Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 8
JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað fimm manna stjórn Trygg- ingastofnunar ríkisins, en stofn- unin heyrir frá 1. janúar undir fé- lags- og trygg- ingamálaráðu- neytið. Nýir í stjórn Tryggingastofn- unar ríkisins eru Stefán Ólafsson prófessor og Kristinn Jónasson bæjarstjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Margrét S. Einarsdóttir vara- formaður, Sigríður Jóhannesdóttir og Sigursteinn Másson. Varamenn í stjórn eru Bryndís Friðgeirsdóttir, Svala Árnadóttir, Elsa Ingjalds- dóttir, Signý Jóhannesdóttir og Ey- rún Ingibjörg Sigþórsdóttir. Hlutverk stjórnarinnar er að hafa eftirlit með starfsemi TR og gæta þess að rekstur hennar sé inn- an ramma fjárlaga. Stjórnin stað- festir skipulag stofnunarinnar, starfs- og fjárhagsáætlun hvers árs og markar henni stefnu. Stefán formað- ur stjórnar TR Stefán Ólafsson LEIKSKÓLASVIÐ Reykjavík- urborgar hefur opnað nýjan vef á slóðinni www.allirmed.is. um hvernig megi skipuleggja fjölmenn- ingarlegt leikskólastarf. Á vefnum eru hagnýt ráð um foreldra- samstarf þegar barn af erlendum uppruna byrjar í leikskóla og þegar örva þarf málskilning tvítyngdra barna. Kynnt eru fjölbreytt verk- efni og leikir sem miða að því að rækta umburðarlyndi og virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins. Þar er unnið með menning- arbakrunn barna af ólíkum upp- runa, ólíkar fjölskyldur, samskipti, samvinnu og samfélagsskilning. Fjölmenning í leikskólum 8 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALLS sóttu 134 um fjórar stjórn- unarstöður sem félags- og trygg- ingamálaráðuneytið auglýsti lausar til umsóknar samkvæmt nýju skipu- riti ráðuneytisins. Skipað verður í stöðurnar síðar í mánuðinum eftir að Capacent og ráðuneytið hafa farið yfir umsóknir og tekið viðtöl við umsækjendur. Félags- og tryggingamálaráðu- neytið skiptist samkvæmt hinu nýja skipuriti í þrjú fagsvið; velferð- arsvið, tryggingasvið og jafnréttis- og vinnumálasvið og þrjú stoðsvið; stjórnsýslu- og stefnumóturnarsvið, fjármálasvið og þjónustu- og mann- auðssvið. Marmiðið með breytingunum er að auka áherslu á stefnumótun inn- an ráðuneytisins og efla innri starf- semi þess og starfsmannamál. 134 umsóknir hjá ráðuneytinu LANDSAMBAND kúabænda held- ur málþing á Hótel Loftleiðum föstudaginn 1. febrúar n.k. kl. 13-16 undir yfirskriftinni „Íslensk mjólk- urframleiðsla árið 2020“. Markmið þess er að varpa ljósi á framtíð- arsýn og horfur í nautgriparækt og mjólkurframleiðslu hér á landi á næstu árum. Frummælendur verða Einar Sigursson, framkvæmda- stjóri Árvakurs, Gylfi Arnbjörns- son, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, Jafet Ólafsson athafnamaður og Vilhjálmur Eg- ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mjólk árið 2020 STUTT HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 17 ára pilt í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundið, fyrir sérstaklega hættulega lík- amsárás í Garðastræti á nýársdag 2007. Hann var sakfelldur af ákæru ríkissaksóknara fyrir að hafa slegið 29 ára mann í höfuðið með flösku með þeim afleiðingum að flaskan brotnaði og brota- þolinn féll niður í tröppur húss við götuna. Við árásina hlaut hann m.a. þrjár sprungur í höf- uðkúpu og mar í heilavef. Lýst var eftir árás- armanninum og félögum hans og gáfu þeir sig fram síðar. Ákærði sagðist hafa verið að verja félaga sinn fyrir árás mannsins, sem hefði upphaflega reitt flöskuna til höggs. Sagðist ákærði hafa tekið flöskuna af manninum og slegið hann með henni. Tvö vitni sögðust hafa séð hið sama og tók dóm- urinn mark á þessu. Á hinn bóginn var sannað að ákærði hefði ekki látið sér nægja að taka flöskuna af manninum og afstýra þannig hættunni, heldur líka slá hann með henni. Að mati dómsins féll því viðbára ákærða um sjálfa sig og var hann dæmd- ur fyrir árásina. Hún var talin bæði fólskuleg og mjög hættuleg og olli alvarlegu heilsutjóni sem maðurinn hefur enn ekki náð sér af. Læknir sem annaðist hinn slasaða á sjúkrahúsi sagði sjúkling sinn hafa hlotið heilamar af því að heilinn kastaðist til inni í höfuðkúpunni við höf- uðhöggið. Gætu slíkir áverkar í sumum tilvikum haft hörmulegar afleiðingar fyrir viðkomandi. Eðlilegt væri að gera ráð fyrir að áverki af þessu tagi myndi hafa varanlegar afleiðingar fyrir manninn og gera hann veikari fyrir. Læknirinn sagði þó að maðurinn virtist ætla að sleppa til- tölulega vel frá meiðslum sínum. Í niðurstöðu sinni tók dómurinn tillit til þess að ákærði var aðeins 16 ára þegar atburðurinn átti sér stað og jafnframt var litið til þess að hann hafði ekki áður gerst sekur um refsilagabrot. Auk fangelsisrefsingar var ákærði dæmdur til að greiða manninum1,1 milljón kr. í skaðabætur. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækjandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, fulltrúi ríkissaksóknara. Dæmdur fyrir hættulega árás Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is DÓMNEFND sem mat hæfni um- sækjenda um embætti héraðsdóm- ara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Austurlands hefur sent frá sér greinargerð, að því er segir af því óvenjulega tilefni að settur dómsmálaráðherra, Árni Mathiesen, hafi skipað í embættið þvert gegn rökstuddri umsögn dóm- nefndarinnar, þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson í embættið. Segja nefndarmenn ákvörðunina ómálefnalega og langt utan þeirra marka sem ákvörðunarvaldinu séu sett. Í greinargerðinni er tekið fram að hún snerti á engan hátt persónu þess einstaklings sem hlaut skipun í emb- ættið, og að dómnefndin óski honum farsældar í vandasömum störfum. Veitingarvaldinu takmörk sett Því er lýst að nefndin hafi verið stofnsett til að styrkja sjálfstæði dómstólanna og auka traust almenn- ings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmdavaldsins. Enn fremur kemur fram að í þau sextán ár sem dómnefndin hafi starf- að hafi „dómsmálaráðherrar iðulega virt rökstudda niðurstöðu nefndar- innar þótt þeir hafi ekki ævinlega valið þann umsækjanda, sem dóm- nefnd setti í fyrsta sæti, ef slíkri röð- un var beitt, heldur valið annan úr hópi þeirra, sem taldir voru hæfast- ir.“ Óhjákvæmilegt sé að ætla, út frá upphaflegum tilgangi nefndarinnar, að veitingarvaldinu séu einhver tak- mörk sett við val sitt, með hliðsjón af góðum og vönduðum stjórnsýslu- háttum og sjálfstæði dómstólanna. Þá segir: „Dómnefndin telur að settur dómsmálaráðherra hafi við skipun í embætti héraðsdómara nú farið langt út fyrir slík mörk og tekið ómálefnalega ákvörðun, sem er eins- dæmi frá því að sú tilhögun var tekin upp að sérstök nefnd legði rökstutt hæfnismat á umsækjendur. Með þessari ákvörðun hefur ráðherra ekki aðeins vegið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar heldur einnig gengið í berhögg við það yfirlýsta markmið með stofnun hennar á sínum tíma að styrkja sjálf- stæði dómstólanna og auka traust al- mennings á því að dómarar séu óháðir handhöfum framkvæmda- valdsins og einvörðungu valdir sam- kvæmt hæfni.“ Störfin metin einskis Kveðast nefndarmenn munu starfa áfram í trausti þess að ákvörð- unin sé einsdæmi, þótt til greina komi að þeir leggi niður störf þegar jafn óvönduð stjórnsýsla og nú sé raunin sé viðhöfð. Ljóst sé að ráð- herra meti störf hennar einskis. Sérstaklega er það sagt vekja at- hygli að í rökstuðningi Árna fyrir ákvörðuninni sé engin tilraun gerð til að rökstyðja hvers vegna þau at- riði sem hann tilgreinir sérstaklega á ferli Þorsteins eigi að vega þyngra í mati á hæfni umsækjenda en allt það sem hinir umsækjendurnir hafi til brunns að bera. Ekki sé minnst á 35 ára starfsferil eins þeirra, sem all- ur tengist dómstólum, eða margra ára framhaldsnám annars umsækj- anda við erlenda háskóla þar sem hann hafi uppskorið tvær meistara- gráður í lögum. Þá hafi Þorsteinn ekki lagt fram höfundarverk sín svo meta megi tök hans á íslensku máli og rökhugsun við úrlausn vanda- samra lögfræðilegra verkefna. Ákvörðunin ómálefnaleg  Skipunin langt utan marka sem veitingarvaldinu eru sett, segja nefndarmenn  Gengur í berhögg við markmið um sjálfstæði dómstóla og aukið traust til þeirra Í HNOTSKURN »Undir greinargerðina skrifaPétur Kr. Hafstein, formað- ur, Eggert Óskarsson, aðal- maður og Bjarni S. Ásgeirsson. »Fram kemur að Lára V. Júl-íusdóttir, aðalmaður, sem vék sæti í málinu, sé samþykk greinargerðinni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Héraðsdómur Dómnefnd er ósátt við vinnubrögð við skipan héraðsdómara.  Meira á mbl.is/ítarefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.