaranna sem fer fram skömmu fyrir mótið en þangað fá aðeins fyrrverandi meistarar að mæta. Masters-mótið er eina risamótið sem alltaf er haldið á sama stað, Augusta National-golfvellinum í Georgíu-ríki. Völlurinn var hann- aður af Bobby Jones árið 1933 og hefur verið keppt á honum alla tíð síðan. Augusta-völlurinn þykir einn sá fallegasti í heimi, ekki síst vegna hinnar miklu gróðursæld- ar í kringum allar holurnar átján. Það spillir heldur ekki fyrir að á meðan á Masters-mótinu stendur blómstrar gróðurinn allt í kring. Hver einasta hola á vellinum hefur fengið viðurnefni eftir tré eða gróðri sem setur sterkan svip á hana. Hér fyrir ofan má sjá teikn- ingu af Augusta-vellinum. Ein allra skemmtilegasta hefðin í kringum Masters-mótið er græni jakkinn eftirsótti en honum fá sigurvegarar mótsins að klæðast en aðeins í eitt ár – meðan þeir eru ríkjandi meistarar. Masters-mótið er í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport og þá er fylgst með gangi mála á Vísi.is. Útsendingar frá lokadögunum hefjast klukkan 20.00 í kvöld og síðan klukkan 18.00 á morgun, páskadag, þegar mótinu lýkur . - óój Fyrsta risamót ársins, US Masters, er í fullum gangi á Augusta um helgina: Græni jakkinn er eftirsóttur FÓTBOLTI Baráttan um enska meist- aratitilinn er allt í einu orðin ein- vígi þriggja liða eftir að Manchest- er United tapaði tveimur leikjum í röð og hleypti Liverpool og Chel- sea inn að nýju. Liverpool fær eins og um síð- ustu helgi tækifæri til að komast upp fyrir Manchester United og í toppsætið þar sem leikur liðsins á móti Blackburn er hádegisleikur dagsins. Liverpool er einu stigi á eftir Manchester United eftir fjóra deildarsigra í röð. „Ég er búinn að vera í kringum aðalliðið í þrettán ár og þetta er stærsti leikurinn sem ég hef spilað á ferlinum. Ef við vinnum þá kom- ust við á toppinn þegar aðeins sex leikir eru eftir,“ sagði Liverpool- maðurinn Jamie Carragher. Manchester United sækir Sund- erland heim rúmum klukkutíma eftir að leik Liverpool lýkur og veit þá hvort liðið er búið að missa toppsætið. „Sumum fannst við vera þreytulegir á móti Porto. Við vorum það kannski í fyrri hálfleik en ekki í þeim síðari. Það er ekkert að hjá liðinu en við verðum bara að hætta að fá á okkur þessi aulalegu mörk,“ sagði Sir Alex Fergusson, stjóri Manchester United. Það bíða örugglega margir spenntir eftir hvort hann leyfir ítalska táningnum Federico Macheda að spreyta sig en hann skoraði sigurmarkið í síðasta leik í 3-2 sigri á Aston Villa eftir að hafa komið inn á í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það var rosaleg dramatík á lokasekúnd- unum í leikj- um Manchester og Liverpool í síðustu umferð og það verð- ur fróðlegt að sjá hver áhrif slæmra úrslita í Meistaradeildinni verða. Chelsea er þremur stigum á eftir Liverpool í þriðja sætinu en liðið fór þó illa með Liverpool-liðið í Meistaradeildinni í vikunni og er greinilega til alls líklegt undir stjórn Guus Hiddink. Chelsea tekur á móti Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Breskir fjölmiðlar voru að velta því fyrir sér hvort Guus Hidd- ink myndi setja fyrirliðann John Terry á bekkinn svo að Ricardo Carvalho og Alex gætu náð leik saman fyrir seinni leikinn á móti Liverpool í næstu viku. Terry tekur út leikbann í þeim leik. Arsenal hefur ekki tapað í síð- ustu 17 deildarleikjum og hefur unnið síðustu fjóra deildarleiki með markatölunni 12-2. Liðið sækir Wigan heim en þrátt fyrir góða frammistöðu lærisveina Steve Bruce þá hefur þeim aldrei tek- ist að vinna eitt af fjóru stóru liðunum. „Það er sérstaklega mikilvægt að við höldum sigurgöngunni áfram því stöðugleiki er sönnun á því hversu miklum fram- förum liðið hefur tekið,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Newcastle heimsækir Stoke í öðrum leik Alaan Shearer í stjórastólnum og er þetta einn af úrslitaleikjum fyrir liðið sem þarf hreinlega að ná í öll þrjú stigin ætli Newcastle-menn að bjarga sér. ooj@frettabladid.is Setur Liverpool aftur pressu á United? Fjögur efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar spila öll í dag. Eftir mikla dramatík í síðustu umferð bíða menn spenntir eftir því hvort staða efstu liðanna breytist eitthvað í dag en það eru aðeins sjö umferðir eftir. TÆPUR Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Íslendingaliðin Säve- hof og Guif mætast í undanúrslit- um úrslitakeppni sænsku úrvals- deildarinnar. Þetta varð ljóst í fyrrakvöld eftir að síðasta leikn- um í fjórðungsúrslitunum lauk. Sävehof, lið Hreiðars Guð- mundssonar, er deildarmeistari í Svíþjóð og mátti velja sér and- stæðing í undanúrslitum. Valið stóð á milli Guif og Hammarby og ákvað þjálfari Sävehof, Rust- an Lundbäck, að velja fyrrnefnda liðið þó svo að Hammarby hafi orðið í fimmta sæti deildarinnar en Guif því þriðja. Þjálfari Guif er Kristján Andr- ésson, fyrrverandi landsliðsmað- ur. Bróðir hans, Haukur, leikur með liðinu. - esá Úrslitakeppnin í Svíþjóð: Íslenskur slagur í undanúrslitum HREIÐAR GUÐMUNDSSON Leikmaður Sävehof í Svíþjóð. MYND/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.