Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tokion - október/nóvember 2006 (New York) Í smábænum Vík á sunnanverðu Íslandi eyddu hönnuðirnir fimm í Vík Prjónsdóttur löngum vetri í að hanna nýstárlegar ullarvörur. Frá frjósömum prjónavélunum koma notalegir hlutir svo sem Samveruteppið, litríkt ullarteppi með tveimur götum fyrir höfuð til að eyða köldum vetrarnóttum á Norð- urhjara saman undir, svo og Skegghúfan sem fær jafnvel þá hárlausustu til að státa af glæsilegum skeggvexti. Form - september/október 2006 (Þýskaland) Íslendingasögurnar, þjóðsögur og venjur gáfu hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Agli Kalevi Karlssyni, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur, Hrafnkeli Birgissyni og Þuríði Rós Sigurþórs- dóttur nægan efnivið til að hanna heila vörulínu: Undir nafni Víkur Prjónsdóttur komu hönnuðirnir með samtímatúlkun á sögu lands og menningu fyrir ullarframleiðandann Víkur- prjón. Prjónavörurnar, sem gætu bæði flokkast undir tísku- hönnun og skúlptúr, túlka til dæmis þjóðsöguna um konuna sem var selur fastur í kvenlíki og átti sjö börn á landi og sjö á sjó. Útkoman er selshamur úr ull sem er mjúk útgáfa af sam- festingi með hettu og hreifum. TILVITNANIR Í ERLEND HÖNNUNARBLÖÐ Icon - ágúst 2006 (Bretland) Selslagaður samfestingur er bara einn af hinum sérviskulegu hlutum í línu af ullarvörum frá Vík Prjónsdóttur. Eins og aðrir hlutir í vörulínu þeirra er Selurinn innblásinn af íslenskri þjóðsögu. Skegghúfurnar byggjast á hinum hefðbundnu lambhúshettum sem bændur landsins notuðu í snjóþunga hins íslenska vetrar á meðan Samveruteppið vísar til hefðarinnar að deila rúmi til að halda á sér hita. Aðrar vörur vísa í hið hrikalega og oft óbyggilega umhverfi Íslands. Umhverfi eins af stærstu jöklum landsins prýðir til dæmis Landslagsteppið. Surface - desember 2007 (Bandaríkin) Barnaselurinn og Selurinn eftir Vík Prjónsdóttur er ekki bara notalegt teppi fyrir foreldra og börn heldur líka virðingar- vottur við gamla íslenska sögu af konu sem var selur í manns- líki og þar að auki vara sem hjálpaði til við að blása nýju lífi í litla íslenska ullarverksmiðju. Ready made - október/nóvember 2007 (Bandaríkin) Í tilraun til að blása nýju lífi í hinn dalandi ullariðnað á Íslandi tóku fimm hönnuðir saman höndum og mynduðu Vík Prjóns- dóttur, vörulínu af klæðilegum fatnaði og fylgihlutum fyrir kalt veðurfar sem sækir innblástur sinn í norrænar þjóðsögur. Gott dæmi er Landslagsteppið sem sýnir landslagið sem um- kringir hið alræmda eldfjall Kötlu. Dwell - desember 2007 ( Bandaríkin) Innblásin af lambhúshettum íslenskra bænda er skegghúfan frá Vík Prjónsdóttur, sannkölluð guðsgjöf til manna sem þrá meiri skeggvöxt en náttúran gaf þeim. S veitarstjóri Mýrdalshrepps er Sveinn Pálsson. Hvert er álit hans á þýðingu verkefna á borð við Vík Prjónsdóttur? „Það er kannski fyrst og fremst það að þetta vekur athygli á fyrir- tækinu og samfélaginu hér og skapar vonir til nýsköpunar og ný- breytni. Ég hef séð þessar vörur en ég hef ekki eignast ennþá neitt af framleiðsluvörunum en líst vel á þær – þetta er skemmtilegt. Það er gaman að sjá þegar gert er eitthvað óhefðbundið úr hefð- bundnu hráefni,“ segir Sveinn. En Víkurprjón á sér langa sögu, er þetta mikilvægt fyrirtæki á ykkar svæði? „Þessi prjónastofa er hluti af stoðum atvinnulífsins hér. Hún eykur fjölbreytnina. Annars er Vík og nágrenni fyrst og fremst þjónustumiðstöð fyrir sveitirnar hér í kring og náttúrlega „ferða- manninn“, það kemst enginn um Suðurland nema fara hér um. Það hefur byggst upp í seinni tíð mjög umfangsmikil ferðaþjónusta hér sem enn er í uppbyggingu og við erum að vinna frekari þróun í menningartengdri ferðaþjónustu.“ Eru mörg svokölluð sprotafyrir- tæki í ykkar nágrenni? „Nei, ekki er mikið um það, þetta verkefni í kringum Víkurpr- jón er nokkuð sérstakt. Þótt hér sé margvísleg starfsemi hefur hún yfirleitt verið nokkuð lengi til staðar.“ Eru þið með eitthvað nýtt á prjónunum? „Sveitarfélagið hér leggur áherslu á almenna þjónustu við íbúana, við reynum að hafa alla aðstöðu og umbúnað í lagi en atvinnulífið er talsvert í hönd- um einstaklinga. Hér í sveitinni eigum við gott dæmi um fram- tak einstaklinga í atvinnusköp- un. Nokkrar konur hafa tekið sig saman og framleiða minja- gripi í vélageymslu á bænum Nikhól hér í sveitinni. Þar framleiða þær minjagripi Gull- roðans sem þær hafa sjálfar hannað og selja hér í Vík og víðar.“ Áhugasamur Sveinn Pálsson sveitarstjóri í Vík í Mýrdal á skrifstofu sinni. VON Í NÝSKÖPUN Morgunblaðið/Jónas Erlendsson É g tel að verkefnið Vík Prjónsdóttir sé eitt athyglisverðasta samvinnuverkefni hönnuða og íslenskra framleiðanda sem komið hefur fram á síðustu árum.“ Þannig lýsir Elísabet V. Ingvarsdóttir, innan- hússarkitekt og hönnunarsagnfræðingur og hönnunargagnrýnandi Morgunblaðsins, Vík Prjónsdóttur og bætir við: „Margt hefur verið rætt og reynt með svokallað sprotastarf eða tengsl hönnunar við atvinnulífið; oft hefur það gengið upp en einnig alltof oft fallið um sjálft sig vegna þess að verkefnið er hvorki hugsað í heild né til enda. Verkefnið Vík Prjónsdóttir er þaul- hugsað í gegn. Þarna fara saman hönnuðir sem nýta krafta sína og sérsvið einstaklega vel sam- an og hafa þor og fagþekkingu. Hönnunin er út- hugsuð með það fyrir augum að blása nýju lífi í framsetningu á íslensku ullinni. Verkefnið felst í því að styrkja íslenskan iðnað og um leið að gefa hönnuðum tækifæri til þess að vinna með íslenskt hráefni. Þannig er sleginn nýr tónn í framleiðslu rótgróins landsbyggðarfyrirtækis með framleiðslu sem höfðar mjög sterkt til Ís- lands og sagnaarfsins og þá um leið til lífsins á þeim stað sem framleiðslan er. Það er ekki ein- ungis vegna þess að hönnunin er að mestu værðarvoðir að það stafar einhverri einlægni og hlýju frá verkefninu, væntumþykju fyrir fram- leiðslunni og því umhverfi sem hún sprettur úr – allt er þetta sett fram með skemmtilegum skírskotunum fullum af húmor.“ Einfaldleiki og einlægni „Það hefði í raun verið lítið mál að klúðra hugmyndinni. Ef einhver hefði komið til mín og sagst ætla að endurvekja hróður gamalgróinnar prjónastofu á landsbyggðinni með því að hanna værðarvoðir í líki sveitalandslagsins og nýta sér þjóðsöguna um selshaminn þá væri „gleymdu því“ það eina sem mér hefði dottið í hug að svara vegna þess að hugmyndin er svo einföld og nær hallærisleg. En fagleg vinnubrögð og samvinnan ganga svo vel upp í allri útfærslu verkefnisins – leyfir einfaldleika hugmynd- arinnar og einlægni að skína í gegn – sem heppnast að mínu viti fullkomlega. Tökum sem dæmi landslagsteppið með Mýr- dalsjökli. Teppið er tenging við svæðið þar sem það er framleitt. Það er frumleg hönnun og höfðar til þeirra sem sækjast eftir slíku. Það er líka þjóðlegt fyrir okkur Íslendinga og um leið fín landkynning. Kynningin og markaðs- setningin kórónar svo allt, en teppið hefur al- mennt verið sýnt með krakka liggjandi undir því þar sem fætur í appelsínugulum sokkum skjótast undan og táknar að þarna sofi Katla sínum svefni (á milli gosa) undir jökulbreið- unni.“ Tenging við land elds og ísa „Með þessari skemmtilegu framsetningu og tengingu er strax búið að markaðssetja og tengja vöruna við land elds og ísa. Hversu oft höfum við ekki séð markaðssetningu á þessari tengingu misheppnast? Hinsvegar er þetta ekki túristagóss í eðli sínu en samt er ákveðin tenging við slíkar söluvörur nýtt. Hér er fyrst og fremst um frumlega og vel útfærða nútíma- hönnun að ræða sem er að vissu leyti í anda þeirra hræringa sem í gangi eru núna að sækja til fortíðar svo sem til sagnaarfsins, ævintýra- heims eða rómantíkur. Það er ánægjulegt að hún sé komin í góða kynningu erlendis og á án efa eftir að hafa þýðingu fyrir íslenska hönnun í heild.“ ATHYGLISVERT SAMVINNUVERKEFNI Hrós Elísabet V. Ingvarsdóttir, innanhúss- arkitekt og hönnunarsagnfræðingur, hrósar frumlegri og úthugsaðri nútímahönnun. VÍK PRJÓNSDÓTTIR 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.