Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 32

Morgunblaðið - 05.01.2008, Page 32
32 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Sigur-jónsdóttir fæddist 15. apríl 1932 á Miðskála undir Vestur- Eyjafjöllum. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Lundi á Hellu 27. desember síð- astliðinn. For- eldrar hennar voru Ragnhildur Ólafs- dóttir frá Eyvind- arholti V-Eyja- fjallahr. f. 11.4. 1902, d. 3.10. 1955 og Sigurjón Sigurðsson frá Núpi, V-Eyja- fjallahr. f. 27.10. 1900, d. 22.5. 1972. Hún var fjórða í röð sex systkina. Hin eru: Ólafur f. 27.2. 1924, d. 26.3. 1999, Sigurður f. 22.10. 1925, Sigurást f. 5.9. 1929, Svanlaug Kristjana f. 4.7. 1937 og Ragnar f. 21.2. 1942. Laufey Ásgeirsdóttir fasteigna- sali, f. 19.5. 1957, gift Heimi Guðmundssyni húsasmíðameist- ara, f. 31.5. 1957. Börn þeirra eru: a) Guðbjörg f. 24.7. 1976, gift Gesti Þór Kristjánssyni f.16.11. 1972, dætur þeirra eru Írena Björk f. 24.2. 1998, Anna Laufey f. 21.11. 2005 og Olga Lind f. 8.10. 2007. b) Karen Hrund f. 6.4. 1982, sambýlis- maður Víðir Þór Þrastarson f. 21.6. 1980, sonur þeirra er Víðir Snær f. 25.6. 2006. c) Linda Ósk f. 28.5. 1984, sambýlismaður Michael Jónsson f. 02.05. 1983. d) Heimir Snær f. 26.12. 1990. Guðrún ólst upp á Miðskála undir Eyjafjöllum. Hún flutti síð- ar til Reykjavíkur með for- eldrum sínum. Þar kynntist Guð- rún Ásgeiri Benediktssyni og hófu þau búskap árið 1955. Árið 1963 fluttu þau til Vestmanna- eyja og bjuggu þar til ársins 1973 eða þar til eldgos hófst í Eyjum. Eftir það fluttu þau til Þorlákshafnar og bjuggu þar alla tíð síðan. Útför Guðrúnar fer fram frá Þorlákskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hinn 10.8. 1956 giftist Guðrún Ás- geiri Benediktssyni fiskmatsmanni, frá Reykjavík f. 4.2. 1933, d. 24.3. 1988. Foreldrar hans voru Laufey Aðalheiður Stefánsdóttir f. 13.7. 1910 á Eski- firði, d. 3.12. 2000 og Benedikt Hjart- arson f. 4.2. 1909 í Búðardal, d. 7.2. 1990. Dætur Guð- rúnar og Ásgeirs eru: 1) Ragnhildur Jóna, kenn- ari, f. 9.5. 1956, gift Inga Ólafs- syni, skólastjóra, f. 26.12. 1954. Synir þeirra eru: a) Ásgeir f. 29.5. 1979, dóttir hans er Elena Dís f. 2.11. 2001. b) Arnar f. 28.6. 1984. c) Viðar f. 8.4. 1986, sambýliskona Helga Katrín Gunnarsdóttir f. 8.8. 1986. 2) Í dag kveðjum við Guðrúnu Sig- urjónsdóttur tengdamóður okkar. Guðrúnu kynntumst við báðir árið 1973 um leið og við kynntumst dætr- um hennar og Ásgeirs Benedikts- sonar. Guðrún, sem fæddist 15. apríl 1932, ólst upp á Miðskála undir Eyjafjöllum. Hún gekk í grunnskóla í sveitinni eins og önnur börn á þess- um árum. 19 ára fór hún síðan í Hús- mæðraskólann á Laugarvatni og var þar einn vetur. Eftir það flutti hún með foreldrum sínum til Reykjavík- ur þar sem hún kynntist Ásgeiri Benediktssyni og hófu þau búskap árið 1955. Á þessum tíma var at- vinnuástand ekki gott og fjárhagur eftir því. Erfitt var að eignast eigið húsnæði og á tímabili þurftu Ásgeir og Guðrún ásamt dætrum því oft að skipta um leiguhúsnæði. Árið 1963 ákváðu þau að flytjast til Vest- mannaeyja. Eftir það urðu miklar breytingar á högum þeirra ekki síst vegna þess að á þessum tíma var mikla vinnu að hafa í Vestmannaeyj- um, og þá eignuðust þau sína fyrstu íbúð. Guðrún var mikil hamhleypa til vinnu. Hún settist helst ekki niður fyrr en verkinu var lokið. Eftir tæplega 10 ára búsetu í Vest- mannaeyjum urðu miklar breytingar hjá fjölskyldunni, ekki bara vegna þess að við bættumst þá í fjölskyld- una, heldur líka vegna þess að eldgos hófst í Heimaey. Við vonum að ekki hafi verið tengsl á milli þessara tveggja atburða. Þegar gosinu lauk settust Guðrún og Ásgeir að í Þor- lákshöfn og bjuggu þar alla tíð síðan. Þessi ár voru að flestu leyti gæfurík, nema hvað Ásgeir lést fyrir aldur fram árið 1988, þá aðeins 55 ára að aldri. Það var greinilegt að Guðrún ætl- aði ekki að láta erfiðleika Reykjavík- uráranna endurtaka sig. Á árunum í Vestmannaeyjum vann hún bæði við afgreiðslustörf og sem fiskverka- kona. Á þessum tíma tíðkaðist ein- staklingsbónus í fiskvinnslunni. Guð- rún lagði allt í sölurnar fyrir dætur sínar og vann hratt og mikið. Fisk- vinnslan var erfið og þetta tók sinn toll. Við erum sannfærðir um að á þessum árum hafi Guðrún ofgert sér í vinnu. Hún bar merki erfiðrar fisk- vinnslu alla ævi. Við erum ekki frá því að henni hafi þótt tilvonandi tengdasynirnir hálf- gerðir galgopar. Það hnussaði oft í henni þegar við reyndum að gera henni grein fyrir því að hún hefði í raun unnið þann stóra í happdrætt- inu þegar hún fékk okkur sem tengdasyni. Hún játti því aldrei, en neitaði heldur ekki, heldur sagði gjarnan að við værum svo sem allt í lagi. Þar sem við bjuggum til margra ára með fjölskyldur okkar í Þorláks- höfn þá kynntust börnin okkar ömmu sinni mjög vel. Þeim fannst mjög gott að koma við hjá henni og fá þá helst ristað brauð og kakó. Brauðristin hennar ömmu var miklu betri en þær sem við áttum. Þau vissu að amma var alltaf til staðar og að þau gátu alltaf hringt í hana þegar eitthvað var að og pabbi og mamma voru enn í vinnu. Því miður voru samverustundir með Ásgeiri allt of fáar, en stund- irnar með Guðrúnu voru þó margar og yndislegar, og söknum við hennar mjög. Við viljum trúa því að nú hafi hún hitt Ásgeir aftur og að hamingj- an sé við lýði hjá þeim. Guð blessi þau bæði og minningu þeirra. Ingi og Heimir. Elsku amma mín. Hvað skal segja? Aldrei hefði ég getað ímyndað mér að ég myndi hefja nýtt ár á að skrifa minningargrein um þig. Ég sem hef alltaf sagt við þig þegar eitt- hvað hefur bjátað á að þú yrðir hundrað ára. Oft hefurðu verið mikið veik en alltaf risið upp aftur. En í þetta sinn var það þér ofviða. Jólin og áramótin hafa flogið framhjá og hugurinn hefur reikað. Er hægt að setja heila ævi niður á blað, því þú hefur verið órjúfanlegur hluti af allri minni ævi? Alltaf varstu til taks fyrir mig. Ég, sem lítil hnáta fékk til dæmis að hvíla mig eftir skóla, undir borði hjá þér í Meitlinum, þegar þú vannst þar í mötuneytinu eða lædd- ist heim til þín og fékk fiskibollur í dós ef mér leist ekki á kvöldmatinn heima. Ristaða brauðið og kakómal- tið smakkaðist heldur aldrei jafnvel og í stofusófanum þínum þar sem ég sat ósjaldan í miklum makindum með sæng og horfði á videó. Alla tíð bjóst þú í mínu nánasta ná- grenni og alltaf stóðstu eftirlitsvakt- ina eins og herforingi, því það verður að segjast eins og er að þér fannst mamma stundum dálítið kærulaus. Þegar ég var lítil, gættir þú þess að óþekktaranginn færi ekki of langt frá húsinu og þegar ég komst svo á unglingsár gættir þú þess vel að allt færi nú vel fram, að stelpan skilaði sér heim á skikkanlegum tíma og að gengið væri nú almennilega um hús- ið ef mamma og pabbi voru ekki heima. 56 ára keyptir þú þér nýjan bíl sem þú notaðir mikið, en helst innan- bæjar og að stóru leyti í að skutla okkur systkinunum fram og til baka, alltaf var hægt að hringja í ömmu, því hún sagði aldrei nei. Að vera amma og langamma fannst þér yndislegt hlutverk og það kom stórt bros á andlit þitt skömmu fyrir jól, þegar ég kom til þín á Lund, þar sem þú bjóst undir það síðasta, með alla þrjá gullmolana mína, og þú leist yngsta krílið, hana Olgu Lind, í fyrsta sinn augum. Þá varstu stolt. Alla tíð vannstu mikið, amma mín. Þú saumaðir á nóttunni föt í versl- anir þegar stelpurnar þínar voru litl- ar til að eiga fyrir salti í grautinn og síðar fluttust þið afi til Vestmanna- eyja þar sem þú vannst í fiski. Náðir því meira að segja að verða tekju- hæst allra þeirra sem unnu í frysti- húsinu, þar með taldir þeir sem unnu á vörubílunum. Það þótti merkilegt, enda varstu dugnaðarforkur mikill og alltaf í akkorði, það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, það var ekkert verið að hanga yfir hlutunum. Það er margs að minnast, amma mín, en því verður ekki öllu komið á blað. Ég geymi því í hjarta mér og hugsa allar þær yndislegu minning- ar sem ég á um okkar samleið og lofa að gæta þess að halda minningu þinni hátt á lofti. Veröldin verður ekki sú sama eftir að þú ert farin, amma mín, en þú knúsar kannski Ásgeir afa frá mér og við fáum okkur kaffibolla saman næst þegar við hittumst og jafnvel eitthvað örlítið útí eins og okkur þótti svo notalegt. Saknaðarkveðja. Þín Guðbjörg. Guðrún Sigurjónsdóttir Ég ætla hér með nokkrum fátæklegum orðum að kveðja elskulega ömmu mína. Guðrún amma var engin venjuleg kona. Hún var ótrú- legur dugnaðarforkur og baráttu- kona, það sást best á endalausri bar- áttu hennar við langvarandi veikindi. Amma var afar ákveðin kona og það var yfirleitt betra að hafa hana með sér í liði. Sérstaklega átti þetta við þegar stjórnmál voru rædd en þar hafði hún mjög ákveðnar skoðanir. Í minningunni sé ég ömmu þræta við bræður sína og fleiri um stjórnmál í fjölskyldu- boðum. Eins og fyrr sagði var amma mjög dugleg kona og það eru líklega ekki margir sem hafa upplifað það að vera viðstaddir þegar ömmur þeirra verða stúdentar. Amma tók sig nefnilega til og kláraði stúdent- inn á besta aldri. Hún byggði ein- býlishús og ferðaðist heimshorna á milli. Einkar minnisstætt er mér þegar við fjölskyldan fórum með ömmu og Stefáni til Taílands ein jól- in, það var ógleymanleg ferð. Þegar amma var að ná sér á strik eftir ein veikindin kom hún í end- urhæfingu til mín. Það kom sko ekki annað til greina en að ég, elsta barnabarnið hennar, sjúkraþjálfar- inn, kæmi henni í stand. Við áttum góðar stundir saman á þessum tíma og ræddum margt og mikið. Amma Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir ✝ Guðrún ÓlafíaSigurgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 21. desem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 4. janúar. var þrjóskari en flest- ir sem ég hef þekkt í gegnum ævina. Gott dæmi er þegar ég kom í heimsókn heim til hennar eftir eina spít- alaleguna. Hún átti að taka því mjög rólega en viti menn, þegar ég mæti er amma uppi á stól að hengja upp gardínur. Það skyldi sko ekkert stoppa hana. Ég held að það sé þetta sem móðir mín talar stundum um að ég hafi erft frá ömmu. Amma hafði alltaf svör við öllu og það var gott að leita til hennar ef mig vantaði svör við einhverju eða hreinlega hvatningu. Hún fylgdist með mér í handboltanum af miklum áhuga og var nú aldeilis ekki ánægð með það að ég væri að hugsa um að leggja skóna á hilluna. Hún skildi nú bara ekkert í því að ég, kornung manneskjan, væri að hugsa um að hætta. Þegar ég stóð í sömu sporum og hún og var að byggja einbýlishús einsömul var hún mjög stolt af mér. Þegar ég sagði að ef í hart færi gæti ég bara selt húsið þá hváði hún. Ég skyldi nú bara gjöra svo vel og klára þetta hús og ekkert múður. Hún hvatti mig ótrauð áfram. Frumburð- ur minn fæddist árið 2004, fyrsta og eina langömmubarnið hennar ömmu. Það gladdi hana og mig óendanlega mikið að gullmolinn okkar skyldi fæðast á afmælisdegi ömmu, hinn 5. júlí. Síðasta sumar þegar dóttir mín varð þriggja ára og amma 75 ára hélt ég sameiginlegt afmæli fyrir afmælisbörnin í nýja fína húsinu. Amma dýrkaði litla engilinn sinn og er ég óendanlega þakklát fyrir að þær skyldu ná að eiga góðar stundir saman. Síðustu mánuðir hafa verið ömmu afar erfiðir og fannst mér ótrúlega erfitt að horfa upp á þessa duglegu konu veslast upp. Ég verð samt að segja að úr því sem komið var er ég fegin að amma fékk hvíldina því ég er sannfærð um að henni líður mikið betur núna. Ég kveð elsku ömmu mína með söknuði en lengi lifi minn- ing um yndislega konu sem mun ávallt eiga vísan stað í hjarta mínu. Þín Harpa. Elsku amma, það var fimmtu- dagskvöld og jólin nálguðust. Ekk- ert jólastress en ég átti aðeins eftir að finna eina gjöf, gjöfina þína. Mér fannst þú eiga allt nema góða heilsu. Ég hafði gert konfekt fyrr í mán- uðinum og mig langaði að finna fal- lega öskju undir það og gefa þér. Í búðinni voru margar tegundir af öskjum. Ég kom auga á eina og þá var mér hugsað til þín, fullkomin askja fyrir þig. Síminn hringdi þeg- ar ég setti hana í körfuna, pabbi var að hringja. Ég beið með að svara honum, ætlaði að borga fyrst. Ég fór út og hugsaði með mér glöð í hjarta að nú væri ég búin að finna allar jólagjafirnar. Gleðin breyttist snögglega í sorg þegar ég hringdi í pabba. Hann til- kynnti mér að þér liði mjög illa og bað mig að koma við sem fyrst á spítalann. Ég og Katrín litum við og þá sáum við hvernig þú varst að berjast í hverjum andardrætti. Því- líkur baráttuvilji, hugsaði ég með mér. Daginn eftir varstu látin. Ég kynntist þér þegar mamma kynntist pabba. Hann bjó þá hjá þér og mér fannst upplagt að hann myndi áfram búa með þér en gæti verið kærasti mömmu og komið af og til í heimsókn. Hann náði svo að bræða mig og þið urðuð hluti af lífi okkar. Ég hef ekki verið mikið hjá þér en þú hefur alltaf tekið mér eins og ég væri hans eigin dóttir og það hefur mér alltaf þótt vænt um. Neskaffiístertan er það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa um æskuna og þig. Þú bjóst til besta ísinn sem ég hef smakkað. Þú sagðir alltaf að gald- urinn væri neskaffið. Við fengum hann á jólunum ásamt heitu súkku- laði en þar sem ég var sjaldan með ykkur þá hugsaði ég alltaf um tert- una og spurði hvort þú hefðir ekki verið með hana. Í dag geri ég ístert- una oft á jólunum og þá hugsa ég alltaf til þín. Í haust þegar þú varst farin að veikjast þá talaði pabbi við þig um hvað honum fyndist leiðinlegt að geta ekki verið hjá þér í veikindum þínum. Þú lofaðir honum því að deyja ekki á meðan hann væri úti á sjó. Togarinn átti að koma inn á Þorláksmessu en skyndilega varð bilun um borð og hann kom á fimmtudeginum, deginum áður en þú kvaddir okkur. Þú stóðst við lof- orð þitt og ég veit hvað það skipti hann miklu máli að fá að vera hjá þér og fá að kveðja þig. Ég fékk aldrei tækifæri til að gefa þér öskjuna sem ég valdi handa þér. Í dag ætla ég að fylla hana af kon- fekti og hugsa um þig og baráttuvilj- ann þinn, ég mun aldrei gleyma hon- um. Takk kærlega fyrir jólagjöfina og takk fyrir allt. Petra Vilhjálmsdóttir. Elsku amma Guðrún. Nú ert þú farin frá okkur. Eftir sitja margar góðar minningar um þig. Við mun- um eftir skiptunum sem við fengum að gista hjá þér og fengum slátur í matinn. Við munum eftir öllum fyrstu jólunum okkar sem við héld- um saman. Þá var oft gaman. Þú varst ákveðin og dugleg kona og við vildum óska að við hefðum haft meiri tíma með þér. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði. Þú munt alltaf lifa í hugum okkar og hjörtum. Erla Guðrún og Árni. Vinátta okkar Guðrúnar hófst þegar við byrjuðum í Gagnfræða- skóla Vesturbæjar (Gaggó Vest) þrettán og fjórtán ára og hafði því varað í 61 ár. Hún var heilsteypt, hreinlynd, ákaflega dugleg og lauk því sem hún byrjaði á. Það eru margar minningar sem koma fram í hugann eftir svo langa tíma. Það fyrsta er „Kokkurinn“, en það voru skemmtanir hjá Alþýðu- flokknum sem sem við sóttum með foreldrum hennar, síðan voru það Farfuglarnir, ferðir í Þórmörk o.fl. o.fl. Það var alltaf nóg að gera og uppátækin mörg, t.d. þegar við hjól- uðum til Akureyrar. Seinna þegar við vorum komnar með börn og bú fórum við til Bandaríkjanna og keyrðum með bíl vesturströnd Kali- forníu sem leið lá alla leið niður til Arizona. Þetta voru góðir og skemmtilegir dagar og það var framtakssemi þín og dugnaður sem gerði okkur þetta kleift. Elsku Guðrún mín, ég þakka þér fyrir þessa góðu vináttu og allar þessar góðu stundir sem við áttum saman. Börnum Guðrúnar og fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Jenný. Sem loftbára rísi við hörpuhljóm og hverfi í eilífðargeiminn, skal þverra hver kraftur og kulna hvert blóm – þau komu til þess í heiminn. En þó á sér vonir hvert lífsins ljós, er lúta skal dauðans veldi, og moldin sig hylur með rós við rós, er roðna í sólareldi. (Einar Benediktsson.) Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Hvíl þú í friði, Guðrún mín. Drott- inn blessi minningu þína. Sólmundur Þormar Maríusson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.