Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 18
ferðalög
18 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
gerðir væri að ræða
hjá þeim, enda þekktist
fólkið ekki neitt og sat
hvort í sínum enda sal-
arins. Aðferðir þeirra
voru harla ólíkar. Karl-
inn stóð upp og þrum-
aði ergilegur yfir allan
salinn í átt að sýning-
arlúgunni og skipaði
sýningarstjóra með
þjósti að slökkva nú
ljósin. Konan stóð hins-
vegar hljóðlaust upp og
gekk út úr salnum, á
fund sýningarstjórans
til að segja honum ró-
lega hvað væri að.
x x x
Víkverji telur aðfriðsamleg aðferð konunnar
hafi dugað betur því þegar hún kom
aftur inn í salinn, deyfðust ljósin eins
og hlýðin jólabörn og allir gátu farið
að haldast í hendur. Já, konur leysa
vandamál öðruvísi en
karlar. En mikilvægum
spurningum er samt
ósvarað: var sýning-
arstjórinn kannski
kona? Heyrði hún vel
reiðiöskrin í karlinum
en ákvað að láta ekki
bjóða sér svona vit-
leysu? Leystist málið
fyrst þegar friðsama
konan gekk á hennar
fund og ræddi málið af
virðingu og réttlæti?
Víkverji þekkir hvorki
sýningarstjórann né
umrædda konu. En
pirraði karlinn – var
víst Víkverji sjálfur.
Það er nú bara ekki
boðlegt að láta svona, sérstaklega
vegna þess að Víkverji var við-
staddur tendrun friðarsúlu Yoko
Ono í Viðey? Hvað hefði Yoko eig-
inlega sagt ef hún hefði séð til Vík-
verja í bíóinu?
Sem bíógestur hefur Víkverji lentí því í tvígang undanfarið að ljós
eru ekki slökkt í salnum fyrr en
myndin er löngu byrjuð. Að sjálf-
sögðu er þetta ákaflega bagalegt
fyrir áhorfendur sem greitt hafa
hátt í þúsund krónur fyrir að-
göngumiða. Einnig getur verið leið-
inlegt að hafa allt kveikt ef fólk vill
haldast í hendur í bíói og er ekki vel
við að allir sjái hvað er um að vera.
Hljómar smásmugulega en allir eiga
rétt á að gera kröfur um þægilegt
umhverfi. Nóg um það.
x x x
Þegar Víkverji var í bíói um dag-inn rann upp fyrir honum að
karlar eru frá Mars og konur frá
Venus. Aðstæður voru þannig að
myndin var hafin en ljós kveikt í
salnum. Eðlilega var þónokkur kurr
í fólki og fór pirringurinn vaxandi ef
eitthvað var. Skyndilega tóku tveir
bíógestir til sinna ráða, kona og karl,
án þess þó að um samræmdar að-
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
Ítölsku Dólómítarnir eru vin-sælt skíðasvæði yfir vetrar-tímann og þessa dagana blasaþessi tignarlegu fjöll líklega
við mörgum ferðalanginum inn-
römmuð af snævi þöktum skíða-
brekkum.
Aðrir kjósa hins vegar brekk-
urnar auðar og loftslagið hlýrra
enda eru Dólómítarnir ekki síður
vinsæll viðkomustaður fjallagarpa.
Strax í byrjun 19. aldar léku þeir
raunar stórt hlutverk í einhverjum
fyrstu könnunar- og klifurferðum í
Alpana, og lögðu þannig grunninn
að núverandi vinsældum svæðisins
sem ferðamannastaðar. Dagsetning
á dagatali er þó langt í frá trygging
fyrir auðri jörð er upp í fjöllin er
komið. Þannig upplifðum við snjó-
komu, haglél, regn og þrumuveður í
bland við sumarlegra veðurfar þeg-
ar ég var þar á ferð með ÍT-ferðum í
lok júní á síðasta ári.
Klingjandi kúabjöllur
Það er þó ekki bara veðrið sem er
fjölbreytilegt á þessu svæði því að
landslagið býr ekki yfir minni marg-
breytileika. Sem dæmi má nefna að
að þessu sinni var lagt af stað í
steikjandi hita úr grónu umhverfi
Welschnofen og haldið sem leið lá
eftir vel merktum göngustígum upp
í hrikalega fegurð hins berangurs-
lega umhverfis Rosengarten-
fjallagarðsins og þar minnti nístandi
kuldi á köflum óþyrmilega á hæðina,
sem þó var ekki nema tæpir 2.600
metrar.
Bleikar brekkur, þaktar alparósa-
runnum sem steyptust niður í Du-
ron-dalinn virtust svo tilheyra enn
öðrum heimi, ekki síður en grónar
brekkur í nágrenni Plattkofel- og
Langkofel-fjallanna þar sem klingj-
andi kúabjöllur voru oft það eina
sem truflaði kyrrðina. Það var líka
ekki laust við að sagan af svissnesku
stúlkunni henni Heiðu kæmi upp í
hugann á þessum slóðum – bjálka-
hús, kúabjöllur og grasi vaxnar hlíð-
ar setja enda ekki í síður svip sinn á
ítölsku Alpana en þá svissnesku.
Sveitirnar eru raunar mun germ-
anskari ásýndar en ítalskar og þarf
e.t.v. ekki að koma á óvart þar sem
Suður-Týról, sem Dólómítarnir eru
að hluta til staðsettir í, tilheyrði
Austurríki til ársins 1918 og þýskan
því útbreidd tunga.
Þríréttað á hverjum degi
Gönguferð um Dólómítana mun
líklega aldrei kalla fram samskonar
„útilegustemningu“ og ferðir um há-
lendi Íslands geta gert. Mun fleira
göngufólk verður til að mynda á
vegi ferðalanga og því ekki beint
hægt að tala um að vera aleinn í
óbyggðum. Vel merkt og þéttriðið
net göngustíga felur sömuleiðis í sér
að öllu minni hætta er á að göngu-
garpurinn villist af leið og gisti- og
veitingaskála er að finna það víða að
óþarfi er að burðast með tjald og
vistir aðrar en föt til skiptanna.
Það er heldur ekki amalegt að
geta gætt sér á heitri máltíð þegar
áð er í hádeginu, svalað þorstanum
síðdegis með ísköldum radler
(blöndu af bjór og límonaði) eftir
góða göngu og gætt sér síðan á þrí-
réttuðum kvöldverði í skála fyrir
svefninn. Nei, það er víst nokkuð
öruggt að slíka þjónustu er ekki að
finna uppi á Fimmvörðuhálsi.
Staðsetning fjarri byggðu bóli
virðist meira að segja hafa lítil áhrif
á þá þjónustu sem í boði er. Vistir
eru þannig fluttar með þyrlu upp í
Antermoia-skálann, í nágrenni And-
termoia-vatns, og í enn öðrum til-
fellum er notast við kláf – flutnings-
leiðirnar virðast hins vegar hafa
hverfandi áhrif á verðlagið.
Voldugir skálarnir, sem í sumum
tilfellum eru komnir vel til ára
sinna, eru líka skemmtilegir heim að
sækja. Er við vorum þar á ferð fagn-
aði Grasleiten-skálinn til að mynda
120 ára afmæli og þó að honum væri
vissulega vel við haldið bar hann
aldurinn engu að síður með sér.
Gistiaðstaðan minnti þannig nokkuð
á baðstofur íslenskra torfbæja og
rýmið fyrir einkalíf var af álíka
skornum skammti.
Þeir sem búast við dásemdum
ítalska eldhússins uppi í fjöllunum
gætu sömuleiðis orðið fyrir nokkr-
um vonbrigðum. „Knödel“ eða
kartöflubollur og svínakjöt er nefni-
lega öllu algengari fæða – og verður
að viðurkennast að á þriðja degi get-
ur hún orðið nokkuð leiðigjörn. Ekki
skyldi hins vegar alhæfa í þeim efn-
um frekar en öðrum og má þannig
nefna að í Plattkofel-skálanum í ná-
grenni við Plattkofel-tindinn reynd-
ust kokkarnir færir um að vekja á
sér matarást jafnvel vandfýsnustu
gesta.
Fjölbreytt úrval göngustíga
Gönguleiðirnar, ekki gisti- og
veitingastaðir, eru hins vegar
ástæða Dólómítaheimsóknar flestra
sem þangað koma og fjölbreytt úr-
val göngustíga felur í sér að það er
alls ekki nauðsynlegt að vera í neinu
ofurformi til að ferðast þar um.
Þeir sem vilja ganga þar styttri
slóða geta t.d. komi sér fyrir í einum
skála og notið þess að kanna göngu-
leiðirnar í kring á meðan þeir sem
að kjósa meiri átök og vilja ná yfir
stærra svæði ættu ekki heldur að
lenda í neinum vandræðum með að
finna leiðir við hæfi.
Með göngukort í hendi ætti síðan
flestum að vera leiðin fær, en fyrir
þá sem kjósa fjölmennari félagsskap
er fjöldi ferða í boði með íslenskum
ferðaskrifstofum sem og erlendum
og vissulega er þægilegt að njóta
leiðsagnar á framandi slóðum og
þurfa ekki að hafa áhyggjur af að
leita uppi gistingu sjálfur.
Það verður líka að segjast að til-
finningin við að standa á toppi tinds
á borð við Roterd Spitze er alveg
einstök. Djúpir dalir og háir fjall-
garðar blasa þar við allt um kring og
ekki laust við að fiðrings gæti í mag-
anum þegar horft er niður snar-
brattar hlíðar sem eiga endimörk
sín hundruðum metra neðar og vita
að maður hefur lagt annað eins að
baki og það er ekki svo lítið afrek
fyrir flest okkar.
Í fjallasal Náttúrufegurðin var víða slík að ferðalangar tóku andköf og munduðu myndavél-
arnar í gríð og erg. Þessi mynd er tekin úr Rosengarten-fjallgarðinum.
Bjölluhljómur Klingjandi kúabjöllur voru víða það eina sem truflaði kyrrðina, þó ekki hafi
þessir ungu bolar sem við mættum hátt í hlíðum Duron-dalsins skartað slíku skrauti.
Morgunblaðið/Anna S. Einarsdóttir
Á fjallsbrún Það var ekki laust við að maður fengi smá fiðring í magann er horft var niður í dali ofan af tindunum.
Af hæstu tindum ofan í djúpa dali
Skref fyrir skref Þótt fjöldi stíga sé
í Dólómítunum er misgreiðfært.
Dagsetning á dagatali er
þó langt í frá trygging fyrir
auðri jörð er upp í fjöllin er
komið. Þannig upplifðum
við snjókomu, haglél, regn
og þrumuveður í bland við
sumarlegra veðurfar.