Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 1
                      og þýska DAX um 0,86%. Ein helsta ástæða lækkunar FTSE-vísi- tölunnar er talin vera léleg jólasala bresku smásölukeðjunnar Marks & Spencer, sem er talin til marks um samdrátt í einkaneyslu í Bretlandi. Í kjölfarið lækkaði gengi fleiri breskra smásölufyrirtækja. Banda- rískar vísitölur hækkuðu töluvert í gær. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs gaf í gær út spá þar sem hann sagðist telja að samdráttarskeið væri hafið eða við það að hefjast í Bandaríkjunum. LENGI vel stefndi í að metlækkun yrði í kauphöllinni í gær en þegar langt var liðið á daginn nam lækkun dagsins 5,8%. Stuttu fyrir lokun tók úrvalsvísitalan hins vegar kipp upp á við og varð niðurstaðan 3,3% lækkun. Síðdegis barst tilkynning frá Gnúpi fjárfestingarfélagi þess efnis að félagið hefði náð samningum við lánardrottna sína og selt helstu eignir sínar, þ.m.t. stóran hlut í FL Group, en meðal kaupenda að þeim hlut er Fons eignarhaldsfélag. Enn- fremur var hluti eignar félagsins í Kaupþingi seldur. Það sem af er ári hefur úrvals- vísitalan lækkað um 13,4%. Þar með hefur markaðsvirði félaga í vísitöl- unni rýrnað um 360 milljarða króna. Lækkanir undanfarinna daga og vikna hafa komið harkalega við fjár- festa og samkvæmt upplýsingum frá FME voru gerð 730 veðköll á tímabilinu 6. desember til 4. janúar. Evrópskar vísitölur lækkuðu töluvert í upphafi dags í gær, en tóku við sér um miðjan dag þegar ljóst þótti að bandarískir markaðir myndu hefja daginn með hækkun- um. Lokaniðurstaðan var hins veg- ar sú að helstu vísitölur Evrópu lækkuðu, breska FTSE um 1,32% Fjárfestar finna harka- lega fyrir verðfallinu 730 veðköll á tímabilinu 6. desember til 4. janúar  2 og Viðskipti STOFNAÐ 1913 9. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is FRAMTÍÐIN UNGIR OG EFNILEGIR EINLEIK- ARAR MEÐ SINFÓ Í KVÖLD >> 23 FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is FJÖLDI vírus- og bakteríusýkinga geng- ur nú yfir landsmenn og samkvæmt upplýs- ingum Landlæknisembættisins kom upp eitt tilfelli inflúensu B hérlendis fyrir síð- ustu jól. Atli Árnason, yfirlæknir heilsugæslu Grafarvogs, segir ástandið eðlilegt pest- arástand miðað við árstíma, „mesti annatími heilsugæslunnar er frá desember fram í apríl, þar sem flensurnar koma flestar á þessum árstíma. Við verðum mikið vör við vírussýkingar eins og gubbupestir og maga- kveisur. Þær eru oftast lengur að ganga yfir en bakteríusýkingar og lítið hægt að gera við þeim“. Atli segir jafnframt að bakt- eríusýkingar geti fylgt í kjölfar vírus- sýkinga, fari fólk ekki vel með sig. Það geti m.a. orsakað kinnholubólgu, berkjubólgu og jafnvel lungnabólgu. Streptókokkasýkingar eru algengar bakt- eríusýkingar og gera fyrst og fremst vart við sig í hálsi, þær eru meðhöndlaðar með sýklalyfjum. Streptókokkarnir eru ekki jafnmikil heilsuvá og áður var að sögn Atla og eru enn vel næmir fyrir þeim sýklalyfjum sem notuð eru. Atli segist merkja að tilfelli streptókokkasýkinga teygi sig nú yfir lengra tímabil en áður, þótt tilfellum hafi ekki endilega fjölgað. 41% aukning á bráðamóttöku barna Komum á bráðamóttöku barna á Land- spítalanum í desember 2007 fjölgaði um 41% frá sama mánuði árinu áður. Ingileif Sigfús- dóttir, deildarstjóri bráðamóttökunnar, seg- ir helstu orsökina vera RS-faraldurinn, sem hafi verið óvenjusnemma á ferðinni í þetta skipti. Faraldurinn, sem er kvefvírus, standi yfirleitt í tvo til þrjá mánuði á ári og sé venjulega á ferðinni eftir áramót. Ingileif segir faraldurinn nú í hámarki og of snemmt að segja til um hvort hann dali senn. Haraldur Briem, sviðsstjóri sóttvarnar- sviðs Landlæknisembættisins, segir aðeins eitt tilfelli inflúensu B hafa greinst hér á landi fyrir jól, en inflúensa B er ekki eins skæð og inflúensa A. Samkvæmt nýjum upplýsingum frá Evrópu sé helst að sjá aukningu tilfella á Spáni. Inflúensan sé því aðeins farin að hreyfa sig og Haraldur spáir fleiri tilfellum í janúar. Morgunblaðið/Golli Bólusetning Búist er við að inflúensan láti á sér kræla síðar í mánuðinum. Árlegir vírusar og bakteríur RS-vírus veldur álagi á bráðamóttöku barna SÖFNUN jólatrjáa á vegum sveit- arfélaganna á höfuðborgarsvæð- inu miðar vel og má gera ráð fyrir að á bilinu 70-80 tonn af jólatrjám skili sér í endurvinnslu. Þetta seg- ir Ingþór Guðmundsson, stöðv- arstjóri hjá Gámaþjónustunni, en hún tekur við jólatrjánum og nýt- ir þau í moltugerð. Að sögn Ing- þórs eru trén kurluð niður og blönduð öðrum lífrænum efnum. Ingþór segir samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs nýta meirihluta moltunnar. „Síðan höf- um við látið fólk sem hefur áhuga á fá þessa moltu,“ segir Ingþór. Hann segir ekki erfitt að koma svona miklu magni af moltu út eftir að ákveðið var að gefa hana. Þeir sem áhuga hafi á að fá moltu geti sett sig í samband við fyr- irtækið þegar nær dregur vori. Kurluð og blönduð Um 70-80 tonn af jólatrjám verða endurnýtt og gerð að moltu Morgunblaðið/Ómar Í trjáhafi Sigurður Guðmundsson, starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, skilar hluta af feng sínum í hauginn. FLÓABANDALAGIÐ, sem samanstendur af Eflingu, Verka- lýðsfélagi Keflavíkur og Hlíf, samþykkti á fjölmennum fundi á Hilton Reykjavík Nordica-hótel- inu í gærkvöldi að vísa kjaradeil- unni til ríkissáttasemjara. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að einhugur hafi ríkt um ákvörðunina og ljóst að menn séu á byrjunarreit. Samninganefnd ASÍ fundaði fyrir hádegi í gær og eftir hádegi var svo haldinn fundur með for- ystu Samtaka atvinnulífsins. „Þetta fór eins illa og það gat far- ið,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasam- bandsins. Ljóst er „að það verður ekki mynduð nein þjóðarsátt um launaramma og skattastefnu fyr- ir láglaunafólk“. | 4 Kjaraviðræður aftur á byrjunarreit Deilunni vísað til sáttasemjara Ökutímar >> 37 Magnaðar stundir í leikhúsinu Leikhúsin í landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.