Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 31
„nú er Nunna (Steinunn) komin suð-
ur í háskólann, eigum við ekki bara
að vera vinkonur í vetur?“ „Jú,“ sagði
ég, „mér líst vel á það.“ Þetta var
fjarska líkt Sillu, hún gekk hreint til
verks og uppskar eftir því. Þetta var
ágætis vetur hjá okkur. Það var
skemmtilegt að skjótast smástund á
kvöldin til hennar, því það var svo
notalegt andrúmsloftið á Hamars-
tígnum. Hún kom með mér á skóla-
böllin, sem voru ómissandi, og svo
áttum við fullt af spennandi leynd-
armálum, sem fylgdu þessum aldri.
Sumarið áður hafði Silla verið í
kaupavinnu í Vík í Skagafirði og hafði
frá ýmsu að segja þaðan og vorið
1950 fór hún þangað líka, nú bundin
traustum böndum Skagfirðingnum
Snorra Sigurðssyni frá Sauðárkróki,
sem tekið hafði stúdentspróf í MA þá
um vorið. Snorri, sem gekk undir
nafninu Snorri sýslumanns á Krókn-
um, hélt að sjálfsögðu einnig heim í
Skagafjörðinn og réð sig á síldarbát.
Ungu kaupakonunni í Vík varð tíðlit-
ið út á Skagafjörðinn þetta sumar og
hugsaði til Snorra síns, sem kannski
var á einhverjum bát í sjónmáli.
Snorri sigldi síðar til Noregs, þar
sem hann nam skógfræði og lauk
kandídatsprófi í Landbúnaðarhá-
skólanum í Ási árið 1956. Hann hóf
þá störf hjá Skógræktarfélagi Ís-
lands og var framkvæmdastjóri
1968-1987, en er nú heiðursfélagi
þess. Silla dvaldi hjá honum í Noregi
eftir föngum, stundaði þar vinnu og
lærði ágæta norsku.
Sigurlaug og Snorri eignuðust sex
góð og myndarleg börn, en urðu fyrir
þeirri miklu sorg að missa tvær dæt-
ur sínar í blóma lífsins. Hún helgaði
eiginmanni, börnum og heimili krafta
sína að mestu, en stundum vann hún
utan heimilis, þá einkum umönnun-
arstörf. Silla hafði áhuga á skógrækt
og tók þátt í skógræktarþingunum
með manni sínum af lífi og sál. Hún
kynntist því mörgu mætu skógrækt-
arfólki hérlendis og erlendis. Þegar á
ævina leið átti Silla við heilsuleysi að
stríða, þar skiptust á skin og skúrir,
en sólskinsstundirnar lærði hún að
meta. Eftir að ég giftist til Skaga-
fjarðar kom Silla oft í heimsókn, enda
unni hún Skagafirði umfram aðra
staði og þau hjón áttu hér skyldfólk
og vini, þau voru bæði tengd þessu
héraði sterkum, órjúfandi böndum.
Kæri Snorri. Við Halldór sendum
þér og fjölskyldu þinni innilegar
samúðarkveðjur.
Blaka.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 31
✝ Hörður Snorra-son fæddist í
Bolungarvík 14.
janúar 1934. Hann
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísa-
firði laugardaginn
29. desember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Snorri
Hildimar Jónsson,
f. 1911, d. 1990, og
Þorbjörg Jónína
Magnúsdóttir, f.
1913, d. 1970.
Systkini Harðar
eru Rannveig, f. 1937, Jóna Guð-
mundína, f. 1941, Fríða Dagmar,
f. 1944, d. 2005, Magnús Þór-
arinn, f. 1946, Jónína Maggý, f.
1949, og Lára Kristín, f. 1952, d.
1957.
Hinn 19. nóvember 1955
kvæntist Hörður Margréti Krist-
ínu Jónasdóttur, f. 18. apríl 1936.
Foreldrar Margrétar Kristínar
voru Jónas Kristinn Guðjónsson,
f. 1906, d. 1981, og Jónína Al-
bertsdóttir, f. 1904, d. 1988.
Hörður og Margrét Kristín eign-
uðust sjö börn. Þau eru: 1) Snorri
Hildimar, f. 1953, maki Þorgerð-
ur Jóhanna Einarsdóttir, f. 1957,
börn þeirra eru: a) Hörður, f.
1975, maki Ewa Szuba, f. 1976,
Guðfinnsson, f. 1955, börn þeirra
eru: a) Róbert, f. 1975, maki Rox-
ana M. Valladolia P., f. 1977, son-
ur þeirra er Róbert Antonio V., f.
2005, og b) Margrét Kristín, f.
1979. 5) Elín Sigurborg, f. 1966,
maki Atli Jespersen, f. 1966.
Börn Elínar og Ingimars Guð-
mundssonar eru Logi, f. 1990, og
Inga Líf, f. 1997. 6) Jónas, f.
1971. Börn Jónasar og Bennie
May Wright eru Daniel Snær, f.
1996, og Naomie Lind, f. 1998. 7)
Vignir, f. 1973, maki Milena Cut-
ino Cutino, f. 1987, dóttir þeirra
er Carmen Kristín, f. 2006.
Hörður fæddist í Bolungarvík
og bjó þar alla sína tíð. Hann hóf
sjómennsku 14 ára gamall þegar
hann réð sig á hálfan hlut á móti
Bjarna frænda sínum. Hörður
starfaði við sjómennsku til ársins
1970 þegar hann hóf störf í Ís-
húsfélagi Bolungarvíkur þar sem
hann starfaði til ársins 1977. Þá
hóf Hörður störf við Sundlaug
Bolungarvíkur og starfaði þar
allt þar til hann lét af störfum
vegna aldurs 2003. Hörður var
lengi virkur þátttakandi í Verka-
lýðsfélagi Bolungarvíkur. Var
hann meðal annars gjaldkeri fé-
lagsins til fjölda ára og seinna
varaformaður þess í 10 ár. Hann
starfaði einnig að bæjarmálum
og sat um tíma í bæjarstjórn.
Útför Harðar fer fram frá
Hólskirkju í Bolungarvík í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
dætur þeirra eru Jó-
hanna og Kristín, f.
2007, b) Einar Jón, f.
1980, og c) Vera
Dögg, f. 1985. 2)
Guðjón Kristinn, f.
1954, maki Ólöf S.
Bergmannsdóttir, f.
1957. Börn þeirra
eru: a) Sigríður Guð-
rún, f. 1982, í sam-
búð með Úlfari Má
Sófussyni, f. 1982, b)
Heiða Björk, f. 1986,
og c) Bergmann Sig-
urður, f. 1989. Dótt-
ir Guðjóns og Helgu Sigurð-
ardóttur er Katrín Margrét, f.
1974, maki Baldur Ingi Ólafsson,
f. 1977, synir þeirra eru Pétur
Starkaður, f. 2005, og Númi
Hrafn, f. 2006. Dóttir Katrínar og
Georgs Þórs Steindórssonar er
Tinna, f. 1993. 3) Jón Ísak, f.
1958, maki Sólveig Br. Skúladótt-
ir, f. 1958, börn þeirra eru: a)
Stefán Örn, f. 1979, maki Sigrún
Waltersdóttir, f. 1980, börn
þeirra eru Aðalsteinn, f. 2001, og
Sólveig Birna, f. 2005, og b) Ólöf
María, f. 1983. Synir Ólafar Mar-
íu og Guðbjarts Atla Bjarnasonar
eru Ísak Ingi, f. 2001, og Baldur
Þór, f. 2004. 4) Þorbjörg Jónína,
f. 1960, maki Hjörleifur Larsen
Það var fyrir um tuttugu og sjö
árum sem ég kynnist Herði Snorra-
syni þegar ég kom fyrst á Hlíðar-
strætið í fylgd næst elsta sonar
hans. Hörður sýndi mér hlýju og
það átti ekki eftir að breytast í gegn-
um árum þó hann hefði ekki mörg
orð um hlutina enda var það ekki
hans stíll að fjölyrða um hlutina. Og
í rauninni kom það mér á óvart þeg-
ar ég fór að rifja upp í huganum
kynni mín af honum hvað ég vissi lít-
ið um hann. Hörður var nefnilega
ekki mikið fyrir það að tala um sjálf-
an sig og sín verk. Hann vildi frekar
láta verkin tala og vinna þau fljótt
og vel.
Hörður var vandaður maður.
Hann var ákveðinn og fastur fyrir
og snyrtimenni fram í fingurgóma.
Heimili hans og tengdamömmu hef-
ur alltaf einkennst af snyrtimennsku
jafnt úti sem inni og sama hefur átt
við um vinnustaði hans. Þess ber
Sundlaug Bolungarvíkur augljóst
vitni, en þar starfaði hann lengi.
Hörður vann lengi að verkalýðs-
málum og hafði á þjóðmálum sterk-
ar skoðanir. Oft voru fjörugar sam-
ræður um þjóðmál í eldhúsinu á
Hlíðarstrætinu þegar fjölskyldan
kom saman. Fjölskyldan orðin stór,
alls þrjátíu og þrír afkomendur og
húsfreyjan ekki skoðunarlaus held-
ur.
Að leiðarlokum langar mig að
þakka þér hvað þú hefur verið okk-
ur Kidda og börnunum í gegnum ár-
in. Blessuð sé minning þín.
Ólöf Bergmannsdóttir.
Það er skrítin tilfinning að setjast
niður og fara að skrifa um hann afa
minn. Mér finnst þetta svo ótrúlegt,
að hann skuli vera farinn burt úr
þessum heimi. Ég bjóst ekki við að
árinu 2007 myndi ljúka svona. En
enginn veit hvenær kallið kemur,
svo mikið er víst, og var þinn tími
kominn elsku afi.
Afi var góður maður, duglegur og
iðjusamur. Margar minningar skjót-
ast upp í kollinn þegar maður hugs-
ar um hann. Að koma í eftirsund á
laugardögum var best í heimi. Að fá
að fara frjálsum höndum um sund-
laugina með frændum sínum og
frænkum. Leika sér og hafa gaman.
Fara svo sæll og glaður heim í
heimalagaða pizzu. Eða þegar mað-
ur mætti í skólaleikfimina eða í
sund, hitti maður oft á afa. Oft á tíð-
um laumaði hann að manni umslagi
fullu af frímerkjum sem hann hafði
klippt út fyrir sonardóttur sína sem
vildi koma sér upp safni eins og eldri
bróðir sinn. Með nýjustu minning-
unum er þegar amma og afi komu til
Hödda bróður að skoða nýjustu fjöl-
skyldumeðlimina. Ég geng inn og afi
tekur andköf. Er þetta ekki dóttir
hans Snorra spyr hann. Jú jú, afi
þetta er ég, Vera Dögg. Þá segir
hann, Maggý hún er alveg eins og
Elín. Sérðu það! Endurtók þetta
nokkrum sinnum. Hann var svo
innilega ánægður með það. Þar átt-
um við ágætis spjall saman um
gamlar minningar hans. Það gladdi
mig svo.
Já, afi var góður maður. Hann var
ekki allra, bar ekki tilfinningar sínar
á torg. En þrátt fyrir það vissi mað-
ur að honum þótti ósköp vænt um
mann. Það eru nefnilega litlu hlut-
irnir sem skipta mestu máli.
Ég sakna þín nú þegar elsku afi.
Og með söknuði, ást og hlýju mun ég
kveðja þig í hinsta sinn. En ég veit
að þú ert kominn á betri stað í faðmi
þeirra sem farnir eru og þú unnir.
Þar muntu vaka yfir okkur öllum og
þá sérstaklega ömmu.
Hvenær sem kallið kemur,
kaupir sig enginn frí.
Þar læt ég nótt, sem nemur,
neitt skal ei kvíða því.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín sonardóttir,
Vera Dögg.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Þegar kemur að því að kveðja eru
oft svo ótal margar gamlar minn-
ingar sem koma upp í hugann. Þeg-
ar við vorum yngri leið varla sá laug-
ardagur að við kæmum ekki í
sundlaugina til afa, enda héldum við
að hann ætti hana sjálfur. Afi var
alltaf ákaflega mikið snyrtimenni og
munum við varla eftir því að hafa
séð hann öðruvísi en vatnsgreiddan.
Snyrtimennska hans kom einnig vel
fram á mörgum öðrum stöðum hvort
sem það var inni eða úti.
Elsku afi, við þökkum þér fyrir
allar stundirnar sem við höfum átt
saman. Við systurnar munum alltaf
minnast síðustu orðanna sem þú
sagðir við okkur núna á öðrum degi
jóla þegar þú sast á milli okkar í
stofusófanum, „Ykkur hlýtur að
þykja vænt um hann afa ykkar...“
því það voru sko orð að sönnu.
Sigríður Guðrún,
Heiða og Bergmann.
Hörður Snorrason
Guðný Einarsdótt-
ir, amma mín og
nafna, lést á jóladag.
Þegar ég hugsa til
Guðnýjar ömmu minnar koma fyrst
og fremst upp í hugann orðin fjöl-
skyldukona, ræktarsemi og alúð.
Guðný var kona af gamla skólanum,
fulltrúi gilda sem ég vona að séu þó
enn við lýði. Hún setti fjölskyldu
sína í fyrsta sæti, velferð fólksins
hennar var hennar markmið og
keppikefli. Hún hélt vel utan um
hópinn sinn og leið aldrei betur en
með sína í kringum sig.
Guðný amma var róleg og yfirveg-
uð kona, en á erfiðum stundum sýndi
hún ótrúlegan dugnað og styrk. Að-
eins sextíu og tveggja ára að aldri
varð hún ekkja, sem hlýtur að hafa
verið henni mikið áfall, þar sem þau
Halldór afi voru einstaklega sam-
hent hjón. Hún bar harm sinn í
hljóði, það var ekki hennar stíll að
vera með tilfinningasemi eða bar-
lóm, en hélt minningu afa lifandi á
sinn hátt. Hún hélt t.d. alltaf upp á
afmælið hans og brúðkaupsafmæli
þeirra. Þá var allri fjölskyldunni
boðið í mat, rétt eins og hann væri
Guðný Einarsdóttir
✝ Guðný Einars-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 18. jan-
úar 1919. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi á jóladag,
25. desember síðast-
liðinn, og var útför
hennar gerð frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 4. janúar.
enn á meðal okkar.
Guðný amma var
myndarleg húsmóðir
og hafði greinilega
tekið vel eftir í Hús-
mæðraskólanum. Hún
var góður kokkur og
var langt fram á ní-
ræðisaldur að prófa
nýjar og spennandi
uppskriftir. Hún
kunni vel til verka og
þótti sjálfsagt mál að
sulta, taka slátur,
baka flatkökur og búa
til kæfu svo fátt eitt sé
nefnt. Þetta var hluti af því að sjá vel
um sína og iðulega vorum við send
heim með eitthvað matarkyns. Hún
var einnig mikil hannyrðakona,
vandvirk og smekkleg við allt sem
hún gerði. Hún lauk því sem hún
byrjaði á, gafst aldrei upp og það eru
ekki nema 10 ár síðan saumaði Ridd-
arateppi, þrátt fyrir versnadi sjón.
Guðný amma tók um margra ára
skeið þátt í hannyrðahóp hjá
kvennadeild Rauða krossins, þar
sem hún naut þess að skapa, vera í
góðum félagsskap og láta gott af sér
leiða.
Sem barn var ég mikið í Grana-
skjólinu hjá afa og ömmu. Yfir þess-
um stundum er bjarmi sælla minn-
inga, þangað var alltaf gott að koma
og mér tekið opnum örmum. Þar var
enginn asi og stress, alltaf tími til að
sitja og spjalla. Þar vorum ýmsir
fjársjóðir, stórar dósir fullar af töl-
um og blúndum, að ógleymdri
„sjoppunni“ undir stiganum. Þar
lumaði afi iðulega á Spur-cola og
Smakk-súkkulaði, hvílík veisla. En
stærstu fjársjóðirnir voru auðvitað
afi og amma með alla sína ást og um-
hyggju.
Börnin mín, Sólrún Ásta og Dag-
ur, voru svo lánsöm að kynnast lang-
ömmu sinni og Guðný amma naut
þess að fylgjast með þeim vaxa og
dafna. Dauðinn er torskilinn fyrir
börn á þessum aldri, en Sólrún Ásta
gengur upp á hvern dag stolt með
húfuna sem Guðný amma prjónaði.
Það er líklega hennar leið til að
heiðra minningu ömmu.
Elsku amma mín, nú er komið að
leiðarlokum. Síðustu mánuðirnir
voru þér erfiðir og þó að söknuður-
inn sé mikill hugga ég mig við að nú
hafir þú fengið hvíld. Þakka þér fyr-
ir allt sem þú hefur gefið mér og fjöl-
skyldunni. Minningin um þig mun
lifa í hjörtum okkar um ókomin ár og
minna okkur á að fjölskyldan er það
dýrmætasta sem við eigum – það
sem gefur lífinu gildi.
Guð blessi þig, amma mín.
Þín,
Guðný Katrín.
Amma dó á fallegum hvítum degi,
á jóladag. Ég var ekki tilbúin að
missa hana, en er maður nokkurn
tíma tilbúinn að missa þá sem eru
manni kærir? Amma var góð kona,
sterk, hlý, umhyggjusöm og traust.
Amma brosti breitt þegar mér gekk
vel og gladdist með mér.
Það var yndislegt að sjá hana
brosa og hún var falleg að utan og
innan. Ég var mikið með henni og
þekkti hana vel, þó við ættum ekki
mörg ár saman. Hún var dul á sína
eigin líðan en lét okkur vita hversu
mikils virði við værum henni. Amma
átti sína erfiðu kafla í lífinu eins og
aðrir en stóð sig eins og hetja og hélt
áfram af bjartsýni. Hún gerði það
sem hún ætlaði sér.
Það var svo gaman að heyra sög-
urnar hennar úr Hafnarfirðinum
þegar hún var lítil. Okkur fannst
sérstaklega gaman að heyra sögurn-
ar um prakkarann Stjána, litla bróð-
ur hennar. Vildum við hlusta aftur
og aftur á þessar sögur. Amma var
mikil handavinnukona og síðustu
mánuðina prjónaði hún margt fal-
legt handa okkur. Margir voru undr-
andi á hvað þetta var vel gert, miðað
við hvað hún var orðin veik þá.
Amma saknaði Halldórs afa mjög
mikið og ég get glaðst yfir því að
núna eru þau aftur saman. Ég kveð
ömmu með orðunum sem hún
kvaddi mig alltaf með „Guð veri með
þér“.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Halldóra Snorradóttir.
Úr ljóði Jakobínu Sigurðardóttur
„Til móður minnar“.
Hvað get ég, móðir, sagt um öll þau ár,
sem okkur gafstu, sælu þína og tár?
Ég veit þú hefur vakað, þráð og beðið.
Og einhvernveginn er það svo um mig,
að allt hið bezta finnst mér sagt um þig,
sem aðrir hafa um aðrar mæður kveðið.
Samt vel ég mér að þegja um lífsstarf þitt.
En þakkir fyrir veganestið mitt
ég vildi þér í litlu ljóði inna.
Og þó að börn þín verði vaxnir menn,
þau vildu fegin mega njóta enn
um langan aldur móðurmunda þinna.
Aðstandendur Guðnýjar þakka
þeim sem léttu henni lífið í veikind-
um hennar sl. þrjú ár. Sérstakar
þakkir eru færðar dagvistun aldr-
aðra, Þorraseli og deild 5B Land-
spítala, Fossvogi.
Þín
Ingibjörg.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Með þessum orðum Valdimars
Briem kveð ég vinkonu mína Guð-
nýju Einarsdóttur hinstu kveðju og
bið góðan Guð að blessa minningu
hennar og styrkja aðstandendur
hennar á sorgarstundu.
Bergþóra Jóhannsdóttir.