Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.2008, Blaðsíða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2008 19 Kristján Bersi Ólafsson segirgömlum starfsfélögum og vinum úr blaðamennskunni fækka með hverjum degi. Hann yrkir um „teiknarann snjalla“ Ragnar Lárusson sem verður jarðsettur á morgun: Í fjölmiðlum er stopp og stans og staldur án langrar tafar er höfundur Bogga blaðamanns borinn er til grafar. Á jólaföstu kom Ólína Þorvarðardóttir á fund Kvæðamannafélagsins Iðunnar vestan frá Ísafirði og kynnti bók sína „Vestanvindur“. Sigurður Sigurðarson dýralæknir orti til hennar: Ólína kveður um vestanvindinn vasklega stefnir hún upp á tindinn ljóðaperlurnar letrað fær. Létt er í spori hún sem hindin, hnarreist eins og fjallakindin. Eldur í hári og augun skær. Auðunn Bragi Sveinsson vekur máls á því að fólki sé oft illa við að embætti og frægð erfist: Hillary bregst hjálparlið; hún það ætti að muna, að oft er fólki illa við arfa-kenninguna. Og enn um kosningarnar vestra: Forsetans að feta stig fylgir mikið drama. Hillary má herða sig, ef hyggst ’ún sigra Obama! Allt logar í átökum í Napólí á Ítalíu út af sorpi sem þar hrannast upp á götunum. Auðunn Bragi yrkir um sorpstríðið: Nú er svart í Napólí; nóg er þar af skrani. Óþefur af öllu því ýmsra verður bani. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af Bogga blaðamanni Mig langar til að kaupa mér ódýr fargjöld á netinu með lágfar- gjaldaflugfélögum. Hvað þarf ég að vita? Einkenni lágfargjaldaflug-félaga (t.d. Iceland Express)eru að þau bjóða ekki upp á tengiflug, fljúga oftast til og frá minni flugvöllum (stundum í nokkurri fjar- lægð frá stærri borgum), bjóða ekki ókeypis mat og drykk, hafa þrengri reglur varðandi farangur og hvetja farþega til að kaupa miða aðra leið- ina. Á móti kemur að þau bjóða lægri fargjöld. Félögin brutu á sínum tíma upp fákeppni varðandi flugmiða sem lengi hafði ríkt og árangur þeirra hef- ur verið mikill. Hefðbundið flugfélag eins og Icelandair hefur nú tekið upp sumar þessara nýjunga og nú er stundum erfitt að greina á milli lág- fargjaldafélaga og venjulegra flug- félaga. Þarf oft tvo miða Önnur einkenni þessara nýju flug- félaga er að þau taka ekki þátt í hefð- bundinni bókunarsamvinnu flug- félaga og fæstar flugleitarvélar birta upplýsingar um flugferðir þeirra. Þó má finna upplýsingar um sumar þeirra á leitarvélunum www.dohop- .com og www.skyscanner.net. Að öðru leyti verður yfirleitt að bóka beint á vefsíðum félaganna. Vefsíðan www.whichbudget.com birtir góðan lista yfir lágfargjaldaflugfélög víða um heim sem gott er að styðjast við. Íslendingar þurfa einatt að skipta um flugvél til að komast alla leið til áfangastaða sinna. Vandamálið er að þá þarf oft að bóka tvo aðskilda miða. Ef fyrra fluginu seinkar umtalsvert tekur flugfélagið sjaldnast ábyrgð á því þó að farþeginn missi af seinna fluginu. Þar með verður að kaupa nýjan miða sem getur verið mjög dýrt. Stundum er þó hægt hjá Ice- landair að kaupa miða alla leið þar sem félagið sér um að útvega hinn miðann og tryggir tengiflugið. Það getur þó verið dýrara en ella. En hjá lágfargjaldafélögum þarf alltaf að kaupa tvo miða. Það á að vera í lagi að kaupa tvo aðskilda miða ef þess er gætt að hafa nægan tíma milli fyrra og seinna flugsins. Ef lent er á London Stans- ted kl. 10 og ekki flogið áfram fyrr en kl. 18 er mjög líklegt að allt gangi upp. En ef lent er í New York kl. 18 og flogið áfram kl. 21 er tekin áhætta. Ein leið til að minnka hana er að gista á leiðinni. Gistingin þarf ekki að vera svo dýr miðað við hvað flugmiðar geta stundum kostað. Að vísu tapast tími, sem reikna þarf inn í dæmið. London Stansted er ein stærsta miðstöð lággjaldaflugfélaga, s.s. ryanair.com og easyjet.com. Við höf- um nokkrum sinnum gist eina nótt í nágrenninu og tekið síðan tengiflug daginn eftir. Hentug gisting: www.stansted.radissonsas.com (rétt hjá flugstöðinni en frekar dýrt), www.stansted-bandb.co.uk og www.phoenixlodge.co.uk (ódýrari gistihús nálægt flugvellinum). Önnur lágfargjaldaflugfélög sem nýtast Íslendingum vel eru JetBlue (frá New York-JFK og Boston), We- stJet (frá Halifax og Toronto), Sterl- ing (frá Kaupmannahöfn) og GermanWings (frá Berlín-Schöne- feld). Snjallt er að fara á vefsíður flug- félaganna og gerast áskrifandi að póstlista þeirra svo hægt sé að fylgj- ast með „fargjaldaútsölum“ sem oft- ast eiga sér stað á nokkurra vikna fresti. ferðaflugur Flogið með lágfargjaldaflugfélagi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kostir og gallar Lágfargjaldaflugfélögin fljúga oft til minni flugvalla og hafa þrengri reglur varðandi farangur, en eru líka oft ódýrari. Þetta er fyrsti pistillinn af nokkr- um þar sem þau Ian Watson og Margrét Gunnarsdóttir munu taka fyrir ýmsar spurningar sem ferða- langar velta gjarnan fyrir sér áður en af stað er farið. Veröldin snýst í hringi; gærdagurinn kemur alltaf aftur. „Veistsma þúsma hvaðsma égsma ersma aðsma segsma?“ spurði ung dóttir mín allt í einu upp úr þurru á dögunum. Mér fannst ég ungur í annað sinn.    Jóhannes Bjarnason, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og hand- boltaþjálfari, er gamansamur mað- ur. Í blaði sem KA gaf út í tilefni 80 ára afmælis félagsins í vikunni rifjar hann upp það sem eftirminnilegast var á íþróttaferlinum: „Það er ótrú- lega margt sem kemur upp í hugann. Fyrst vil ég nefna úrslitaleik um Ís- landsmeistaratitilinn í knattspyrnu í fjórða flokki á Melavellinum gegn Breiðabliki árið 1977. Sá leikur end- aði 2-2. Viku síðar var spilaður annar leikur og þá var ég tekinn út úr byrj- unarliðinu. Við það hrundi leikur liðsins og við töpuðum 4-1!“    Brynhildur Þórarinsdóttir flytur í dag fyrirlestur sem vekur óneit- anlega áhuga enda kallar hún fyr- irlesturinn Axarmorðingi í móð- urfaðmi. Uppeldisfræði Egils sögu Skalla-Grímssonar. Brynhildur talar á Fimmtudagshlaðborði Akureyr- arAkademíunnar í gamla Hús- mæðraskólanum við Þórunn- arstræti. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.    Tónlist með Pink Floyd hljómar á Græna hattinum í kvöld, á fyrstu tónleikum ársins. Það er húsvíska hljómsveitin Echoes sem leikur lög af plötunum Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall.    Kynningarfundur verður í dag um nám á hraðlínu á almennri bóknáms- braut í Menntaskólanum á Akureyri fyrir nemendur sem koma úr 9. bekk. Fundurinn, sem er ætlaður bæði nemendum og foreldrum þeirra, verður í Kvos MA og hefst kl. 17. Gengið inn frá Þórunnarstræti. MA hóf kennslu á þessari braut haustið 2005 og verkefnið hefur að sögn gengið mjög vel.    Starfsmenn Framkvæmda- miðstöðvar hafa undanfarna daga safnað saman jólatrjám og halda því áfram þar til á morgun. Setji fólk tré út að lóðarmörkum við hús sín fjar- læga starfsmenn bæjarins þau. Einnig er hægt að setja tré í gáma sem eru við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund og Sunnuhlíð.    Bærinn Grýta í Eyjafjarðarsveit verður í framtíðinni foreldrahús þar sem foreldrar með umgengnisrétt og börn þeirra hittast. Frá þessu var greint í svæðisfréttum RÚV í vik- unni. Þar sagði að á þennan hátt gætu börnin verið í sínu heima- umhverfi og foreldrar sparað sér umtalsverðar fjárupphæðir. „Félag ábyrgra feðra á Akureyri samdi við eigendur jarðarinnar um afnot af húsnæði á jörðinni gegn vinnu við viðhald og eftirlit. Tilgangurinn er að auðvelda börnum og umgengn- isforeldrum þeirra að njóta samvista án mikilla ferðalaga og tilheyrandi fjárútláta. Jóhann Kristjánsson, for- maður félagsins, segir þetta vera hugsjónastarf,“ segir á vef RÚV. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Uppeldi Brynhildur ætlar að ræða um axarmorðingja í móðurfaðmi! AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is • Tækniþróunarsjóður er sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 75/2007 um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun. • Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. • Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. • Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs. • Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. • Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna samanlagt á þrem árum. • Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Ný eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð verða á heimasíðu Rannís, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. febrúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.