Morgunblaðið - 05.01.2008, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 49
■ Vínartónleikar
Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar
í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær
skemmtun.
Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic.
Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir.
Í dag kl. 17, örfá sæti laus og
í kvöld kl. 21, nokkur sæti laus.
■ Fim. 10. janúar kl. 19.30
Ungir einleikarar
Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu-
hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni.
■ Fim. 17. janúar kl. 19.30
Söngvar ástar og trega
Rannveig Fríða Bragadóttir syngur hina óviðjafnanlegu
Rückert-söngva Mahlers.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Sýningarnar standa til 13. janúar og eru opnar virka daga frá 11-17
og um helgar frá 13-16. Sími 575 7700.
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Kvæðamannafélagið Iðunn
Spennandi dagskrá á fyrsta fundi ársins...
Hagyrðingamót og margt fleira.. Allir velkomnir!
Sjá www.rimur.is
Allt í plati!
Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn.
Kíkið í heimsókn til Málfríðar, Kuggs og fleiri
sögupersóna.. Opin listsmiðja fyrir krakka sem
vilja föndra og lesa bækur!
Einn og átta
Sunna Emanúelsdóttir, alþýðulistakona,
sýnir handgerða jólasveina
ásamt skötuhjúunum Grýlu og Leppalúða!
Málverkasýning Togga
Í Boganum: Þorgrímur Kristmundsson, alþýðulista-
maður, sýnir landslagsmálverk unnin í vatnslit og olíu.
Listamaðurinn tekur á móti gestum um helgina.
Vissir þú að...
í Gerðubergi er góð ráðstefnu- og fundaraðstaða.
Fundarherbergi og salir fyrir 8 - 120 manns.
Upplýsingar og verðskrá: www.gerduberg.is
og í síma 575 7700
Þjóðleikhúsið
um helgina
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri.
Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Ógleymanleg, ljúfsár og launfyndin
„Það er líka sjaldgæft að verða vitni að jafn
kraftmikilli sýningu og þessari, jafn miklum
galsa, jafn fumlausum tökum á forminu, jafn
afdráttarlausri túlkun, jafn tilgerðarlausri en
jafnframt útpældri sviðsmynd…“
Þröstur Helgason Lesbók MBL, 29. des.
Ívanov
e. Anton Tsjekhov. Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur
fös. 4/1 & lau. 5/1 örfá sæti laus
BANDARÍSKA söngkonan Britney
Spears var flutt á sjúkrahús í gær-
morgun í kjölfar þess að lögregla
var kölluð á heimili hennar. Spears
var undir áhrifum óþekktra lyfja
og því var sú ákvörðun tekin að
flytja hana á sjúkrahús.
Eins og fram hefur komið á söng-
konan í forræðisdeilu við fyrrver-
andi eiginmann sinn, Kevin Federl-
ine, og er talið að lögregla hafi
verið kölluð til þegar hún neitaði að
skila sonum þeirra tveimur til Fe-
derlines. Spears missti forræðið yf-
ir drengjunum tímabundið í haust
samkvæmt dómsúrskurði.
Fjölskylda söngkonunnar, sem
og aðdáendur hennar, hafa nú tölu-
verðar áhyggjur af henni enda hef-
ur undanfarið ár verið henni afar
erfitt. Spears og Federline skildu
að borði og sæng í nóvember árið
2006 og strax í kjölfarið hófst for-
ræðisdeila þeirra á milli. Þau náðu
sáttum í mars árið 2007 en þegar
Spears hafði skráð sig inn og út af
meðferðarheimilum nokkrum sinn-
um óskaði Federline aftur eftir for-
ræði yfir drengjunum. Í september
skipaði dómari Spears að gangast
undir fíkniefnapróf með reglulegu
millibili, auk þess að fara á for-
eldranámskeið. Nokkrum dögum
síðar lenti söngkonan í árekstri
og var fundin sek um að hafa
keyrt án þess að hafa til þess
tilskilin leyfi. Uppákoman í
gærmorgun er svo nýjasta
viðbótin við ævintýrið, og er
það ekki talið Spears til
framdráttar í forræðisdeil-
unni.
Á barmi
taugaáfalls?
Í HNOTSKURN
»Britney Jean Spears fæddist íMcComb í Mississippi 2. des-
ember árið 1981.
»Hún vakti fyrst athygli 11ára gömul þegar hún kom
fram í sjónvarpsþættinum The
New Mickey Mouse Club.
»Fyrsta plata hennar, … BabyOne More Time, kom út árið
1999 og sló strax í gegn.
»Fjórar plötur hafa fylgt íkjölfarið, Oops!… I Did It
Again (2000), Britney (2001), In
the Zone (2003) og Blackout
(2007).
»Talið er að Spears hafi seltrúmlega 83 milljónir platna
um allan heim.
Reuters
Sæt Söngkonan upp á sitt besta, árið 2000. Reuters
Lélegt Spears
kom fram á
MTV verð-
launahátíð-
inni í sept-
ember, og
þótti standa
sig illa.
Reuters
Þegar allt lék í lyndi Spears og þáverandi eiginmaður henn-
ar, Kevin Federline, í Los Angeles í febrúar árið 2006.
Reuters
Forræðisdeila Spears ekur Mercedes Benz bifreið
sinni frá dómshúsinu í Los Angeles í október.
Skalli Spears rakaði af sér allt hárið í febr-
úar árið 2007.