Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 34

Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÉG VIL EKKI AÐ ÞÚ SÉRT AFBRÝÐISAMUR ÚT Í MIG HELDUR ÞÚ AÐ ÞAÐ SÉ EKKI MÖGULEGT AÐ SKIPTA JÓNI Á MILLI OKKAR? ALLT Í LAGI... ÞÚ MÁTT FÁ HELMINGINN SEM KYSSIR EF ÉG MÁ FÁ HELMINGINN SEM GEFUR MÉR AÐ BORÐA „HANN LÉK SÉR AÐ ÞVÍ AÐ BREGÐA FÓLKI...“ „HANN VARÐ REIÐUR ÞEGAR HANN SÁ ALLT ÞAÐ FALLEGA, LEIÐINLEGA EÐA GRÁÐUGA“ „STUNDUM KOM ÞESSI REIÐI HANS FRAM Í MIKLU HÁÐI“ HVORT ERTU AÐ LESA UM BEETHOVEN EÐA MIG? NÚNA ER MAMMA ÖRUGGLEGA BÚIN AÐ FINNA BÍLINN OG SJÁ HVAÐ VIÐ GERÐUM NÚNA VEIT ÉG HVAÐ FÓLK Á VIÐ ÞEGAR ÞAÐ SEGIST ALDREI GETA SNÚIÐ AFTUR HEIM ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HRÓLFI GANGI VEL AÐ RÆNA OG RUPLA NÚ, AF HVERJU SEGIR ÞÚ ÞAÐ? HANN RÉÐI MANN TIL AÐ BERA RÁNSFENGINN SJALDGÆFAR AFRÍSKAR LIRFUR VONANDI STEIGSTU EKKI Á NEITT MIKILVÆGT ÉG VONA AÐ YKKUR HAFI ÞÓTT SKOÐUNAR- FERÐIN SKEMMTILEG. BRÁÐUM KEMUR SÖLUMAÐUR AÐ SPJALLA AÐEINS VIÐ YKKUR VIÐ HÖFUM EKKI ÁHUGA VIÐ VILJUM BARA VEITA YKKUR ALLAR ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM ÞIÐ ÞURFIÐ TIL AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN MÉR TÓKST AÐ PLATA TVO VIT- LEYSINGA Í VIÐBÓT! MÉR SÝNIST HANN VERA LAUS SPRENGINGIN VARÐ ÞEGAR LYFTAN FÓR MEÐ M.J. HINGAÐ... EINS OG ÉG HÉLT! SPRENGJU VAR KOMIÐ FYRIR HÉR. HÚN SPRAKK ÞEGAR LYFTAN KOMST Í RÉTTA HÆÐ OG ÉG HELD ÉG VITI HVER VAR AÐ VERKI dagbók|velvakandi Seðlaveski tapaðist BRÚNT seðlaveski týndist síðasta laugardag, 5. janúar. Annaðhvort á bílastæði við Kringluna eða í Máva- hlíð. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 698-4256 eða 552 6970 – Fundarlaun í boði. Húsfriðun NÚ er mikið þjarkað um það hvort eigi að rífa Laugaveg fjögur og sex. Þetta eru dönsk timburhús sem til eru sýnishorn af víða í borginni og einnig á Árbæjarsafni. Fyrrverandi eigandi annars hússins taldi að ekk- ert væri eftir af upprunalega húsinu og þar af leiðandi lítið til að friða. Nú í vor brann gamla Haraldarbúð í Austurstræti, þegar rústunum var mokað burt kom í ljós að það eina sem eftir var af upprunalega húsinu var „spíssinn“ á vesturgafli og vegg- rönd fyrir ofan gluggana sem sneru út að Austurstræti. Allt annað voru skúrar og seinni tíma endurbætur. Eitt hefur alveg gleymst varðandi húsin við Laugaveg, á þriðja áratug síðustu aldar var sett upp kaffihús að Laugavegi 6 og vegna stærð- arinnar var farið að kalla kaffihúsið Litlakaffi. Þarna drukku meðal ann- ars kaffi Halldór Laxness, Krist- mann Guðmundsson og ýmsir fleiri andans menn sem miðluðu hver öðr- um þekkingu. Það má eiginlega segja að þarna hafi verið mennta- brunnur reykvískrar alþýðu og af þeirri ástæðu fullt tilefni til að friða þessi hús. Litlakaffi mætti svo end- urgera í upprunalegri mynd. Theo- dór Friðriksson rithöfundur bjarg- aði einu sinni lífi Jóns Þorlákssonar, áratugum síðar datt honum í hug að heimsækja Jón og falast eftir vinnu við gatnahreinsun, ekki lá nú sú vinna á lausu en Jón gaf Theodór ávísun fyrir gleraugum sem útbúin voru hjá Bruun gleraunasmið á Laugavegi 4. Gleraugun notaði Theodór svo við að skrifa hið mikla verk Í verum. Það er ýmislegt fleira en spýtur sem þarf að friða. Gestur Gunnarsson. Heilbrigðiskerfið er hrunið NÚ er svo komið, ef fólk þarf að leita lækninga er varðar aðgerð á mjöðm eða hnjám, að fólki er sagt að það sé að minnsta kosti árs bið eftir aðgerð og virðist vera sama hversu fólk er illa farið. Þar sem ekki er hægt að fá mannsæmandi læknishjálp á Íslandi hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til hins op- inbera að þetta fólk fái að leita til útlanda til þess að fá bót meina sinna og vera ekki í stanslausri þjáningu mánuðum og jafnvel árum saman. Mér er það kunnugt að hægt er að leita bótar meina sinna erlend- is með háum kostnaði og það hlýtur að vera krafa að hið opinbera greiði þann kostnað þar sem íslenska heil- brigðiskerfið sinnir ekki þessum þætti heilbrigðisþjónustu á við- unandi hátt. Ég skora á fólk sem er svona illa á sig komið að athuga með Norðurlöndin og hvort þar sé hægt að fá þessa heilbrigðisþjónustu með miklu styttri biðtíma. Flestir þess- ara sjúklinga hafa haldið uppi þjóð- félaginu með mikilli vinnu og þeir eiga skilið að reynt sé að styðja við bakið á þeim þegar aldurinn færist yfir. Ég hef bundið miklar vonir við hinn nýja heilbrigðisráðherra og vonast til að hann láta taka á þess- um málum sem fyrst á viðunandi hátt. Guðfinna Sigurðardóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Nú er frost á Fróni en fólkið á myndinni lætur það ekki aftra sér frá útivist. Konan arkar áfram í stafgöngu sem er mjög vinsæl nú um stundir. Ekki spillir umhverfið og gætu þessi stóru tré alveg eins verið í útlöndum. Morgunblaðið/Golli Frost í Laugardalnum FRÉTTIR ÁLAGNINGARSEÐILL fast- eignagjalda verður í fyrsta sinn aðgengilegur íbúum Reykjavíkur- borgar í Rafrænni Reykjavík á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is frá og með 20. janúar nk. Þar verður hægt að nálgast álagningarseðilinn og alla breytingaseðla sem honum fylgja. Í þessu kerfi verður einnig hægt að óska eftir boðgreiðslum við inn- heimtu fasteignagjalda og afpanta greiðsluseðilinn í pósti. Þeir sem greiða fasteignagjöld að upphæð 25.000 kr. eða hærri gefst einnig kostur á að velja milli 1 eða 6 gjalddaga í þessu kerfi. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta hringt í Símaver Reykjavíkurborg- ar í síma 4 11 11 11 eða fengið að- stoð þjónustufulltrúa á þjónustu- miðstöð í sínu hverfi. Með þessari nýju þjónustu vill Reykjavíkurborg koma til móts við borgarbúa og auðvelda þeim að- gengi að þjónustu Reykjavíkur- borgar, segir í fréttatilkynningu. Íbúar eiga að geta átt samskipti við borgina rafrænt allan sólar- hringinn. Reykjavíkurborg leggur áherslu á umhverfisvæna þjón- ustu. Því er boðið upp á þann möguleika að afpanta seðlana á pappír. Enn fremur má geta þess að álagningarseðlar verða prent- aðir á vottaðan umhverfisvænan pappír. 20 þúsund með aðgang Rafræn Reykjavík er einka- svæði íbúa á vef Reykjavíkur- borgar og ein þriggja gagnvirkra þjónustugátta Reykjavíkurborgar. Borgarbú- ar geta sótt um ýmsa þjónustu, ráðstafað frístundastyrk og bókað sumarnámskeið ÍTR fyrir börn svo eitthvað sé nefnt í gegnum Rafræna Reykjavík. Einnig geta íbúar fylgst með afgreiðslu tiltek- inna mála og samskiptum við starfsmenn borgarinnar á „sínum síðum.“ Tæplega 20 þúsund íbúar hafa sótt sér aðgang að Rafrænni Reykjavík, þar af 10 þúsund árið 2007. Árið 2007 fóru um 22 þús- und rafrænar umsóknir í gegnum Rafræna Reykjavík. Rafræn birting álagning- arseðla fasteignagjalda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.