Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 10

Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það var kominn tími á að ryðja brautina fyrir 1 stk. pýramída til handa útrásinni. VEÐUR Húsafriðunarnefnd ríkisins hefurbeint þeim óskum til mennta- málaráðherra að húsin við Laugaveg 4-6 verði friðuð.     Að sögn Niku-lásar Úlfars Mássonar, for- manns nefnd- arinnar, vó einna þyngst að ný- byggingin sem á að rísa rýrir mjög varðveislugildi hins friðaða húss á Laugavegi 2. Hann gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir seinagang; ekki hafi verið hægt að taka afstöðu til niðurrifs fyrr en ljóst væri hvaða byggingar kæmu í staðinn. Borg- arstjóri segir að nefndin hafi verið að fullu upplýst.     Víst er málið klúður. Undirbún-ingur hefur staðið yfir árum saman, teikningum margsinnis verið breytt til að mæta óskum opinberra aðila og framkvæmdirnar eru á gild- andi deiliskipulagi. Auðvitað er gagnrýnivert að menn vakni ekki af værum blundi fyrr en kúbeinin eru komin á loft og það á að rífa húsin.     Borgarstjóri segir niðurstöðu núóvænta og Svandís Svav- arsdóttir segir greinilegt að það hafi orðið „breyting á pólitískri og al- mennri umræðu um þessi hús og fleiri hús“. Kannski er Húsafrið- unarnefnd að grípa inn í af því að meirihlutinn tók ekki af skarið og setja má spurningarmerki við hvort það sé hlutverk nefndarinnar.     Ólafur F. Magnússon getur ekkileynt því hve feginn hann er nið- urstöðunni „enda ráðherra mjög skynsöm kona“. En meirihlutinn er ekki laus allra mála ef marka má orð menntamálaráðherrans skynsama í fréttum Sjónvarps í gær: „Ég tel afar mikilvægt í þessu máli að það sé al- veg ljóst t.d. hver hugur borgarinnar í þessu máli er, áður en að þetta mál og ef það kemur inn á borð til mín.“ STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Af friðun, húsum og yfirvöldum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -      !      " #  "$#"#$     %"   "$#"#$     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                          :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   ! &      &  !                                    *$BC                       !  "  #  $   %  *! $$ B *! '() " (" %   * <2 <! <2 <! <2 ' )"#$+ #, -. $ #/" 2 D                  B   " 2  &   "   '  " /       &    #%       !  " (  % )  *     +       " % <7     )             , "    '(   " 01$$ 22 "#$  3%   + #, Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðmundur Auðunsson | 9. janúar Síðasta tækifærið? Ég er á þeirri skoðun að þessi tilraun til að ná samningum um tveggja ríkja lausn í Ísrael/ Palestínu sé síðasta tækifærið til að ná slíku fram, allavega í langan tíma. Ef ekki næst samkomulag (sem hlýtur að verða byggt á Taba nið- urstöðunum, sem gróflega gerir ráð fyrir að Ísrael skili öllum herteknu svæðunum og palestínskt ríki væri „viable“) þá er hætta á að palest- ínsku svæðin hrynji saman og einu „sigurvegarar“ slíkrar niðurstöðu yrðu íslömsk og ísraelsk öfgaöfl. ... Meira: thjalfi.blog.is Jens Guð | 9. janúar Minnisleysi ... Einu sinni sem oftar leigði ég mér bíl og átti erindi í Kringluna rétt fyrir lokun. Eftir að hafa útréttað í Kringlunni fór ég út á bílastæði að leita að bílnum. Ég var alveg búinn að gleyma hvar bílnum var lagt, eins og oft hendir. Ég vissi þó fyrir víst að ég hafði lagt bílnum á 1. hæð og ekki í bílaskýlunum til hliðar við aðalstæðin. Hvernig sem ég labb- aði fram og til baka meðfram öllum bílaröðum þá fann ég ekki bílinn. Það var ekki um annað að gera en bíða eftir að bílum fækkaði ... Meira: jensgud.blog.is Vodafone | 9. janúar Það sem sannara reynist ... Margt áhugavert kemur fram í bloggheimum, enda hefur margt flug- gáfað og skemmtilegt fólk komið sér og skoð- unum sínum vel fyrir á vefnum. Blogg- ið er þó ekki laust við staðreyndavillur og við viljum gera okkar besta til að leiðrétta það sem missagt er um Vodafone, vöruframboð okkar og þjónustu. Frásögn Kára Harðarsonar frá því í gær er fróðleg (http://kari-hardar- son.blog.is/blog/kari-hardarson/ entry/409048/) en ástæða er til að leiðrétta einn reginmisskilning sem þar kemur fram. Það er rangt sem fram kemur í færslunni og haft er eftir starfsmanni Símans, að ADSL nettenging frá Sím- anum sé forsenda þess að fólk geti nýtt sér sjónvarpsþjónustu fyrirtæk- isins. Viðskiptavinir Vodafone, þeirra á meðal Kári sjálfur, geta notað þá þjónustu án annarra viðskipta við Símann eins og ótal margir hafa kosið að gera. Nánari upplýsingar eru veitt- ar í þjónustuveri Vodafone, í síma 1414. Meira: vodafone.blog.is Magnús Þór Hafsteinsson | 9. janúar Uppgjöf ESB-sinna í Noregi Í síðasta mánuði skrif- aði ég færslu hér undir fyrirsögninni „Hörð ESB andstaða í Noregi“. Þar vakti ég athygli á því að skoðanakannanir í Nor- egi benda til þess að andstaða meðal borgara þar við að Noregur gangi í Evrópusambandið mælist nú í algerum meirihluta og hef- ur sjaldan eða aldrei verið jafnsterk. Norðmenn sjá einfaldlega að Evr- ópusambandið gerir sig ekki og ekki hefur það batnað með stækkun sam- bandsins austur á bóginn. Stöðugt fleiri telja að hag þjóðarinnar sé betur borgið með því að verja fullveldið og sjálfsákvörðunarréttinn, en afhenda alls ekki valdið umfram það sem orð- ið er í hendurnar á ótilgreindum skuggaaðilum í Brussel eða annars staðar í skúmaskotum Evrópusam- bandsins. Í athugasemdum ... Meira: magnusthor.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR STJÓRN HRFÍ hefur falið Lög- fræðistofu Reykjavíkur ehf., Ólafi Garðarssyni, hæstaréttarlögmanni, að sjá til þess að einkaleyfisskráning Hundaræktunarfélagsins Íshunda á skammstöfuninni HRFÍ verði aft- urkölluð eða felld niður. Í frétta- tilkynningu kemur fram að það sé mat stjórnarinnar að Einkaleyfa- stofan hafi gert mistök með því að skrá HRFÍ sem einkaleyfi hjá Ís- hundum, en það hefur verið í notkun sem skammstöfun á nafni Hunda- ræktarfélags Íslands, frá stofnun þess 4. september 1969. „Í lögum um vörumerki nr. 45, frá 22. maí 1997 er m.a. tekið á vöru- merkjarétti, skilyrði skráningar og hvenær megi ekki skrá vörumerki. Hundaræktarfélag Íslands á lénið hrfi.is og hrfí.is. Félagið hefur merkt fatnað sinn með þessari skammstöfun,“ segir í tilkynningu og þar er bætt við að skammstöf- unin hafi einnig verið notuð ímerkj- um á vegum félagsins og auk þess hafi það haldið bæði opinberar ís- lenskar og alþjóðlegar sýningar undir merkjum HRFÍ. „Hundaræktarfélag Íslands hefur á tæplega 39 ára ferli sínum barist fyrir úrbótum á flestu því er varðar hundahald, ræktun hunda og vel- ferð. Mikið hefur áunnist á ferlinum sem vissulega hófst allnokkru áður en félagið var stofnað. Svo er fyrir að þakka þrotlausri baráttu og þrautseigju ótalinna félagsmanna að HRFÍ nýtur orðið trausts og virð- ingar bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er öllum ljóst sem eitthvað þekkja til hundahalds og hunda- ræktunar á Íslandi að HRFÍ stend- ur fyrir HUNDARÆKTARFÉLAG ÍSLANDS. Þeir aðilar sem að Hundaræktunarfélaginu Íshundum standa vita fyrir hvað HRFÍ stendur og því ef til vill eðlilegt að þeir vilji baða sig í þeim ljóma sem fylgir því að tilheyra HRFÍ. Það verður þó að gerast með öðrum hætti en þessum,“ segir í tilkynningu. Vísar til Íshunda Á heimasíðu Íshunda segir að í all- nokkurn tíma hafi félagið átt og haft einkaleyfi fyrir félagsmerkinu H.R.F.Í „Félagamerkið er skráð hjá Einkaleyfastofunni. Með skráningu á félagamerki geta félög eða samtök öðlast einkarétt fyrir félagsmenn sína til að nota í atvinnustarfsemi sameiginlegt auðkenni fyrir vörur eða þjónustu. Hver sá sem notar það eða auglýsir sig undir merkjum þess er að vísa til Hundaræktunarfélags- ins Íshundar,“ segir þar. Fá sér lögmann gegn Íshundum Dögg Pálsdóttir | 9. janúar Vonandi komin á sigurbraut Ég hef ekki leynt því að ég myndi eindregið styðja Hillary Clinton, væri ég kjósandi í Bandaríkjunum. Ég vona innilega að hún haldi áfram á þessari sigurbraut og nái útnefningu fyrir demókrata. Sigurinn er athyglisverður ekki síst í ljósi skoðanakannana sem bentu til allt annars. Það verður spennandi að fylgjast með framhald- inu. Meira: doggpals.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.