Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.01.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Námskeið félagsstarfsins hefjast aftur 7. jan. Ný námskeið í glerlist verða fyrir og eftir hádegið á miðvikud. Skráning í s. 535 2760. Jóga-leikfimitímar verða tvisvar í viku á mánud. og fimmtud. kl. 9-9.45. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana-nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga kl. 9-16.30 er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar vinnustofur, með og án leiðsagnar, opinn spilasalur, kórstarf o.m.fl. Á mánud. og miðvi- kud. er sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Á þriðjud. og föstud. kl. 10.30 er létt ganga um nágrennið. Á föstudögum kl. 10 er prjónakaffi. Kaffibarþjónafélagið | Aðalfundur Kaffibar- þjónafélags Íslands verður 9. jan. kl. 20, á kaffihúsi Tes og kaffis í Grandagarði 1, Salt- félaginu. Kosning nýrrar stjórnar o.fl. aðal- fundarstörf. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglu- manna | Fyrsti fundur ársins verður 6. janúar kl. 10 á Grettisgötu 89. Kirkjustarf Digraneskirkja | Jólaball sunnudagaskólans og 6-9 ára starfsins kl. 11. Byrjað í kirkjunni. Dansað í kringum jólatréð niðri í kapellu. Börn úr 6-9 ára starfinu sýna helgileik. 60ára afmæli. Í dag, 5.janúar, verður dr. Bjarni Reynarsson, skipulags- fræðingur og framkvæmda- stjóri Land-ráðs sf., sextugur. Kona hans er Jóhanna Ein- arsdóttir, prófessor við KHÍ. dagbók Í dag er laugardagur 5. janúar, 5. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Unifem efnir til umræðufundarí dag, laugardag, og er fund-urinn fyrstur í röð UNI-FEM-umræðufunda á árinu. Markmið fundanna er að varpa ljósi á stöðu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum, og einnig að kynna starf UNIFEM. Á fundinum í dag munu tvær íslensk- ar starfskonur UNIFEM segja frá störfum sínum: Hildur Fjóla Antons- dóttir mann- og kynjafræðingur, sem starfar á svæðisskrifstofu UNIFEM á Barbados og Guðrún Sif Friðriksdóttir mannfræðingur, sem starfar á vegum UNIFEM í Líberíu. „Tölur gefa til kynna að ein af hverj- um þrem konum í heiminum sé beitt of- beldi einhvern tímann á lífsleiðinni og oftar en ekki fara þessir glæpir fram án þess að gerendum sé refsað og án stuðn- ings við konur og börn sem lifa af ofbeld- ið,“ segir Hildur. „Einnig nær kynbund- ið ofbeldi nýjum hæðum á ófriðartímum eins og greint hefur verið frá nú í Kenía þar sem til dæmis vígahópar karla hóp- nauðga konum í vaxandi mæli. Kyn- bundið ofbeldi er birtingarmynd ójafn- réttis kynjanna sem rænir konur frelsi og takmarkar gerendahæfni þeirra. Ójafnrétti og ofbeldi stendur einnig í vegi fyrir þróun samfélaga þar sem kraftar kvenna eru ekki nýttir.“ Með ötulu starfi víða um heim vinnur UNIFEM gegn margvíslegum birting- armyndum kynbundins ofbeldis: „Í sam- starfi við yfirvöld og frjáls félagasamtök á hverjum stað hefur töluverðum ár- angri verið náð,“ segir Hildur. „UNI- FEM hefur m.a. átt þátt í því að nú hafa 89 ríki lagaramma sem tekur á heimilis- ofbeldi, en enn glímum við víða við það verkefni að lagaramminn sé nýttur sem skyldi,“ segir Hildur. „Meðal helstu markmiða UNIFEM um þessar mundir er að aukið verði við fjármagn Sjóðs Sameinuðu þjóðanna um afnám ofbeldis gegn konum. Sjóðurinn hefur nú verið starfræktur í 10 ár, og á þeim tíma styrkt 250 verkefni í nálægt 120 ríkj- um.“ Fundurinn í dag er haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 42, og hefst kl. 13. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Heimasíða UNIFEM á Íslandi er á slóðinni www.unifem.is. Má þar finna nánari upplýsingar um starf UNIFEM, og fleiri viðburði í vetur. Mannúðarstarf | Fundur um konur í þróunarríkjum og á stríðssvæðum Án varnar og stuðnings  Hildur Fjóla Antonsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum 1995, BA-gráðu í mannfræði frá HÍ 2003 og M.Sc. í þró- unarfræðum frá LSE 2005. Hún starfaði áður hjá Rann- sóknastofu í Vinnuvernd og RIKK við HÍ, en er nú starfsmaður Svæð- isskrifstofu UNIFEM í Karíbahafinu. Tónlist Hjallakirkja | Nýárstónleikar Kvennakórs Kópavogs og Karla- kórs Kópavogs verða á morgun, sunnudag, kl. 15. Á dagskrá eru bæði íslensk og erlend lög. Stjórnendur eru Natalía Chow Hewlett (kvennakór) og Julian Hewlett (karlakór). Miðaverð er 1.500 kr. en 1.000 kr. fyrir eldri borgara, frítt fyrir 12 ára og yngri. Myndlist Energia | Smáralind. Sölusýning listamannsins Mýrmanns sem býr og starfar í Hveragerði stend- ur yfir. Þar getur að líta fimm ný málverk. Þetta er níunda sýning hans og mun hún standa út jan- úar. www myrmann.com. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! Myndskreytingar í íslenskum barnabókum 2007. Málverkasýn- ing Togga. Þorgrímur Krist- mundsson alþýðulistamaður sýn- ir landslagsmálverk unnin í vatnslit og olíu. Sýningin stendur til 13. janúar. Nánar á www.gerdu- berg.is. Fyrirlestrar og fundir Hótel Borg | Power Talk-deildin Fífa úr Kópavogi er með fyrsta fund í Silfursal kl. 12. Á dagskrá er m.a. kynning deildarfélaga á nokkrum bókum. Allir áhuga- samir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Uppl. í síma 698 0144 eða á itcfifa@isl.is. Kringlukráin | París, félag þeirra sem eru einir, heldur janúarfund kl. 11.30. Kynnt verður Fær- eyjaferð félagsins í sumar. Nýir félagar velkomnir. Börn Gerðuberg | Allt í plati er sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn. Gestum er boðið í heimsókn á heimili Málfríðar þar sem þeir hitta m.a. Kugg og Mosa. Opin listsmiðja. Sýningin stendur til 13. janúar. Nánar á www.gerduberg- .is. ÞAÐ glóir fallega í Gullna musterinu í borginni Amritsar á Norður-Indlandi. Glysgjarnir taka líklega andköf er þeir koma í þetta fagra musteri sem var byggt til að minnast fæð- ingar trúarleiðtogans Gobind Singh. Frá Indlandi Gullið musteri AÐALFUNDUR Félags um lýð- heilsu mælir gegn því að frum- varp um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem varða sölu áfengis og tóbaks verði sam- þykkt á Alþingi. Fundurinn leggur áherslu á eftirfarandi: 1. Fjölgun útsölustaða Ofangreint frumvarp þetta miðar að því að heimila sölu áfengis sem í er minna en 22% af vínanda að rúmmáli í smásölu með tilgreindum takmörkunum. Í þeim styrkleikaflokki af vín- anda sem vísað er til í þessu frumvarpi er allur bjór, léttvín og gosblandaðir drykkir úr sterku áfengi og telur sú neysla 81% af árlegri neyslu áfengis í alkóhóllítrum talið. Verði þetta frumvarp að lögum má færa rök fyrir því að útsölustöðum áfengis í landinu fjölgi verulega og að neysla áfengis aukist í kjölfarið. 2. Heilbrigðismat Félag um lýðheilsu hefur áður ályktað um að á Íslandi þurfi að innleiða svokallað heilbrigðismat (á ensku health impact assess- ment) fyrir framkvæmdir, laga- setningar og aðrar stjórnvalds- ákvarðanir af vissri stærðar- gráðu, sbr. umhverfismat. Framlagt frumvarp er mál af slíkum toga. Mörg rök hníga að því að aukið aðgengi að áfengi hér á landi muni leiða til auk- innar neyslu þess og þá einkum meðal unglinga enda er sá hópur líklegastur til að auka neyslu sína með auknu aðgengi. Brýnt er því að leggja mat á umfang og afleiðingar slíkra áhrifa áður en teknar eru ákvarðanir og byggja þær á áreiðanlegum rannsóknar- gögnum og spám. 3. Sértækar athugasemdir: Í 2. grein er kveðið á um að óheimilt verði samkvæmt frum- varpi þessu að selja áfengi undir kostnaðarverði. Slíkt eftirlit verður mjög erfitt í framkvæmd og kostnaðarsamt. Í 10. grein eru tíunduð skilyrði fyrir veitingu smásöluleyfis. Þar er kveðið á um að starfsmenn sem afgreiða áfengi megi ekki vera yngri en 20 ára. Þó það megi rökstyðja að slíkt sé fram- kvæmanlegt, þá er framkvæmd t.d. á sölu tóbaks ekki að fullu í samræmi við lög samkvæmt könnunum og alltaf nokkurt hlutfall söluturna þar sem ung- lingar yngri en 18 ára fá keypt tóbak. Þá er í frumvarpinu ekki tekið sérstaklega fram að þeir sem raði í hillur og þrífi upp þeg- ar óhöpp verða þurfi að vera fullra 20 ára. Aðalfundur Félags um lýð- heilsu vill undirstrika það álit sitt að breytingar á lögum um sölu áfengis og tóbaks í þá veru að fjölga útsölustöðum áfengis gangi með beinum hætti gegn markmiðum Heilbrigðisáætlun- ar til ársins 2010 sem Alþingi hefur samþykkt og muni fela í sér aukna sölu og neyslu áfengis meðal þjóðarinnar og þá einkum meðal unglinga. Aðalfundur Félags um lýð- heilsu telur mjög brýnt að frum- varpi sem fjallar um sölu áfengis og tóbaks fylgi heilbrigðismat þar sem teknar eru saman upp- lýsingar um þróun áfengisneyslu í landinu, afleiðingar hennar og að lagt verði mat á áhrif af þeim breytingum sem frumvarpið leggur til. Frumvarp um breytingar á ýmsum laga- ákvæðum sem varða sölu áfengis og tóbaks Félag um lýð- heilsu mælir gegn frumvarpinu KR-flugeldar verða með sína árlegu risaflugeldasýningu á morgun, laugardaginn 5. des- ember, kl. 18. Sýningin hefur verið árviss atburður í lífi Reykvíkinga og nágranna frá árinu 1982 eða í aldarfjórðung. Eins og und- anfarin ár verður skotið frá Faxaskjóli. Flugelda- sýning KR ♦♦♦ Góð þátttaka í jólamóti Bridsfélags Akureyrar Árlegt Glitnismót Bridsfélags Akureyrar var að vanda spilað milli hátíða og fór fram á Hótel KEA laugardaginn 29. desember 2007. Alls mættu 32 pör og var spilað af miklu fjöri enda vegleg flugeldaverðlaun í boði. Pétur Guðjónsson og Jónas Róberts- son eru í miklu stuði um þessar mundir og sigruðu örugglega með +172 stig. Í öðru sæti urðu Sigurbjörn Haraldsson og Guð- mundur Halldórsson með +129 og þriðja sæti hrepptu Stefán Sveinbjörnsson og Hákon Sig- mundsson með +123 stig. Næstu pör voru: Grétar og Örlygur Örlygssynir +102 Ævar Ármannss. og Árni Bjarnas. +66 Þórarinn B. Jónss. og Páll Pálss. +66 Efstu þrjú pörin hlutu flug- elda og skotkökur ásamt tveimur pörum sem voru dregin út og neðsta parinu sem fékk þannig nokkra sárabót fyrir stríðsgæfu- skortinn. Stjórn BA þakkar Glitni veitt- an stuðning vegna mótsins og öllum þátttakendum fyrir skemmtunina. Starfsemi BA hefst með eins kvölds nýárstvímenningi þriðju- daginn 8. janúar og eru allir bridsarar boðnir velkomnir til leiks. Spilamennska hefst kl. 19:30 og spilað verður sem fyrr í Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4. hæð. Brids á Akureyri. Verðlaunahafar í mótslok f.v.: Sigurbjörn Har- aldsson, Guðmundur Halldórsson, Jónas Róbertsson, Pétur Guð- jónsson, Hákon Sigmundsson, Stefán Sigmundsson og Gylfi Páls- son. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.