Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 37 Björn Þórhallsson er genginn fyrir ætt- ernisstapann. Hann hafði átt við sjúk- leika að stríða síðasta áratuginn. Hann skilaði drjúgu æviverki sínum til velfarnaðar og sjálfum sér til mik- ils sóma. Björn átti til góðra að telja í ættir fram; móðir hans Margrét Friðriks- dóttir frá Efri-Hólum og faðir Þór- hallur Björnsson, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri og burðarás Axfirðinga um áratuga skeið. Björn er hinn þrettándi í röðinni af stúdentaárgangi 1951 frá Mennta- skólanum á Akureyri, sem kveður þennan heim. Undirritaður veit að hann mælir fyrir munn allra félag- anna, sem eftir lifa af þeim skólaár- gangi, þegar hann tjáir trega þeirra, virðingu og þakklæti við brottför Björns. Björn og undirritaður kynntust fyrst haustið 1948 í 4. bekk stærð- fræðideildar M.A. Þar og þá voru bundin þau bönd samstarfs og sam- hygðar, sem entust ágæta vel meðan báðir voru gangknáir, og vinátta ævi- langt. Samstúdentar 1951; viðskipta- fræðingar frá H.Í. 1955; stofnendur og í stjórn Landssambands ísl. verzl- unarmanna frá 1957, en Björn tók þar við formennsku 1972 og sat í því sæti í 17 ár; vikapiltar í landi hjá útgerðum Ögurvíkurbræðra, Eldborgar, Vigra og Ögra og Ögurvíkur; veiðifélagar og unnendur fugla himinsins og fiska lagarins. Björn lagði gjörva hönd að mörgu, þótt telja verði, að starf hans að verkalýðsmálum skari fram úr. Í ís- lenzkri verkalýðshreyfingu ríkti lengi hatröm flokkapólitík, sem spillti mjög fyrir í hagsmunabaráttunni. Við inn- göngu verzlunarmanna í Alþýðusam- band Íslands breyttist þetta fljótlega til mikilla hagsbóta fyrir hreyf- inguna, og er á enga hallað þótt nöfn Björns Þórhallssonar og Guðmundar H. Garðarssonar séu fyrst nefnd til þeirrar sögu. Björn Þórhallsson var skarp- greindur maður og námshestur, sem fáir stóðust snúning. Hann var manna hvatastur við úrlausn mála og málafylgjumaður mikill. Hann var áræðinn, en glöggskyggni svo örugg, að hann rasaði ekki um ráð fram. Ég kveð þennan vin minn með sár- um söknuði, en um leið með innilegu þakklæti fyrir að hafa notið vináttu hans og drengskapar um ævilöng ár. Drottinn, taktu vel mót vini mín- um. Sverrir Hermannsson. Kvaddur er vinur, félagi og sam- starfsmaður til áratuga. Leiðir okkar Björns lágu fyrst saman í Háskóla Ís- lands haustið 1951. Björn kom að norðan. Fæddur og uppalinn á Kópa- skeri í Þingeyjarsýslu. Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri við góð- an orðstír. Hinn, undirritaður, var Hafnfirðingur. Útskrifaður sem stúd- ent frá Verzlunarskóla Íslands. Það sem okkur var sameiginlegt er við kynntumst var meðal annars að við vorum mættir til leiks til að nema viðskiptafræði og frumatriði í hag- fræði á þess tíma vísu. Viðskiptadeild HÍ var ekki gömul að árum. Í rekt- orstíð hins merka mennta- og fram- kvæmdamanns Alexanders Jóhann- essonar 1939-42 hófst kennsla í verkfræði og viðskiptafræðum. Áður hafði Alexander gegnt rektorsstöðu 1932-35, og síðar 1948-54. Við mótun viðskiptadeildar fyrstu áratugina hafði hann sér við hlið merkismenn- ina Ólaf Björnsson og Gylfa Þ. Gísla- son. Síðar þjóðþekktir hagfræðingar og stjórnmálamenn. Björn Þórhallsson ✝ Björn Þórhalls-son fæddist á Efri-Hólum í Núpa- sveit í Norður- Þingeyjarsýslu 7. október 1930. Hann lést á Landspít- alanum aðfaranótt 25. desember síðast- liðins og var útför hans gerð frá Lang- holtskirkju 4. jan- úar. Það var því ekki í kot vísað að hefja nám í viðskiptadeildinni á þessum tíma. En ennþá eimdi eftir af þeirri hugsun hjá ýms- um menntamönnum að viðskipta- og hagfræði- menntun væri ekki neitt sérstakt nám. Hinar hefðbundnu greinar voru eftirsókn- arverðar, lögfræðin, bókmenntir o.s.frv. Frá viðskiptadeild HÍ voru árlega á þess- um árum að útskrifast 10 til 15 manns með BA-gráðu. Segja má að nemend- ur hafi notið einkakennslu. Kennarar kunnu því góð skil á námshæfni nem- enda, ástundun og getu. Björn var meðal hinna beztu. Sér- staklega sýndi hann mikla hæfni í þeim fögum sem sneru að stærðfræði og reikningshaldi. Hafði enda dúxað í MA. Var maður rökfastur. Greindi vel aðalatriði frá aukaatriðum. Þessir hæfileikar og góðir mannkostir áttu eftir að reynast vel, þegar út í lífsbar- áttuna kom. Margir eiga Birni gott upp að unna. Björn kom víða við og markaði hann víða spor öðrum til heilla. Í þessari minningargrein mun eins þáttar sérstaklega getið, en það er aðkoma Björns að Lífeyrissjóði verzl- unarmanna. Björn sat í stjórn sjóðs- ins á árunum 1974 til 1992, eða í 18 ár. Á mótunarárum LV og þess lífeyr- issjóðakerfis landsmanna sem hið frjálsa kerfi byggist á í dag. Framlag manna eins og Björns Þórhallssonar var ómetanlegt. Hann var góður samningamaður. Reiknig- löggur svo af bar. Raunsær en jafn- framt sanngjarn. Hollráður og öfga- laus. Björn var drengur góður. Vinur vina sinna að fornum hætti. Við Ragnheiður þökkum Birni góða samfylgd, allt frá stúdentsárun- um 1951. Oft var í gamla daga glatt á hjalla í sumarbústaðnum í Blesugróf- inni, þar sem við Ragnheiður bjugg- um okkar fyrstu hjúskaparár. Ýmis- legt var sér til gamans gert og brallað. Vinátta okkar Björns byggðist ekki síst á einlægu trausti og gagn- kvæmri virðingu milli Ragnheiðar konu minnar og hans. Dídí og fjölskyldu eru sendar inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur H. Garðarsson. Björn Þórhallsson, sem við kveðj- um í dag, var einn af forustumönnum íslenskrar verkalýðshreyfingar í rúma þrjá áratugi sem hófst þegar hann var kjörinn í stjórn Landssam- bands ísl. verzlunarmanna við stofn- un þess 1957, þar sem hann varð síðar formaður í 17 ár. Hann átti einnig sæti í stjórn VR og í miðstjórn ASÍ, og var varaforseti þess í 8 ár. Björn var því í fararbroddi fyrir kjarabar- áttu samtaka verslunarfólks og einn- ig heildarsamtaka íslenskra launþega og varði blómaskeiði lífs síns í þeirra þágu. Kynni okkar Björns hófust þegar ég réðst til starfa hjá VR 1960. Sam- eiginleg ganga okkar á þessum vett- vangi stóð því í um þrjá áratugi. Sam- skipti okkar að verkalýðsmálum voru mjög náin öll þessi ár og það er gott að minnast þess nú, þegar þessi góði félagi minn er kvaddur, að það bar aldrei skugga á samstarf okkar öll þessi ár. Það var alltaf jafngott að hafa Björn sér við hlið, ekki síst þegar mikið reið á. Við höfðum næma til- finningu fyrir viðhorfum hvor annars. Við vorum ekki alltaf sammála, en aldrei greindi okkur á um markmið og samband okkar einkenndist af gagnkvæmu trúnaðartrausti. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt samleið með þessum góða manni á svo langri og oft strangri göngu í öldusjó kjara- baráttunnar. Björn naut mikils trausts hvar sem hann fór. Skipti þá ekki máli hvar menn voru í pólitík, þó verkalýðsbar- áttan bæri oft keim af þeirri tík á þessum tíma. Björn var prúðmenni hvar sem hann fór, flutti mál sitt af festu og rökhyggju og hafði lag á að fá menn til fylgis við sinn málstað, sem hann studdi sterkum rökum sem ekki var svo auðvelt að ganga gegn. Hann var laginn við að stilla saman ólík sjónarmið og skoðanir í kjarabar- áttunni og leiða menn að sameigin- legri niðurstöðu, sem flestir gátu sæst á. Hann virti skoðanir annarra en gat verið harður í horn að taka og fylginn sér, ef honum fannst hann þurfa að verja eða sækja rétt þeirra sem minna báru úr býtum. Björn var orðvar maður, ég heyrði hann aldrei tala illa um nokkurn mann. Í góðum vinahópi gat hann verið hrókur alls fagnaðar. Hann hafði góða söngrödd, en beitti henni yfirleitt ekki nema í góðra vina hópi. Björn hafði gott vald á íslenskri tungu og hafði næma tilfinningu fyrir notkun hennar. Hann var ágætlega hagmæltur, þó hann flíkaði því ekki mikið en leyfði góðum vinum stund- um að njóta þess með sér. Menn ráða því ekki alltaf hverjir verða þeirra samferðamenn á lífsleið- inni, sem oft hefur áhrif á líf hvers og eins. Ég er þaklátur fyrir, og tel það gæfu mína, að hafa fengið Björn Þór- hallsson sem fylgdarmann í ölduróti verkalýðsbaráttunnar um langt ára- bil. Birni var veitt gullmerki VR og hann var tilnefndur heiðursfélagi VR fyrir mikil og góð störf í þágu félags- ins í áratugi. Ég vil nú, þegar Björn kveður þetta jarðríki, þakka honum fyrir samfylgdina, vináttuna og tryggðina sem ég og mitt fólk naut frá því að kynni okkar hófust. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, sonum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Magnús L. Sveinsson. Orð féllu þannig að sá skrifaði minningargreinina sem seinna færi enda öðru vart við komið. Björn fór á undan. Við kynntumst í öðrum bekk Menntaskólans á Akureyri sem þá var til húsa í kjallara skólans, í norð- austurhorninu. Björn er mér minnisstæður, góður kunningi og skólabróðir. Það var eins og þessi Þingeyingur bæri með sér andblæ og menningu feðra sinna og sveitar. Hann var skörulegur, myndarleg- ur og í rauninn lýðprýði hvar sem hann fór. Röddin karlmannleg, svörin stutt og einföld, hláturinn djúpur. Vel var hann á sig kominn líkamlega, knálega vaxinn og taldi sig góðan fót- boltamann með keppnisskap. Eitt sinn safnaði hann liði og átti nú að þreyta knattleik við annan bekk. En það vantaði dómara. Ég var með dómarapróf og sagði honum frá því. Axel Andrésson hafði farið í hér- aðsskóla landsins og kennt knatt- spyrnu. Ég tók próf hjá honum og fékk skírteini þar um. Björn og hans menn töpuðu leikn- um. Ég fékk lága einkunn hjá honum og hann allt að því „frysti“ mig lengi á eftir. Slík var keppnisharka hans á tán- ingsárum. Þetta mundi hann svo vel að hann minnti mig á þetta mörgum áratugum síðar og það oftar en einu sinni. Þó vorum við, að ég held, fram- sóknarmenn á þessum skólaárum okkar, samvinnumenn. En hann var einstaklingurinn Björn Þórhallsson, með skaphöfn og skoðanir, þó að ljúfur væri í viðkynn- ingu og dagfari. Þeir, sem þekktu hann, vissu að þar fór maður skarpgreindur, sem fljótur var að átta sig á mönnum og málefnum. Ef til vill of fljótur. Þeir sem á undan eru þurfa að bíða. Það er leiðinlegt að bíða. Vitundin verður eins og tóm. Að lyktum þessarar litlu greinar: Án Björns vissi ég varla hvar Kópa- sker er eða var. Án hans vissi ég ekki að íslensk þjóð átti gáfaðar konur og menn um miðja síðustu öld og á enn. Við sem þekktum hann væntum- mikils af honum. Hann var virkur hvar sem hann fór en maður örlagadísanna eins og við öll. Ég sakna hans. Ég sendi kveðju mín til Guðnýjar, konu hans, barna og fjölskyldna. Brynleifur Steingrímsson. Komið er enn að kveðjustund og nú sé ég á eftir vini mínum Birni Þór- hallssyni. Þeir eru ekki margir, einstakling- arnir, sem með persónu sinni, orða- tiltækjum og gjörðum, ná þvílíku sambandi við fólk langt út fyrir raðir kynslóðar sinnar, eins og Birni tókst. Hann var pabbi Kalla vinar míns, en hann var líka vinur minn. Ég naut hverrar samverustundar með honum og hverju einasta samtali var leitt að slíta. Björn var ekta. Fróður, skemmti- legur og orðheppinn. Jú, jú, að sönnu ekki gallalaus, frekar en aðrir, en engum vildi hann illt gera og helst af öllu vildi hann láta gott af sér leiða og vekja athygli á því sem gott væri og virðingarvert. Vinur minn, segi ég og endurtek, því við gátum notið saman góðra stunda og rætt um svo margt. Það gátu verið vel ortar vísur, góð tónlist, eftirminnilegar veiðiferðir, góðir leik- ir í ensku knattspyrnunni, pólitíkin heima og erlendis, verkalýðsbaráttan og hvaðeina. Við vorum hvor af sinni kynslóðinni og sinn hvorum megin hinnar pólitísku miðju, en rifumst aldrei, því Björn kunni alltaf að finna rétta flötinn og Björn hafnaði aldrei rökum – nema til að benda á önnur betri. Eitt sinn sagði ég að hann væri „velferðarkrati í vitlausum flokki“, þá sagði hann að mest væri þörf velferð- arkrata í þeim flokki sem ég kvað vit- lausan. Björn var forystumaður fyrir launafólk í verslunargeiranum og öðl- aðist þann verðuga sess að verða varaforseti Alþýðusambands Íslands. Það eitt út af fyrir sig segir mikla sögu um það traust sem borið var til hans. Og aldrei merkti ég annað en sanna umhyggju fyrir högum og kjörum alþýðunnar – hann svaraði mér eins þegar ég spurði hann, sem vinur eða blaðamaður og meinti það sem hann sagði. Ég er ákaflega þakk- látur fyrir allar okkar samveru- og samræðustundir. Þær gerðu mig ein- göngu að betri manni. Elsku Guðný, Kalli, Þórhallur og fjölskyldur, við sendum ykkur hug- heilar samúðarkveðjur. Friðrik Þór Guðmundsson (Lilló) og fjölskylda. Staðurinn er Eskihlíð 6 í Reykja- vík. Þar sef ég í rimlarúmi í hjóna- herbergi þeirra sæmdarhjóna Björns Þórhallssonar og Guðnýjar Sigurðar- dóttur. Eitthvað þótti snáðanum fólk- ið á bænum fara seint á fætur og tók hann því upp á því að syngja fyrir þau hjón hástöfum, í þeirri bjargföstu trú að svefnþörf þeirra minnkaði við það. Þetta eru mínar fyrstu minningar af þeim hjónum í byrjun sjöunda ára- tugar síðustu aldar. Ég og systir mín dvöldum nokkra daga á myndarheim- ili þeirra hjóna á meðan foreldrar okkar tóku sér smá frí. Að koma úr kjallaraíbúðinni við Kjartansgötu 3 og upp í hæðirnar í blokkinni við Eskihlíð var ein mesta lífsreynsla sem ég hafði orðið fyrir á minni stuttu ævi. Það var ekki nóg með að ég bæri óendanlega lotningu fyrir smekklegu heimilinu, Björn nafni minn varð frá þeirri stundu einn merkasti maður sem ég hef kynnst. Ég var á þessum tíma sannfærður um að hann ætti verslunarhúsið Kjör- garð, því hann var með skrifstofu í því húsi. Það gat ekki annað verið í huga barnsins, en slíkur maður ætti húsið sem hann starfaði í. Ekki þvarr álit mitt á manninum við frekari kynni. Ómælda lotningu bar ég fyrir tal- anda hans – skýrmæltri þingeyskri og kjarnyrtri íslenskunni. Frásagn- arlistinni, írsku söngkvæðunum sem hann kunni svo mörg. Bjartri söng- röddinni og að ógleymdu hlýju við- mótinu. Björn var höfðingi heim að sækja. Hann var sannur vinur vina sinna og reyndist svo foreldrum mín- um alla tíð. Ég hét hjá honum alla tíð nafni. Sæll og blessaður nafni – það var einhvern veginn allt annað að heyra hann segja þessi orð en aðra menn. Ég ætla mér ekki hér að telja upp þann fjölda ábyrgðarstarfa sem Björn sinnti á lífsleiðinni, en honum var víðsvegar falin ábyrgð og kallað- ur til starfa sökum mannkosta. Þó get ég ekki sleppt því að nefna störf hans fyrir Landssamband verslunar- manna, fyrir Alþýðusamband Íslands - hvar hann var varaformaður um skeið, svo og langa setu hans í Fram- talsnefnd Reykjavíkur. Björn var gegnheill Valsmaður og áhugamaður um knattspyrnu. Ekki skorti á hæfi- leikana við laxveiðar, en marga ánægjustundina átti hann við hinar ýmsu ár landsins. Tveir synir þeirra hjóna eru Þór- hallur löggiltur endurskoðandi og Karl viðskiptafræðingur. Kæra Guðný; ég votta þér, sonum þínum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Fallinn er frá góður drengur sem gerði líf allra sem hon- um kynntust fegurra og betra. Hvíl í friði kæri vin. Björn Úlfljótsson. Fallinn er nú frá Björn Þórhalls- son. Björn og kona hans, Guðný Sig- urðardóttir, voru oft í heimsókn á æskuheimili mínu enda góðvinir for- eldra minna, en það var ekki fyrr en ég fékk dellu fyrir fluguveiði að við Björn fórum að tala saman eins og „menn“. Björn var nefnilega feikilega áhugasamur laxveiðimaður og fór marga daga á sumri hverju til veiða. Um þetta leyti var ég sjálfur ekki nema 13 ára og var nýkominn af hnýtingarnámskeiði. Þar hafði ég lært að hnýta nokkrar flugur og vor- um við Björn eitt sinn að skoða þær. Björn þekkti náttúrlega allar flug- urnar og fylgdi allavega ein krassandi veiðisaga hverri flugu. Loks komum við að flugu sem heitir „Black Sweep“ (Svört Feykja), en á námskeiðinu hafði ég lært að hnýta þá flugu örlítið breytta frá upprunalegri mynd. Ekki leist Birni á þessa breytingu og fann henni flest til foráttu, enda íhalds- maður mikill. Þennan vetur hnýtti ég töluvert og gaf ég Birni slatta af flug- um, þar á meðal nokkrar af nýju gerðinni af Svörtu Feykjunni. Björn varð himinlifandi og þakkaði mér kærlega fyrir og kvaðst ætla að segja mér hvernig mundi ganga. Vart var sumarið hálfnað þegar Björn kom í heimsókn og ekki til foreldra minna í þetta skiptið heldur til mín og hafði fréttir að færa. Þetta undarlega af- brigði af þeirri Svörtu hafði reynst honum svona svakalega vel í síðustu tveimur veiðiferðum að hann bað mig að færa sér nokkrar í viðbót ef ég mögulega gæti og þá helst fyrir næstu helgi. Í leiðinni lofaði hann að hann skyldi einhvern veginn launa mér. Ég hnýtti nokkrar stærðir í snatri og gaf Birni fyrir ferðina. Er líða fór á júlímánuð kom Björn og enn með góðar sögur af þeirri Svörtu og áður en hann fór spurði hann mig hvort ég skryppi ekki með honum í Elliðaárnar. Nú var komið að mér að verða himinlifandi, enda aldrei farið í laxveiðiá áður. Mér gekk vel og veiddi minn fyrsta lax, auðvitað á Svörtu Feykjuna. Í Elliðaárnar fór ég næstu sumur með Birni og alltaf var Svarta Feykjan í jafnmiklu uppáhaldi. Eftir stúdent fór ég til Danmerkur í fram- haldsnám. Eftir að ég flutti heim að námi loknu var ég á gangi þegar ég mæti Birni og fórum við náttúrlega að tala um veiðar og enn minntist Björn á afbrigðið af Svörtu Feykj- unni. Ég var farinn að hnýta svolítið aftur og hnýtti nokkrar handa Birni og bætti við nokkrum Rauðum Francis hnýttum á stórar silfraðar þríkrækjur en sú fluga var að gera það gott um þessar mundir. Björn þakkaði mér innilega fyrir þá Svörtu en fussaði yfir þessari ófreskju sem hann kallaði Rauða Francisinn og átti erfitt með að sjá fyrir sér að hann hnýtti þetta fyrirbæri nokkurn tíma á girni. Eftir næsta veiðitúr hringdi Björn og sagði mér upprifinn frá æv- intýrinu sem hann lenti í með Rauða Francisinn í Iðunni og ef ég sæi mér fært að færa honum nokkrar í viðbót. Svona þekkti ég Björn, þ.e. sem for- fallinn veiðidellukarl og frábæran sögumann. Björn, þú kenndir mér margt um veiði og veiði-hugsunarhátt, minning- in um þig er ljúf og vona ég kæri vin- ur að þú getir bleytt færi hinum meg- in. Veiðikveðja, Bergur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.