Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 25

Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 25
Eldhúsið Einfaldar línur og góð geymslurými gefa eldhúsinu nútímalegt yfirbragð sem er í góðu samræmi við heimilið í heild sinni og hentar vel þörfum allrar fjölskyldunnar. Viskuorð Textinn á rúðunni er úr fyrsta kortinu sem Svandís sendi Hann- esi. Texann má lesa úti líka því spegilmynd hans er á rúðunni við hliðina á. Heimasæturnar Helena Rakel, 11 ára, og Sólveig Svala, átta ára, láta fara vel um sig í herbergi Sólveigar ásamt tíkinni Gyðju. Það er okkar reynsla að maður þurfi að búa svolít- ið í húsinu áður en maður ákveður endanlega hvern- ig maður vill hafa hlutina. þurfi að búa svolítið í húsinu áður en maður ákveður endanlega hvernig maður vill hafa hlutina,“ segir Svan- dís og Hannes bætir við að þau hafi alltaf hugsað hlutina vel í tíma. Það sé raunar nauðsynlegt þegar byggð séu einingahús – úthugsa þurfi rými, ljósastæði og rafmagn áður en ein- ingarnar eru steyptar. Húsið var steypt af Loftorku sem þau hrósa í hástert fyrir að hafa staðið við allar áætlanir. Sjálf unnu þau þá verkþætti sem þau gátu, en Hannes er byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari að mennt. Þannig sáu þau t.d. um ísetningu glugga og fengu vini og ættingja í lið með sér að leggja hita í gólf í sann- kallaðri akkorðsvinnu. „Við höfðum sjö tíma til stefnu á milli þess sem gólfin voru lögð og þar til steypt var yfir þau þannig að okkur veitti ekki af allri þeirri hjálp sem við gátum fengið,“ segir Svandís. Allar innréttingar í húsið eru sér- smíðaðar hjá Trésmiðju Þráins Gíslasonar á Akranesi. Í þeim til- fellum sem þau fundu ekki það sem leitað var að létu þau smíða fyrir sig eftir forskrift. „Systurdóttir mín Svala Ástríðardóttir smíðaði til dæmis hurðahöldurnar fyrir okkur,“ segir Hannes, „og tengdasonurinn Guðmundur Sveinsson á heiðurinn að svalahandriðinu.“ Hann bætir við að þau hafi haft sérlega gaman af að hanna og gera hlutina sjálf. „Því þó að það taki vissulega aðeins lengri tíma þá verð- ur það líka persónulegra og gefur okkur líka góðan tíma til að skipta um skoðun og hanna hlutina upp á nýtt.“ annaei@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 25 Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar getur ekki verið þekkt fyrir þetta. Og jafnvel þótt um bráðabirgðaaðstöðu kunni að vera að ræða þarf að sjá til þess að þrifnaður á henni sé í viðunandi horfi. Það er hins vegar fleira sem hrjáir Vík- verja þessa dagana en óviðunandi snyrtiað- staða við komu á Kefla- víkurflugvelli. Í þeim umræðum sem fram hafa farið um verð og verðkannanir í stórmörkuðum hefur hvað eftir annað verið haft á orði að hilluverð sé ekki alltaf sama verð og í ljós komi þegar komið er að því að greiða vöruna við kassa. Og jafn- framt að neytandinn eigi kröfu á því að hilluverð ráði, eins og eðlilegt er. Fyrir skömmu kom Víkverji í eina af verzlunum Nóatúns og hugðist kaupa þar Malt í glerflöskum, sem sagt var á hillu að kostaði 99 krónur. Þegar komið var að kassa kom í ljós að flaskan kostaði 129 krónur. Þegar athugasemd var gerð við þennan verðmun fór afgreiðslumaður bak- sviðs og kom til baka með límmiða, sem á stóð að Malt í gleri kostaði 129 krónur. Sá límmiði var hvergi á hillu. Daginn eftir kostaði glerflaska af Malti skv. hilluverði 99 krónur og engin breyting hafði verið gerð á því. Nokkrum dögum seinna var verðið komið upp í 129 krónur. Nú er auðvelt að skilja að mistök geti orðið við verðmerkingar. En það skiptir máli hvernig brugðizt er við þegar athygli er vakin á mistök- unum. Í þessu tilviki varð það ekki til að auka á trúverðugleika. Fyrir nokkrum dög-um kom nokkuð stór hópur fólks inn í flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Keflavík- urflugvelli eftir flug frá Evrópu, sem ekki er í frásögur færandi. Það sem hins vegar er frásagnarvert er að hluti þessa hóps leitaði inn á snyrtingu, sem staðsett er í námunda við þann stað sem far- angur farþega kemur á þar til gerðum beltum. Sjálfsagt er hér um bráðabirgðaaðstöðu að ræða vegna þeirra framkvæmda sem standa yfir á flug- stöðinni. En þetta kvöld kom í ljós að þessi aðstaða er alltof lítil, biðröð myndaðist, ýmsar nauðsynjar vant- aði og öll aðstaða nánast sóðaleg.             víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útikerti eru oft staðsett þannig að hætta er á að yngsta kynslóðin rekist í þau og að yfirhafnir fullorðinna, sérstaklega kápur og frakkar fullorðinna sláist í loga þeirra Munið að slökkva á kertunum i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.