Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 24

Morgunblaðið - 10.01.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING Í DAG, 10. janúar 2008, eru 100 ár liðin frá fæðingu Björns Pálssonar flugmanns sem var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi og þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Þessi fátæki sveita- piltur fékk óviðráðan- legan flugáhuga og nánast köllun til að starfa við flug, hóf flugstarfsferil sinn af eigin rammleik þá orð- inn fertugur að aldri og náði á 25 ára starfsferli sínum að skrá merkan kafla í flugsögu Íslend- inga. Saga Björns Pálssonar flug- manns er án efa ein merkasta saga íslensks flugmanns, líf hans og flug- mannsstarf var helgað því að koma fólki til hjálpar í neyð og að hjálpa veikum og slösuðum og æði oft var aðkoma Björns eini möguleikinn til bjargar. Það er því við hæfi núna á þessum tímamótum, að rifja upp nokkra þætti sem varða þennan merkilega, hógværa og eftirminni- lega mann. Björn var sonur hjónanna Páls Jónssonar frá Vindfelli í Vopnafirði og Sólrúnar Guðmundsdóttur frá Hauksstöðum á Jökuldal. Þau hjón bjuggu á Hauksstöðum á Jökuldal, á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og á Arn- hólsstöðum í Skriðdal, en lengst af á Ánastöðum í Hjaltastaðaþinghá og þar fæddist Björn hinn 10. janúar 1908. Hann var þriðja barn þeirra hjóna, sem eignuðust alls sex börn er öll komust til fullorðinsára. Að loknu barnaskólanámi var Björn tvo vetur í Alþýðuskólanum á Eiðum og síðan veturinn 1927-1928 í Samvinnuskól- anum í Reykjavík. Sumarið 1936 urðu kaflaskipti í flugsögu Íslendinga þegar eldhuginn og brautryðjandinn Agnar Kofoed- Hansen fór að láta til sín taka. Agnar skildi að byrja yrði á grunninum og rækta grasrótina en þá um sumarið stofnaði hann Flugmálafélag Íslands og Svifflugfélag Íslands. Meðal stofnfélaga beggja var Björn Páls- son, bifreiðarstjóri hjá Ríkisspít- ölunum, en hann hafði þá fengið mik- inn áhuga á flugi og svifflugið var heillandi. Hinn 31. janúar 1937 var fyrsta svifflugsæfingin í Vatnsmýr- inni, síðan var æft á ýmsum stöðum um sumarið, svo sem uppi á Kjalar- nesi, við Sauðafell og svo á Sand- skeiðinu. Björn Pálsson starfaði sem bifreiðarstjóri hjá Ríkisspítölunum í Reykjavík árin 1934 til 1942 og þetta sumar átti hann stóran þátt í að þess- ar æfingar gátu farið fram en á sunnudögum var farið á bifreið Rík- isspítalanna til æfinganna. Bifreiðin kom þar heldur betur í góðar þarfir, en Björn hafði fengið leyfi húsbænda sinna til þess að þeir svifflugmenn- irnir mættu nota hana. „Sólóskírteini“ númer 1 Sumarið 1938 var mikið um að vera í íslensku svifflugi, en þá var þýski svifflugleiðangurinn hér á Sandskeiðinu og Björn lét sig ekki vanta þegar hann átti möguleika á því að fara austur á Sandskeið. Hann hafði þá þegar tekið A-próf í svifflugi hjá Agnari Kofoed-Hansen, B-prófið tók hann hjá Carl Reichstein, þýsk- um svifflugkennara sem Agnar hafði ráðið haustið 1937 til þess að kenna hér svifflug og C-prófið tók hann 14. júlí 1938 þegar þýski svifflugleiðang- urinn var hér. Björn hafði árið 1937 keypt hlut í tveggja sæta einkaflugvélinni G-AA- OF af gerðinni Blackburn Bluebird, sem flaug fyrst hérlendis í júní það ár en stöfum hennar var breytt í TF- LOA eftir að Björn kom til sögunnar. Í desember 1937 hóf hann að læra vélflug á flugvélina hjá Agnari Kofo- ed-Hansen, flugmálaráðunaut ríkis- ins, og einnig hjá Birni Eiríkssyni flugmanni. Björn Pálsson hlaut svo fyrstu flugréttindi sem veitt voru hér á landi, þegar hann lauk fyrstur Ís- lendinga einliðaprófi í flugi hérlendis hinn 30. ágúst 1938 og fékk „sóló- skírteini“ númer 1. Hann fékk svo einkaflugmannsréttindi á Íslandi, einnig fyrstur manna sömuleiðis hjá Björn Pálsson Agnari, hinn 19. júní 1939. Hinn 14. október 1939 kvæntist Björn Sveinu Sveinsdóttur, f. 9. maí 1916. Hún var af rangæskum og skaft- fellskum ættum og foreldrar hennar bjuggu þá á Heiði við Kleppsveg í Reykja- vík. Nokkru fyrir brúð- kaupið, eða í byrjun ágúst, fór Björn með Sveinu sína í hringferð um landið á TF-LOA. Aðaltilgang- urinn var að heimsækja fjölskylduna austur í Skriðdal og kynna henni Sveinu. Þetta flug var mjög merkilegt í flugsögunni og er með því fyrsta, ef ekki fyrsta einkaflug sem farið var á Íslandi. Björn sagði m.a. svo sjálfur frá ferðinni, í viðtali í Vikunni árið 1963: „Suðaustanátt og bólgin regnský lágu yfir Hengli og Bláfjöllum, en þótt himinninn væri þungbrýnn eins og oft taldi ég ferðaveður og eftir há- degið vorum við tilbúin til flugtaks. Flugvélin var opin og sæti voru fyrir tvo, hlið við hlið. Við vorum vel búin til ferðarinnar, í þykkum vattgöllum og með fluggleraugu, sem auðvitað voru ómissandi í hverri flugvél þá. Flugvélin hóf sig af vellinum, ég hækkaði flugið til norðurs og setti stefnuna fyrir norðan Eiríksjökul. Við höfðum engar veðurfregnir haft frá þeim stöðum, sem leið okkar átti að liggja um en þegar á reyndi var besta flugveður. Eftir rúmlega tveggja tíma flug, komum við til Akureyrar og ég lenti á túninu í Lundi, hjá Jakobi Karlssyni. Það var orðið nokkuð áliðið dags þegar við vorum tilbúin til flugtaks á Akureyri. Veðurútlit var sæmilegt eftir því sem ég hélt en skýjafar nokkurt. Þó held ég nú að verst af öllu hafi verið það að þekkingin á veðurfari og landslaginu hér hafi verið takmörkuð. Ég hafði farið þessa leið á hestum nokkrum sinnum og treysti mér því til þess að rata og því lögðum við af stað í hálfgerða tví- sýnu. Ef ég ætti að fara þessa leið í dag væri það auðvelt, því ótalmargt hefur breyst, en þá þurfti ég víða að krækja til þess að hafa hreint borð við veðurguðina. Litla flugvélin lét vel að stjórn, flughraðinn var ekki nema 100 km á klst. og undir kvöld komum við að Arnhólsstöðum í Skriðdal sem var áfangastaðurinn. Ég fór nú að undirbúa lendinguna sem gat orðið erfið. Engar bremsur voru á hjólunum eins og nú tíðkast og mótstaða vinds og brautar skammt- aði því brautarlengdina. Lenti ég svo á árbakka og tókst það vel. Það varð upp fótur og fit á bæjunum. Fólkið hafði séð flugvél „hrapa“ niður við á og hélt að það hefði orðið slys. Kom undrunarsvipur á menn þegar þeir báru kennsla á flugliðið. Þarf ekki að orðlengja það að okkur var tekið opnum örmum og gistum við hjá for- eldrum mínum yfir nóttina. Næsta dag var svo flugsýning í Skriðdal. Við fórum í nokkrar flugferðir með fólkið í sveitinni og höfðu menn af hina mestu skemmtan enda má segja að flug hafi fram að þessu verið óþekkt fyrirbæri í Skriðdal. Hinn 11. ágúst kvöddum við svo ættingja og vini. Gömul kona bað mér allrar blessunar og tók af mér loforð um að fljúga nú alla tíð bæði hægt og lágt svo mér mætti auðnast að halda lífi og limum. Það rumdi í mótornum og vélin þaut af stað eftir áreyrunum og í loftið. Fáskrúðs- fjörður var næsti áfangastaðurinn, en þar átti konan mín systur bú- setta.“ Frá Fáskrúðsfirði flugu þau Björn og Sveina til Hornafjarðar þar sem þau gistu eina nótt. Næsta dag hugð- ist Björn fljúga alla leið til Reykja- víkur, en honum leist ekki á skýjafar og veður yfir Reykjanesfjallgarðin- um, svo þau lentu á Loftsstöðum í Flóa og gistu þar eina nótt en héldu svo til Reykjavíkur að morgni 7. dags ferðarinnar. Flugtíminn varð sam- tals 11 klst. og 25 mínútur. Eins og áður sagði starfaði Björn sem vörubifreiðarstjóri hjá Ríkis- spítölunum frá því um 1930, þar til snemma á stríðsárunum, að hann eignaðist eigin vörubifreið og stund- aði akstur á Vörubifreiðastöðinni Þrótti um árabil og vann meðal ann- ars við gerð Reykjavíkurflugvallar. Ásamt bifreiðaakstrinum vann Björn við húsbyggingar allt til ársins 1951. Börn þeirra hjóna voru orðin fjög- ur, fjárráðin af skornum skammti og brauðstritið var krefjandi fyrir heim- ilisföðurinn, en Birni tókst samt að koma upp húsnæði fyrir fjölskyld- una. En flugið átti hug Björns Pálsson- ar allan og kallaði á hann. Fyrsta sjúkraflugið Árið 1948 sannaði Björn, að allt er fertugum fært, þegar hann réðst í það einn og óstuddur að kaupa litla 2-3 sæta, einshreyfils flugvél TF- KZA, af gerðinni KZ-III. og hugðist stunda atvinnuflug með henni ásamt byggingarvinnunni. Málin þróuðust fljótlega þannig að brátt var leitað til Björns um að sækja sjúklinga út á land og í desember 1949 fór hann fyrsta sjúkraflugið vestur að Reyk- hólum á Barðaströnd. Þörfin fyrir sjúkraflugið var mikil, hann sá líka möguleikana á að sjá sér og fjöl- skyldunni farborða og á vettvangi sjúkraflugsins átti Björn Pálsson eft- ir að vinna stórvirki. Nú varð ekki aftur snúið en þá þegar hafði starf hans vakið athygli alþjóðar. Hann vann áfram við húsbygging- ar ásamt fluginu, allt til ársins 1951, en þá sneri hann sér alfarið að því og flugrekstur varð starf hans þaðan í frá til æviloka. Þetta ár keypti Björn með hjálp Slysavarnafélags Íslands, þriggja sæta, eins hreyfils flugvélina TF-LBP af gerðinni Auster-5 og árið 1954 keypti hann ásamt Slysavarna- félagi Íslands, flugvélina TF-HIS, fjögurra sæta, eins hreyfils Cessna 180, sem reyndist alla tíð einstakt happafar og hann notaði til sjúkra- flugs allt til æviloka. Þessi flugvél er enn í góðu ástandi, í eigu flugklúbbs atvinnuflugmanna og ber nafnið Björn Pálsson til heiðurs honum. Í heilan áratug flaug Björn eins hreyf- ils flugvélum sem ekki tóku nema einn sjúkling og lækni eða fylgdar- mann. Kalla mátti það byltingu þeg- ar tveggja hreyfla flugvélin TF- VOR, af gerðinni Beech Twin-Bon- anza kom til skjalanna árið 1960. Björn stofnaði ásamt Flugfélagi Ís- lands hf. fyrirtækið Flugþjónustuna hf. árið 1965, gerðist framkvæmda- stjóri þess og rak það til dauðadags. Hann hafði nokkra flugmenn í vinnu síðasta áratuginn sem hann lifði og fyrirtækið gerði út nokkrar fleiri tveggja hreyfla flugvélar Aðstæður til flugs af því tagi sem Björn stundaði voru svo sem gefur að skilja oftar en ekki afar erfiðar í fjöllóttu og strjálbyggðu landi,við óblítt og síbreytilegt veðurfar. Út- köllin og beiðnir um flug komu fyr- irvaralítið, jafnt á nóttu sem á degi og í öllum veðrum og oftar en ekki þegar flestar aðrar bjargir voru bannaðar. Á fyrsta áratugnum sem Björn stundaði sjúkraflug út á lands- byggðina voru leiðsögukerfi og stað- setningartæki ekki jafnöflug og örugg og síðar varð og það var ekki heiglum hent að ráða farsællega fram úr óvæntum og erfiðum vanda sem sífellt steðjaði að. Björn Pálsson var um langa hríð náinn ráðgjafi Agnars Kofoed-Han- sen flugmálastjóra þegar gerðar voru og merktar flugbrautir fyrir sjúkraflugið vítt um landið á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar. Í sjúkrafluginu lenti Björn þar að auki á fjölmörgum og ótrúlegustu stöðum á landsbyggðinni og á mörgum þeirra hafði flugvél aldrei lent áður og kannski aldrei síðan. Hinn þjóðkunni maður Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, þekkti land sitt einnig flestum betur og hann lét sig ekki vanta þegar atburð- ir urðu sem snertu náttúru Íslands. Ótaldar voru þær ferðir sem Björn flaug með Sigurð á vettvang slíkra atburða og báðir mátu þeir hvor ann- an mikils. Sigurður Þórarinsson var í fyrirlestraferð erlendis þegar honum bárust tíðindin af sviplegu láti Björns og hann ritaði þá Sveini syni hans ógleymanlegt bréf. Þar segir m.a.: … „Hefði ég getað aflýst fyrir- lestri mínum sem ég átti að halda næsta dag hefði ég gert það. Ég var andvaka um nóttina sem ég þó sjald- an verð. Fyrir hugskotssjónum svifu allar þær ferðir sem ég hef átt í lofti með föður þínum um áratugi, fyrst- um á vettvang í hverju eldgosinu eft- ir annað, ótal Surtseyjarferðir, fjöl- margar ferðir til Grímsvatna. Saman höfum við upplifað allar náttúruham- farir sem orðið hafa hér síðustu ára- tugina … Ég hefi mörgum manninum kynnst á minni ævi sem þegar er orð- in nokkuð löng og viðburðarík, en fá- ir hafa auðgað mitt líf meir en Björn Pálsson. Þó að ég hafi ekki kynnst djarfari flugmanni er mér þó jafn ofarlega í minni hvað hann var gæt- inn og að hann tók aldrei áhættu að ástæðulausu, eins og hann var óhik- andi að taka hana ef með þurfti. Þekking hans á landinu var með ein- dæmum og mér stöðugt aðdáunar- efni er ég flaug með honum.“ Gjörkunnugur landinu Björn lagði sig frá því fyrsta alveg sérstaklega fram um að þekkja land- ið og landslagið. Allir sem þekktu Björn, vissu hve hann var gjörkunn- ugur hvar sem var á landinu og þekkti það vel, byggðir jafnt sem óbyggðir. Athyglisgáfa hans var með ólíkindum og ósjaldan hringdi alls ókunnugt fólk í hann og bað hann til dæmis um að svipast um eftir týnd- um hestum eða fé, næst þegar hann ætti leið yfir tiltekið svæði. Hann lagði sig eftir að fylgjast með vexti og viðgangi hreindýrastofnsins og stundaði um langt árabil talningu á þeim úr lofti á vegum menntamála- ráðuneytisins. Einnig fylgdist hann með beitarþoli á afréttum landsins og hafði oft samband við bændur ef sauðfé var tekið að safnast að girð- ingum neðan afréttanna og svo mætti lengi telja, því víða var áhug- inn. Hann þekkti og skildi flestum betur staðbundið veður- og vindafar tengt fjöllum og landslagi, til dæmis í dölum og fjörðum og hann var meist- ari í að lesa í skýjafarið yfir fjöllum. Ég leyfi mér að fullyrða, að enginn maður annar á hans tíð hafi verið jafnoki hans í því að staðsetja sig í sjónflugi og rata eftir kennileitum úr lofti séð. Djúp og einlæg vinátta ríkti milli Björns Pálssonar og dr. Friðriks Einarssonar læknis. Þeir fóru oft saman í erfitt sjúkraflug og dr. Frið- rik rifjaði m.a. upp eina þeirra ferða í endurminningum sínum „Læknir í þrem löndum“. Dr. Friðrik segir frá því að eitt sinn er þeir voru á leið með sjúkling frá Neskaupstað til Reykjavíkur, birtist skyndilega skýjarof og dr. Friðrik sá grilla í lækjarsprænu á jörðu og segir: „Hvar skyldum við vera núna“? Björn svarar um hæl: „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm, sólvermd í hlýjum garði, áburð og ljós og aðra virkt, enginn til þeirra sparði. Mér var þó löngum meir í hug, melgrasskúfurinn harði, runn- inn upp þar sem Kaldakvísl, kemur úr Vonarskarði?“! Vart hafði Björn lokið þessu erindi úr Áföngum pró- fessors Jóns Helgasonar, þegar rofið var aftur hulið skýjum. Öllum sem til þekktu og ekki síst Birni Pálssyni sjálfum var það full- ljóst að æði oft tefldi hann á tæpasta vaðið þegar neyðin kallaði og líf manns var í veði. Hann hélt alltaf ró sinni og þar kom ekki aðeins sífellt fram hin meðfædda þörf og sterkur vilji hans að verða öðrum að liði og hjálpa nauðstöddum, heldur einnig mikill andlegur styrkur og áræði, gjörþekking á landinu og aðstæðum, heilbrigð skynsemi og sterk skap- höfn. Allir vissu mætavel, ekki síst hann sjálfur, að oft fór hann við slík- ar aðstæður út fyrir takmörk starf- rækslu venjulegs farþegaflugs og lagði sig sjálfan sannarlega í lífs- hættu. Björn Pálsson flugmaður við flugvélina TF-KZA. Flugvélin TF-LOA á Sandskeiðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.