Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 23
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Íeina tíð þótti það til marks umað vera orðin fullorðin, aðsetja upp hatt. Komin í full-orðinna manna tölu; hætt að
vera á leiðinni þangað og loks orðin
alvöru manneskja.
Hatturinn er löngu fyrir bí, og
manndómsvígslurnar með öðrum
hætti. Það er varla hægt að bera það
saman að tylla hattkúfi á höfuð sér
og að æfa einleikshlutverk í stórum
konserti og leika með sinfón-
íuhljómsveit á opinberum tónleikum.
Þau eru búin að máta hattana, og í
kvöld er komið að tónleikunum. Ter-
esa Bokany fiðluleikari, Arndís
Árnadóttir klarinettuleikari, Hákon
Bjarnason píanóleikari og Joaquín
Páll Palomares fiðluleikari standa á
sviði Háskólabíós í kvöld; öll korn-
ung, og leika hvert sinn konsert með
hljómsveitinni.
Theresa hefur stundað sitt fiðlu-
nám í útlöndum en á sterkar rætur á
Íslandi; hin þrjú eru við nám í
Listaháskóla Íslands. Fjórmenning-
arnir urðu hlutskörpust í forkeppni
sem hljómsveitin og Listaháskóli Ís-
lands stóðu fyrir.
Þetta er ungs manns verk
„Ég er sérstaklega mikið fyrir þessa
rússnesku kalla; Prokofijev, Sjos-
takovitsj, Rakhmaninov, Stravinskíj
og Skrjabin, og valdi konsertinn
þess vegna,“ segir Hákon Bjarnason
píanóleikari, sem spilar Píanókons-
ert nr. 1 eftir Prokofijev. „Ég byrj-
aði að æfa konsertinn fyrir ári og
mér finnst hann alveg hafa staðið
undir væntingum. Mér finnst ennþá
mjög gaman að spila hann, þótt ég
hafi verið að æfa hann í heilt ár og er
alls ekkert að verða þreyttur á hon-
um. Konsertinn býr bæði yfir því að
vera hraður, tæknilegur, rytmískur
og fjörugur, en líka lýrískur og fal-
legur. Svo finnst mér líka gaman að
því að Prokofijev samdi konsertinn
þegar hann var tuttugu og þriggja
ára og frumflutti hann sjálfur, þann-
ig að þetta er ungs manns verk,“
segir Hákon, en hann hefur þá rós í
sínu hnappagati að hafa unnið til
verðlauna í öll þrjú skiptin sem pí-
anókeppni Íslandsdeildar EPTA
hefur verið haldin hér á landi.
Get ekki falið mig bak við neitt
„Mig hefur alltaf langað til að spila
þetta verk,“ segir Joaquín Páll Pa-
lomares, sem leikur einn vinsælasta
einleikskonsert allra tíma, fiðlukons-
ert eftir Sibelius. „Í hvert skipti sem
ég æfi finn ég eitthvað nýtt og nýtt
sem ég get gert og það sýnir bara
hversu flott verkið er. Það er hægt
að spila það á marga mismunandi
vegu en ég spila mína eigin túlkun.
Það truflar mig ekkert að verkið
skuli vera svona þekkt, mér finnst
það bara ennþá meira spennandi. Þá
reynir maður ennþá frekar að gera
eitthvað nýtt. Ég get heldur ekki fal-
ið mig á bak við neitt – það þekkja
þetta allir. En það er bara fínt.
Sibelius lærði á fiðlu og það var
draumur hans að verða fiðluleikari.
En konsertinn liggur ekki alls staðar
vel, sérstaklega þriðji kaflinn, sem
er frekar snúinn. Sumir staðir eru
þannig, að það skiptir engu máli
hvað maður æfir þá mikið, þeir
verða alltaf erfiðir. En konsertinn er
nú flottur samt og það flottasta er nú
eiginlega að það er sama hversu erf-
ið tæknilegu atriðin eru sem maður
er að glíma við, þá er þetta alltaf
músík. Maður verður auðvitað að
einbeita sér að því að spila allar nót-
ur rétt, en maður getur líka alltaf
gert eitthvað úr því sem maður er að
spila og hugsað um tónlistina. Svo er
hljómsveitarparturinn rosalega
flottur líka. Það er frábært að spila
konsertinn – sérstaklega með svona
góðri hljómsveit,“ segir Joaquín
Páll, en hann hefur komið fram sem
konsertmeistari í Ungfóníu,
Strengjasveit Tónlistarskóla Kópa-
vogs og Sinfóníuhljómsveit Tónlist-
arskólanna auk þess sem hann lék
með Orkester Norden sumarið 2004.
Auk fiðlunámsins útskrifaðist hann
úr Verzlunarskóla Íslands síðasta
vor og hefur leikið með drengja-
landsliðinu í knattspyrnu.
Fiðlukonsert með stóru effi
Theresa Bokany á íslenska móður
og ungverskan föður og hefur verið
búsett erlendis allt sitt líf en oft
dvalið lengri og skemmri tíma hér
heima. Fyrsti fiðlukennarinn hennar
var ungverski fiðlusnillingurinn Ti-
bor Varga. Hún spilar Fiðlukonsert
nr. 2 eftir Henryk Wieniawski. „Ég
þekkti konsertinn ekkert þar til fyr-
ir ári. Þá var hringt í mig; áhuga-
hljómsveit í Amsterdam var búin að
æfa þennan konsert, en einleikarinn
þeirra hafði óvart tvíbókað sig og
gat ekki spilað. Hljómsveitin var bú-
in að æfa þetta lengi og ætlaði bara
að spila einu sinni, þannig að þetta
var alveg ómögulegt. Stjórnandinn
spurði hvort ég gæti ekki lært ein-
leikshlutverkið í hvelli og ég var al-
veg til í það. Ég hafði sjö vikur til
stefnu, fór svo til Amsterdam og
spilaði konsertinn með þeim. Það
voru fyrstu kynni mín af verkinu. Ég
ákvað að spila konsertinn á þessum
tónleikum, vegna þess að mér finnst
hann skemmtilegur – þetta er fiðlu-
konsert með stóru effi – mjög fiðlu-
legur, enda fiðluvirtúós sem samdi
hann. Hann er fullur af fiðlutækni,
en annar þátturinn er líka mjög fal-
legur og lýrískur. Það er allt í hon-
um, bæði tækni og tilfinningar og
þess vegna langaði mig að spila hann
aftur. Það er munur á því þegar
fiðlukonsert er saminn af fiðluleik-
ara eins og Wieniawski var. Þessi
konsert er tæknilega erfiður en þó
þannig að hann liggur vel í hendi.
Mér finnst Sibelius-konsertinn, sem
Palli er að spila til dæmis miklu erf-
iðari af því að hann liggur svo
skringilega sums staðar. Sibelius
spilaði eitthvað á fiðlu, en ekkert
mikið þannig – og þar munar heil-
miklu,“ segir Theresa Bokany. Hún
hefur komið fram sem einleikari
með ýmsum tónlistarhópum og hald-
ið tónleika með píanóleikaranum
Önnu Solovievu Drubich í Þýska-
landi, Ítalíu, Ungverjalandi, Rúss-
landi, Hollandi og Sviss. Hér hefur
hún meðal annars leikið í Tíbrárröð
Salarins.
Skringilegt – eins og Debussy
„Ég valdi mitt verk vegna þess að ég
er svo hrifin af því. Ég hafði æft það
í sjöunda stiginu mínu, en mig lang-
aði alltaf að taka það upp aftur og
gera það betur,“ segir Arngunnur
Árnadóttir klarinettuleikari, en
verkið sem hún leikur með hljóm-
sveitinni er Première Rhapsodie eft-
ir Claude Debussy. „Af einleiks-
verkum fyrir klarinett með
hljómsveit eru þetta og Mozart-
konsertinn í algjöru uppáhaldi. Ég
var búin að spila Mozart-konsertinn
með Hljómsveit Tónlistarskólans í
Reykjavík og hafði dreymt um að
spila þetta líka.
Þetta er rosalega fallegt verk,
svolítið skringilegt – eins og De-
bussy – hann er í uppáhaldi hjá mér
og tónlistin hans á mjög vel við mig.
Hann skrifar rosalega fallega fyrir
hljómsveit og hefur sérstakan stíl, er
undir austrænum áhrifum og tónlist-
in hans er fíngerð og litrík, öðru vísi
en önnur tónlist. En verkið
mitt … það er þetta með lit-
ina … maður verður að vera dugleg-
ur að mála með tónunum. Það er
mikið af hægum, dreymandi línum –
það er jafnvel erfiðara að spila það
en það sem er hratt; en þetta er
rosalega gaman,“ segir Arngunnur,
en tilefni þess að hún lék Klarinettu-
konsert Mozarts sem hún sagði frá,
var það, að hún bar sigur úr býtum í
einleikarakeppni skólans.
Fjórir ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld
Einleikarar Theresa Bokany fiðluleikari, Arngunnur Árnadóttir klarinettuleikari, Hákon Bjarnason píanóleikari
og Joaquín Páll Palomares fiðluleikari. Tónleikarnir verða í Háskólabíói kl. 19.30, Kristofer Wahlander stjórnar.
Framtíðarstjörnur
lega slegnir yfir úrslitunum, svo óvænt sem
þau voru og þvert á allar spár. Hann bar sig
þó vel á kosningavöku stuðningsmanna
sinna.
„Ég er í miklum ham og held ótrauður
áfram,“ sagði hann og kvaðst þess fullviss að
hann yrði forsetaframbjóðandi demókrata í
kosningunum í haust. John Edwards, fyrr-
verandi öldungadeildarþingmaður, sem varð
annar í Iowa en þriðji í New Hampshire,
sagðist mundu halda sínu striki og taka þátt í
forkosningunum til enda.
Allt galopið hjá repúblikönum
Upprisa John McCains, sem er 71 árs að
aldri og var á sínum tíma stríðsfangi í Víet-
nam í næstum sex ár, hefur hleypt aukinni
spennu í forkosningabaráttu repúblikana.
Fékk hann 37% atkvæða í New Hampshire
en Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í
Massachusetts, sem var annar í Iowa á eftir
Mike Huckabee, varð nú einnig annar með
32%. Honum hafði þó verið spáð sigri í báð-
um ríkjunum og hann var með 12 prósentu-
stiga forskota á keppinautana í New Hamps-
hire rétt fyrir jól.
Það segir sína sögu um það, sem var kjós-
endum repúblikana í New Hampshire efst í
huga, að 46% þeirra, sem studdu McCain,
töldu Íraksmálið mikilvægast en mikill
meirihluti þeirra, sem studdu Romney, setti
innflytjendamálin á oddinn.
Úrslitin geta ráðist
á „Stóra þriðjudegi“
Næstu forkosningar verða í Michigan 15.
janúar og í Nevada hinn 19. Þá verða einnig
forkosningar repúblikana í Suður-Karólínu
en hjá demókrötum hinn 26. 29. janúar verð-
ur kosið í Flórída en 5. febrúar er „Stóri
þriðjudagurinn“ en þá verður kosið í rúm-
lega 20 ríkjum, þar á meðal í New York,
Kaliforníu og New Jersey. Þá geta úrslitin
ráðist.
Talið er að repúblikaninn Mike Huckabee,
sem sigraði í Iowa, eigi góða möguleika í S-
Karólínu þar sem trúmálin skipa stóran sess,
en Rudy Giuliani, sem sneiddi alveg hjá Iowa
og New Hampshire, vonast til að komast aft-
ur inn í baráttuna með góðu gengi í Flórída.
Þá á Obama að margra mati sigurinn vísan
meðal demókrata í ríkinu en þar er helm-
ingur kjósenda þeirra blökkumenn.
ama stuðning 35% kvenna en Clinton
n í New Hampshire studdu 45%
Clinton en 36% Obama.
on naut þess líka að fólk, sem komið
jan aldur eða eldra, er duglegast við
a á kjörstað. Í New Hampshire voru
rra demókrata, sem komu á kjörstað,
eða eldri og meirihluti þeirra studdi
ma og stuðningsmenn hans voru eðli-
n hleypir
ráttuna
ur McCains í New Hampshire
AP
enni ákaflega er ljóst var orðið, að
t ofan í allar spár. Segja má, að for-
OTSKURN
Næst verður kosið í Michigan 15.
m. en í Suður-Karólínu þann 19. hjá
blikönum og þann 26. hjá demókröt-
tóra stundin, sem hugsanlega getur
áðið úrslitum, verður 5. febrúar en
rður kosið í meira en 20 ríkjum og
meðal þeim stærstu.
til ráðherra.“ Spurður hversu langan
herra hafi til að taka afstöðu til tillög-
egir Nikulás það óskilgreindan tíma
mt lögunum.
gr. laga um húsafriðun kemur fram að
sem verði fyrir fjártjóni vegna fram-
a húsafriðunarnefndar eigi rétt til
skaðabóta úr ríkissjóði. Ef samkomulag náist
ekki um bætur skulu þær ákveðnar eftir
reglum laga um eignarnám. Aðspurður hvort
þetta þýði að ríkið muni bera fjárhagslega
ábyrgð komi til þess að menntamálaráðherra
ákveði að friða húsin á Laugavegi 4 og 6 segir
Nikulás það alls ekki einsýnt. Bendir hann á
að í framhaldi af friðun ráðherra á húsinu við
Hafnarstræti 98 á Akureyri, þ.e. gamla Hótel
Akureyri, hafi húsafriðunarnefnd falið
Tryggva Þórhallssyni lögfræðingi að vinna
greinargerð um 19. greinina.
Aldrei reynt á 19. greinina áður
Að sögn Nikulásar er það túlkun lögfræð-
ings að sveitarfélag geti orðið bótaskylt sam-
kvæmt ákvæðum skipulags- og byggingar-
laga ef það þurfi að endurskoða skipulags- eða
framkvæmdaákvörðun vegna rökstuddra til-
mæla húsafriðunarnefndar eða ákvörðunar
menntamálaráðherra um lögformlega friðun.
Hins vegar getur aðeins ríkið orðið bótaskylt
samkvæmt 19. gr. húsafriðunarlaga vegna
þess tjóns sem fram komi við framkvæmd
friðunarkvaðar af hálfu friðunaryfirvalda. Það
tekur, eftir því sem blaðamaður kemst næst,
væntanlega til þess ef endurgerð, endurbætur
eða viðgerð á húsi verður kostnaðarsamari
vegna friðunarkvaða.
Aðspurður segir Nikulás aldrei hafa reynt á
19. greinina. Hins vegar sé ekki loku fyrir það
skotið að nú gæti farið að reyna á þessa laga-
grein, bæði vegna friðunar hússins við Hafn-
arstræti sem og húsanna við Laugaveg.
nar ráðherra
Morgunblaðið/Frikki
með Degi B. Eggertssyni borg-
úsanna að Laugavegi 4 og 6.