Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 20

Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Morgunblaðið helgar mér leiðara síðastliðinn þriðjudag og vangavelt- um mínum í Fréttablaðspistli um ýmis útsmogin kænskubrögð rit- stjóra blaðsins til að koma á rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og VG og einangra um leið Samfylkinguna frá allri þátttöku í stjórn landsins – fulltrúa þriðjungs kjósenda. Leiðarar, Reykja- víkurbréf og aðrar fráveitur fyrir einka- skoðanir ritstjórans – sem kallaðar eru skoðanir Morg- unblaðsins einsog þær hafi verið samþykktar á starfsmannafundum eða fundum hluthafa – eru einatt skrifaðar í dálítið upphöfnum stíl: nú glymur gjallarhorn Morgunblaðsins og rétt að allir staldri við og meðtaki boðskap- inn. Það var því óvænt upphefð fyrir mig að ritstjóranum þætti nauðsynlegt að ansa þessum „rithöf- undi“ í virðulegasta dálki blaðsins. Enda þurfti sérstaka rök- semd fyrir þeirri upp- hefð minni: ritstjórinn gerir mig að „einum helsta ráðgjafa formanns Samfylk- ingarinnar“ um leið og hann býsn- ast yfir því að ég klóri mér í hausn- um yfir nýtilkomnum Þjóðviljatöktum blaðsins og efist um einlægni þessa staðfasta mál- gagn hins staðfasta arms Sjálfstæð- isflokksins. Eiginlega verð ég að játa að ég fann nokkuð til mín í smástund við lestur leiðarans og sá mig í anda að brýna fyrir formanninum rétt fyrir sjónvarpsútsendingu að muna nú að brosa. Gott ef mér fannst ekki um hríð að ég væri dálítill áhrifamaður í samfélaginu, jafnvel eins og þeir Styrmir og Matthías voru á árunum í Aðalstrætinu þegar þeir horfðu út um gluggann niður á þingmenn og bankastjóra koma gangandi eftir Austurstrætinu á leið til sín, og engum ráðum var ráðið nema þeir legðu blessun sína yfir. Það var nú þá. En vandi fylgir veg- semd hverri. Og í mínu tilviki sá að ég get því miður ekki þegið hina veglegu nafnbót leið- arahöfundar. Staðfesta hefur stundum verið ofmetin dyggð, ekki síst ef málstaðurinn er vondur, en maður á samt að reyna að koma til dyranna eins og maður er klæddur, og ekki skreyta sig með tilfallandi flíkum, sama hversu freistandi þær eru. Hins vegar hef ég verið lesandi Morg- unblaðsins frá barn- æsku og nærtækara að líta á skrif mín um blaðið í því ljósi. Um leiðara Morg- unblaðsins er það að öðru leyti að segja að hann er skrifaður á þann ögn yfirdrifna hátt sem gætir í sí- auknum mæli í stjórn- málaskrifum blaðsins og ritstjórinn og hans trúnaðarfólk virðast telja vinstri sinnaðan ritstíl. Þannig segir þar „í Samfylkingunni er sannfæring ekki til“. Það er vissulega sjónarmið, eins og góður maður segir stundum þegar hann heyrir óvenju ein- dregna dellu; þá vita að minnsta kosti þeir fjölmörgu áskrifendur Moggans sem Samfylkinguna styðja hvílíka vanþóknun blaðið hef- ur á þeim – og geta dregið sínar ályktanir af því. Staðfesta Guðmundur Andri Thorsson skrifar í tilefni leiðaraskrifa í Morgunblaðinu sl. þriðjudag Guðmundur Andri Thorsson » Þá vita aðminnsta kosti þeir fjöl- mörgu áskrif- endur Moggans sem Samfylk- inguna styðja hvílíka van- þóknun blaðið hefur á þeim. Höfundur er rithöfundur. SKÖMMU fyrir jól var samþykkt frumvarp til laga um breytingar á lögum um þingsköp Alþingis. Lögin voru samþykkt af þingmönnum allra flokka nema Vinstri grænna. Mikill óró- leiki virðist hafa skap- ast innan VG vegna þessar breytinga á þingsköpum ef marka má málflutning þeirra. Í Silfri Egils í lok ársins hafði vara- þingmaðurinn Guð- fríður Lilja Grét- arsdóttir stór orð um vinnubrögð við þessar breytingar. Hún skrif- aði auk þess grein í Fréttablaðið þar sem hún sagði að ,,síðasta verk þingsins hafi ver- ið að rjúfa þá hefð að sátt sé um þingsköp“. Þetta eru fullyrðingar sem ekki fá staðist eins og þeir vita sem hafa fylgst með gangi málsins.. Vegna mál- flutnings og viðbragða þingmanna VG sé ég ástæðu til þess að gera nokkra grein fyr- ir aðdraganda þessa máls og hvernig staðið var að undirbúningi þessara mikilvægu breytinga á þingskap- arlögum. Frumkvæði Ólafs G. Einarssonar Á kjörtímabilinu 1995-1999, er Ólafur G. Einarsson var forseti Al- þingis, hófst skipuleg vinna við end- urskoðun þingskapa. Á þeim tíma var ég einn af varaforsetum Alþingis og þekki því vel til. Þetta starf bar þann árangur að eftir áramótin 1998–1999 var lagt fram frumvarp um gagn- gerar breytingar á þingsköpum Al- þingis. Að því stóð öll forsætisnefnd þingsins, Ólafur G. Einarsson forseti og varaforsetarnir Ragnar Arnalds, Guðni Ágústsson, Guðmundur Árni Stefánsson og undirritaður. Að þessu vék Svavar Gestsson í kveðjuræðu sinni á þinginu vorið 1999 en hann var formaður þingflokks og vann að málinu. Frumvarpið var stöðvað Frumvarpið frá 1999 náði ekki fram að ganga. Miklar hræringar voru þennan vetur í stjórnmálum, þingflokkar klofnuðu en nýr þingflokkur óháðra, undir forustu Steingríms J. Sigfússonar og Ög- mundar Jónassonar, lagðist algerlega gegn frumvarpinu og þeim breytingum sem það fól í sér. Ég og margir fleiri bundum vonir við það að takast mætti að ná sátt- um um breytingar á þingsköpum Alþingis þegar nýtt þing kom saman eftir kosningar 1999. Af því varð hins vegar ekki. Forveri minni í embætti, Sólveig Pétursdóttir, lagði sig mjög fram á síðari hluta seinasta kjörtímabils að ná samkomulagi um breytingar á þingsköpum en ekki náðist samstaða þingflokkanna um önnur atriði en þau sem kalla mætti „tæknilegar breyt- ingar“ og þau voru raun- ar að mestu tekin upp úr frumvarpinu frá 1999. Nýtt þing vildi breytingar Þannig stóðu þessi mál er ég var kjörinn til embættis forseta Alþingis í lok maí sl. vor. Er ég tók við kjöri sagði ég m.a. í ávarpi mínu þegar ég vék að slakri útkomu Alþingis í könn- unum sem gerðar hafa verið á af- stöðu þjóðarinnar til þingsins: „Eigi að síður tel ég að umræðu- hættir á Alþingi eigi hér nokkra sök en það er sá þáttur þingstarfanna sem er sýnilegastur okkur. Ég hvet til þess að við öll tökum saman hönd- um og bætum hér um. Það á að vera hlutverk okkar að setja þann svip á löggjafarsamkomuna að hún njóti virðingar með þjóðinni og hafi trú- verðugleika.“ Ég varð þess var eftir þingsetn- ingarávarp mitt að mikill vilji var meðal nýrra þingmanna að gerðar yrðu breytingar bæði á þingsköpum og einnig á starfsaðstöðu þingmanna. Og það var mitt mat að mjög mik- ilvægt væri að styrkja stöðu stjórn- arandstöðunnar á Alþingi en starfs- aðstaða stjórnarandstöðunnar var ekki boðleg á elsta löggjafarþingi veraldar. Breytingar undirbúnar Eftir að hafa farið yfir stöðu mála og rætt við alla formenn stjórnmála- flokkanna sl. sumar, þar á meðal Steingrím J. Sigfússon, hóf ég undir- búning að breytingum á lögum um þingsköp Alþingis og einnig breyt- ingar á starfsaðstöðu þingmanna. Forsætisnefndin tók tillögunum mjög vel. Grundvöllur breytinganna hvað varðaði ræðutíma var frum- varpið frá 1999. Eftir vandaðan undirbúning kynnti ég tillögurnar í heild sinni fyr- ir formönnum þingflokkanna en það var sá hópur sem mótaði endanlegar útfærslu málsins alls. Vikum saman fóru fram umræður sl. haust um frumvarpið þar sem leitað var sam- komulags um málið. Við lok þeirrar miklu vinnu reyndust fulltrúar VG ekki tilbúnir að fallast á þau sjón- armið sem ég hafði náð samkomulagi um við aðra og höfnuðu því miður samstarfi um málið nema þeirra sjón- armið um ótakmarkaðan ræðutíma næði fram að ganga. Auk þess vildu þeir slíta sundur breytingar á þing- sköpum og bætta starfsaðstöðu þing- manna. Ég get vel viðurkennt að ég setti fulltrúum VG stólinn fyrir dyrn- ar þegar ég áttaði mig á því að enginn vilji var á þeim bæ til þess að ljúka málinu. Ég gat ekki hugsað mér að láta þingmenn VG stöðva málið og eyðileggja aftur þá samstöðu sem hafði myndast um það. Því fór sem fór og frumvarpið var lagt fram og afgreitt sem lög frá Alþingi. Viðbrögð við breytingum á starfs- háttum þingsins hafa öll verið á einn veg hjá öðrum en þingmönnum VG. Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð, ekki síst frá reyndum þingmönnum og áhugamönnum um stjórnmál sem fylgjast daglega með umræðum á Al- þingi. Ég tel að það staðfesti að ákvörðun mín var rétt að nýta þann byr sem málið hafði í þinginu. Breytingar á starfsháttum Alþingis voru tímabærar Sturla Böðvarsson segir frá breytingum á lögum um þing- sköp Alþingis Sturla Böðvarsson » Viðbrögð viðbreytingum á þingsköpum hafa verið mjög jákvæð, ekki síst frá reynd- um þingmönn- um og áhuga- mönnum um stjórnmál. Höfundur er forseti Alþingis. LOGAR græðginnar fara nú um borgina og eyða henni. Eldarnir teygja sig upp allan Laugaveginn og brenna til ösku svip þeirrar Reykja- víkur sem byggð var af íslensku hugviti og hagleik. Í því liggja verð- mæti gömlu húsanna; íslensku hugviti og hagleik. Þau eru ís- lenskar menningar- afurðir, unnar á tíma- bili í sögunni sem er liðið – og kemur því aldrei aftur. Þau eru með öðrum orðum óbætanleg. Það er stigsmunur en ekki eðlis á því að rífa göm- ul hús – og rífa hand- rit. Ef við hefðum ekki rifið nein timburhús- hús í miðborg Reykja- víkur væri sá hluti borgarinnar kominn á heimsminjaskrá Sam- einuðu þjóðanna fyrir löngu. Gömlu timburhúsin eru einstakar minjar sem fólk frá öllum heiminum skoðar, veltir fyrir sér, upplifir. Eins og það skoðar, veltir fyrir sér og upplifir íslenskar bók- menntir eða tónlist. Á rústum timburhúsanna rísa sviplaus hús sem gætu staðið í hvaða úthverfi sem væri í heim- inum. Þau eru reist vegna þess að á þeim er hægt að græða meira en því gamla. Það má heita eðlilegt að áhugi sé á að græða á þessu eins og öðru. En ekki að þeir einkahags- munir séu teknir fram yfir almanna- hagsmuni. Það er skiljanlegt að við skyldum rífa niður handrit til að leggja í gat á skó. Okk- ur rak nauðsyn til þess. Okkur er hinsvegar engin nauðsyn að rífa þessi hús. Gera verður þá kröfu til allra borgarfulltrúa að þeir standi vörð um þau menning- arverðmæti sem borgin hefur að geyma og skili henni ekki fátækari en hún var þegar þeir tóku við henni. Þeirra bíður því sú þraut að koma í veg fyrir þetta menning- arslys, þennan borg- arbruna. Málið er ekki komið of langt á meðan húsin standa. Ef eina lausnin er að kaupa húsin eða greiða eigendum þeirra bætur vegna afturkallaðra byggingarleyfa, þá gott og vel. Reykjavík- urborg getur með góðri samvisku tekið hátt og langt lán til þess. Þeir sem síðar greiða afborg- anirnar munu gera það með ánægju – og þakklæti. Reykjavík brennur Logar græðginnar fara nú um borgina, segir Björn B. Björnsson Björn B. Björnsson » Á rústumtimburhús- anna rísa svip- laus hús sem gætu staðið í hvaða úthverfi sem væri í heim- inum. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður og býr í Reykjavík. H ú s a l e i g u b æ t u r Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsækjendur um húsaleigubætur í Reykjavík eru minntir á að skila umsókn fyrir árið 2008 til þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar í síðasta lagi 16. janúar nk. Þeir sem eiga lögheimili í Miðbæ eða Hlíðum hafi samband við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða, Skúlagötu 21, sími 411-1600. Þeir sem eiga lögheimili í Vesturbæ hafi samband við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Hjarðarhaga 45-47, sími 411-1700. Þeir sem eiga lögheimili í Laugardal eða Háaleiti hafi samband við Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39 sími 411-1500. Þeir sem eiga lögheimili í Breiðholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, sími 411-1300. Þeir sem eiga lögheimili í Árbæ, Grafarholti eða Norðlingaholti hafi samband við Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, Bæjarhálsi 1, sími 411-1200. Þeir sem eiga lögheimili í Grafarvogi eða Kjalarnesi hafi samband við Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Langarima 21, sími 411-1400. Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.