Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 16

Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 16
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KNATTSPYRNUFÉLAG Akur- eyrar varð 80 ára á þriðjudaginn, 8. janúar, og því var fagnað með opnu húsi í KA-heimilinu. „Þetta var frá- bær stund, mjög margir mættu og samkoman var vel heppnuð í alla staði. Hápunkturinn var þegar til- kynnt var um kjör íþróttamanns ársins hjá KA,“ sagði Árni Jóhanns- son, formaður félagsins, í samtali við Morgunblaðið. Íþróttamaður KA fyrir árið 2007 var Davíð Búi Hall- dórsson blakmaður, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. „Ég held að staða KA sé býsna sterk í sögulegu samhengi. KA er stórt og virt félag og við höfum náð góðum árangri í gegnum tíðina þó svo ekki sé sérstaklega bjart yfir meistaraflokkunum nákvæmlega núna. En ég hef mikla trú á því að við eigum eftir að eflast mjög á næstu árum – ég hef ekki trú á öðru en framtíðin sé björt,“ sagði Árni. Stofnuðu eigið félag KA var stofnað 8. janúar 1928. Fyrsti formaður þess var Tómas Steingrímsson, síðar umsvifamikill heildsali á Akureyri, og aðrir í stjórn Jón Sigurgeirsson ritari, sem síðar varð skólastjóri Iðnskólans á Akureyri, og gjaldkeri var Helgi Schiöth, lengi lögregluþjónn og síð- ar bóndi. Allir voru þeir innan við tvítugt þegar félagið var stofnað. Í sögu KA, sem kom út á 60 ára afmælinu 1988, segir höfundurinn Jón Hjaltason sagnfræðingur svo frá: „Undir báti eða í skjóli af timb- urstafla kviknaði hugmyndin að stofnun Knattspyrnufélags Akur- eyrar. Ungir piltar úr strákafélag- inu Fálkanum, sem hvorki átti sér formlega stjórn né viðurkennda fundargerðabók, stóðu nánast í upp- reisn gegn sér eldri og reyndari. Til- efnið var fastheldni Ungmenna- félags Akureyrar, sem þá var öflugasta íþróttafélagið í bænum, á nauðsynleg tæki til íþróttaiðkana, spjót, kringlu, en þó helst fótknött- inn.“ Jón segir piltana hafa haft slíkt yndi af iðkun knattspyrnu „að þeir létu jafnvel ekki stórhríðar halda aftur af sér ef á annað borð tókst að útvega bolta. Flestir voru þeir einn- ig félagar í Íþróttafélaginu Mjölni, en vagga þess stóð í innbænum og á suðurbrekkunni. Sumir voru í Ung- mennafélaginu, mest til að eiga hægara um vik að útvega fótbolta. En þegar það gerðist sífellt erfiðara að fá boltann lánaðan byrjaði óánægja að grafa um sig meðal pilt- anna og þar kom að þeir ákváðu að stofna formlega sitt eigið félag.“ Vendipunkturinn 1989 Árni Jóhannsson, formaður KA, hefur verið í félaginu frá barnsaldri eins og ættin öll og hefur fylgst vel með sínum mönnum í gegnum tíð- ina. Þegar spurt er hvað standi upp úr í minningunni nefnir Árni fyrst þeg- ar KA varð Íslandsmeistari í knatt- spyrnu sumarið 1989. „Ég held það hafi verið þá sem KA komst fyrir alvöru á kortið. Áð- ur hafði félagið eignast Íslands- meistara í blaki og júdó en það eru ekki eins stórar greinar. Frjáls- íþróttir og skíði voru líka sterkar greinar í KA á sínum tíma – en ég held að meistaratitillinn í knatt- spyrnu hafi verið ákveðinn vendi- punktur fyrir félagið,“ segir Árni. „Í framhaldi af því hófst svo uppgang- urinn í handboltanum, sem var í raun alveg ótrúlegur tími.“ Félagið var mjög sigursælt í handboltanum í nokkur ár og varð t.d. tvisvar Ís- landsmeistari og þrívegis bikar- meistari. Árni, sem verið hefur formaður síðan 2005, lítur björtum augum til framtíðar. Fullkomin aðstaða til keppni í knattspyrnu verður komin á KA-svæðið innan fárra ára; gervi- grasvöllur, áhorfendastúka og flóð- ljós „og svo standa vonir til þess að við fáum æfingasvæði í Nausta- hverfinu“, segir formaðurinn. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Formenn Formenn KA sem voru í afmælishófinu. Frá vinstri: Árni Jóhannsson, núverandi formaður, Stefán Gunnlaugsson, Knútur Otterstedt, Guðmund- ur Heiðreksson, Haraldur M. Sigurðsson, Magnús Björnsson, Haraldur Sigurðsson, Jón Arnþórsson, Sigmundur Þórisson og Hermann Sigtryggsson. KA er stórt og virt félag Ljósmynd/Þórir Tryggvason Afreksmenn Björg Finnbogadóttir ásamt þremur af ólympíuförum KA á skíðum. Frá vinstri: Ívar Sigmundsson, Árni Óðinsson og Tómas Leifsson, en hann er sonarsonur fyrsta formannsins, Tómasar Steingrímssonar. Í HNOTSKURN »Afmælishátíð verður haldin íKA-heimilinu á laugardags- kvöldið í tilefni 80 ára afmæl- isins. Veislustjóri verður Frið- finnur Hermannsson sem lengi lék með knattspyrnuliði KA og ræðumaður kvöldsins verður Ragnar „Sót“ Gunnarsson, sem þekktur er sem söngvari Skrið- jöklanna. Hætt er við að þeir fé- lagar kitli hláturtaugar við- staddra. »Ýmsir KA-menn verða heiðr-aðir fyrir störf sín, bæði af forráðamönnum félagsins sjálfs sem og ÍSÍ og sérsamböndunum. »KA-bandið spilar fyrir hátíð-argesti og Óskar Pétursson tekur lagið. Þá mun Páll Óskar Hjálmtýsson spila fyrir dansi. Það voru 12 piltar sem komu saman til fundar á heimili hjónanna Mar- grétar og Axels Schiöths bakara, að Hafnarstræti 23 og stofnuðu Knattspyrnu- félag Akureyrar 8. janúar 1928. Í bók Jóns Hjalta- sonar, sagnfræð- ings, um sögu fé- lagsins sem kom út á 60 ára af- mælinu, eru strákarnir allir nafngreindir. Auk þeirra þriggja sem mynduðu stjórn félagsins, og nefndir eru í greininni hér til hliðar, voru það Al- freð Lilliendahl, Arngrímur Árna- son, Eðvarð Sigurgeirsson, Einar Björnsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Benediktsson og Kristján Kristjánsson.    Vernharð Þorleifsson júdókappi hef- ur oftast allra verið kjörinn íþrótta- maður KA, sjö sinnum.    Erlingur Kristjánsson lék í mörg ár bæði knattspyrnu og handknattleiks með KA. Hann er sá eini sem verið hefur fyrirliði Íslandsmeistaraliðs félagsins í báðum greinum; hampaði fótboltabikarnum 1989 og hand- boltabikarnum 1997, þegar KA varð fyrst Íslandsmeistari.    Helga Steinunn Guðmundsdóttir er eina konan sem verið hefur formað- ur KA. Hún gegndi embættinu frá 1998 til 2005. Alls hafa 22 verið for- menn, þar af Tómas Steingrímsson þrívegis. Hann var fyrsti formað- urinn, 1928-1933, aftur 1935-1937 og loks 1949-1950.    Fjölskylduskemmtun verður í KA- heimilinu á morgun, föstudag, kl. 16- 19 í tilefni 80 ára afmælisins. Páll Óskar Hjálmtýsson stjórnar sam- komunni og er aðgangur ókeypis. Um kvöldið verður Páll Óskar með dansleik á sama stað fyrir 16 ára og eldri frá kl. 23 og er aðgangseyrir 1.000 kr.    Til viðbótar afmælishaldinu nú í jan- úar er stefnt að fjölskylduhátíð á KA-svæðinu í júní í sumar. Tólf stofn- félagar KA Tómas Steingrímsson 16 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI AUSTURLAND Hafnarstræti 97, 600 Akureyri, sími 462 3505 ÚTSALA - ÚTSALA Christa Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Leikararnir Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir sækja Austurland heim um helgina og sýna leikverkið Svartur fugl, eftir skoska leikskáldið David Harrower í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Harro- wer hlaut Olivier-verðlaunin fyrir leikrit sitt í fyrra. „Þetta er glænýtt skoskt verk sem var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni árið 2005 og er verið að sýna núna um allan heim,“ segir Sólveig. „Það hefur fengið gríðarmikla athygli, ekki síst vegna þess um hvað það fjallar og hvaða áhrif það hefur á áhorfendur.“ Sólveig segir verkið vera um Unu og Ray sem hafi átt í ástarsambandi fyrir 15 árum og ekki sést síðan þá. Í byrjun leikritsins leitar Una Ray uppi og leikritið spinnst svo um sam- skipti þeirra. „Sagan er mjög ögr- andi og fjallar um forboðna ást á mjög mannlegum nótum. Verkið er rosalega vel skrifað, er um sekt og sakleysi, rétt og rangt og krefur mann um að svara stórum siðferði- legum spurningum.“ Sólveig segir þau Pálma mjög spennt að fara með sýninguna í leik- ferðalag. Hugmyndin hafi komið upp því Pálmi er frá Bolungarvík og því hafi þeim dottið í hug að fara með hana vestur og þá einnig austur og á Suðurlandið. Greinileg gróska í leikhúsunum „Ég starfa með hóp sem heitir Kvenfélagið Garpur. Ég keypti rétt- inn að þessu verki fyrir tveimur ár- um og fór svo með það í Hafn- arfjarðarleikhúsið og fékk það til að koma í samstarf við okkur í Kven- félaginu Garpi.“ Garpur er kvenna- hópur sem stofnaður var af Sólveigu og nokkrum leikkonum öðrum. Hann hefur m.a. sett upp Gunnlað- arsögu og þrjár aðrar sýningar. Sólveig segir bæði atvinnu- og áhugamannaleikhúsin í landinu dug- leg að setja upp ný og nýleg leikverk eftir íslenska og erlenda höfunda. „Það verður æ algengara og það er bara mikið framboð af leikhúsi á Ís- landi. Það er greinileg gróska og mikið af allskonar ólíkum hlutum að gerast. Góðar sýningar hvetja fólk til að fara meira í leikhús sem er svo mikil upplifun. Við þurfum líka að ala upp leikhúsáhorfendur, fá unga fólkið inn. Svartur fugl er mjög á þann veginn, t.d. kom hópur af 15 ára krökkum á sýninguna hjá okkur í haust og hreifst mjög og við lentum í heilmiklum umræðum um verkið við þá.“ Svartur fugl verður sýndur í Slát- urhúsinu 12. og 13. janúar kl. 20 bæði kvöldin. Verkið tekur um eina og hálfa klukkustund án hlés og er ætlað 14 ára og eldri. Miðaverð er 2.900 kr. og eru miðar seldir á vefn- um www.midi.is og við innganginn. Pálmi og Sólveig fara í framhaldinu með verkið til Ísafjarðar og Vest- mannaeyja. Svartur fugl í Sláturhúsinu Morgunblaðið/Sverrir Sársauki Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir í hlutverkum Ray og Unu í leikritinu Svörtum fugli eftir David Harrower. Verkið var fyrst sýnt á Íslandi í Hafnarfjarðarleikhúsinu sl. haust og er nú sýnt á Egilsstöðum. Sekt og sakleysi ástarinnar í kraftmiklu leikverki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.