Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 29 ✝ Jóhanna Eiríks-dóttir fæddist á Efra-Seli í Hruna- mannahreppi í Ár- nessýslu 3. ágúst 1908. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík 19. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jónsson fjallkóngur og bóndi að Efra- Langholti í Hruna- mannahreppi, f. 1872, d. 1960. Móðir hennar var Pálína Margrét Jónsdóttir frá Minni- Vatnsleysu í Kálfatjarnarsókn, f. 1872, d. 1946. Alsystkini var Ingv- ar, f. 1909, d. 1909. Hálfsystkini Jó- hönnu samfeðra voru Sigurður, f. 1903, d. 1994, hann ættleiddi 2 börn; Guðmundur, f. 1906, d. 1908; Dagbjört, f. 1914, d. 1977, hún eign- aðist 7 börn; Anna Guðrún, f. 1928, d. 1931, og Ágústa, f. 1932, d. 1932. Eiginmaður Jóhönnu var Jón Ragnar Jónasson, skipasmiður frá Hlíð á Vatnsnesi Húnavatnsýslu, f. 1903, d. 1983. Börn þeirra eru: 1) Erna Sigurbjörg, f. 1929, d. 2006, gift Jón Boða Björnssyni, þau eiga 4 dætur; 2) Hrefna, f. 1931, gift Sigurði Gíslasyni, þau eiga 4 börn; og 3) Elfar Haf- steinn, f. 1935, d. 7.1. 2008, kvæntur Sif Ólafsdóttur, hann á 1 barn. Jóhanna og Ragnar byrjuðu sinn búskap á Stýrimannastíg 3 í Reykjavík og fljótlega keyptu þau hálfbyggt hús á Sólvallagötu 72 og bjuggu þar allan sinn búskap. Jó- hanna starfaði við að dreifa fiski á Grímsstaðaholtinu, og fór svo að vinna í mjólkurbúðinni á Fram- nesveginum ásamt þrifum flest kvöld og jafnvel fram á nætur. Ragnar starfaði í Slippnum við skipasmíðar. Útför Jóhönnu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elskulega tengdamamma, ég þakka þér allar ógleymanlegu sam- verustundirnar frá því að við Erna kynntumst fyrir 56 árum, minningin lifir. Sérhvert vinarorð vermir, sem vors sólar ljós. Sérhver greiði og góðvild, er gæfunnar rós. Hvort sem leiðin þín liggur, um lönd eða höf. Gefðu sérhverjum sumar, og sólskin að gjöf. (Höf. ók.) Guð geymi þig. Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar þakka starfsfólkinu á Hrafnistu deild H-1 í Reykjavík fyrir góða umönnun. Þinn tengdasonur Jón Boði Björnsson. Með þessum orðum vil ég kveðja ömmu Jóhönnu sem ég á svo margar góðar minningar um. Ég fæddist á heimili ömmu á Sól- vallagötunni, ég bjó þar á fyrstu ár ævi minnar og þar var einnig móðir mín með hárgreiðslustofu í kjallaran- um. Það voru forréttindi fyrir mig, litla stúlku, að vera eina barnið á heimilinu fyrstu ár ævi minnar og hafa ömmu og afa innan seilingar og mömmu á neðri hæðinni þar sem hún tók á móti mörgum skemmtilegum og litríkum konum í hárgreiðslu, og þar hefur sennilega vaknað áhugi á framtíðar- starfi mínu því þar var ég öllum stundum. Ég er alnafna langömmu minnar, Pálína Margrét, en afi tók upp á því fljótlega að nota Grétu nafnið sem hefur haldist við mig alla tíð síðan. Þó að við flyttum frá Sólvallargöt- unni var ég oft hjá þeim og naut þess að vera elsta barnabarnið hennar og var alltaf mjög kært á milli okkar. Ég á góða minningu af ömmu þar sem við sátum og spjölluðum og reyndist hún mér alltaf vel. Gréta Boða. Elsku amma Jóhanna, við systurn- ar þökkum þér öll yndislegu árin, fyrstu minningarnar um þig eru þar sem þið afi bjugguð alla tíð á Sólvalla- götunni og einnig af þér í mjólkurbúð- inni þar sem þú starfaðir í mörg ár. Við komum oft í heimsókn jafnt á Sól- vallagötuna og hin síðustu ár á Hrafn- istu þar sem þú dvaldir. Alltaf leist þú jafn vel út, sast og brostir til okkar eins og drottning, það var ótrúlegt að þú værir orðin 99 ára. Takk amma, minning þín mun lifa með okkur og börnum okkar. Við minning’ um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg þú varst okkur og góð. Við kveðjum þig amma, og geymum í ramma í hjarta okkar minningu um þig Takk amma, minning þín mun lifa með okkur og börnum okkar. Guðbjörg, Hafdís og Jóhanna Boðadætur. Jóhanna Eiríksdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu okkar, SVÖVU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hraunbúðum, áður Foldahrauni 39b. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða og Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fyrir góða umönnun og alúð. F.h. aðstandenda, Sonja Ólafsdóttir, Kristín Gísladóttir, Martha Árnadóttir. Systir okkar, SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR, Öldugötu 25, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 21. desember. Útför hennar fór fram í kyrrþey hinn 4. janúar að ósk hinnar látnu. María Arnlaugsdóttir, Helgi Arnlaugsson. árin, verið þeim traustur og góður afi og þær sakna hans sárt. Síðustu árin voru Halla ekki auðveld vegna veik- inda sinna en hann tók þeim með ein- stöku æðruleysi. Eftir lifir minning um sterkan og duglegan mann. Inga og Halli hafa alla tíð verið ákaflega umhyggjusöm og sinnt fjöl- skyldu sinni af einstakri alúð og natni. Fyrir það er ég afar þakklát. Um leið og ég kveð Halla votta ég fjölskyldunni mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Björg J. Birgisdóttir. Kær vinur okkar er nú fallinn frá. Hann Halli var okkur hér í Bláa Lón- inu mjög kær, enda óteljandi skiptin sem hann kom til okkar og kveðjum við hann með söknuði. Í hvert skipti sem Halli gekk inn um dyrnar hjá okkur færðist bros yf- ir andlitið á okkur öllum. Hann var alltaf í góðu skapi og frá honum staf- aði ólýsanlegur hlýleiki sem bræddi huga og hjörtu allra sem nálægt hon- um voru. Starfsmenn okkar eiga margir hverjir góðar minningar af honum Halla þar sem hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við alla þá sem máttu vera að og þá sérstaklega þeg- ar hann kom upp úr og drakk mal- tdósina sína, en þær voru ófáar sem hann teygaði hérna hjá okkur. Það er þó flestum sérstaklega minnisstætt hversu hraustur hann var þrátt fyrir að vera kominn á fullorðinsár en þeg- ar hann gerði armlyftur hér ofan í þá var eins og hann væri tvítugur. Þær eru margar skemmtilegar sögurnar sem hægt er að segja af honum Halla en sú sem stendur hvað mest upp úr er sennilega þegar hann tók loforð af starfsfólkinu hér þess eðlis að ef hann hrykki upp af hjá okkur þá ættum við ekki að reyna að koma lífi í hann aftur því að hérna liði honum svo rosalega vel og svo glotti hann út í annað. Síðasta eitt og hálfa árið hafði ferð- um Halla fækkað þar sem hann átti orðið erfitt með að keyra til okkar alla þessa leið og því sáum við ekki eins mikið af honum og við hefðum viljað. Um leið og við kveðjum kæran vin okkar þökkum við öll fyrir þær stundir sem við áttum með Halla, minning hans mun lifa með okkur öll- um. Enn skín mér sólin skæra og skeið sitt endar nótt, sem hvíld mér veitti væra og vel minn hressti þrótt. Því lyftist lofgjörð mín á vængjum helgra hljóma mót hýrum árdagsljóma, minn góður Guð, til þín. (Steingrímur Thorsteinsson.) Við sendum Ingibjörgu og að- standendum öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Fyrir hönd Bláa Lónsins, Anna Karen, Ingi Gunnar og Magnús Már. ✝ Jón GunnarStefánsson fæddist 11. júlí 1975. Hann lést á heimili sínu, Gull- smára 1, 3. janúar síðastliðinn. Jón Gunnar ól allan sinn aldur í Kópa- vogi. Foreldrar hans eru Þorgerður Gylfadóttir og Stef- án V. Jónsson. Syst- ur hans eru Re- bekka og Rut, og dóttir Stefáns og Agnesar Sigurðardóttur er Sig- rún Sif. Jón Gunnar bjó rúm 20 fyrstu árin í foreldrahúsum í Birki- grund 22 í Kópavogi, gekk í Snæ- landsskóla, hóf nám í MK en fór yfir í nám í trésmíði hjá Bygg- ingafélagi Gylfa og Gunnars. Fjölskyldan flutti árið 1997 í Lin- dasmára 44 í Kópavogi og flutti svo Jón Gunnar í eigið húsnæði að Trönuhjalla 5, árið 1999. Jón Gunnar varð fyrir slysi og miklu líkamstjóni svo hann varð að hætta námi í trésmíði, en hélt áfram með miklum dugnaði og elju og flutti í nýrra og stærra húsnæði að Gull- smára 1 í Kópavogi árið 2004 þar sem hann bjó til æviloka. Eftir slysið missti hann jafnvægisskyn og sjón að miklu leyti, en hélt sér við með líkamsrækt sem hann stundaði eins og vinnu. Þá fór hann sem sjálfboða- liði í nokkur ár til Hjálparstofnunar kirkjunnar um jól þar sem hann naut þess að hlúa að fólki. Jón Gunnar var mikill fjölskyldumaður og náttúruunn- andi, fór í sína fyrstu útilegu 10 mánaða gamall og var í tjaldi með fjölskyldu sinni á hverju ári upp um fjöll og firnindi öll sumur eftir það. Síðustu ár tók Jón Gunnar sig til og lagðist í ferða- lög og hefur farið um hálfan hnöttinn einn sins liðs og skoðað sig um í heiminum. Jón Gunnar var mikill fótboltaáhugamaður og var Liverpool hans lið. Útför Jóns Gunnars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Elsku hjartans Jón Gunnar, það er okkar hamingja að hafa fengið að ferðast í gegnum lífið með þér. Við munum geyma allar góðu minningarnar og stundirnar, í gegn- um árin, sem við fengum að hafa þig á meðal okkar. Þú hefur kennt okkur mikið, gefið okkur mikið og við höfum lært af þér að það er ekki sjálfgefið að lífið sé auðvelt. Minningin um þig mun lifa með okkur og ylja okkur um hjartarætur. Þú hefur gefið okkur kjark og þrek til að halda áfram án þín. Við þökkum þér samfylgdina, og biðjum góðan Guð að varðveita þig, elsku besti sonur okkar og félagi. Þín mamma og pabbi. Elsku besti Jón Gunnar minn. Stóri bróðir sem alltaf varst að passa mig. Tókst mig með þér og vinum þínum í alls kyns leiðangra. Ég man alltaf eftir kvöldinu sem við eyddum saman í kjallaraherberginu þínu heima, þar sem við töldum allt klinkið sem var í stóru krukkunni þinni. Ég bara 6 eða 7 ára, alveg í skýjunum að fá að vaka með stóra bróður og fá svo að sofa niðri hjá þér. Svo voru það öll kvöldin og næt- urnar sem við spiluðum saman, drukkum gos og hlógum, bæði heima, í útilegum og í sumarbústöð- um. Þegar ég fer að hugsa út í það átt- um við margar góðar kvöldstundir saman. Stundum var ég hrædd um að við myndum vekja mömmu, pabba og Rebekku þegar við vöktum fram eftir, horfðum á grínmyndir og lágum í hláturskasti yfir einhverjum kjánalátum. Þú leyfðir mér oft sofa uppi í hjá þér og þér var alveg sama þó ég lægi þversum yfir þér og tæki allt plássið. En þú varst nú líka stríðinn eins og þegar við vorum lítil og þú vakn- aðir á undan mér og pikkaðir í mig og hélst fyrir nefið á mér til að at- huga hvort ég myndi vakna. Svo fannst okkur ekki leiðinlegt þegar þú hélst mér niðri, kitlaðir mig eða tókst mig í bóndabeygju. Ég man eftir deginum þegar þú varst að reyna að gera mig aðeins gellulegri með því að greiða mér og setja í mig hátt tagl. Svona eins og vinkonur þínar voru. Það var gott veður þennan dag og við röltum út í Snæland og fórum í fótbolta. Ég var svo feimin við að vera með hárið svona en svo tók ég varla taglið úr mér næstu árin. Ef það hefði ekki verið fyrir þig þá væri ég líklegast ennþá í Stjörnugallanum og með lágt tagl eða fléttu. Svo má ekki gleyma því að alltaf þegar þú komst heim frá útlöndum komstu með eitt- hvað flott handa mér. Van Basten- bolurinn er samt í uppáhaldi og hef ég notað hann meira en nokkra aðra flík. Ég viðurkenni nú aldrei að ég hafi verið fýlupúki en þegar ég var leið eða fúl gast þú alltaf kætt mig. Ég hljóp upp í herbergi og lokaði, svo komst þú eftir smástund, bankaðir á dyrnar og talaðir við mig. Á end- anum kom ég alltaf út með bros á vör. Talandi um fyndin atvik, manstu þegar við vorum í ferðalaginu um Evrópu og við gistum saman fjöl- skyldan í litla kúlutjaldinu. Við héld- um vöku fyrir öllu tjaldstæðinu því við komumst alls ekki fyrir í því og við hlógum og hlógum. Þetta var líka fyrsta og eina nóttin sem við reynd- um þetta. Eftir þetta sváfum við tvö í bílnum. Annað skondið atvik úr ferðalaginu er þegar við mættum á tjaldsvæði í Þýskalandi seint um kvöld og vorum rosaánægð með að fá svæði undir stóru tré. Svo kom í ljós daginn eftir að þetta var ekki eins gott svæði og við héldum … þegar moldvörpurnar fóru að bora sig upp í bakið á okkur undir tjald- inu. Þetta vissu allir nema veslings Íslendingarnir. Ég veit þér líður vel núna og þú horfir niður til mín, passar mig og hjálpar mér í gegnum erfiða tíma. Ég á allavega eftir að tala við þig og biðja um hjálp og ráð í framtíðinni. Elsku Jón Gunnar minn, það er frábært að eiga þig sem stóra bróð- ur og ég hlakka til að hitta þig aftur seinna. Þín litla systir Rut. Kæri ungi vinur! Lífið getur verið flókið og erfitt, en alltaf varst þú vin- ur okkar allra, brostir og sýndir okkur vinsemd og varst til fyrir- myndar í klæðaburði og framkomu. Það er því mjög sárt ættingjum þínum og vinum að verða að taka því að bros þitt og vinátta sé horfið á braut. Að við eigum einungis minn- ingar um góðan dreng, sem féll frá í baráttu okkar flókna mannlífs, langt um aldur fram, er erfitt að jafna sig á og skilja. Það fylgir því einlæg von okkar nánustu fjölskyldu að minningin um þig verði ljúf og skilningsrík og okk- ur hefur alla tíð þótt vænt um þig. Við munum alla tíð minnast þín með hlýhug og elsku. Móðursystur. Frændi okkar og vinur Jón Gunn- ar er látinn. Hann hélt út á ævi- brautina fullur bjartsýni og tilhlökk- unar. Hann var góður og skemmtilegur drengur sem átti framtíðina fyrir sér, en hlaut skip- brot sem ekki var bætt. Jón Gunnar var mjög sjálfstæður persónuleiki, fór sinna ferða og gerði sínar áætlanir þrátt fyrir al- varlega fötlun sem hann hlaut fyrir nokkrum árum. Hann naut mikillar aðstoðar foreldra sinna og systra ásamt margra annarra á alltof skömmu æviskeiði sínu. Síðast hitt- um við Jón Gunnar á Þorláksmessu í skötuveislu. Blessuð sé minning hans og við sendum Þorgerði, Stef- áni, Rebekku og Rut samúðarkveðj- ur okkar. Gylfi, Elfa, Engilbert, Ólafur og fjölskylda. Jón Gunnar Stefánsson  Fleiri minningargreinar um Jón Gunnar Stefánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.