Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 13
Nýju Delhí. AFP. | Indverska stórfyr- irtækið Tata Group hyggst kynna ódýrasta bíl heims á bílasýningu á Indlandi í dag og bílasérfræðingar segja hann geta valdið straum- hvörfum í framleiðslu og verðlagn- ingu á smábílum. Auðkýfingurinn Ratan Tata, for- stjóri fyrirtækisins, tók þátt í hönn- un bílsins sem hann nefnir „bíl al- þýðunnar“ og á að kosta sem svarar tæpum 160.000 króna. Hann segir að markmið sitt sé að fá indverskar fjölskyldur til að hætta að nota bif- hjól. „Ég vil leggja mitt af mörkum til að gera líf þeirra öruggara.“ Búist er við sala á smábílum nær tvöfaldist á Indlandi á næstu þrem- ur árum vegna aukinnar velmeg- unar. Um 1,5 milljónir bifreiða eru framleiddar á Indlandi á ári og jafn- gildir það um 5% landsframleiðsl- unnar. Stjórn Indlands áætlar að salan á bílum fjórfaldist fyrir árið 2017. Indverski bílasérfræðingurinn Murad Ali Baig, spáir því að nýi bíllinn valdi straumhvörfum í verð- lagningu á smábílum og önnur fyr- irtæki fari að dæmi Tata Group. „Margir Indverjar vilja bíl sem flyt- ur þá frá heimilinu á markaðinn, ekki nein flottheit, eða mjög lítinn aukabíl.“ Indverski bifhjólaframleiðandinn Bajaj og franska fyrirtækið Renault vinna nú að því að framleiða bíl, sem gert er ráð fyrir að kosti sem svarar 190.000 krónum, fyrir indverska markaðinn. Gert er ráð fyrir að bíll- inn komist um 34 kílómetra á hverj- um bensínlítra en bíll Tata um 25 kílómetra. Bíll Tata verður nær helmingi ódýrari en ódýrasti bíllinn, sem er á markaðnum, og veldur ekki meiri mengun en bifhjól. Ódýrasti bíll heims gæti valdið straumhvörfum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 13 ERLENT GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti kom í opinbera heimsókn til Ísr- aels í gær og kvaðst vera vongóður um að friðarsamkomulag næðist milli Ísraela og Palestínumanna áður en hann lætur af embætti í byrjun næsta árs. „Ég kem sem bjartsýnn og raun- sær maður – raunsær að því leyti að ég skil að það er lífsnauðsynlegt fyrir heimsbyggðina að berjast gegn hryðjuverkamönnum, takast á við þá sem myrða saklaust fólk til að ná fram pólitískum markmiðum sínum,“ sagði Bush. „Ég kem með miklar vonir.“ Forsetinn ræddi fyrst við Shimon Peres, forseta Ísraels, og Ehud Ol- mert forsætisráðherra sem lýsti Bush sem „öflugasta og traustasta banda- manni Ísraela“. „Með stuðningi þín- um við ísraelsku þjóðina hefur þú öðl- ast ást og aðdáun allra Ísraela og við álítum það heiður að fá þig í heim- sókn,“ sagði Olmert. Bush virtist snortinn af hlýlegum móttökum Ísr- aela, enda ekki vanur að mæta svo al- mennum stuðningi á ferðum sínum. Bush sagði á blaðamannafundi með Olmert að Palestínumenn yrðu að sameinast um að hætta ofbeldisað- gerðum gegn Ísrael, ella kæmist ekki á friður. Er hann stóð við hlið Olmerts var Bush spurður um ólöglegar land- tökubyggðir sem harðlínumenn með- al gyðinga hafa stofnað á Vesturbakk- anum og ítrekaði forsetinn að þær væru hindranir á vegi friðar, þær yrði að fjarlægja. Efast um að árangur náist Um 5.000 stuðningsmenn íslömsku hreyfingarinnar Hamas á Gaza-svæð- inu mótmæltu Ísraelsferð Bush með því að kveikja í brúðumyndum af hon- um. Stuðningsmenn Mahmouds Ab- bas, forseta Palestínumanna, fögnuðu hins vegar heimsókn Bush sem mik- ilvægu tækifæri til að greiða fyrir samkomulagi um frið og stofnun sjálf- stæðs Palestínuríkis. Bush hyggst ræða við Abbas á Vesturbakkanum í dag. Margir arabar eru þó efins um að friðarumleitanir Bush beri árangur. Meginmarkmiðið með ferð forsetans er að sannfæra leiðtoga arabaríkj- anna um að honum sé full alvara með tilraunum sínum til að knýja fram friðarsamkomulag áður en hann læt- ur af embætti í janúar 2009. Bush fer einnig til Kúveit, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Sádi-Arabíu og Egyptalands. Þetta er fyrsta heimsókn Bush til Ísraels síðan hann varð forseti fyrir sjö árum og fyrsta heimsókn sitjandi Bandaríkja- forseta frá því að Bill Clinton fór til Ísraels árið 1998. Sama ár fór Bush í fyrstu heimsókn sína til Ísraels, en hann var þá ríkisstjóri Texas. Reuters Hlýjar móttökur George W. Bush með skólabörnum í bústað forseta Ísraels í Jerúsalem í gær. Vongóður um friðar- samkomulag innan árs Bush heimsækir Ísrael í fyrsta skipti síðan hann varð forseti BRESK stjórnvöld hafa skorað á lækna að hætta nú þegar að gefa fólki, sem er aðeins með kvef eða einhver eymsl í hálsi, fúkkalyf. Er ofnotkun slíkra lyfja sögð ein helsta ástæðan fyrir aukinni útbreiðslu fjölónæmra baktería. Alan Johnson, heilbrigð- isráðherra Bretlands, segir, að kominn sé tími til að binda enda á óþarfa notkun á penisillíni og öðr- um slíkum lyfjum en útgjöld breska ríkisins vegna þeirra eru rúmlega 40 milljarðar ísl. kr.á ári. Johnson bendir á, að það sé veira, sem valdi kvefi, hósta og inflúensu og því hafi fúkkalyf engin áhrif á þessa kvilla. Samt sé algengt, að fólk troði í sig fúkkalyfjum og það sé ein meginástæðan fyrir upp- komu fjölónæmra baktería á borð við MRSA-sjúkrahúsabakteríuna. Segir hann, að verði ekki tekið í taumana nú sé hætt við, að læknar muni brátt standa ráðþrota frammi fyrir algengum sjúkdómum. Bresk stjórnvöld mæla gegn fúkkalyfjagjöf við kvefi REGNHLÍFARSAMTÖK uppreisnarhópa úr röðum súnníta í Írak vöruðu í gær Norðmenn við því að reka úr landi umdeildan íslamista, Mullah Krekar, sem stofnaði á sínum tíma ofstækishópinn Ansar al-Islam. Krekar er Kúrdi frá Írak og hefur verið flóttamaður í Noregi frá 1991. Samtök hans eru á lista Bandaríkjamanna yfir hryðjuverkasamtök. Krekar segist hafa sagt af sér formennsku í samtök- unum árið 2002. Hann hefur lýst yfir stuðningi við „heil- agt stríð“, jihad, í Írak og líkt Bandaríkjamönnum við hernámslið Þjóðverja í Evrópulöndum í seinni heims- styrjöld. Hæstiréttur Noregs staðfesti í nóvember dóm um brottvísun. Í staðfestingu súnnítasamtakanna í Írak er Norðmönnum tjáð að efnt verði til herferðar gegn norskum vörum ef Krekar verði rekinn úr landi. „Ef ekki verður stigið varlega til jarðar í þessu máli mun það verða mjög sárs- aukafullt fyrir norsku stjórnina og hún mun iðrast gerða sinna,“ segir í yf- irlýsingunni. Súnnítar vara Norðmenn við að reka Krekar úr landi Mullah Krekar FJÓRTÁN vísindamenn í Banda- ríkjunum, Ástralíu, Kanada, Frakklandi og Svíþjóð hafa reikn- að út, að til að halda líkamsþung- anum réttum megin við strikið þurfi karlmenn á aldrinum 18 ára til fimmtugs að ganga 12.000 skref á dag en 11.000 eftir það. Fyrir konur eru skrefin 12.000 fyrir 18 til 40 ára, 11.000 40 til 50, 10.000 50 til 60 og 8.000 eftir það. Fæstir þeirra, sem þó ganga reglulega, ná því að uppfylla skrefafjöldann en hér getur skrefamælirinn komið að góðu gagni. Hann er oftast festur í belti og stilltur þannig, að hann mælir skref í hvert sinn, sem mjaðm- irnar hreyfast upp eða niður. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjallganga Þetta fólk er á leið á Esju en óvíst er um skrefafjöldann. 12.000 skref á degi hverjum SPÆNSKA lögreglan handtók um síðustu helgi tvo fé- laga í basknesku aðskilnaðarsamtökunum ETA en þeir eru sagðir hafa staðið fyrir mikilli sprengingu í bílakjall- ara í flughöfninni í Madríd 30. des. 2006. Varð hún tveimur innflytjendum frá Ekvador að bana. Alfredo Perez Rubalcaba, innanríkisráðherra Spánar, segir að hinir handteknu séu þeir Igor Portu og Martin Sarasola og hafi sá síðarnefndi sagt lögreglunni allt af létta um hryðjuverkið og önnur tilræði. Hafi hann veitt lögreglunni ýmsar mikilvægar upplýsingar um starf- semi ETA. Við handtökuna fann lögreglan um 150 kíló af sprengiefni og öðru til sprengjugerðar. Portu er á sjúkrahúsi vegna meiðsla er hann hlaut er hann reyndi að komast hjá handtöku. Tveir ETA-menn handteknir Sprengiefni í fór- um ETA-manna. FORSETI Súdans, Omar al-Bashir, hyggst neita að taka á móti evr- ópskum hermönnum til friðargæslu og leggur sérstaka áherslu á Norð- urlöndin þar sem fjölmiðlar hafi birt skopmyndir af Múhameð. Á móti Evrópu MWAI Kibaki, forseti Kenýa, sagði í gær að stjórnarandstæðingar gætu fengið sæti í nýrri ríkisstjórn landsins en hann hefur þegar skip- að í nokkur ráðherraembætti. Býður sæti í stjórn LOKATÖLUR úr forsetakjörinu í Georgíu voru birtar í gær og hlaut Mikhail Saakashvili 52,2% og þarf því ekki að halda aðra umferð. Að- alkeppinautur Saakashvilis, Levan Gachechiladze, fékk 25,2%. Sigur staðfestur TALIÐ er að ný lög gegn kynferð- islegu ofbeldi í Suður-Afríku séu svo ströng að þau geri refsivert fyr- ir ungling að kyssa annan á munn- inn, jafnvel þótt báðir séu sam- þykkir atlotunum. Kossar bannaðir? STUTT FRANSKI bílasmiðurinn Guy Negre vonast til þess að indverska fyrirtækið Tata hefji bráðlega framleiðslu á bíl sem knúinn er þrýstilofti. Negre fann þessa tækni upp og hefur þróað hana síðustu fimmtán árin. Hann vonast til þess að hátt bensínverð verði til þess að draumur hans um fjöldaframleiðslu rætist og segir að Tata ætli að hefja undirbúning fram- leiðslunnar á árinu. Hann segir að bíllinn valdi ekki neinni mengun og hægt verði að aka honum um 200 km á allt að 110 km hraða á klst. án áfyll- ingar. Hún tekur nokkrar mínútur og gert er ráð fyrir að eldsneytiskostn- aðurinn nemi aðeins sem svarar tæpum 100 krónum á hverja 100 km. Reuters Bíll knúinn þrýstilofti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.