Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 22

Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 22
Fyrir þá sem vaða ekki í peningum getur verið gamanað skreppa í betri búðirnar á útsölunum og láta eftir sér að kaupa eitthvað svolítið sérstakt semgefur hversdeginum lit og líf. Og það er ekkert mál að finna vörur á vetrarútsölum sem getakomið sér vel í vor og sumar. Þar má finna allskonar opna skó sem hægt er að skarta berfættur í sólinni og einnig léttar flíkur sem henta vel í góða veðrinu sem bíður þarna handan við hornið. Og svo eru alltaf einhverjar flíkur sem og skótau, sem hentar allan ársins hring. Verslunirnar Trippen á Rauð- arárstíg og 38 þrep á Laugavegi eiga það sameiginlegt að vera fyrst og fremst skóbúðir þar sem einnig fæst fatnaður, töskur og skart. Íslensku valkyrjurnar og verslunarkonurnar Matthildur Leifsdóttir í 38 þrepum og Berglind Gestsdóttir í Trippen leggja báðar mikið upp úr því að bjóða upp á skemmtilega öðruvísi vörur og auk þess hafa íslenskir hönnuðir fengið inni hjá Berglindi. Og það er gaman að koma í búðir sem skera sig úr og þar sem andrúmsloftið er persónulegt og annarskonar hlutir en í öllum hinum búðunum. Eins og vera ber á þessum árstíma er mikill afsláttur í búðunum og hægt að gera einstök kjara- kaup og verða sér úti um vandaðar vörur á góðu verði. Töff OXS mittisjakki sem fæst í 38 Þrepum á 8.700 kr. en kostaði áður 14.600 kr. Útsölugleði Morgunblaðið/Árni Sæberg Geggjaðir Svona skór lífga sannarlega upp á tilveruna. Fást í 38 Þrepum á 14.900 kr. en kostuðu áður 24.900 kr. Taska með sel- skinni Hönnuð af Huldu Hönnu. Fæst í Trippen á 17.850 kr. en var á 21.000 kr. Fislétt Frábær fyrir sumarið. Fæst í Trippen á 11.500 kr. en kostaði áður 19.500 kr. Ævintýralegir Fást í Trippen á 7.450 kr. en- kostuðu áður 14.900 kr. Þægilegir Fást í 38 Þrepum á 14.000 kr. en kostuðu áður 23.600 kr. Léttir klossar Fást í Trippen á 7.450 kr. en kostuðu áður 14.900 kr. Skvísutaska Fæst í 38 Þrepum á 19.900 kr. en kostaði áður 33.400 kr. |laugardagur|5. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.