Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 10.01.2008, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Leonhard Frið-þjófur Leopold Ásgeirsson Hraun- dal, fyrrv. deild- arstjóri háspennu- deildar Rafmagnseftirlits ríkisins, fæddist í Baldurshaga í Kirkjuhvamms- hreppi í Vestur- Húnavatnssýslu 15. september 1918. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar Friðþjófs voru Ásgeir H.P. Hraun- dal, bóndi og verslunarmaður, f. 1887, d. 1965, og kona hans, Sig- urlaug Guðmundsdóttir ljósmóðir, f. 1885, d. 1930. Alsystkin Friðþjófs eru: Olga H., f. 1910, d. 1991, Alfa R.H., f. 1911, d. 1965, Pálmi Þ., f. 1912, d. 1979, Þorsteinn S.H., f. 1913, d. 2001; Guðmundur H.M., f. 1914, d. 1982, Óskar H.A., f. 1915, Árni E.J.Ó., f. 1916, d. 1988, Áslaug Ingibjörg, f. 1920, d. 1981, Sig- urlaug Helga, f. 1922, d. 1927. Hálf- bróðir Friðþjófs, sammæðra, var Sigmundur Guðmundsson, f. 1904, d. 1992. Þegar móðir Friðþjófs smitaðist af berklum og þurfti að yfirgefa heimilið og börnin sín tíu fór Friðþjófur þriggja ára að Hvoli í Vesturhópi, fór þaðan fjögurra ára með föður sínum og tveimur systkinum til Hafnarfjarðar. Aust- ur að Galtastöðum í Gaulverjabæj- arhreppi fór svo Friðþjófur fimm ára að aldri til fósturforeldra sinna þeirra Guðríðar Erlingsdóttur og Guðmundar Ófeigssonar þar var hann fram yfir áramót ferming- arárs. Hann fór síðan seinna það ár að Tungu í sömu sveit, dvaldi þar til vors og fór þá aftur að Galta- stöðum. Fór að hausti þess sama Veturinn 1943 hóf hann nám í raf- magnsdeild Vélskólans í Reykjavík og lauk því 1944. Friðþjófur sótti síðan ýmis námskeið og fékk há- spennulöggildingu frá Rafmagns- eftirliti ríkisins 1958. Árið 1945 hóf Friðþjófur störf hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins og fór með mál há- spennudeildar frá 1947-80 er hann lét af störfum. Á þessu þrjátíu og fimm ára tímabili var ein aðal- uppbygging dreifiveitna landsins og því var starfsvettvangur hans víðfeðmur og starfinn ærinn. Þá réðst Friðþjófur til starfa hjá Raf- magnsveitum ríkisins og starfaði þar að sérverkefnum til ársins 1988 er hann lét af störfum, þá sjötugur. Friðþjófur starfaði að félagsmálum eftirlitsmanna með raforkuvirkj- um, FER, og var formaður þeirra samtaka um nokkur ár. Hann lét öryggis- og fræðslumál sinnar greinar mjög til sín taka og ritaði af því tilefni greinar og rit ásamt út- varpspistlunum Varnaðarorð. Ung- ur gekk Friðþjófur til liðs við skíða- deild Ármanns og vann m.a. að byggingu skíðaskála hennar í Jós- epsdal. Hann var virkur fjallamað- ur og náttúruunnandi. Hann fór meðal annars ásamt félaga sínum Skarphéðni Jóhannssyni og fleirum á árunum 1940 og síðar nokkrar ferðir yfir Vatnajökul á skíðum. Sumarið 1946 fór Friðþjófur ásamt félögum sínum Jóhannesi Jak- obssyni jarðfræðingi, Árna Stef- ánssyni og Agli Kristbjörnssyni á jeppa inn á Vatnajökul og úr þeirri ferð fóru þeir Friðþjófur, Árni, og Egill á jeppanum til Borgarfjarðar eystri og mun það vera fyrsta ferð á bíl sem þangað var farin. Frið- þjófur var einn þeirra er komu að leit og björgun úr flugvélinni Geysi er fórst á Vatnajökli og stóðu að stofnun Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík upp úr því. Útför Friðþjófs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Gufu- neskirkjugarði. árs að Hoftúni í Stokkseyrarhreppi og dvaldi þar í rúmlega þrjú ár eða til þess tíma að hann flutti til Reykjavíkur. Friðþjófur kynntist árið 1944 Guðríði Sig- urðardóttur, hús- móður frá Ísafirði, f. 6.7. 1921, d. 18.10. 1996. Þau gengu í hjónaband 6.7. 1951. Eftir að kynni tókust með þeim Friðþjófi og Gurru fluttist hún suður til hans og reistu þau sér hús árið 1952 á Kársnesbraut 78 í Kópavogi og teljast því með frum- byggjum Kópavogs. Börn Friðþjófs og Guðríðar eru: 1) G. Ómar, f. 2.10. 1951, kvæntur Sigurbjörgu Þór- mundsdóttur. Börn þeirra eru: Þóra Dögg, Guðmundur Freyr og Diljá. Fyrir átti Ómar dótturina Öddu Mjöll og Sigurbjörg soninn Þórmund. Þau eiga eitt barnabarn. 2) Friðþjófur, f. 25.11. 1959, kona hans er Hrafnhildur I. Halldórs- dóttir. Friðþjófur á synina Daniel Rúnar og Tómas Má. 3) G. Berg- lind, f. 10.3. 1961, gift Stefáni B. Högnasyni. Börn þeirra eru: Frið- þjófur Högni, Bergrún og Eyrún. Þau eiga eitt barnabarn. 4) Fyrir átti Guðríður soninn Guðmund, f. 11.2. 1943. Kona Guðmundar er Sigríður Kristjánsdóttir. Börn Guð- mundar og fyrri konu hans, Önnu G. Árnadóttur, d. 1999, eru: Að- alheiður og Jón Viðar en fyrir átti Anna dótturina Þórunni. Barna- börnin eru sex og barnabarnabörn- in þrjú. Friðþjófur hóf nám í rafvirkjun sumarið 1939 hjá Júlíusi Björns- syni, rafvirkjameistara í Reykjavík, og lauk prófi í rafvirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík vorið 1943. Þegar nýja árið gekk í garð kvaddi Friðþjófur móðurbróðir. Hann var samofinn æsku okkar systkinanna. Það voru aðeins 2 ár á milli mömmu og hans og hafa þau trúlega fengið styrk frá hvort öðru í uppvextinum því að samband þeirra var afskaplega náið alla tíð. Frið- þjófur var ekki allra en þeir sem til þekktu vissu að í honum bjó traust og hlýja sem mér fannst alltaf koma svo vel í ljós í brosinu hans sem var bæði hlýtt og bjart. Ekki fórum við heldur varhluta af væntumþykjunni hjá þeim hjónum, Gurru og Frið- þjófi, en hún féll frá 18. október 1996, langt fyrir aldur fram og var missir hans mikill því samrýmdari hjón var vart hægt að hugsa sér. Gurra var yndisleg kona og bráð- myndarleg. Okkar fyrsta minning um Frið- þjóf tengist gamlárskvöldi. Hann hafði það fyrir sið í fjölda ára að hlaða brennu fyrir neðan húsið þeirra á Kársnesbrautinni og þang- að var mætt á hverju ári til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Þegar klukkan hafði slegið 12 á miðnætti var sest að borði með fín- ustu kræsingum og ekki má gleyma súkkulaðinu með þeytta rjómanum sem var sjálfsagður drykkur á þess- um tímamótum. Ekki skemmdi þá fyrir að Friðþjófur, þessi hægláti maður, lék á als oddi og sagði sögur af mönnum og málefnum og var oft mikið hlegið. Friðþjófur vann í fjölda ára hjá Rafmagnseftirliti ríkisins og þurfti mikið að ferðast út um land á þess vegum og þá drakk hann í sig allt sem hann sá og heyrði og var ákaf- lega fróður og vel lesinn um land og þjóð. Þar kom að honum fannst úti- lokað að mamma og við öll sæjum ekkert af því sem hann hafði séð og þegar hann var búinn að telja mömmu og pabba á að koma með í nokkra daga varð ekki aftur snúið. Þetta varð að árvissum viðburði og búum við enn að þessum ferðum. Friðþjófur þekkti hvern stein og hverja þúfu á landinu og var hafsjór af fróðleik. Hann og fjölskyldan voru yndislegir ferðafélagar og þarna styrktist sambandið enn frek- ar á milli fjölskyldnanna. Síðar bættist Simbi frændi og fjölskylda við og var oft glatt á hjalla í þessum góða hópi. Þessar stundir eru miklar perlur í minningunni og gleymast seint. Friðþjófur og Gurra voru ákaf- lega raungóð og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda og hafa börnin þeirra fengið þessa eiginleika í arf. Það hefur gef- ið lífinu vissan ljóma að hafa alist upp og verið í nálægð við fólk eins og þau, veröldin væri svo miklu fá- tækari ef þeirra hefði ekki notið við. Þessi litla kveðja er örlítill þakk- lætisvottur fyrir þá miklu tryggð og vináttu sem við urðum aðnjótandi. Elsku Gummi, Ómar, Fiffi og Berglind. Við og fjölskyldur okkar sendum ykkur og fjölskyldum, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ingibjörg, Hafdís og Gísli Þór. Okkar kæri vinur, Friðþjófur Hraundal, hefur kvatt eftir langa og farsæla lífsgöngu. Móður sína missti hann barn að aldri eftir lang- varandi veikindi hennar og sjúkra- húsdvöl. Þá var hann sendur til blá- ókunnugra austur í Flóa. Slíkt hlýtur að móta barnshugann og þarna lærði hann að treysta á sjálf- an sig og trúlega hefur það ásamt góðum genum gert hann að þeim mikla gæfumanni sem hann var. Viljastyrkur hans var óbilandi og sjálfsagi einstakur. Hann var kröfuharður maður en þó fyrst og síðast við sjálfan sig. Hann var ekki sérlega hávaxinn en samt kemur orðið stór fyrst upp í hugann þegar lýsa á honum. Hann var stórglæsilegur í sjón og raun, hafði reyndar útlit kvikmynda- stjörnu. Hann var einstakur vinur sem alltaf var hægt að leita til ef í nauðir rak. Hann var höfðingi í lund og fram úr skarandi gáfum gæddur. Í starfi sínu sem rafmagnseftirlits- maður gerði hann engar tilslakanir enda gat verið um líf að tefla. Sum- um fannst hann fullharður í horn að taka, t.d. undirritaðri þegar eitt sinn rétt fyrir páska hann leit inn í heimsókn og tók af henni bæði kæliskáp og eldavél, gamla gripi sem leiddu út, klippti bara á kapl- ana án orða. Satt að segja fannst manni nú að þetta hefði mátt bíða fram yfir hátíðina, en það fannst Friðþjófi ekki. Hann hafði séð of mörg slys þegar ógætilega var farið með rafmagn. Þannig var hann, engin eftirgjöf kom til greina, að- eins það öruggasta var nógu gott. Í einkalífi var Friðþjófur einstak- ur gæfumaður. Þau Gurra voru samvalin hjón. Hún sagði okkur ein- hvern tíma að fljótlega hefði hún gert sér grein fyrir því að vildi hún eiga eitthvert líf með manni sínum yrði hún að fylgja honum á ferðum hans um landið því hann var lang- tímum fjarverandi vegna starfs síns. Þetta gerði hún með góðum árangri og búskapurinn var oft í tjaldi með prímus og svefnpoka. Gurra var einstök manneskja sem allir elskuðu sem kynntust henni. Þau unnu saman að öllu, samstiga, og árangurinn var í samræmi við það. Hús reistu þau með eigin höndum á sjávarlóð við Kársnesbraut í Kópavogi. Allt var þar vandað. Þak- ið var úr áli, varanlegu viðhaldsfríu efni. Eldhúsið þótti sérstakt á þeim tíma, gríðarstórt og skipulagt sem vinnusvæði og dvalarrými fjöl- skyldu. Slíkt var fátítt í þá daga. Þarna bjuggu þau lengi og þarna – og í tjaldinu á ferðum um landið – ólust börnin þeirra upp, fjögur glæsileg og vel gefin börn. Engan ætti að undra að þau urðu mikið úti- vistarfólk. Í raun var alveg sama hvað Frið- þjófur gerði, allt lék í höndum hans. Til dæmis kom hann sér upp skútu, sem bar hið fallega nafn Þeyr. Skútuna steypti hann sjálfur úr trefjaplasti og gat enginn séð annað en gripurinn væri gerður í háþró- aðri verksmiðju. Þetta er eitt af því sem lýsti Friðþjófi svo vel. Þegar hann hófst handa um eitthvert verk var hann búinn að leggja allt niður fyrir sér í smæstu smáatriðum. Við kveðjum okkar góða vin með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og börn okk- ar. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Það sem Snorri segir um Erling Skjálgsson á Sóla á vel við um vin okkar Frið- þjóf Hraundal: ,,Öllum kom hann til nokkurs þroska.“ Helga Friðfinnsdóttir og Gunnar Grettisson. Friðþjófur Hraundal  Fleiri minningargreinar um Frið- þjóf Hraundal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Haraldur M.Guðjónsson fæddist á Ytri- Skógum í Kolbeins- staðahreppi 28. maí 1926 en ólst upp á Kvíslhöfða í Álfta- neshreppi. Hann lést á Landspít- alanum í Reykjavík 29. desember síðast- liðinn. Hann var sonur hjónanna Guðjóns Jónssonar, f. 19. febrúar 1889, d. 11. apríl 1972, og Ágústu Júlíusdóttur, f. 20. febr- úar 1895, d. 25. mars 1982, sem bjuggu á Kvíslhöfða í Álftanes- hreppi. Systkini Haraldar voru Jónína Kristín Sigurjónsdóttir, f. 6.10. 1917, d. 27.7. 1976, Margrét Guðjónsdóttir, f. 3.3. 1923, Helga Guðjónsdóttir, f. 6.10. 1924, d. 4.5. 2001, Svava Guð- jónsdóttir, f. 3.11. 1928, d. 24.7. 1947, og Sigurður K. Guð- jónsson, f. 3.8. 1930. Árið 1954 kvænt- ist Haraldur Ingi- björgu Jóhönnu Bjarnadóttur, f. í Reykjavík 13. júlí 1935. Foreldrar hennar voru Bjarni Helgason, f. 6.8. 1903, d. 28. maí 1994, og Ingibjörg Kristín Niel- sen, f. 17.12. 1908, d. 9.10. 1941. Systkini hennar eru Ingibjörg Kristín, f. 29.7. 1941, Þórður, f. 15.4. 1950, og Helgi, f. 3.5. 1957. Haraldur og Ingibjörg áttu all- an sinn búskap heima í Reykjavík, lengst af á Grettisgötu 50 eða í 43 ár en árið 2003 fluttu þau á Búa- grund 2 á Kjalarnesi. Þau eiga tvo syni, þeir eru: Bjarni, f. 12. júní 1954, börn hans eru Sonja, f. 5. febrúar 1982, Ingibjörg Jóhanna, f. 4. mars 1985, og Sigurður Ben, f. 6. nóvember 1998. Sambýlis- kona Bjarna er Kristín Júl- íusdóttir, f. 27. febrúar 1958. Kári, f. 7. september 1962, kvænt- ur Sigurlaugu Sæunni Njarð- ardóttur, f. 21. nóvember 1971. Dóttir þeirra er Helena Rut Puj- ari, f. 16. nóvember 2002. Haraldur var bifreiðasmiður og starfaði til 75 ára aldurs. Útför Haraldar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku afi minn. Nú hefur þú kvatt mig en minning- arnar sem ég á um þig eru svo góðar og fallegar. Við áttum mjög einstakt samband og þú varst alltaf svo góður við mig. Alltaf varstu tilbúinn að bralla alls konar hluti með mér. Það var alltaf jafnskemmtilegt að kíkja yf- ir á verkstæðið til þín og gleyma sér í ýmsum verkefnum og uppátækjum. Einnig voru sögurnar þínar frá því í gamla daga svo eftirminnilegar. Þær stundir sem ég upplifði með þér eru ómetanlegar og mér leið alltaf svo vel í kringum þig. Ég kveð þig, afi minn, og mun alltaf minnast þín. Takk fyrir allar yndis- legu stundirnar og væntumþykjuna. Guð geymi þig. Þín afastelpa, Ingibjörg Jóhanna. Mig langar að minnast móðurbróð- ur míns, Haraldar Guðjónssonar, sem fallinn er nú frá eftir nokkur veikindi. Þótt aldraður væri lét hann aldrei deigan síga en hafði glettni og gott skap í fyrirrúmi. Halli frændi, eins og við systkinin kölluðum hann alltaf, var einn af þess- um mönnum sem maður leit upp til í æsku og langaði að líkjast. Hann var yfirvegaður og fastur fyrir en alltaf stutt í glensið og stríðnina. Líklega má segja að hann hafi verið stráksleg- ur í fasi fram til hins síðasta og tók sjálfan sig eða lífið ekki of alvarlega. Eins og tíðkaðist hér áður vorum við systkinin send í sveitina til ömmu á sumrin og þar safnaðist ættflokk- urinn oft saman á góðum dögum, börnin í vistinni hjá ömmu og foreldr- arnir í heimsókn. Þetta voru dýrlegir tímar, sól í heiði og náttúran í blóma. Man ég vel hvað Halli átti auðvelt með að setja sig í spor okkar krakk- anna og gantast með okkur þegar svo bar undir. Eitt sinn í sveitinni hafði ég spurn- ir af því að Halli ætlaði að taka eldri son sinn með sér á skytterí en við vor- um góðir félagar. Linnti ég ekki lát- um og vildi komast með. Fór Halli með okkur í mikla ævintýraför um holt og fjörur og leyfði okkur að skjóta í mark með rifflinum undir öruggri leiðsögn sinni. Var tólf ára pjakkurinn ekki lítið ánægður með þessa lífsreynslu og stækkaði að eigin áliti um ófá fet eftir þetta. Halli var lengst af ævinni sjálfs sín ráðandi með eigin rekstur, fyrst með bróður sínum en síðar sjálfur. Lengst af bjuggu þau hjónin á Grettisgötu með sonum sínum Bjarna og Kára, byrjuðu smátt en áttu allt húsið að lokum. Jafnframt var á lóðinni fyr- irtaks verkstæðisbygging sem Halli lét byggja og vann í. Halli frændi var einn af þessum mönnum sem feta lífið á eigin for- sendum og láta ekki segja sér fyrir verkum. Ekkert skorti á léttleikann og er sem ég heyri gleðikliðinn er upp ljúkast hliðin að ferðalokum. Eiginkonu og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Bjarki Júlíusson. Í dag er kvaddur Haraldur M. Guð- jónsson eða Halli eins og hann var svo oft kallaður. Hann ólst upp á Kvísl- höfða á Mýrum í Borgarfirði en bjó lengst af á Grettisgötu 50 í Reykjavík með konu sinni, Ingibjörgu J. Bjarna- dóttur. Síðustu ár þeirra bjuggu þau saman í Búagrund 2 á Kjalarnesi. Ég var ung stúlka þegar ég kom fyrst inn í fjölskylduna á heimili þeirra á Grettisgötu. Það eru margar góðar minningar um Halla sem koma upp í hugann og eiga seint eftir gleymast. Halli var heimakær, róleg- ur og þægilegur maður og það var notalegt að vera nálægt honum. Hann hafði gaman að því að ræða um pólitík og hafði sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar. Ég hef oft orðið þess aðnjótandi að spjalla við hann um pólitíkina, lífið og tilveruna. Hér áður var pípan hans iðulega til staðar sem hann handlék af mikilli leikni. Halli náði vel til allra hvort sem það voru börn eða fullorðið fólk. Á seinni árum naut hann þess að fá barna- börnin sín í heimsókn og gaf sér alltaf tíma til að leika við þau, segja þeim sögur og fara með vísur. Halli var skemmtilegur, rifjaði oft upp sögur úr sveitinni og kunni ógrynni af vísum sem hann fór oft með við alls kyns tækifæri. Vísurnar hans og hnyttin tilsvör settu oft léttan blæ á samveru- stundir fjölskyldunnar. Það er erfitt að kveðja fyrrverandi tengdaföður og vin en efst í huga mín- um er þakklæti til hans í minn garð og dætra minna. Hann hefur sýnt dætr- um mínum mikinn stuðning í gegnum Haraldur M. Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.