Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 44
KALLA þurfti til lögreglu við grunnskóla í Reykjavík eftir há- degið í fyrradag. Þá hafði nemandi á unglingsaldri veist að einum kennara skólans og veitt honum áverka. Að sögn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu skakkaði lögreglu- maðurinn sem kom á staðinn leik- inn. Haft var samband við föður nemandans sem kom í skólann og sótti hann. Í skýrslu lögreglu- mannsins kom fram að áverkarnir hefðu verið minniháttar. Veittist að kennara FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 10. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Óvissa um viðræður  Mikil óvissa er um framgang kjaraviðræðna á almenna vinnu- markaðinum og Flóabandalagið, sem samanstendur af Eflingu, Verkalýðsfélagi Keflavíkur og Hlíf, samþykkti á fjölmennum fundi í gærkvöldi að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. » Forsíða Vísitala upp á við  Lengi vel stefndi í að metlækkun yrði í kauphöllinni í gær en þegar langt var liðið á daginn nam lækkun dagsins 5,8%. Stuttu fyrir lokun tók úrvalsvísitalan hins vegar kipp upp á við og varð niðurstaðan 3,3% lækk- un. Tilkynning barst síðdegis frá Gnúpi fjárfestingarfélagi þess efnis að félagið hefði náð samningum við lánardrottna sína og selt helstu eignir sínar, þ.m.t. stóran hlut í FL Group. » Forsíða Gagnrýna ákvörðun Árna  Dómnefnd, sem mat hæfni um- sækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands, segir ákvörðun setts dómsmálaráðherra, Árna Mathiesen, ómálefnalega og langt utan þeirra marka sem ákvörðunarvaldinu séu sett. » 8 SKOÐANIR» Staksteinar: Af friðun, húsum og … Forystugreinar: Hrun eða raunsæi? Nefndin, sem sagði ekki af sér Ljósvaki: Al-Jazeera í hópi … bestu UMRÆÐAN» Ríkisstjórnin stikkfrí – launamenn … Deilur um skipan dómara veikja … Stjórnmálamenn og þeirra nánustu Reykjavík brennur Hrunið heldur áfram í kauphöll Hrávöruviðskiptum of lítið sinnt Með útsýni yfir Mumbai af 60. hæð Lækkun leikur eignir Existu grátt VIÐSKIPTI » 4!!  4& 4! &4  4 &&4 & 5%" ",6'%/# "+ #, 7%#$" #"#$&# 4& 4!  4 4! &4  4 &&4 &  4  ."8 2 ' 4&  4  4!! &4!  4! &&4! & 9:;;<=> '?@=;>A7'BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA'88=EA< A:='88=EA< 'FA'88=EA< '3>''AG=<A8> H<B<A'8?H@A '9= @3=< 7@A7>'3+'>?<;< Heitast 3°C | Kaldast -5°C  Norðaustlæg átt, 8- 13 m/s. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, einkum úti við ströndina » 10 Fátt nýtt er á Tón- listanum enda gætir timburmanna í ís- lenskri plötusölu um þessar mundir eftir jólasöluna. » 41 TÓNLIST» Tón- og lagalistinn LEIKLIST» Halldór Gylfa leikstýrir Star Wars-söngleik. » 36 Helgi Snær Sigurðs- son varð ekki mikils vísari um ævi og störf Bobs Dylans eftir að hafa séð I’m not there. » 39 AF LISTUM» Bob Dylan var ekki þar MYNDLIST» Ingirafn er með sýningu í D-salnum. » 38 FÓLK» Viktoría valin verst klædda konan. » 40 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Skilur ekki hvað Vilhjálmi … 2. Gáfu tárin Clinton byr …? 3. Ákærður fyrir peningaþvætti 4. Fækkar um 650 í …? ÞRÍR íslenskir ökuþórar verða á kappakst- ursbrautunum í Englandi í sum- ar. Táningarnir Kristján Einar Kristjánsson og Viktor Þór Jen- sen munu vænt- anlega mætast í formúlu-3 kapp- akstri og Jón Ingi Þorvaldsson ætl- ar að reyna á ný fyrir sér í Palmer Audi-formúlunni. Kristján Einar er þessar vikurnar á Nýja-Sjálandi við æfingar og keppni. | Íþróttir Þrír keppa í formúlunni Kristján Einar Kristjánsson SÖLUMET var sett í gær hjá Leik- félagi Akureyrar þegar forsala miða hófst á sýninguna Fló á skinni, sem frumsýnd verður 8. febrúar. Alls seldust um 3.000 miðar og er uppselt á fyrstu 15 sýningarnar. Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á einum degi hjá Leikfélagi Ak- ureyrar. Fló á skinni er einn vinsæl- asti farsi allra tíma en hann birtist á sviði LA í nýrri leikgerð Gísla Rúnars Jónssonar og leikstjóri er María Sigurðardóttir sem meðal annars leikstýrði Sex í sveit hjá Borgarleikhúsinu. Hljómsveitin Sprengjuhöllin hef- ur verið fengin til að semja tónlist- ina við sýninguna. | 43 Enn sölumet hjá LA MATTHÍAS Benjamínsson, sem er aðeins þriggja ára, steig sín fyrstu opinberu spor í söngnámi í gær, þegar hann innritaðist í Krúttakór Langholtskirkju. Hann er jafnframt 1.000 barnið sem innritast í Kórskóla Lang- holtskirkju, en svo skemmtilega vill til að móðir hans, Harpa Barkardóttir, var nemandi númer 164 og syngur nú í Graduale Nobili kór kirkjunnar. Kórskóli Langholtskirkju tók til starfa haustið 1991. Jón Stefánsson, organleikari, segir að nú séu 146 börn og unglingar í skólanum, sem skiptist í Krúttakór fyrir 4 til 7 ára, Kórskóla fyrir 7 til 10 ára, Graduale Futuri fyrir 10 til 14 ára, Drengjakór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju fyrir 14 til 18 ára. Jón Stefánsson segir að þó kórinn sé ekki gamall séu börn þegar farin að feta í fótspor foreldra sinna og Matthías, sem er lengst til hægri á myndinni, sé því ekki sá fyrsti. Krakkarnir séu mjög áhugasamir. Þeir yngstu mæti einu sinni í viku og leiki við hvern sinn fingur, en álagið tvöfaldist við sjö ára aldur og þá fái börnin einstaklingsbundna raddþjálfun og tónfræði. Þúsundasta krúttið í kórinn Fetar í fótspor mömmu í Krúttakór Langholtskirkju Morgunblaðið/Ómar Spenna Matthías Benjamínsson, lengst til hægri, með nokkrum kórfélögum sínum í Langholtskirkju í gær. ♦♦♦ Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ LEITUM að röskum fé- lagsráðgjafa til afleysinga í 3-4 mánuði,“ sagði í atvinnuauglýsingu á vegum Félagsþjónustu Hafn- arfjarðar sem birt var í desem- bermánuði, bæði í prentmiðlum og á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar. Orðalagið þótti Stöðugildanefnd Félagsráðgjafafélags Íslands ótækt og niðrandi og var sent kvört- unarbréf til forstöðumanns Fé- lagsþjónustunnar á þriðjudag. Hann auglýsir að nýju eftir ráð- gjafa í næstu viku en mun ekki breyta orðalaginu. Aftur verður auglýst eftir röskum einstaklingi. Sæmundur Hafsteinsson, for- stöðumaður Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði, segir að í bréfinu hafi nefndin lýst óánægju sinni með niðrandi orðalag í auglýsingunni og var þar átt við lýsingarorðið rösk- ur. Sæmundur segir það á margan hátt merkilegt, ekki síst út frá mál- tilfinningu og þróun tungumálsins, og á von á því að orðið verði notað í auknum mæli á vinnustaðnum í kjölfarið. Formaður nefndarinnar vildi ekki tjá sig um málið en benti á for- mann Félagsráðgjafafélagsins. Páll Ólafsson, formaður, segir að stjórn- in hafi ekki gert athugasemd við auglýsinguna en nefndir félagsins séu sjálfstæðar og Stöðugildanefnd eigi í raun að hafa skoðun á slíkum auglýsingum. „Kjarninn í því sem Stöðugildanefnd bendir á er að ekki er auglýst eftir röskum sál- fræðingi eða röskum lækni. Af hverju ætti þá að óska eftir röskum félagsráðgjafa?“ Slæmt að vera röskur?  Óskað eftir röskum félagsráðgjafa  Stöðugildanefnd Félagsráðgjafafélagsins taldi orðalagið niðrandi og kvartaði Í HNOTSKURN »Samkvæmt íslenskri orðabókmerkir röskur að vera ötull, vaskur, hvatur, snar, duglegur og tápmikill. »Spurningin er hvort það hæfifagstéttum að auglýst sé eftir röskum starfsmanni, s.s. röskum héraðsdómara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.