Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 15 LANDIÐ ars Rögnvaldssonar um söngv- arann í kringum þekkt lög Stefáns, sem á einhvern hátt vörðuðu leið hans frá æskustöðvum í Skagafirði til nokkurra ára söngnáms á Ítalíu. Síðar var rakinn þrjátíu ára starfs- ferill hans við Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn, en þar var hann útnefndur konunglegur hirð- söngvari, en sú nafnbót er mesti heiður sem söngvara getur hlotnast þar í landi. Stefán fluttist síðan heim til Íslands árið 1966 og var meðal annars söngkennari í Reykjavík um nokkurra ára skeið. Stefán andaðist árið 1994 og var borinn til grafar á Sauðárkróki. Með karlakórnum komu fram einsöngvaranir Þorgeir J. Andr- ésson, svo og bræðurnir frá Álfta- Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Árleg Þrett- ándagleði Karlakórsins Heimis, undir stjórn Stefáns R. Gíslasonar og við undirleik Thomas R. Higger- son var að þessu sinni helguð minn- ingu stórsöngvarans Stefáns Ís- landi, en í október á síðasta ári voru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Löngu áður en tónleikarnir áttu að hefjast var hvert sæti skip- að í íþróttahúsinu í Varmahlíð og voru gestir á sjöunda hundrað. Í dagskránni var stiklað á stóru í ferli Stefáns, sem hiklaust má telja einn af mestu listamönnum þjóð- arinnar. Það voru þeir Agnar H. Gunnarsson og sr. Hannes Örn Blandon, er fluttu samantekt Gunn- gerði þeir Óskar, Pétur og Sigfús Péturssynir en einnig lék Málm- blásarakvintett Norðurlands með í mörgum lögum. Sýningarstjórn annaðist Guðbrandur Ægir Ás- björnsson myndlistarmaður, en auk þess komu að sýningunni Sigríður Sigurðardóttir safnvörður og Unn- ar Ingvarsson skjalavörður. Í lok tónleikanna tók til máls Sig- rún, dóttir Stefáns Íslandi, og þakk- aði kórnum og flytjendum öllum fyrir glæsilega tónleika og kynnti gjöf afkomenda söngvarans, sem er afsteypa brjóstmyndar af lista- manninum og verður henni komið fyrir í menningarhúsinu Miðgarði. Verkið verður næst flutt 19. jan- úar í Glerárkirkju á Akureyri en síðan í Borgarfirði og Reykjavík. Morgunblaðið/Björn Björnsson Söngdagskrá Karlakórinn Heimir ásamt sögumönnum. Fyrir framan stendur brjóstmynd af Stefáni Íslandi. Minning stórsöngvarans heiðruð með söng og sögum Eftir Sigurð Sigmundsson Flúðir | Fimm heiðursfélagar í Hestamannafélaginu Smára sem starfar í Hreppum og á Skeiðum, tóku fyrstu skóflustunguna að reið- höll sem byggð verður á Lamba- tanga á Flúðum, skammt frá verk- smiðju Límtrés. Fjölmargir möguleikar Reiðhöllin verður 22 sinnum 50 metrar að grunnfleti. Gert er ráð fyrir áhorfendabekkjum fyrir um 150 manns, hesthúsi fyrir 10-12 hross, félagsaðstöðu fyrir Smára- félaga, snyrtingum ásamt geymslu. Burðarvirkið verður úr Límtré sem klætt verður svokölluðum yleining- um. Eignarhaldsfélag hefur verið stofnað um húsið og eru eigendur auk hestamannafélagsins, sveitar- félögin á þessu svæði, búnaðar- og hrossaræktarfélög Hrunamanna og fleiri. Í ávarpi sem Guðni Árnason, formaður félagsins, flutti við þetta tækifæri sagðist hann finna fyrir vakningu hjá félagsmönnum. Fólk er spennt að sjá húsið rísa en það mun lyfta hestamennsku og hrossa- rækt á félagssvæðinu á annað stig. Þá býður reiðhöllin upp á fjölmarga möguleika sem fjölnota menningar- hús. Búið er að skipuleggja keppn- isvöll ásamt beinni braut og æf- ingavelli skammt frá væntanlegri reiðhöll en þær framkvæmdir munu bíða um sinn. Vakning í hesta- mennsku í uppsveitum Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Framkvæmdir Heiðursfélagar Hestamannafélagsins Smára, Jóhanna B. Ingólfsdóttir, Haraldur Sveinsson, Rosemarie Þorleifsdóttir, Þorsteinn Vigfússon og Magnús Gunnlaugsson, hófu framkvæmdir við reiðhöllina. Framkvæmdir hafnar við byggingu reiðhallar Umhverfissvið Reykjavíkurborgar flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði á Höfðatorgi. Vegna flutninganna eru afgreiðsla og skrifstofur lokaðar fimmtudag og föstudag. Við opnum aftur mánudaginn 14. janúar í Borgartúni 10-12 og biðjum viðskipta- vini að sýna biðlund. Erindum verður svarað í þjónustusíma Reykjavíkurborgar: 411 1111. Helstu verkefni Umhverfissviðs eru: Heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21 og umferðar- og samgöngumál. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og í síma 411 1111 Umhverfissvið Hvolsvöllur | SS á Hvolsvelli var útnefnt fyrirtæki ársins 2007 á Suðurlandi af héraðsfréttablaðinu Dagskránni. Í rökstuðningi fyrir valinu kemur fram að SS hafi verið að gera góða hluti á Hvolsvelli og nú einnig á Hellu eftir að það keypti kjúklingavinnslu Reykjagarðs. Þá standa miklar framkvæmdir til á nýbyrjuðu ári þar sem fyrirtækið hafi ákveðið að flytja afgreiðsludeild sína úr Reykjavík á Hvols- völl. Við það skapast tíu til fimmtán ný störf á svæðinu. SS er langstærsti atvinnurekandinn á Suðurlandi með 150 starfsmenn á Hvolsvelli, 30 á Selfossi og nú 80 starfsmenn á Hellu í tengslum við kaupin á Reykjagarði. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagð- ist líta á þetta sem viðurkenningu til eigenda fyr- irtækisins, bændanna á félagssvæðinu, sem og starfsfólks þess, þegar hann tók við viðurkenningu. SS valið fyrirtæki ársins á Suðurlandi Heiðrun Magnús Hlynur Hreiðarsson ritstjóri afhenti Steinþóri Skúlasyni, forstjóra SS, og Guðmundi Svav- arssyni framleiðslustjóra viðurkenningu. Breiðafjörður | Óvanalega margir fuglar eru nú á Breiðafirði, sérstak- lega tegundir sem sækja í uppsjáv- arfisk. Á svæðum við sunnanverðan Breiðafjörð sáust til dæmis sjö sinn- um fleiri svartbakar og þrisvar sinn- um fleiri hvítmávar en áður hafa sést í árlegum fuglatalningum Náttúru- fræðistofnunar Íslands að vetri. Er fjölgunin rakin til mikillar síldar- gengdar í Breiðafirði í vetur. Náttúrustofa Vesturlands í Stykk- ishólmi tekur að venju þátt í fugla- talningunni sem fram hefur farið vítt og breitt um landið að undanförnu. Talið var á þremur svæðum við sunnanverðan Breiðafjörð. Sem dæmi má nefna að nítján fuglateg- undir sáust á talningarsvæði í Kol- grafarfirði og Hraunsfirði, samtals 3.554 fuglar og eru það fleiri fuglar en áður hafa sést við talningu þar. Á vefsíðu Náttúrustofunnar kem- ur fram að mikið hafi sést af fugla- tegundum sem sækja í síld, svo sem mávum, skörfum, toppöndum og teistum. Einnig er vakin athygli á því að æðarfugli hefur fjölgað jafnt og þétt á talningarsvæðunum á síð- ustu átta árum. Fuglum fjölgar á Breiða- firði með síldargengd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.