Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 33

Morgunblaðið - 10.01.2008, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 33 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, jóga, botsía, útskurður, mynd- list, vídeóstund. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, jóga, almenn handavinna, myndlist, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, bókband, kaffi. Dalbraut 18-20 | Lýður og harmonikkan kl. 14, guðsþjón- usta annan hvern fimmtudag kl. 15.10. Félag eldri borgara í Kópavogi | FEBK. Gleðigjafarnir syngja í Gullsmára 11. janúar kl. 14. Stjórnandi Guðmundur Magnússon. Kaffiveitingar gegn vægu gjaldi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félag kennara á eftirlaunum | Ekkó-kórinn æfir í Kennaraháskólanum kl. 17. Nýjar raddir velkomnar. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, há- degisverður, bókband kl. 13, bingó kl. 13.45 og myndlist- arhópur kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, hádegisverður, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 8.15. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opið kl. 10- 16.30. Hægt að panta hádegismat, uppl. í síma 617-1501. Kvenna-, karla- og vatnsleikfimi hefst í næstu viku. Skrán- ing í önnur námskeið í Jónshúsi fr.o.m. morgundegi. Föst námskeið hefjast 21. jan. nema gler. 17. jan. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund í samstarfi við Fella og Hólakirkju kl. 10.30. Frá hádegi vinnustofur opnar, m.a. myndlist umsj. Nanna Baldursd. Dagana 6.-10. febr. er menningar- og listahátíð eldri borgara í Breiðholti tengd Vetrarhátíð í Reykjavík, fjölbreytt dagskrá. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9, aðst. við böðun, alm. handavinna, smíðar og útskurður. Samverustundin með handavinnuívafi kl. 13.15, kaffiveitingar. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9-16, nýr leiðbeinandi, Jóhanna. Botsía kl. 10, félagsvist kl. 13.30, böðun fyrir há- degi, hádegisverður. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hláturjóga, magadans, skapandi skrif, ókeypis tölvukennslu, myndlist, postulínsmálun, framsögn eða glerlist eða þá söng eða morgunandakt? Lumarðu á nýrri hugmynd í félagsstarfið? hugmyndabankinn opinn kl. 9-16. Kynningarfundur á föstudag kl. 14. Sími 568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug og listasmiðja á Korpúlfsstöðum er opin kl. 13-16. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl. 9.45, botsía karlahópur kl. 10.30, handverks og bókastofa og postulínsnámskeið kl. 13, kaffiveitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handavinnustofa opin kl. 9-16, leirlist kl. 9-12, botsía kl. 10, hugmynda- og listastofa kl. 13-16. Hárgreiðslustofa sími 588-1288. Fótaaðgerðar- stofa sími 568-3838. Sjálfsbjörg | Skál kl. 19, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu | Skál kl. 19, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla, fótaaðgerðir og aðstoð v/ böðun. Botsía, handavinna, spænska framhald, hádegis- verður, kóræfing, leikfimi og kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, fleiri þátttakendur vantar. Upplestur kl. 12.30, handavinnustofan opin, spilað kl. 13. Kirkjustarf Áskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, opið hús kl. 14, söng- stund með Magnúsi organista. Klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og TTT-starfið kl. 18. Breiðholtskirkja | Biblíulestur í umsjá dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, 6 9 ára starf kl. 16-17, Meme junior kl. 19.30 21.30. www.digranes- kirkja.is Dómkirkjan | Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum og hægt er að kveikja á bænarkerti. Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12, kaffi, djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl. 15 í Víkurskóla. Grensáskirkja | Hversdagmessa með Þorvaldi Halldórs- syni kl. 18. Bænin, orð Guðs og altarisganga eru uppistaða messunnar, lögð er áhersla á að stilla töluðu máli í hóf. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarsal á eftir. Háteigskirkja | Íhugað í söng, bæn og lestri Guðs orðs kl. 20. Máltíð Drottins er höfð um hönd, fyrirbæn og smurn- ing fyrir þá sem þess óska. KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM kl. 20 á Holtavegi 28. Fulltrúar Hjálparstarfs kirkjunnar, Jónas Þórisson og Bjarni Gíslason, kynna starfsemi hjálparstarfsins. Kaffi eftir fundinn. Kristniboðsfélag kvenna | Háaleitisbraut 58-60. Fyrsti fundur ársins hefst með kaffi kl. 16.15. Gestur fundarins er Margrét Hróbjartsdóttir kristniboði sem segir frá ferð sinni til Eþíópíu. Allar konur velkomnar. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 21. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. 85ára afmæli. Áttatíu ogfimm ára er í dag, 10. jan- úar, Ragnhildur Haraldsdóttir, Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, 4. hæð. Í tilefni dagsins tekur hún á móti vinum og ættingjum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar milli kl. 14 og 16, í dag, 10. janúar, í Arnarási 12b, Garðabæ. 50ára afmæli. Auður J. Sig-urðardóttir, Eystra- Seljalandi, verður fimmtíu ára 13. janúar. Af því tilefni býður fjöl- skyldan ættingjum og vinum að gleðjast með henni í Heimalandi laugardaginn 12. janúar frá kl. 20. dagbók Í dag er fimmtudagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2008 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrnirunni. (Lúkas 6, 44.) Félagið JCI Esja heldur í jan-úar og febrúar byrjenda-námskeið í ræðumennsku.Tómas Hafliðason er for- seti félagsins: „JCI á Íslandi hefur staðið fyrir ræðunámskeiðum frá því kringum 1960. Því er óhætt að segja að komin sé mikil reynsla á námskeiðin, og byggist þjálfunin enn á sama vand- aða grunninum,“ segir Tómas. Byrjendanámskeiðið í ræðumennsku er kennt samtals sex kvöld, kl. 20 til 22.30 í hvert skipti, tvö kvöld í viku. Fyrsta kennslustund er 15. janúar, og sú síðasta 10. febrúar. „Námið er bæði bóklegt og verk- legt,“ segir Tómas. „Í fyrsta tíma er farið yfir grundvallaratriði ræðu- mennsku, s.s. hvernig byggja á upp ræðu og hvaða algengu mistök ber að varast. Nemendur undirbúa sína eigin ræðu fyrir næsta tíma, og í annarri kennslustund er farið yfir fleiri góð ráð, ræðurnar fluttar og veitt leiðsögn um hvernig má gera betur. Um leið eru nemendur þjálfaðir í að ná tökum á feimni og streitu og læra leiðir til að ná betra sambandi við áheyrendur.“ Auk þess að fá þjálfun í flutningi skrifaðra ræðna læra nemendur einnig að flytja tækifærisræður án blaðs. „Námskeiðinu lýkur svo með því að skipt er í hópa og haldin lítil keppni í mælsku þar sem liðin njóta leiðsagnar liðsstjóra frá JCI,“ segir Tómas. „Í námskeiðslok fá nemendur umsögn um eigin frammistöðu, og leiðbeiningar um hvernig þeir geta bætt sig sem ræðu- menn á eigin spýtur.“ JCI eru samtök ungs fólks á aldrin- um frá 18 til 40, og starfa deildir JCI um allt land: „JCI eru alþjóðleg samtök ungs fólks sem á það sameiginlegt að vilja efla leiðtoga- og samskiptahæfi- leika sína og vaxa í starfi og leik,“ segir Tómas. „Meðlimir JCI eru um 200.000 um allan heim, og mikið samstarf á milli félaga JCI í ólíkum löndum.“ Ræðunámskeið JCI eru öllum opin, og þarf ekki að gerast meðlimur í félag- inu til að taka þátt: „Fyrir þá sem vilja bæta getu sína enn frekar býður JCI upp á framhaldsnámskeið í ræðu- mennsku og ræðutækni. Einnig stend- ur félagsmönnum til boða að sækja námskeið JCI erlendis undir leiðsögn heimsklassa kennara.“ Finna má nánari upplýsingar á slóð- inni www.jciesja.org. Menntun | Námskeið í ræðumennsku hefst hjá JCI Esju 15. janúar Kanntu að flytja ræðu?  Tómas Hafliða- son fæddist í Reykjavík 1977. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1998, B.S. gráðu í verk- fræði frá Háskóla Íslands 2001 og leggur nú stund á meistaranám í iðn- aðarverkfræði. Tómas varð forseti JCI Esju í janúar 2007. Unnusta Tóm- asar er Aðalheiður Sigbergsdóttir verkfræðingur. TVEIR ónafngreindir íþróttamenn keppa hér í 4 x 6 kílómetra boðhlaupi kvenna á heimsbik- arkeppninni í skíðaskot- fimi sem fer nú fram í suðurhluta Bæjaralands í Þýskalandi. Keppt í boðhlaupi Reuters MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá stjórn Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi þar sem m.a. er fjallað um Hvalfjarðargöng, tvöföld- un vegar á Kjalarnesi og Sunda- braut. Í ályktuninni segir m.a.: „Fyrir einu ári voru tryggðir fjár- munir til að hefjast handa við und- irbúning að tvöföldun vegarins um Kjalarnes og tvöföldun Hvalfjarðar- ganga. Það er því tímabært að hefj- ast nú þegar handa við vegabætur á Kjalarnesi þar sem þjóðvegur 1 ann- ar ekki lengur umferð og hefur reynst vegfarendum hættulegur. Stjórn SSV áréttar mikilvægi Sundabrautar fyrir höfuðborgarbúa, Vestlendinga og landsmenn alla og hvetur til þess að framkvæmdir við Sundabraut hefjist að norðanverðu frá Kjalarnesi, svo unnt sé að byrja að nýta þá fjármuni sem þegar eru ætlaðir til verksins. Hvalfjarðargöng, sem fagna 10 ára afmæli sínu í ár, hafa verið ómet- anleg lyftistöng fyrir Vesturland og höfuðborgarsvæðið. Göngin hafa verið fjármögnuð af notendum og er eina umferðarmannvirkið á Íslandi sem þannig háttar um. Nú eru teikn á lofti að sambærileg göng á Norður- landi um Vaðlaheiði verði fjármögn- uð af ríkinu og skattgreiðendum öll- um. Verði sú raunin, bresta allar forsendur fyrir notendagjöldum í Hvalfjarðargöngum.“ Tímabært að hefja tvöföldun vegarins á Kjalarnesi FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn Senda inn efni". Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. UMFERÐARÓHAPP varð laugar- daginn 29. desember síðastliðinn um klukkan 14.35 á mótum Kringlumýr- arbrautar og Háaleitisbrautar, en umferð þar er stjórnað með umferð- arljósum. Lentu þar saman fólksbif- reið af Lada-gerð, rauð að lit, sem ek- ið var norður Kringlumýrarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu vest- ur Háaleitisbraut og fólksbifreið af gerðinni Toyota Avensis, dökkgrá að lit, sem ekið hafði verið suður Kringlumýrarbraut með fyrirhugaða akstursstefnu áfram suður brautina. Ágreiningur er uppi um stöðu um- ferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru þeir vegfarendur, sem kunna að hafa orðið vitni að óhapp- inu, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Vitni vantar að bílslysi MENNINGARSJÓÐUR KVENNA Á ÍSLANDI Fyrsta úthlutun Hlaðvarpans fer fram á morgun ÚTHLUTUN www.hladvarpinn.is Fyrrverandi og núverandi Hlaðvarpakonur hjartanlega velkomnar 11. JANÚAR kl.17 í IÐNÓ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.