Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HRUN EÐA RAUNSÆI? Hvort ber að líta svo á, að ís-lenzki hlutabréfamarkaður-inn hafi verið að hrynja síð- ustu daga og vikur eða ná því stigi að meta verðmæti fyrirtækja á raun- særri hátt en áður? Ef tekið er mið af þeirri gífurlegu hækkun, sem varð á þessum markaði á síðustu misserum, er þetta augljós- lega hrun. En var þessi gífurlega hækkun kannski alltaf á sandi byggð? Það eru fræg dæmi í sögu hlutabréfa- markaða um það hvernig verð getur þanizt út og farið upp úr öllu valdi, þangað til blaðran springur. Sérfræð- ingar hafa haldið því fram á undan- förnum árum, að verð hlutabréfa mundi hækka svo og svo mikið. Fram- an af höfðu þeir rétt fyrir sér en svo sprakk blaðran. Eru þeir kannski eng- ir sérfræðingar? Voru þeir kannski að „tala upp“ verð hlutabréfa? Það hlýtur að vera erfitt fyrir grein- ingardeildir bankanna að horfast í augu við sjálfar sig. Það stendur ekk- ert eftir af spádómum þeirra um þró- un hlutabréfamarkaðarins á síðasta ári. Það má vel vera, að verð hlutabréfa í fyrirtækjum, sem skráð eru á Kaup- höll Íslands, sé að nálgast raunveru- leikann meira en verið hefur. Og ef svo er verður það að teljast jákvæð þróun. Það er ekki heilsusamlegt fyrir þjóðfé- lagið, þegar til lengri tíma er litið, að hlutabréfamarkaðurinn sé úr takt við veruleikann. Kannski eru þeir aðilar, sem hafa starfað á þessum markaði, að ganga í gegnum mikinn hreinsun- areld, nauðsynlega hreinsun, sem muni leiða til uppstokkunar og breyt- inga. Hitt fer ekki á milli mála, að efna- hagur okkar Íslendinga hefur aldrei verið traustari en nú. Á þessu ári byrj- um við að uppskera árangurinn af erf- iði okkar, átökum og deilum undanfar- in ár. Álútflutningur mun aukast mikið á þessu ári og ef eitthvað er hæft í því að tonn af þorski og tonn af áli vegi álíka mikið í þjóðarbúskapnum eru öll rök fyrir því að líta svo á að framundan sé tími velgengni fyrir ís- lenzka þjóð. Milljarðamæringunum er augljós- lega að fækka en grundvöllurinn að verðamætasköpun þjóðarinnar hefur aldrei verið jafn sterkur og nú. Þess vegna er engin ástæða til að ætla, að sprungin bóla á hlutabréfa- markaði hafi alvarleg áhrif, þegar til lengri tíma er litið, þótt áhrifin af upp- náminu í Kauphöllinni komi auðvitað illa við marga og þá fyrst og fremst þá, sem stundað hafa viðskipti á þessum markaði. Þessi þróun mun vafalaust stuðla að meira jafnvægi í samfélaginu, þegar frá líður. Launamunur verður ekki jafnmikill á milli starfsmanna bank- anna og fólks í öðrum greinum at- vinnulífsins og verið hefur. Bankarnir verða ekki jafn yfirþyrmandi í við- skiptalífinu og þeir hafa verið. Þegar viðskiptalífið hefur farið í gegnum þennan hreinsunareld verður það vafalaust sterkara og heilbrigðara en áður. NEFNDIN, SEM SAGÐI EKKI AF SÉR Í lögum um dómstóla er hvergi tek-ið fram, að ráðherra skuli við skip- un í embætti héraðsdómara fara að tillögum nefndar, sem samkvæmt lögunum á að fjalla um hæfni um- sækjenda um stöðu héraðsdómara. Í reglum, sem settar voru á grundvelli laganna segir í sjöundu grein: „Umsögn nefndarinnar er ekki bindandi við skipun í embætti héraðs- dómara.“ Lagaákvæðin eru alveg skýr. Regl- ur, sem settar voru á grundvelli lag- anna eru alveg skýrar. Umrædd nefnd hefur nákvæmlega ekkert um það að segja, hvern ráðherra skipar í embætti. Verkefni hennar er það eitt að fjalla um hæfni umsækjenda. Hvað skyldi þá valda því, að dóm- nefndin um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara á Norður- landi eystra og Austurlandi gerir ítrekaðar tilraunir til þess að draga til sín vald, sem hún hefur ekki og tel- ur það gagnrýnisvert að settur dóms- málaráðherra, Árni M. Mathiesen, leyfir sér að hafa aðra skoðun en nefndin? Skipunarvaldið er ótvírætt hans skv. bæði lögum og reglum. Það er erfitt að skilja hvað vakir fyrir Pétri Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem er formaður nefndarinnar, að gera tilkall til valds, sem hann hefur ekki. Nefndin getur ekki fært nokkur lagarök fyrir því, að ráðherra beri að fylgja tillögum nefndarinnar. Ef einstakir nefndar- menn vilja fá þetta skipunarvald í hendur eiga þeir engan annan kost en bjóða sig fram til þings og sækjast eftir embætti dómsmálaráðherra, þegar á Alþingi er komið. Um þetta eru íslenzk lög og reglur alveg skýr. Í greinargerð nefndarinnar, sem birt var í gær og sagt er frá í Morg- unblaðinu í dag segir m.a.: „Í þau sextán ár, sem dómnefnd hefur verið að verki vegna umsókna um störf héraðsdómara hafa dóms- málaráðherrar fram að þessu iðulega virt rökstudda niðurstöðu nefndar- innar, þótt þeir hafi ekki ævinlega valið þann umsækjanda, sem dóm- nefnd setti í fyrsta sæti, ef slíkri röð- un var beitt, heldur valið annan úr hópi þeirra, sem taldir voru hæfastir … Eins og tilgangi með tilvist dóm- nefndar af þessu tagi er háttað er hins vegar óhjákvæmilegt að ætla að veitingarvaldinu séu einhver tak- mörk sett við val sitt …“ Þetta er einfaldlega rangt. Það kemur hvergi fram í nokkrum laga- texta, að „veitingavaldinu séu ein- hver takmörk sett“. Hvað veldur því að nefnd, sem skipuð er svo lögfróð- um mönnum sem þessi nefnd er, set- ur fram staðhæfingu, sem stenzt með engu móti frá lagalegu sjónarmiði? Nefndin hefur engin rök fyrir máli sínu og framganga hennar er nefnd- armönnum ekki til sóma. En þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir ætla þeir ekki að segja af sér! Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Síðustu vikuna lagði ég við hlustirnarog það varð til þess að nú tölum viðeinum rómi,“ sagði öldungadeildar-þingmaðurinn Hillary Clinton er hún fagnaði ásamt stuðningsmönnum sínum mjög svo óvæntum sigri í forkosningum demókrata í New Hampshire í fyrradag. Hleypa úrslitin nýju lífi í baráttu hennar eft- ir ósigurinn í Iowa en þessi byrjun minnir á upphafið á forkosningabaráttu eiginmanns hennar, Bill Clintons, fyrir forsetakosning- arnar 1992. Hjá repúblikönum sigraði John McCain eins og spáð var en engu að síður er sigur hans merkilegur þar sem búið var að afskrifa hann fyrir aðeins fáum mánuðum. Clinton hafði lengi verið spáð sigri í New Hampshire en eftir sigur öldungadeildar- þingmannsins Barack Obama í Iowa snerist það við og um síðustu helgi var hann kominn með umtalsvert forskot á Clinton í skoðana- könnunum, mest um 13 prósentustig. Það er því óhætt að segja, að úrslitin hafi komið á óvart. Talið er að um hálf milljón manna hafi komið á kjörstað en mikil kjörsókn var talin ávísun á gott gengi Obama. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að Clinton hlaut 39% at- kvæða, Obama 36% og John Edwards 17%. Stuðningsmenn Clinton komu saman til að fylgjast með fréttum af talningunni og var heldur dauft yfir samkomunni framan af. Bjuggust allir við að kosningaspár gengju eftir en þegar það dróst nokkuð fram yfir lokun kjörstaða að fjölmiðlar flyttu fréttir af útgönguspám eða af talningunni fór spennan vaxandi. Þegar fyrstu tölurnar birtust svo brutust út gífurleg fagnaðarlæti. Í þakkar- ræðu sinni sagði Clinton, að nú væri kominn tími til að Bandaríkin öll upplifðu þá end- urkomu og þann viðsnúning sem hún hefði upplifað í New Hampshire. Höfðu tárin áhrif á útkomuna? Kevin Connolly, fréttaritari BBC, breska ríkisútvarpsins, telur að það hafi haft áhrif á úrslitin að Clinton felldi tár, viknaði við a.m.k., er hún svaraði spurningum kjósenda á mánudag. Hvað sem um það er, þá sýndu útgönguspár að konur flykktust aftur til stuðnings við hana í New Hampshire. Í Iowa fékk Oba 30% en kvenna C Clinto er á miðj að mæta 67% þeir 40 ára e Clinton. Obam Sigur Clinton nýju lífi í bar Hjá repúblikönum er óvissan ekki minni eftir sigu Endurkoma Stuðningsmenn Hillary Clinton fögnuðu he hún myndi bera sigur úr býtum í New Hampshire þvert kosningabaráttan í báðum flokkunum sé nú galopin. Vongóður John McCain brosmildur eftir sigurinn í New Hampshire. Í HNO » Nþ. repúb um. » Srá þá ver þar á Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG átti mjög góðan og ánægjulegan fund með borgarstjóra í hádeginu [miðvikudag],“ segir Anna Sigurlaug Pálsdóttir mannfræð- ingur, sem eins og fram hefur komið hefur boðið fram aðstoð sína í sambandi við end- urbyggingu húsanna við Laugaveg 4 og 6. „Það gladdi mig mjög mikið að heyra að það er mikil jákvæðni fyrir því að vernda þessi sögulegu hús í bænum.“ Spurð hvort teknar hafi verið einhverjar ákvarðanir í framhaldi af fundinum svarar Anna því neitandi og bendir á að málið sé í ákveðinni biðstöðu þar til nið- urstaða menntamálaráðherra liggur fyrir, en húsafriðunarnefnd ríkisins ákvað sem kunn- ugt er að beita skyndifriðun og óska eftir því við ráðherra að hún friðaði húsin. Eigendur hafa andmælarétt Í samtali við Morgunblaðið segist Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður húsafriðunar- nefndar, munu vinna tillögu um friðun Lauga- vegar 4 og 6 sem send verði menntamálaráð- herra og því komi málið ekki inn á borð ráðherra fyrr en að a.m.k. tveimur vikum liðn- um. „Við sendum eigendum bréf í morgun [þriðjudag], með vísan í stjórnsýslulög um andmælarétt, þar sem þeim er gefinn tveggja vikna frestur til að koma á framfæri athuga- semdum við tillöguna ef þeir hafa einhverjar fram að færa. En það er ekki fyrr en að þeim tíma liðnum að húsafriðunarnefnd sendir til- löguna t tíma ráð unnar se samkvæm Í 19. g hver sá s kvæmda Beðið ákvörðun Málin rædd Anna Sigurlaug Pálsdóttir átti í gær fund m arstjóra um tilboð hennar um að koma að endurgerð hú Óljóst hver er bóta- skyldur gagnvart eig- anda komi til friðunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.