Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 11

Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 11
Jóns úr Vör Mánudaginn 21. janúar verða veitt verðlaun í árlegri ljóðasamkeppni, á vegum lista- og menningarráðs Kópavogs, sem kennd er við Jón úr Vör. Verðlaunaafhendingin fer fram kl. 20.00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Þetta er í sjöunda sinn sem lista- og menningarráð Kópavogs stendur fyrir samkeppninni Ljóðstafur Jóns úr Vör. Þátttakendur skila inn verkum undir dulnefni og fær sigurvegarinn vegleg peningaverðlaun og verðlaunagripinn, Ljóðstaf Jóns úr Vör, áletraðan með nafni sínu til varðveislu í eitt ár, auk eignargrips. Að þessu sinni bárust rúmlega tvö hundruð og fimmtíu ljóð í keppnina. Í dómnefnd eru Þórarinn Eldjárn rithöfundur, Sigþrúður Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur og Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.