Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 38

Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stofnaður hefur verið minningar- sjóður um Árna Scheving, reikn- ingsnúmer 525 26 400920, kt. 5110932609. Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjóðinn. Góður vinur og náinn samstarfs- maður er allur. Leiðir okkar Árna lágu fyrst saman þegar ég kynntist eiginkonu minni, Sigurlínu systur Árna í upphafi áttunda áratugarins. Ég var þá í tónlistarnámi við Tónlistarskólann í Reykjavík en Árni einn af vinsælustu tónlistar- mönnum þessa lands. Strax í upp- hafi tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Leiðir okk- ar lágu síðan saman til ábyrgðar- starfa fyrir Félag íslenskra hljóm- listarmanna. Árni hóf ungur að aldri að starfa sem atvinnuhljómlistarmaður. Frá 16 ára aldri spilaði hann með helstu hljómsveitum landsins. Hann hlaut í vöggugjöf einstaka tónlistarhæfi- leika og var fjölhæfni hans ótrúlega mikil, má segja að flest hljóðfæri hafi leikið í höndum hans, en hann spilaði m.a. á harmonikku, bassa, pí- anó, víbrafón, óbó og saxófón. Glæsilegur vitnisburður um tónlist- argáfu hans er, að tæplega líður sá dagur að tónlist sem hann kom að sé ekki spiluð í íslensku útvarpi. Árni var eftirsóttur hljóðfæraleik- ari, útsetjari og hljómsveitarstjóri í hljóðverum landsins og spilaði inn á ótal hljóðupptökur sem hafa náð miklum vinsældum. Hann starfaði sem slagverksleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands á mótunarárum hennar, hann var einn af lykilmönn- um í kynningu og útbreiðslu jazz- tónlistar á Íslandi auk þess sem hann kenndi við Tónlistarskóla FÍH. Árni starfaði einnig erlendis, lengst af í Svíþjóð þar sem hann vann sem óbóleikari. Þegar ferill Árna er skoðaður er hann samofinn sögu FÍH, en hann var fyrst kosinn til trúnaðarstarfa fyrir félagið árið 1959, aðeins 21 árs gamall, þá í varastjórn félagsins. Árni Scheving var heiðraður fyrir störf sín fyrir hljómlistarmenn á síðasta aðalfundi FÍH í maí sl. en þá lét hann af störfum sem varafor- maður eftir 19 ára stjórnarsetu. Við sem störfuðum með Árna minnumst einstaklega trausts félaga sem var ávallt boðinn og búinn að taka að sér verkefni fyrir okkur hljómlist- armenn. Hann var varaformaður fé- lagsins í 19 ár, formaður Jazzdeildar félagsins, í stjórn RÚREK sem varð síðar Jazzhátíð Reykjavíkur, þar sem hann gegndi formennsku í mörg ár. Hann sat í samninganefnd- um fyrir félagið og eitt af hans síð- ustu embættisverkum var að ganga frá samningum við Leikfélag Reykjavíkur í vor. Með lipurð, kurteisi og sanngirni vann hann sér traust allra sem störfuðu með honum og einnig við- semjenda sinna. Við Árni unnum mjög náið saman ásamt öðrum stjórnarmönnum að uppbyggingu FÍH og þurftum oft að taka á erf- iðum og flóknum málum. Þrátt fyrir að við Árni værum ekki alltaf sam- mála, gekk aldrei styggðaryrði á milli okkar á þessum nítján árum sem við störfuðum saman og alltaf komumst við að sameiginlegri nið- urstöðu. Ég hefði ekki getað kosið mér betri vin og félaga. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra hljómlist- armanna, stjórnar og starfsmanna félagsins þegar ég segi að hans Árni Friðrik Einarsson Scheving ✝ Árni FriðrikEinarsson Scheving tónlistar- maður fæddist í Reykjavík 8. júní 1938. Hann varð bráðkvaddur 22. desember síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Hallgríms- kirkju 4. janúar. verður sárt saknað. Við þökkum fyrir ómetanleg störf, allar gleðistundirnar og minning góðs drengs lifir með okkur um ókomna tíð. Stjórn FÍH sendir eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Fh. Stjórnar Félags íslenskra hljómlistar- manna Björn Th. Árnason, formaður. Víbrafónn er vandmeðfarið hljóð- færi. Það er vissulega hægt að vera með hávaða og hamagang á vibra- fón, en hljóðfærið nýtur sín best þegar leikið er á það af mýkt og hugvitssemi. Árni Scheving bjó yfir þeirri listrænu fágun sem til þurfti, enda féll víbrafónninn vel að per- sónugerð hans og lunderni. Og þeg- ar Árni tók sóló mátti ævinlega bóka tjáningu sem rataði inn í sálar- líf hlustandans. Sem djassisti var Árni pottþéttur að því leyti til að meira að segja þegar hann var ekki beinlínis í stuði var útkoman vel viðunandi. Hann fór aldrei niður fyrir ákveðna staðla. Kannski hjálpaði reynslan honum þar, því að hann hafði starfað sem hljóðfæraleikari í nokkra áratugi áður en yfir lauk – og ekki bara á víbrafóninn heldur líka á bassa, pí- anó og jafnvel saxófón. Hjá slíkum túlkendum líður manni vel. Feilspor á nótnaborðinu eru útilokuð, maður getur hallað sér aftur í stólinn í full- vissu þess að fyrir hverja nótu sem fer hátt upp komi önnur djúpt niðri. Tónagalsinn er vissulega til staðar, en samt í fullkomnu jafnvægi. Og í þessari jafnvægislist á tónasviðinu var Árni í allra fremstu röð á Ís- landi. Djassleikarar eru hljóðfæraleik- arar sem breytast í tónskáld þegar kemur að þeim að leika af fingrum fram. Þeir sem eru bestir í þessu leika af nautn. Ég veit fyrir víst að þeim finnst nákvæmlega ekkert skemmtilegra en einmitt þetta: að vera í hópi annarra góðra hljóðfæra- leikara og finna tóna og hljóma spinnast fram í nánast yfirskilvit- legri samvinnu. Svona nautnamaður var Árni Scheving: á heimatilbúnar laglínur sem reiddar voru fram í hópi góðra félaga af listfengi og smekkvísi. Árni var á sínum tíma varafor- maður Félags íslenskra hljómlistar- manna. Honum var mjög annt um Tónlistarskóla FÍH, sem er að mínu viti einhver merkasta menntastofn- un landsins. Árni vann af alúð við skólann, sem hefur vaxið ár frá ári og valdið straumhvörfum í íslensku tónlistarlífi. Síðast sá ég Árna Scheving á skrifstofu FÍH, nokkrum dögum fyrir andlát hans. Það var deginum ljósara að honum hafði hrakað, en hann sá ekki ástæðu til að fjölyrða um það. Hins vegar lá það í loftinu að þarna værum við að kveðjast í hinsta sinn. Við spunnum fram stutta kveðjustund, óvænta, en inni- lega, sem minnti að því leyti á margt það sem Árni galdraði fram á víbrafóninn. Ég sá ekki betur en að þar færi maður sem kynni að bregð- ast við yfirvofandi örlögum af reisn og hugrekki. Bandalag íslenskra listamanna kveður góðan félaga og sendir fjöl- skyldu hans hugheilar samúðar- kveðjur. Ágúst Guðmundsson. Átján ára réð Árni Scheving sig til Hótels KEA á Akureyri og lék þar lungann úr vetrinum 1955/1956 ásamt undirrituðum og Sigurði Jó- hannssyni, sem síðar varð bæjar- stjórnarmaður þar í bæ. Foreldr- arnir kvöddu Árna með góðum ráðum og leiðbeiningum. Örlítið örl- aði á áhyggjum hjá þeim, þar sem hinn ungi sveinn var að hleypa heimdraganum. Þær áhyggjur reyndust með öllu ástæðulausar. Strax og norður kom varð Árni sem alla tíð hvers manns hugljúfi. Hann hafði auk harmonikunnar með sér þennan glæsilega, silfurlitaða víbra- fón sem allir undruðust mikið og dáðust að. Hljómlistarmaðurinn lék þá þegar undurvel á hljóðfærið en það var lítið þekkt á Íslandi á þeim tíma. Tónlistarlífið var frekar líflegt í bænum og stundum komu starfs- bræðurnir úr Alþýðuhúsinu og léku með KEA-liðinu, þegar djass-spun- astundir fóru fram um helgar. Þar mættu menntaskólanemar ásamt öðrum bæjarbúum. Þetta voru þroskandi og bjartir tímar í lífi okk- ar félaganna, en margir þeirra áttu eftir að setja mark sitt á tónlistar- lífið í landinu á komandi árum. Þar átti vægi Árna eftir að verða hvað mest. Hans var sárt saknað úr hópnum þegar hann síðla vetrar tók sig upp og fór til Reykjavíkur til að fylla skarð víbrafónleikarans sem hætti um þær mundir í hinum vin- sæla KK-sextett sem skipaður var mörgum helstu stjörnum léttrar tónlistar þess tíma. Þar tók Árni, yngstur þeirra í hljómsveitinni, stórstígum framförum sem hljóð- færaleikari. Jafnhliða hljóðfæraleiknum nam Árni vel á þessum árum og æfði sig ötullega. Hann hafði einstaka tón- listargáfu og sérstakan skilning á hinum ýmsu og ólíku hljóðfærum, enda gat hann spilað á mörg þeirra eftir stutt kynni við þau. Skipti þá litlu máli hvort um blásturs-, strengja- eða ásláttarhljóðfæri var að ræða. Samt bar af tónninn, sem snerting hans við víbrafóninn skap- aði. Sem betur fer mun hann hljóma um langt skeið hjá öllum útvarps- stöðvum landsins því fáir léku inn á fleiri hljóðritanir en Árni. Hann skilur þess vegna eftir sig mikinn forða af góðri tónlist, skrifaðri og leikinni. Auk þess eru smekklegar bassalínur til á mörgum hljómdisk- um, sem Árni lék inn á sem bassa- leikari. Þessi geymd er nokkur huggun harmi gegn, en vinarþelið og ljúfa viðmótið mun geymast í góðri minningu um drenginn góða, sem gaf okkur mikið. Árna Scheving er hér þökkuð trygg vinátta og ánægjulegar sam- verustundir í rösk 50 ár, sem hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Hrafn Pálsson. Árni Friðrik Scheving, vinur okk- ar og samstarfsmaður til margra ára, er genginn. Margs er að minn- ast sem of langt væri að telja upp í þessum fátæklegu orðum. Ég vil þakka það tækifæri og heiður sem mér hlotnaðist að fá að spila með þeim félögum Árna Scheving, Gunn- ari Ormslev, Viðari Alfreðssyni og Guðmundi Steingrímssyni, það var mikill og lærdómsríkur skóli. Eitt allra yndislegasta ferðalag sem við hjónin höfum farið í var til Lans- arote með þeim hjónum Siggu og Árna. Þau voru þeir ferðafélagar sem skilja eftir sig ógleymanlega fagrar minningar. Nú er Árni kom- inn í Sumarlandið í handanheimum, þar sem engir sjúkdómar hrjá fólk lengur. Að missa góðan vin er sárt, en vissan um endurfund þegar sá tími kemur er guðleg huggun. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur, því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. (Einar Benediktsson) Megi hinn hæsti höfuðsmiður styrkja Siggu, börn Árna og ástvini alla í sorg þeirra. Ykkar vinir, Carl og Ólöf. Það var síðsumars norður á Ak- ureyri, árið 1965, að ég hitti Árna Scheving fyrst. Hann var þá orðinn landsþekktur tónlistarmaður, hafði m.a. leikið í hinum dáða KK-sextett. Hann kom til mín að hljómsveit- arpallinum á Hótel KEA og við skiptumst á nokkrum orðum. Mörgum árum seinna kynntist ég honum nánar og með okkur hófst samstarf á sviði tónlistar- og hljóm- plötugerðar, og vinátta, sem varaði æ síðan og bar aldrei skugga á. Árni var snillingur, bæði sem tón- listarmaður og útsetjari. Næmi hans fyrir tónlistinni og smekkvísi var einstök. Fjölhæfni sem hljóð- færaleikari var ótrúleg. Hann var sannkallað ljúfmenni og heiðurs- maður fram í fingurgóma og einkar þægilegt að vinna með honum og umgangast. Árni gekk ekki heill til skógar síð- ustu árin. Fyrir nokkru fór að gæta verulegs heilsubrests, sem varð til þess að hann hægði ferðina og síð- ustu mánuðir voru honum erfiðir. Nú, við leiðarlok vinar míns Árna Scheving, kveð ég hann með sökn- uði og þakka samfylgdina. Eftir sitja minningar um góðan dreng sem aldrei mátti vamm sitt vita. Eiginkonu hans og aðstandendum öllum votta ég og fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Haukur Heiðar Ingólfsson. Þegar ég frétti á jóladag lát Árna Scheving var ég með nýja ljóðabók eftir Ara Jóhannesson við höndina og beindist athygli mín að síðasta ljóðinu, Tréblásturshljóðfæri í haustskógi, sem hefst svo: Í morgun flugu fuglarnir með sönginn burt úr haustskóginum sem bíður þögull dauða síns þá boðar skrjáf í blöðum óvænt nýjan flutning. Mikill söngur hverfur á braut með Árna og fáa eða enga þekki ég sem sungu jafn mikið og vel á jafn mörg hljóðfæri og hann. En honum var ekki einasta annt um að beita sínum mörgu hljóðfæraröddum sjálfum sér til framdráttar, því það að hvetja aðra til söngs og leiks var honum einkar hugleikið. Við kynnt- umst fyrst fyrir rúmlega 20 árum og þá í því verkefni sem oft varð okkar sameiginlega hlutskipti, að skipu- leggja djasstónleika og í þetta skipti heimsókn tveggja kunnra djassleik- ara til landsins og tónleika þeirra vítt um landið. Annar þessara manna varð okkur báðum kær vinur og hefur með fjölmörgum tónleika- ferðum til landsins og námskeiðum laðað marga sáðmenn á akur djass- lífsins í landinu. Maður þessi er djassgítarleikarinn Paul Weeden, sem býr í Ósló, orðinn áttræður en með hugann oft hjá vinum á Íslandi og bað mig fyrir sínar innilegustu saknaðar- og samúðarkveðjur til sameiginlegra vina og vandamanna Árna. Paul Weedem hlaut heiðursviður- kenningu FÍH fyrir sitt mikilvæga djassuppeldisstarf hérlendis, og var hann m.a. aðalhvatamaður að stofn- un Jazzklúbbs Akureyrar, og ég er sannfærður um að skilningur Árna og ræktarsemi við eflingu djasslífs vítt um land hefur komið fram í áhrifum hans á ákvörðun um veit- ingu áðurnefndrar viðurkenningar. Það var mér einstakt gleðiefni þeg- ar Árni kom með geislandi krafti og færni fram með hljómsveitinni Út- lendingaherdeildinni fyrir nokkrum árum í leik á víbrafóninn. Þrátt fyrir langvarandi veikindi náði hann með færni sinni og einstakri tónlistar- gáfu að leika að hætti sannra meist- ara. Ég þakka forsjóninni fyrir að Árni skyldi velja mig sem sam- starfsmann við undirbúning heim- sóknar og upptökutónleika þeirrar sveitar hér á Akureyri vorið 2006. Þeir tónleikar urðu í senn skraut- blóm í flóru djasslífs á Akureyri og lokin á farsælu samstarfi okkar Árna. Ég hverf að lokum inn í skóginn í ljóði Ara Jóhannessonar: Vindur af súgandi hafi blæs í klarinettutrén og sveigir því til kveinstafa yst en innar til flæðandi mýktar þar sem skógurinn þéttist og dýpkar. Þar leggja rjóðrin við hlustir og svo veikur er tónninn þá orðinn að rýfur naumast þögn þeirra. Bærir varla rauðstrengjótt blöðin. Samt er þetta sá tónn sem flýgur til himins. Hinir hafa vetrarsetu í brjóstum okkar. Enda þótt tónn Árna sé nú flog- inn varðveiti ég í minningunni gnótt fagurra tóna frá honum. Við Lalla sendum vinum og vandamönnum Árna okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Jazzklúbbur Akureyrar stendur í mikilli þakkarskuld við hann, sem helst verður goldin með að halda uppi öflugu djasslífi hér fyrir norðan. Ég þakka af alhug kynni af góðum dreng. Jón Hlöðver, form. Jazzklúbbs Akureyrar. Mér er ómögulegt að muna hve- nær ég hitti Árna fyrst. Eða hvenær ég sá hann spila fyrst. Eins og aðrir Íslendingar var ég búinn að heyra hann spila löngu áður en ég hitti hann, því að það fór varla sú íslensk plata á fóninn í útvarpi allra lands- manna á sjöunda áratugnum að Árni væri ekki þar á meðal flytj- enda. Síðast hittumst við um miðjan desember og mæltum okkur þá mót til að fara yfir nokkur sameiginleg hugðarefni. Af þeim fundi verður því miður ekki og ég er strax farinn að sakna þess að takast á um það sem honum mislíkaði og þiggja hrósið fyrir það sem var honum að skapi. Ég man ekki lengur hvenær við áttum fyrst svoleiðis samræður en ég man vel hvenær ég tók eftir honum fyrst við það sem mér fannst virkileg þungavigtarstörf. Þá var hann að spila með Gunnari Ormslev á djasskvöldi á Hótel Esju. Eins og oft vildi vera á slíkum kvöldum fór þessi spilamennska fram að við- stöddu fámenni. En þarna bakkaði hann upp saxófónmeistarann af því fádæma öryggi sem einkenndi hann alla tíð, sitjandi á barstól með Gib- soninn í fanginu og Ampeg-lampa- magnarann sér við hlið og fetaði botninn í gegnum „The night has a thousand Eyes“. Ég held að þá hafi ég líka séð í fyrsta skipti hvernig hann beit í neðri vörina innanverða svona eins og til að skerpa athyglina enn frekar. Það þarf líka nokkurrar einbeitingar við til að rugla ekki saman fyrrnefndum Gibson-bassa við Hohner-harmonikkuna, svo ekki sé nú minnst á Deacan-víbrafóninn. Ég nefni nú ekki einu sinni blást- urshljóðfærin. Það er ómetanlegt að hafa kynnst í leik og starfi fulltrúum þeirrar kynslóðar hljómlistarmanna sem Árni tilheyrði og þótti ekki tiltöku- mál að handleika nánast hvaða hljóðfæri sem er. Þeim sem stóðu upp úr á mótunarárum nýs sam- félags, höfðu lifað tímana tvenna og skildu hverfulleik þess sem þeir fengust við. Jafnframt fylgir gjarn- an þeim sem hafa komið víða við og spilað margar nótur við mismunandi tækifæri mikið æðruleysi og af- slöppuð afstaða gagnvart músíkinni. Gera það sem þarf þegar á því þarf að halda, en gera það líka vel … mjög vel. Mér er ofarlega í huga eftir kynni mín af Árna að það er jafnmikilvægt að kunna shuffle-bítið – eins og það var spilað í KK-sextettinum – og að vera meðvitaður um réttindi þau og skyldur sem fylgja því að vera hljómlistarmaður. Árni Scheving var þannig maður. Hann sameinaði listrænt innsæi og ríka réttlætis- kennd. Þessi blanda gerði hann að traustum fulltrúa hljómlistarmanna hvar sem hann fór. Þess njótum við sem á eftir komum. Það er til orð yfir slíka menn. Þeir eru heiðurs- menn. Pétur Grétarsson. Kveðja frá FÍO/organistadeild FÍH Á kveðjustundu hugsa organistar með hlýju og þökk til Árna Schev- ing. Allt frá því að Félag íslenskra organleikara gekk til liðs við FÍH árið 2003 og varð organistadeild FÍH reyndist Árni stéttinni ómet- anlegur stuðningsmaður. Eitt það fyrsta sem Árni spurði undirritaðan á skrifstofu FÍH var: „Hvernig stendur á því að organistar eru ekki með kjarasamning?“ Þessi setning lýsir þeirri umhyggju sem hann bar fyrir velferð hinnar nýju deildar í FÍH. Það að Árni lagði þessa spurn- ingu fram setti af stað ferli sem með fulltingi annarra hefur leitt málið í farsælan farveg. Organistar minn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.