Morgunblaðið - 20.01.2008, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Og mundu svo að segja hátt og skýrt ef þú tapar: „Ég er ekki skarpari en íslenskur for-
sætisráðherra.“
VEÐUR
Nú eru Íslendingar ekki lengur að-aleigendur að Nyhedsavisen í
Danmörku heldur Danir. Það var
áreiðanlega skynsamleg ráðstöfun
hjá forráðamönnum Baugur Group
að losa sig út úr þeirri stöðu að vera
aðalábyrgðarmenn þessarar útgáfu.
Það hefur reynzt flóknara en ís-lenzkir útgefendur Nyheds-
avisen töldu að flytja út til annarra
landa dreifingarhugmynd Frétta-
blaðsins.
ÍDanmörku er talið að það sé aðmeðaltali einn lesandi að hverju
blaði sem dreift er í hús en tveir á
hvert blað sem dreift er með öðrum
hætti.
Í dönskum blaðaheimi er talað umað útgáfa Nyhedsavisen og ann-
arra sambærilegra fríblaða kosti um
13 milljónir íslenzkra króna á dag.
Berlingske Tidende heldur því fram
að tapið á síðasta ári hafi numið um
fimm milljörðum króna og muni
nema nálægt 9 milljörðum á þessu
ári.
Þórdís Sigurðardóttir, fram-kvæmdastjóri fjölmiðla- og
tæknisviðs Baugur Group, segir hins
vegar að félagið hafi engu tapað á
danska blaðinu. Ekki verða þau orð
hennar dregin í efa.
Engu að síður hafa íslenzkir eig-endur Nyhedsavisen talið eft-
irsóknarvert að aðrir taki við því að
leit að nýjum eigendum hefur staðið
yfir frá því sl. haust.
Fyrir því hljóta þá að vera aðrarástæður en tap á rekstri.
En afrek að finna nýja eigendur.
STAKSTEINAR
Af dönskum blaðamarkaði
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!
" " #" #
" " #" #
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
#
# #
#
#
#
*$BCD """
!
"#
*!
$$
B *!
$ % &" "%"
'!( '
<2
<! <2
<! <2
$& ")*+", '-
D2 E
F8
F87
$
%
&'
( '
"
6
2
$)
*+, -
$ .
/ ) "$! $.
*+,
&"( B
) *
,
&
!
&' "
#
0 '
/ &
"
./ " "'00'"! "1
' !'")*
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Sveinn Ingi Lýðsson | 19. janúar
Óánægja á Álftanesi
Það er kostulegt að
fylgjast með brölti bæj-
arstjórans á Álftanesi
þessa dagana. Núna
lætur hann sig hafa það
og segir allt vera í
himnalagi og lukkunnar
velstandi í því ágæta sveitarfélagi
Álftanesi og ræðst að Magnúsi Steph-
ensen og sakar hann um rangfærslur.
Magnús hafði skýrt í blaðaviðtali frá
megnri óánægju íbúa við Suðurtún
vegna auglýstra breytinga á aðal- og
deiliskipulagi miðsvæðis Álftaness.
Meira: sveinni.blog.is
Sigurður K. Kristjánsson | 19. jan.
Las ekki gögnin
Lúðvík Bergvinsson,
þingflokksformaður
Samfylkingarinnar, lýsti
því yfir í umræðum á Al-
þingi á miðvikudaginn
að hann væri ósam-
mála niðurstöðu Árna
M. Matthiesen, fjármálaráðherra og
setts dómsmálaráðherra, að skipa
Þorstein Davíðsson í embætti héraðs-
dómara við Héraðsdóm Norðurlands
eystra og Héraðsdóm Austurlands.
Í sömu andrá lýsti Lúðvík því yfir að
hann hefði ekki lesið gögn málsins.
Meira: sigurdurkari.blog.is
Hrannar Baldursson | 19. janúar
Í minningu Fischers
Hann var sjálfum sér
verstur en átti litríkan
feril og heimurinn […]
og Ísland væri án nokk-
urs vafa mun fátækara
án hans. Ég hef oft kíkt
yfir skákirnar hans og
dáðst að hugrekkinu og dirfskunni
sem hann komst upp með yfir skák-
borðinu. Mig grunar reyndar að hann
hafi ekki gert skýran greinarmun á
þeim hugsunarhætti sem góður ár-
angur í skák krefst og þeim ólíka
hugsunarhætti sem þörf er á til að ná
árangri í lífinu sjálfu.
Meira: don.blog.is
Sigurjón Þórðarson | 19. janúar
Af kynnum af
Fischer og ferð
til Siglufjarðar
Bobby Fischer setti
mark sitt á skáklíf
heimsins og sömuleið-
is íslenskt þjóðlíf síð-
ustu fjóra áratugi, allt
frá því að heimsmeist-
aramótið var haldið hér
árið 1972, í skákeinvígi aldarinnar í
Laugardalshöll.
Fischer lenti í ótrúlegum væringum
gagnvart bandarískum stjórnvöldum
vegna brota á viðskiptabanni þegar
hann tefldi í fyrrum Júgóslavíu. Þær
hremmingar skoluðu honum hingað
til Íslands eftir langa dvöl í jap-
önskum fangelsum.
Ég kynntist kappanum aðeins per-
sónulega þegar ég fiskaði hann upp
þar sem hann sat á bekk fyrir utan
Kjörgarð á Laugaveginum í sumar
sem leið.
Ég tók hann tali en þar sat meist-
arinn klæddur til útiveru með vasaút-
varp, sem hann hlýddi á BBC í, og
þrjá farsíma.
Ég bauð honum að borða með mér
kjúkling úr Melabúðinni meðan við
sátum og ræddum landsins gagn og
nauðsynjar og heimsstjórnmálin.
Það er óhætt að segja að það
samtal hafi tekið á sig skringilegt
flug og dýfur og ég, sveitamaðurinn
Sigurjón, átti fullt í fangi með að
fylgja meistaranum eftir.
Umhverfismál voru honum mjög of-
arlega í huga og bandarísk stjórnvöld
sem hann taldi sitja á svikráðum við
sig.
Við vinirnir, Valgeir Tómas Sigurðs-
son og ég, komum því til leiðar að
Fischer fór í lystireisu í sumar með
Valgeiri norður til Siglufjarðar þar
sem Fischer og japönsk vinkona
hans áttu góðar stundir í nokkra
daga.
Hann gat verið skemmtilega kenj-
óttur og það sem honum þótti hvað
skemmtilegast á Siglufirði og taka
öðru fram var hafragrauturinn sem
hann gat látið ofan í sig í ómældu
magni.
Ísland er fátækara land þegar
Fischer er fallinn frá. Við getum verið
stolt af því að hafa tekið vel á móti
honum og létt honum síðustu æviár-
in. Vinir hans sem komu því til leiðar
að hann fékk íslenskan ríkisborg-
ararétt eiga þökk skilda.
Meira: sigurjonth.blog.is
BLOG.IS
FRÉTTIR
LEIKSKÓLARÁÐ
Reykjavíkur úthlut-
aði almennum styrkj-
um og þróunar-
styrkjum að andvirði
16 milljónum kr. á
fundi sínum 16. jan-
úar síðastliðinn.
Hæstu styrkirnir
renna til Myndlista-
skóla Reykjavíkur og
þriggja leikskóla sem
eru í samstarfi um
sjónmennt og til
Rannsóknarstofu í
menntunarfræðum
ungra barna við
KHÍ. Myndlistaskól-
inn og leikskólarnir
Dvergasteinn, Gull-
borg og Tjarnarborg
fengu 3,5 milljónir króna til að tengja saman skapandi starf í leikskóla og
nám í sérskóla þar sem unnið er út frá tvívíðri og þrívíðri nálgun. Rannsókn-
arstofa í menntunarfræðum yngri barna fékk 2 milljónir kr. til að efla rann-
sóknir á menntun og uppeldi ungra barna. Jafnframt fékk stofan eina og
hálfa milljón króna í þróunarstyrk til samstarfsverkefnisins Raddir barna,
sem miðar að því að kanna viðhorf ungra barna á ýmsum þáttum í daglegu
lífi þeirra og skólagöngu. Þá fengu SARE-samtökin styrk upp á eina og hálfa
milljón króna vegna miðstöðvar fyrir endurnýtanlegan efnivið til skapandi
leikskólastarfs.
Alls úthlutaði leikskólaráð styrkjum til 21 verkefnis.
Markmið almennra styrkja leikskólaráðs er að styrkja verkefni og starf-
semi sem styður við eða stuðlar að bættu leikskólastarfi í Reykjavík. Þróun-
arstyrkir renna til verkefna sem stuðla að rannsóknum og nýbreytni í upp-
eldisstarfi, segir í fréttatilkynningu.
Leikskólaráð Reykjavík-
ur úthlutar styrkjum
Að leik Krakkar úr Dvergasteini blanda litum.
Árvakur/G. Rúnar