Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 17
Morgunblaðið/Golli Rafeindavirkinn Marinó Kristinsson kennir fólki á gsm-símana sína og segir námskeiðin einkar skemmtileg. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Það þykir náttúrlega hálfgerðskömm að kunna ekki ásímana sína. Menn þurfahinsvegar ekkert að vera miður sín yfir því enda eru þessi tæki að verða sífellt flóknari og gefa okkur alls konar valmöguleika sem við átt- um okkur ekkert endilega á að séu til staðar þegar við festum kaup á þess- um tólum,“ segir Marinó Kristinsson, rafeindavirki og verkefnastjóri hjá Símanum. Marinó hefur nú í nokkur ár haldið fimm stunda námskeið tvisvar á ári sem skiptist á tvö kvöld hjá Mími – sí- menntun í samvinnu við Símann und- ir yfirskriftinni Lærðu betur á gsm- símann þinn. Auk Marinós eru þau Jóhanna H. Viðarsdóttir og María Pétursdóttir leiðbeinendur á nám- skeiðunum, en öll eru þau starfsmenn Símans. Þjóðarsálin er nýjungagjörn „Afskaplega vel er mætt á þessi námskeið sem eru að heita má þau skemmtilegustu sem ég hef nokkru sinni tekið að mér. Fólk upp úr miðjum aldri og eldra kemur gjarnan hikandi með símana sína á nám- skeiðin til að fræðast um gagnsemi þeirra og virkni. Það kannski kann aðeins að svara og hringja úr sím- unum sínum í byrjun, en vill líka fá að fræðast um aðra valmöguleika til að opna fyrir sér fleiri víddir og aukið frelsi. Við förum í gegnum síma- skrána, bætum og eyðum tengiliðum, lærum á vekjarann og helstu still- ingar auk þess sem við sendum myndir úr myndavélasímum, svo dæmi séu tekin. Unga fólkið sést hinsvegar ekki á svona námskeiðum enda er sú kyn- slóð einkar dugleg við að pikka upp og prófa óhikað að fikta við nýjungar, sem þeir eldri eru mun hræddari við, af ótta við að klúðra einhverju. Þó að ákveðin prósenta fólks sé haldin tækjafóbííu, viðurkenna þeir sömu innst inni að nauðsynlegt sé að fylgja nútímanum. Við þurfum bæði að kunna á bíla og farsíma til þess að „fitta inn“ í daglega lífið enda má með sanni segja að nýjungagirni fylgi þjóðarsálinni. Og almennt eru menn nú komnir með nýjustu tækni þó að þriðja kynslóð farsíma fari frekar hægt af stað,“ segir Marinó. Tónlist, myndir og upptaka Enginn þarf að skammast sín fyrir að fara á námskeið til að læra al- mennilega á gsm-símana sína, að sögn Marinós. „Fólk ætlar gjarnan í fyrstu bara að nota símana sína sem tæki til að hringja úr og svara í, en uppgötvar svo þegar fram líða stund- ir að símarnir búa yfir fjölmörgum öðrum kostum. Flottustu símarnir búa yfir geysimiklu minni, þar sem hægt er að hrúga bæði tónlist og myndum inn auk þess sem margir símar búa yfir þeirri tækni að geta myndað alvöru fréttaatburði, sem sýndir eru á sjónvarpsstöðvum. Kunningi minn var til að mynda að fá sér gemsa um daginn með fimm megapixla myndaupplausn, sem þótti bara nokkuð flott atvinnumyndavél ljósmyndara fyrir tveimur árum eða svo,“ segir Marinó, sem sjálfur segist vera kominn með þriðju kynslóðar farsíma í vasann. „Auk þess að nota nýja gemsann minn sem síma, get ég nú horft á sjónvarpið í símanum mín- um, náð í og hlustað á tónlist, náð í og horft á myndir, lesið póstinn minn og vafrað um Netið á jafnmiklum ef ekki meiri hraða en ég fæ með ADSLteng- ingunni minni heima.“ Smáskilaboðin koma sér vel Marinó minnist þess að samstarfs- maður á Símanum hafi fengið það verkefni að þýða bæklinga þegar gsm-tæknin var að ryðja sér til rúms. „Þessi ágæti kunningi minn var ekkert á því að vera að eyða kröftum í að fjalla um sms-kaflann því hann taldi þá harla ólíklegt að þessi smá- skilaboð yrðu nokkurn tíma notuð af almúganum. En svo kom á daginn að staðreyndirnar urðu aðrar. Persónu- lega finnst mér afskaplega þægilegt að geta sent krökkunum mínum sms- skilaboð án nokkurra málalenginga og þá fá þau ráðrúm til að hugsa mál- ið. Og þegar ég sem afi þarf að passa barnabörnin mín, senda dæturnar mér smáskilaboð tveimur dögum fyrr því þær vita það mætavel að þó að ég sé ekki í pössunarstuðinu þegar ég fæ skilaboðin er ég örugglega dottinn í svaka stuð þegar stundin kemur,“ segir Marinó og hlær. „Það er ekkert skammarlegt við að kunna ekki á gemsann sinn“ Nútíminn Flottustu gsm-símarnir, sem nú eru á markaði, krefjast tals- verðrar þekkingar svo eigendur þeirra geti nýtt sér alla þá val- möguleika, sem þeir bjóða upp á. |fimmtudagur|10. 1. 2008| mbl.is daglegtlíf Bónus Gildir 10. jan.-13. jan. verð nú verð áður mælie. verð Óðals ferskar svínakótilettur ........ 898 1.169 898 kr. kg Óðals ferskur úrb. svínahnakki .... 898 1.169 898 kr. kg Óðals ferskt svínahakk ............... 498 598 498 kr. kg Óðals fersk svínarifjasteik ........... 498 598 498 kr. kg Óðals borgarar, 4 stk. m. brauði .. 298 449 75 kr. stk. KB ferskt ísl. 100% ungn.hakk .... 798 1.197 798 kr. kg Bónus lýsi, 500 ml .................... 298 359 298 kr. kg NF sjófryst ýsuflök, roðlaus ......... 808 899 808 kr. kg Goða pylsur, 10 stk.................... 335 464 33 kr. stk. Froosh smoothie, 250 ml ........... 159 198 636 kr. ltr Fjarðarkaup Gildir 10. jan.-12. jan. verð nú verð áður mælie. verð Ali Party skinka, soðin ................ 1.422 1.896 1.422 kr. kg FK hamborgarhryggur, pakkaður.. 998 1.298 998 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.......... 974 1.298 974 kr. kg Matfugl kjúklingaleggir ............... 454 699 454 kr. kg Matfugl kjúklingavængir ............. 191 319 191 kr. kg 4 x80 g hamborgarar m/brauði... 398 498 398 kr. pk. Grape hvítt/rautt ....................... 109 149 109 kr. kg Appelsínur ................................ 99 129 99 kr. kg Gular melónur ........................... 99 169 99 kr. kg Hagkaup Gildir 10. jan.-13. jan. verð nú verð áður mælie. verð Holta kjúklingabringur, magnpk... 1.819 2.798 1.819 kr. kg Holta læri m/legg kryddl. í álb. ... 493 759 493 kr. kg Holta wok-réttur......................... 1.259 1.799 1.259 kr. kg Óðals reyktar svínakótilettur........ 1.398 1.998 1.398 kr. kg Kjötb. lambalæri ........................ 1.098 1.595 1.098 kr. kg Kjötb. lambainnralæri ................ 2.198 3.281 2.198 kr. kg Kjötb. svínalundir....................... 1.498 2.559 1.498 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 10. jan.-13. jan. verð nú verð áður mælie. verð Goði reykt folaldakjöt ................. 499 656 499 kr. kg Goði beikonbúðingur.................. 499 694 499 kr. kg Borgarnes helgarlamb m/kr. ....... 1.490 1.825 1.490 kr. kg Íslandsfugl kjúkl.br., magnkaup .. 1.999 2.799 1.999 kr. kg Ísfugl lúxus veisluvængir............. 299 498 299 kr. kg Jacobs pítubrauð, fín og gróf....... 99 140 99 kr. pk. Egils kristall sítrónu, 2 l .............. 119 167 59 kr. ltr Melóna, gul............................... 89 179 89 kr. kg Skinney ýsubitar, 1 kg. ............... 749 899 749 kr. kg Coop kakómalt, 800 g ............... 99 359 99 kr. pk. Þín verslun Gildir 10. jan.-16. jan. verð nú verð áður mælie. verð Ísfugl kjúkl.bringur úrb., án skinns ...................................... 1.769 2.527 1.769 kr. kg Cheerios, 518 g ........................ 289 329 558 kr. kg Sammy’s couscous, 4 teg., 250 g .............................................. 215 289 860 kr. kg Úrvals múslí, 450 g.................... 179 225 398 kr. kg Daloon Kínarúllur, 720 g ............ 439 565 610 kr. kg Granini appelsínusafi, 750 ml .... 169 215 226 kr. ltr Alpen Musli, 750 g .................... 419 509 559 kr. kg Corny choco. banana, 6 x 25 g ... 209 269 35 kr. stk. Jacob’s píta, gróf, 6 stk. ............. 119 159 498 kr. kg Tilda Basmati, 500 g ................. 249 289 498 kr. kg helgartilboðin Veisluréttir og hversdagsmatur Morgunblaðið/Golli ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.