Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 11

Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 11 FRÉTTIR Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is JÓN Viðar Jónsson, leik- listargagnrýnandi DV, er ekki lengur á boðsgesta- lista á frumsýningar í Borgarleikhúsinu. Það er þó ekki svo að honum hafi verið bannaður að- gangur að leikhúsinu, eins fram kom í sjón- varpsfréttum RÚV í gær; hann þarf einfaldlega að borga miðann sinn sjálfur, að sögn Guðjóns Ped- ersens leikhússtjóra. Líð ekki dónaskap við gesti „Þetta snýst um það að Jón Við- ar hefur notað sín skrif sem leik- húsgagnrýnandi til að tala illa um hluti sem mér finnst ekki koma málinu við og eru beinlínis rangir. Mér fannst komið nóg þegar hann fór að tala illa um gesti Borg- arleikhússins – áhorfendur okkar. Þetta snýst ekki um skoðanir Jóns á leiksýningum. En þegar Jón Viðar segir að svo mikil ná- lykt sé í Borgarleikhúsinu að áhorfendur flýi, á sama tíma og fyrri hluti leikárs nú er með 20 þúsund fleiri gesti en sama tíma- bil í fyrra, sem þó var metár – þá og það er ég ekki að gera. Þetta snýst einfaldlega ekki um gagnrýni leiksýninga, heldur um viðmót eins gagnrýnanda við gesti Borgarleikhússins.“ Jón vísar á DV Jón Viðar Jónsson gagn- rýnandi kvaðst ekkert hafa um málið að segja og vísaði ósk Morgunblaðsins um við- tal á ritstjóra DV. Ekki deilt um hæfni Jóns Reynir Traustason ritstjóri kveðst mjög undrandi á aðgerð Borgarleikhússins og líta hana al- varlegum augum. „Það felst í því ákveðin mismunun að bjóða einum fjölmiðli en öðrum ekki og sú mis- munun er byggð á mjög vafasöm- um forsendum. Það fer eftir krítí- kernum hvernig hann setur sitt mál fram; Jón Viðar hefur vissu- lega menntun og reynslu til að fjalla um leiksýningar, um það verður ekki deilt. Í því ljósi er að- gerðin mjög slæm.“ Spurður um hverju gagnrýni ætti að þjóna; leikverkinu, að- standendum sýningar, leikhús- fræðum, lesendum blaðsins eða öðru, segir Reynir gagnrýnina hljóta að miðast við að upplýsa lesendur blaðsins. „Hann er að segja lesendum okkar hvernig verkið kemur honum fyrir sjónir. Gagnrýnandinn er ekki að skrifa á forsendum leikhússins. Hann hlýt- ur að skrifa um það sem leik- húsgestir þurfa að vita. Þetta eru leiðbeinandi skrif, en auðvitað öðrum þræði fyrir þá sem standa að sýningunni. Hann krítiserar kannski leiktjöld, tónlist eða slíkt og þá læra menn vonandi af því. Þetta er eins og hver önnur gagn- rýni; sá sem gagnrýnir bækur gerir það ekki fyrir höfundana heldur fyrir lesendur. En gagn- rýnendur eiga að vera mannbæt- andi. Leikari sem fer illa út úr krítík á að geta lært af því og orð- ið vonandi betri leikari á eftir.“ Spurður um þá fullyrðingu Guð- jóns Pedersens að málið snúist ekki um gagnrýni á leiksýningar heldur um orð hans í garð leik- húsgesta, segir Reynir hana fyr- irslátt. „Þetta er þvættingur. Jón Viðar dregur upp myndræna lýsingu á því að almenningur snúi baki við leikhúsinu því sýningarnar séu svo lélegar. Ég held að þetta sé algjör fyrirsláttur, vegna þess að leikhússtjórinn er bara ævareiður út af krítíkinni.“ Vill sjá tölur um áhorfendafjölda Ladda Reynir kveðst myndu vilja sjá tölurnar þegar undir hann er bor- in sú fullyrðing að gestum í Borg- arleikhúsið hafi fjölgað umtalsvert á þeim tíma sem Jón Viðar ræðir. „Ég get ekki metið þetta. Ég myndi til dæmis vilja sjá tölur um það hvað Laddi kom með marga áhorfendur inn í Borgarleikhúsið. Hvað trekktu þeir leikhópar sem komu utan frá? Hvað löðuðu þeir að marga gesti miðað við það sem Borgarleikhúsið er sjálft með. Ég veit að veruleikinn er sá að Laddi hefur verið að fylla húsið og fleiri sýningar að ganga sem eru ekki bundnar Borgarleikhúsinu. Það er mat Jóns Viðars að Borgarleik- húsið hafi ekki staðið sig nógu vel, og þá trúi ég honum. Hann er krítíker sem ég treysti til að fjalla um þetta af einhverju viti, en að öðru leyti get ég ekki metið gesta- tölur. Borgarleikhúsið er ekki bara starfsliðið sem þar vinnur, því þar koma aðrir hópar að. Ég ber fullt traust til Jóns Viðars sem gagnrýnanda og aðgerðir Guðjóns breyta engu þar um.“ „Gagnrýnendur eiga að vera mannbætandi“  Borgarleikhússtjóri segir sinn gjörning ekki snúast um gagnrýni leiksýninga heldur um viðmót gagnrýnanda við gesti  Ritstjóri DV segir leikhúsið mismuna fjölmiðlum Jón Viðar Jónsson Guðjón Pedersen Reynir Traustason Borgarleikhúsið „Þetta snýst einfaldlega ekki um gagnrýni leik- sýninga, heldur um viðmót eins gagnrýnanda við gesti Borgarleik- hússins,“ segir Guðjón. er hann að segja að áhorfendur séu fífl, þeir finni ekki nályktina. Svona dónaskap við mína gesti líð ég ekki.“ Leikhússtjóra er í sjálfsvald sett hverjir eru á boðsgestalistum leikhússins. En spurning er hvers vegna Jón Viðar, einn gagnrýn- enda er tekinn af listanum. Hefði sá gjörningur ekki þurft að ganga yfir alla gagnrýnendur? „Listinn yfir þá sem boðið er á frumsýningar er breytilegur, og við tökum hann í gegn árlega. Vissir embættismenn borgarinnar fá sinn fasta miða, og oft hafa gagnrýnendur fengið miða á frumsýningar. Ef Jón vill gagn- rýna sýningar okkar áfram getur hann keypt sinn miða sjálfur. Ef ég tæki alla gagnrýnendur af list- anum væri ég að setja út á þá alla,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.