Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
„Amma Sigga“ nafn
og ávarp sem er jafn
persónulegt og tilfinn-
ingaríkt og ástarjátning. „Þú ert svo
falleg“ þannig kvaddi amma mig.
Kannski hefur hún heilsað mér með
sömu orðum, þegar hún hélt mér ný-
fæddri í fanginu. Það hefur aldrei
teygst jafn mikið á naflastrengnum
milli okkar og síðustu 3 árin, en þá
fluttum við öll úr Eyjum, þau afi
norður til mömmu og ég og dreng-
irnir mínir í höfuðborgina. Ég hef
haft langan undirbúning fyrir þenn-
an dag kveðjustundar, en samt er ég
ekki tilbúin. Ég bjó fyrstu 5 ár æv-
innar hjá ömmu og afa. Þar mynd-
uðust órjúfanleg tengsl og nánd. Ég
bjó oft eftir það hjá þeim, nú síðast
fyrir 4 árum með drengina mína. Í
Anna Sigríður
Þorsteinsdóttir
✝ Anna SigríðurÞorsteinsdóttir
fæddist á Akureyri
4. júlí 1927. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
29. desember síðast-
liðinn og fór útför
hennar fer fram frá
Hvítasunnukirkj-
unni á Akureyri 4.
janúar.
rauninni slitnaði nafla-
strengurinn aldrei á
milli okkar ömmu. Oft
tókumst við á, hún
stóð mér svo nálægt
tilfinningalega, hún
var oft í hlutverki þess
sem þurfti að aga mig.
En þær voru líka
margar og fleiri góðu
stundirnar, við mat-
seld, sultugerð, bakst-
ur, sláturgerð, amma
að svindla í rommý, að
leggja kapal, í búða-
rápi, á Hernum, rútu-
ferðir norður, ferðin til Kansas, horf-
andi saman á Leiðarljós, saman í
sundlauginni eða að fá okkur blund.
Ég úthellti oft hjarta mínu og von-
brigðum yfir gömlu konuna sem stóð
alltaf með mér og lét allt í mínu lífi
sig varða. Ég átti alltaf verjanda,
huggara og hvatningarmann í
ömmu. Mér var í mun að gera þau
afa stolt af mér, og það voru þau allt-
af, alveg sama hversu oft mér mis-
tókst. Margir myndu segja að amma
hefði spillt mér, og það er rétt að
mörgu leyti, mig skorti aldrei neitt
hjá þeim, ekki heldur ástúð, um-
hyggju og skilning. Ég átti ávallt
örugga höfn og skjól á heimili þeirra,
og ástin var skilyrðislaus sem þau afi
umvöfðu mig og síðar drengina mína
með. Síðasta kvöldstundin sem ég
átti ein með ömmu var bæði yndisleg
og erfið. Ég var komin norður gagn-
gert til að kveðja hana. Mig langaði
mest af öllu að lina kvalir hennar,
vanmátturinn sem ég fann var mér
þungbær. Mig langaði líka að skríða
upp í til hennar eins og svo oft áður,
hjúfra mig upp að henni, gráta,
hætta að vera fullorðin smástund.
En amma þurfti hvíld frá kvölum,
hvíld frá áhyggjum, ég hélt í hönd
hennar og sagði henni frá lífinu í
borginni og persónulegum sigrum.
Minningarnar eru margar eftir 40
ára samleið. Sú áleitnasta er hend-
urnar hennar, snerting þeirra.
Hendur sem læknuðu allt og gáfu ró.
Snerting sem var þrungin af ástúð
og umhyggju. Snerting sem er
greypt í hjarta mitt og vitund um alla
framtíð. Hjarta mitt er brostið um
stund, en missirinn er ekki eilífur, ég
hitti ömmu á himninum. Ég óska
þess að ég fái erft hendurnar hennar
og hjartalag. Að ég fái snert líf
barnabarna minna þegar þau koma,
á sama hátt og amma snerti mitt, að
heimili mitt megi verða þeim örugg
höfn og skjól, eins og heimili þeirra
afa var mér. Elsku afi minn, ég bið
Guð að umvefja þig og hugga. Ást
ykkar ömmu til hvors annars var
mitt öryggi og leiðarljós. Ást ykkar
til mín var mér hlífiskjöldur, ómet-
anlegur styrkur á brothættum
stundum og ómældur fjársjóður
minninga. Ég átti fallegustu ömmu í
heimi, hún var alltaf lekker, með
himinblá augu og hjarta úr gulli. Ég
þakka Guði fyrir ömmu Siggu sem
ég elskaði meira en þessi fátæklegu
orð fá lýst.
Íris Guðmundsdóttir
Amma Sigga var alveg meiri hátt-
ar, það var mikill kraftur í henni.
Þegar ég var barn voru hún og afi
Gísli búsett að Laufskógum 25 í
Hveragerði. Það var alltaf svo gam-
an að koma til þeirra, sérstaklega á
sumrin þegar sundlaugin í ævintýra-
lega stóra og gróðursæla garðinum
var full af heitu vatni. Amma Sigga
var alltaf svo falleg, með silfurgrátt
hár og bros í augunum. Mér fannst
hún agalega smart, hún átti svo mik-
ið af flottum skóm og handtöskum,
og snyrtiborðið í svefnherberginu
hennar var eins og hjá prinsessum,
svo ekki sé nú minnst á skartgripina.
Amma Sigga var mjög dugleg.
Hún átti alltaf fulla frystikistu af
kökum sem hún hafði bakað og svo
sendi hún líka kökur til okkar til
Eyja. Ég man oft eftir því að hún
hafi hringt í mömmu tiltölulega
snemma dags og þá var hún búin að
áorka eins og tveimur dagsverkum
síðan hún fór á fætur í bítið. Eins
man ég eftir því að amma og mamma
ætluðu einu sinni að taka saman slát-
ur. Við bjuggum í Vestmannaeyjum
og amma og afi í Hveragerði svo
mamma lagði land undir fót og fór
með Herjólfi til Þorlákshafnar. Þeg-
ar hún loks kom til Hveragerðis þá
var amma búin að laga allt slátrið
sem þær ætluðu að taka saman.
Þannig var krafturinn í henni.
Amma og afi voru höfðingjar heim
að sækja og á sumrin var stanslaus
gestagangur í Laufskógunum, einu
sinni tóku þau meira að segja á móti
heilli rútu af óvæntum gestum. Allir
voru ávallt velkomnir til þeirra.
Amma Sigga var mjög listræn og
það er alveg ótrúlega margt sem ég á
eftir hana, handmálaðir dúkar og
ýmislegt úr perlum, en efst á listan-
um trónar handmálað postulín sem
hún föndraði við í kringum 1980.
Munirnir sem hún framleiddi þá eru
einstaklega fallegir og í miklu uppá-
haldi hjá mér.
Eins er ofarlega í minningunni frá
barnæskunni tímabilið þegar amma
Sigga vann í Kjörís-verksmiðjunni í
Hveragerði. Hvílík og önnur eins
gósentíð í lífi barns var það! Frysti-
kistan hjá ömmu var alltaf full af ís,
sem og frystikistan okkar. Það var
alveg dýrðlegt!
Svona man ég eftir ömmu Siggu,
fjörugri, kraftmikilli, skapandi, fal-
legri og gefandi. Hún var yndisleg
amma og mér finnst ég hafa misst
mjög mikið þegar hún dó.
En ég veit að nú er hún laus við
sjúkdóma og kvalir, nú er hún komin
heim í dýrðina hjá Jesú. Dag einn
mun ég hitta hana þar, en þangað til
á ég hlýjar minningar um frábæra
ömmu. Hjartans þakkir fyrir sam-
veruna, amma mín. Drottinn blessi
minningu þína.
Hrund.
Mig langar til þess
að minnast í fáeinum orðum elsku-
legrar ömmu minnar sem lést hinn
26. desember síðastliðinn.
Það koma upp margar góðar og
skemmtilegar minningar þegar ég
hugsa um hana ömmu. Á mínum
yngri árum fórum við fjölskyldan
oft norður á sumrin og dvöldum þar
í nokkrar vikur í senn. Þar var ým-
islegt brallað eða brasað eins og hún
amma hefði orðað það. Amma átti
risastóra lóð sem okkur systrunum
fannst æðislegt að fá að leika okkur
á. Hún var með þrjú gróðurhús þar
sem hún ræktaði blóm og svo rækt-
aði hún gulrætur sem voru þær
bestu í heimi. Það var alltaf gaman
hjá ömmu. Amma sá um pósthúsið á
staðnum eftir að afi dó og við lékum
okkur í búðaleik með reiknivélina
hennar, breyttum gardínunum hjá
henni eftir okkar höfði en aldrei
kvartaði hún undan okkur atorku-
sömu stelpunum. Í Sæborg var olíu-
kynding eins og títt var í þá daga.
Eitt sinn er við systurnar vorum úti
að leika datt okkur í hug að nota
stóra olíutankinn sem var við húsið
hennar ömmu fyrir bíl. Á honum
sátum við til skiptis og þóttumst
keyra en eftir smástund vantaði
bensín á bílinn. Þá brugðum við á
það ráð að taka vatnsslöngu úr
garðinum og létum vatn renna ofan í
olíutankinn. Við þetta fór allt á flot
og þurfti amma að fá mann til að
koma og gera við. Amma hafði nú
ekki mörg orð um þetta, hún
skammaði okkur ekki enda held ég
að þetta uppátæki hafi henni þótt
mjög fyndið því hún var enn að
hlæja að þessu atviki.
Þegar ég komst á unglingsaldur-
inn flutti amma í Hlíðarhvamminn í
Kópavogi og þá hittum við hana oft-
ar. Stundum tók ég rútu í bæinn og
þá var alltaf velkomið að gista hjá
ömmu, hvort sem ég var ein eða ein-
hver vinkona með mér. En einhvers
staðar segir að þar sem hjartarúm
Ágústa Jónsdóttir
✝ Ágústa Jóns-dóttir fæddist á
Syðri Reistará í
Arnarneshreppi 7.
janúar 1919. Hún
lést 26. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Langholtskirkju
3. janúar.
Jarðsett verður í
Stærri Ársskógs-
kirkjugarði í dag
klukkan 14.
er, þar sé líka hús-
rúm.
Það var alltaf gott
að koma til ömmu og
hún var alltaf svo
ánægð að sjá mann og
elskuleg. Hún hafði
gaman af að heyra
sögur af langömmu-
börnunum og þreytt-
ist hún ekki á að segja
manni sögur af hinum
langömmubörnunum
líka. Hún bauð litlu
krökkunum upp á
súkkulaðirúsínur sem
var mjög vinsælt enda er hún kölluð
súkkulaðirúsínulangamman á mínu
heimili.
Þegar amma varð áttræð bauð
hún öllum sínum afkomendum og
mökum út að borða. Þrátt fyrir
nægjusemina gagnvart sjálfri sér
var ekki að spyrja að rausnarskapn-
um þegar kom að velgjörðum við
aðra. Ættingjunum fannst auðvitað
gaman að hittast og úr varð að við
gerðum það að árlegum sið að hitt-
ast öll á afmælinu hennar 7. janúar.
Amma var víðlesin kona sem lét
sér fátt óviðkomandi. Hún átti auð-
velt með að læra tungumál og las
bækur og tímarit á þýsku og norð-
urlandamálum. Hún var mikið nátt-
úrubarn, hvort heldur sem var nátt-
úran sjálf með litadýrð og
stórfengleik eða allt það sem lífs-
anda dró.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk með ömmu minni og
kveð ég hana með söknuði. En ég
trúi því að nú sé hún á góðum stað
með afa þar sem henni líður vel. Guð
blessi minningu hennar.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir.
Elsku amma.
Mér fannst það skrítið þegar
pabbi kom inn í herbergi og tjáði
mér að þú værir farin. Ég er varla
búinn að átta mig á því. En eitt veit
ég, að þú ert fegin enda held ég að
þér hafi ekkert fundist gaman að
vera ekki á fullri ferð.
Mér fannst alltaf gaman að koma
í heimsókn til þín í Hlíðarhvamminn
enda var stutt í fótboltavöllinn og í
skemmtilegt umhverfi. Í hvert
skipti þegar við komum þá fór ég
beint í neðstu skúffuna í eldhúsinu
og fékk mér Ritz-kex sem þú varst
búin að versla inn áður en ég kom í
heimsókn. Alltaf varstu með tilbúna
teikniblokk og penna fyrir barna-
börnin þegar þau komu í heimsókn
en aðallega notaði Hilmar þetta,
enda teiknaði hann uppáhaldslista-
verkið þitt, það var myndir af ein-
hverjum fjölskyldumeðlimum og
þar á meðal af þér, og myndin af þér
var legsteinn og að þessu hlóst þú
mikið og sagðir mér alltaf þegar ég
kom í heimsókn til þín í haust.
Ég ætlaði að gera svo margt með
þér eftir áramót, ég ætlaði meðal
annars að fara með þig í Hlíðar-
hvamm til Ásdísar systur og elda
uppskrift eftir þig sem var lambas-
íða röspuð með hveiti, kartöflur og
brún sósa með lauk í. Einnig varstu
búin að segja mér að þér þætti svo
gaman að fara svona bæjarrúnt. Al-
veg vildi ég að ég gæti gert þetta
fyrir þig núna, en það verður að bíða
betri tíma. Hinsvegar átti ég góðan
klukkutíma með þér tæpri viku áður
en þú fórst og þar sýndir þú húm-
oristahliðina þína þar sem þú þóttist
vera alveg svakalega kölkuð við eina
starfskonuna á elliheimilinu og þá
fékk ég að hlæja.
Hér er svo Ömmubæn sem á vel
við þig og ég gæti trúað að þú gætir
sagt við okkur ættingja þína þessa
daga eftir að þú fórst:
Marga góða sögu amma sagði mér,
sögu’ um það sem hún og aðrir lifðu hér.
Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn
og í bréfi sendi þessa bæn:
Vonir þínar rætist kæri vinur minn
vertu alltaf sanni góði drengurinn.
Þó í lífisins straumi bjáti eitthvað á,
ákveðinn og sterkur sértu þá.
Allar góðar vættir lýsi veginn þinn,
verndi og blessi elskulega drenginn minn.
Gefi lán og yndi hvert ógengið spor,
gæfusömum vini hug og þor.
(Jenni Jóns)
Bless amma, þú varst fyrirtak-
samma sem ég mun sakna mikið.
Ágúst Valves Jóhannesson.
Elsku rúsínu-langamma.
Takk fyrir allar súkku-
laðirúsínurnar sem þú gafst
mér. Ég veit að þú ert á góð-
um stað en ég vil frekar að þú
sért hjá mér. Þú varst og ert
ein af mínum bestu lang-
ömmum. Mér þykir vænt um
þig.
Kveðja
Anna Kolbrún.
HINSTA KVEÐJA
✝ Sigríður Björns-dóttir frá
Kleppustöðum
fæddist á Græna-
nesi í Strandasýslu
9. nóvember 1918.
Hún lést á sjúkra-
húsinu á Hólmavík
26. desember síðast-
liðinn.
Foreldrar hennar
voru Björn Sigurðs-
son frá Grænanesi í
Strandasýslu, f.
21.6. 1894, d. 5.9.
1980, og Elín Sig-
urðardóttir frá Geirmund-
arstöðum í Selárdal í Stranda-
sýslu, f. 26. 2. 1898 d. 24.8. 1974.
Systkini Sigríðar voru Ingólfur,
f. 14.8. 1920, d. 31.5. 1965, Sig-
urmundur, f. 17.1.
1923, d. 2.5. 1973,
Þórdís, f. 18.11.
1925, Sigrún Guð-
björg, f. 22.10. 1927,
Sigurlaug, f. 6.4.
1929, Sigurður
Kristján, f. 15.4.
1930, Guðmundur,
f. 18.7. 1931, Ólöf
Sesselja, f. 12.1.
1933, Arndís, f. 8.9.
1934, Þuríður, f.
9.10. 1938, og Skúli,
f. 4.7. 1940.
Sigríður verður
jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Jarðsett verður að Stað í Stein-
grímsfirði.
Mig langar til að minnast systur
minnar, Sigríðar Björnsdóttur, í
fáum orðum og þakka henni fyrir
samfylgdina. Við vorum 12 systk-
inin á Kleppustöðum og var Sigga
elst af okkur. Hún var okkur mikil
fyrirmynd með dugnaði sínum og
hjálpsemi.
Þegar ég var tólf ára gömul
veiktist ég af ígerð svo að fara
þurfti með mig til læknis dúðaða í
teppi á hestum til Hólmavíkur. Það
kom í hlut Siggu að fylgja mér og
fyrir það er ég henni ævinlega
þakklát.
Á heimili okkar var mikið sungið
og snemma kom í ljós að Sigga
hafði afskaplega fallega söngrödd
og hvatti pabbi hana til að læra að
syngja, en hún ákvað að það væri
meiri þörf fyrir hana við bústörfin
og að aðstoða við uppeldið á systk-
inum sínum. Má segja að hún hafi
alla tíð látið þarfir annarra ganga
fyrir sínum þörfum og var hún afar
dugleg og ósérhlífin allt sitt líf.
Það má segja að allt hafi leikið í
höndunum á Siggu og þegar hún
var 28 ára tók hún sig til og fór suð-
ur til að læra að sauma og sníða.
Hún lauk við það nám og þótti hún
mjög góð saumakona. Hún saumaði
bæði jakkaföt og dragtir af mikilli
list og nokkra saumaði hún íslensku
búningana. Hún starfaði ekki lengi
við saumaskap en hafði saumaskap-
inn meira sér til ánægju og ynd-
isauka.
Sigga söng með kórum nær allt
sitt líf og þegar hún var orðin 81 árs
gömul gaf hún út geisladisk með ís-
lenskum sönglögum og þykir það
alveg einstakt að svo gömul kona
syngi inn á geisladisk. Hún naut
þess heiðurs að syngja fyrir forseta
Íslands þegar hann kom til Hólma-
víkur, þá orðin háöldruð.
Hún Sigga lét sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hún hvatti mjög til
og tók þátt í að kosta endurbygg-
ingu á Staðarkirkju, en þaðan var
hún fermd og hafði ætíð miklar
taugar til þeirrar kirkju. Hún var
mjög stolt af foreldrum okkar og
uppruna og lét hún byggja sum-
arhús á bökkum Staðarár, þar sem
Kleppustaðir stóðu, og þar sem áin
er óbrúuð lét hún byggja göngubrú
yfir Staðarána.
Ég kveð elsku systur mína með
kærri þökk fyrir samfylgdina og
með stolti yfir að hafa átt hana fyrir
systur.
S. Guðbjörg Björnsdóttir frá
Kleppustöðum og fjölskylda.
Elsku Sigga frænka, við bræð-
urnir munum ætíð minnast þín og
ánægjulegra samverustunda við
kofabyggingar, virkjunarfram-
kvæmdir og grasaferðir fram í
Staðardal með söng í hjarta.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælusumrin löng.
Þar angar blómabreiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mig tryggðaband,
því þar er allt sem ann ég.
Það er mitt draumaland.
(Guðmundur Magnússon.)
Jón Rúnar og Björn Helgi
Arasynir.
Sigríður Björnsdóttir