Morgunblaðið - 05.01.2008, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Sími 564 0000Sími 462 3500
Sími 551 9000
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Borgarbíó
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó
* Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ*
Viðskiptavinir, sem greiða
með korti frá SPRON, fá
20% afslátt
af miðaverði á myndina
EITT STÓRFENGLEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
JÓLAMYNDIN 2007.
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI
eee
- V.J.V., TOPP5.IS
Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum
frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr
Die Hard 4.0 í fantaformi.
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
SÝND Í REGNBOGANUM
- Kauptu bíómiðann á netinu -
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíó, Smárabíó og Regnboganum ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Duggholufólkið kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára
Hitman kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Dagbók fóstrunnar
SÝND Í REGNBOGANUM
FRUMSÝNING
Stórskemmtileg gamanmynd
með Scarlett Johansson í aðalhlutverki
sem fóstra hjá ríka liðinu í New York
og lífið á toppnum því ekki er allt sem sýnist!
eee
FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG
- DÓRI DNA. D.V.
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!
The Nanny Diaries kl. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20
The Golden Compass kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10 ára
The Golden Compass kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Alvin og íkornarnir m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6
Alvin and the C.. m/ensku tali kl. 8 - 10
I´m not there ath. ótextuð kl. 3 - 6 - 9
The Golden Compass kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára
We own the night kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Run fat boy run kl. 8 - 10:10
Dan in real life kl. 3 - 5:45
Bobby Green snéri baki við fjölskyldu sinni, en þarf nú
að leggja allt undir til að bjarga henni undan mafíunni.
The Nanny Diaries kl. 4 - 8 -10
The Golden Compass kl. 3:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
Alvin og íkornarnirm/ísl. tali kl. 6
Duggholufólkið kl. 6 B.i. 7 ára
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG er að vinna sem tónlistarmaður og
tveggja barna faðir, auk þess sem ég vinn
hjá Glitni,“ segir Jón Jósep Snæbjörnsson,
Jónsi Í svörtum fötum, sem var áberandi í
áramótaskaupi Sjónvarpsins á gamlárskvöld.
Þar lék hann sjálfan sig, flugþjón hjá Ice-
landair, en hann er að vísu hættur að gegna
því starfi. „Það var bara sumarstarf, núna
síðasta sumar. Það er ágætt að leiðrétta
þann misskilning, að ég var ekki rekinn úr
fluginu,“ segir Jónsi og hlær.
Aðspurður segir hann hafa verið mjög
gaman að leika í skaupinu. „En það var alveg
svakalega kalt. Ég átti að vakna eftir flug-
slys, liggjandi á jörðinni, en ég lá í frosnum
polli. Annars fór Ragnar Bragason mjúkum
höndum um mig og það var mjög skemmti-
legt fólk að vinna við þetta,“ segir Jónsi og
bætir því við að hann hafi fengið mikil við-
brögð vegna skaupsins. „Það voru allir svo
glaðir að ég skuli ekki hafa fest mig í þessari
gjótu sem ég átti að hafa dottið ofan í. Það
eru allir mjög glaðir að hafa fengið mig til
baka.“
Eru ekki hættir
Eins og áður segir vinnur Jónsi hjá Glitni
um þessar mundir. „Ég er að stjórna við-
burðum, það er að segja þegar bankinn held-
ur veislur eða kynningar á sínum eigin veg-
um eða annarra,“ segir Jónsi sem er þó alltaf
að fást við tónlistina líka. „Strákarnir Í
svörtum fötum hafa reyndar verið í svolítilli
afslöppun í næstum ár. Við ákváðum að slaka
aðeins á, en hvað framtíðin ber í skauti sér
kemur bara í ljós. Við ætlum að byrja á því
að halda skemmtilega hljómsveitaræfingu í
lok janúar og sjá hvað gerist,“ segir Jónsi
sem þvertekur því fyrir að sveitin sé hætt.
„Það var bara einhver uppblásinn vitleys-
isskapur í einhverjum blaðamönnum sem
föttuðu ekki að pása frá spilamennsku þýðir
ekki að maður sé hættur.“
Situr í rólegheitum
Þá hefur það vakið athygli að Jónsi hefur
ekki tekið þátt í undankeppni Evróvisjón í
ár. „Að vísu var haft samband við mig í
tengslum við eitt eða tvö lög, en mér fannst
það ekki passa við það sem ég var að leita
að. Það er bara þannig að stundum gefur
maður kost á sér og stundum ekki. En það
má með sanni segja að fjölskrúðugt einvala-
lið tónlistarmanna hafi komið fram í þessum
þætti, bæði þekktir og óþekktir, og svo er
bæði grín og alvara í þessu sem er alveg
bráðfyndið.“
Sjálfur segist Jónsi hafa verið duglegur við
að spila út um allar trissur að undanförnu,
annaðhvort með undirleikara eða einn með
kassagítar. Hann getur vel hugsað sér að
gefa út sólóplötu á næstunni. „Ég er búinn
að gefa út eina sólóplötu og svo sit ég bara í
rólegheitum og ef mig langar til að gefa aðra
út mun ég bara hafa samband við mitt út-
gáfufyrirtæki, Senu, og sjá hvað þeir hafa í
spilunum.“
Gleðigjafinn hjá Glitni
Jónsi Í svörtum fötum
lék sjálfan sig í ára-
mótaskaupinu
Morgunblaðið/Golli
Fyrrverandi flugþjónn „Það er
ágætt að leiðrétta þann mis-
skilning, að ég var ekki rekinn
úr fluginu,“ segir Jónsi.