Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 29
H
versu mikilvægt er feðraorlof?
„Ég held að feðraorlof sé mjög mikilvægt,
ekki bara fyrir feður, heldur samfélagið allt.
Ég held að tómt mál sé að tala um jafnari
stöðu kynjanna, t.d. í launamálum, fyrr en
staða og ábyrgð feðra á heimilinu hefur verið jöfnuð við kon-
urnar. Síðast en ekki síst er þetta mikilvægur réttur
barnanna, finnst mér – að þau eigi þessa nánu reynslu með
feðrum sínum.
– Hvernig er föðurhlutverkið, hefur sýn þín á það breyst?
„Kannski ekki svo mikið. Ég hef alltaf tekið föðurhlut-
verkið alvarlega og ég er ekki í feðraorlofi í fyrsta sinn.“
– Er fæðingarorlof viðurkennt á þínum vinnustað?
„Já, það er óhætt að segja það. Ég starfa að vísu á
„kvennavinnustað“, þannig að það kemur kannski af sjálfu
sér, en ég held að almennt hljóti feðraorlof að vera virt og
viðurkennt á vinnustöðum, a.m.k. þar sem yfirmönnum er
annt um hinn svokallaða mannauð. Þó hefur maður heyrt
sögur af strákum sem veigra sér við því að nýta þennan rétt
til fulls, jafnvel þótt þeir starfi hjá fyrirtækjum sem maður
teldi fyrirfram framsækin í starfsmannamálum.“
– Hvernig voru viðbrögð vina og fjölskyldu
yfir orlofinu?
„Þau voru að sjálfsögðu jákvæð, hvað annað?“
– Hvernig er feðraorlofi vina þinna háttað?
„Flestir nýta það til fulls, en ekki samfellt
eins og mæðurnar. Þó eru nokkrir í ábyrgð-
arstöðum sem hafa ekki tekið fullt orlof, hvort
sem það er vegna þess að enginn er til að taka
við verkefnum eða það er ekki litið hýrum aug-
um af yfirmönnum, þekki það svo sem ekki.“
– Heldur þú að almennt sé borin jöfn virðing fyrir því að
karlmenn fari í orlof í samfélaginu?
„Almennt held ég það, já. Þessi réttarleiðrétting er til-
tölulega ný tilkomin, en mér finnst samfélagið hafa furðu-
fljótt litið á þetta sem sjálfsagt mál, sem það er. Það er
reyndar furðulegt að karlmenn skuli hafa látið bjóða sér
þetta svona lengi og það hafi þurft þrýsting kvenna til að
breyta þessu.“
– Hvernig notaðir þú afgangstíma?
„Ég hef nú bara ekki átt mikinn afgangstíma. Ég ætlaði
mér að föndra við skriftir eða æfa mig á gítarinn minn, en
það hefur ekki veitt af tímanum í heimilisverkin, jafnvel þeg-
ar sú litla er sofandi.“
– Hvað kom á óvart?
„Það kom mér eiginlega mest á óvart hversu mikla velvild
ég skynjaði hvar sem ég kom einn með barnið. Mér hefur t.d.
aldrei verið sýnd jafnmikil tillitsemi í umferðinni og þegar ég
er úti að ganga með vagninn. Harðsvíruðustu atvinnubíl-
stjórar snarhemla þegar ég sýni minnstu viðleitni til að fara
yfir götu, sem er bara gaman.“
Það kom mér eig-
inlega mest á
óvart hversu
mikla velvild ég
skynjaði hvar
sem ég kom einn
með barnið.
H
vernig gekk fæðingarorlofið?
„Ég hef heyrt marga segja að þeir ætli að
gera þetta og hitt í feðraorlofinu. Ég hafði ekki
nein plön en þrátt fyrir meðvitað planleysi
gældi ég við ákveðnar hugmyndir. Það kom
hinsvegar fljótt í ljós, að það tekur allan daginn að hugsa um
lítið barn og reka heimili. Það fer ótrúlega mikill tími í alla
þessa litlu hluti. Ég keypti handa okkur uppskriftabók með
allskyns lífrænum uppskriftum en Eik hafði engan áhuga á
slíku. Eik er frekar matgrönn og svo var hún einfaldlega
meira fyrir „eitthvað sukk“, og minna hrifin af þessu fína líf-
ræna grænmetismauki sem ég útbjó handa henni. En alla
morgna fékk hún hafragraut og brauð í hádegismat og svo
útbjó ég mauk á kvöldin.“
– Fannstu fyrir vanmætti í föðurhlutverkinu?
„Tengslin byrja fyrr hjá móðurinni svo tenging mín við Eik
er að sjálfsögðu önnur, en eftir fæðingarorlofið hef ég aldrei
þurft að spyrja konuna mína að neinu varðandi barnið, við er-
um bæði jafnfær um að annast Eik og þekkjum hana jafnvel.
Í uppeldishlutverkinu er þolinmæðin mikilvæg-
ust, ég hef oft þurft að telja upp að tíu.“
– Er fæðingarorlof feðra viðurkennt á þínum
vinnustað?
„Það er fullur skilningur á mínum vinnustað á
mikilvægi fæðingarorlofs. Mínir yfirmenn fengu
ekki fæðingarorlof, og ég veit að það er eitthvað
sem þeir hefðu viljað. Þessi tími er verðmætur
og hann kemur aldrei aftur. En það er auðvitað
alltaf val hvers og eins að taka fæðingarorlof og
það eru ekki allir í aðstöðu til þess. Eins og þeir sem eru
verktakar – flestir vinir mínir taka orlof, þeir eru ekki margir
sem hafa sleppt því. En í minni stétt taka langflestir orlof.“
– Nýttir þú tímann vel?
„Ég nýtti tímann bara í það sem ég þurfti að gera og það
var að vera með Eik og hún bara krafðist þess. Ég seldi bíl í
byrjun fæðingarorlofsins og keypti hjól með stól fyrir Eik,
þannig að ef ég þurfti að fara eitthvað fór ég hjólandi eða
gangandi, yfirleitt fórum við út einu sinni til tvisvar á dag.
Veðrið var yndislegt í sumar.“
– Hvernig skiptið þið störfum heimilisins?
„Ég sé um eldamennskuna á heimilinu, en ég er svo hepp-
inn að konan mín sér algjörlega um þvottahúsið í staðinn, ég
elda hvað sem er og hef mjög gaman af því.“
– Hvernig er að vera byrjaður aftur í vinnu?
„Ég er ennþá að reyna að koma mér inn í vinnurútínu.
Ennþá að jafna mig.“
– Gætir þú hugsað þér að vera heimavinnandi?
„Ég gæti hugsað mér að vinna tvo til þrjá daga vikunnar
heima.“
Á næsta ári fara Emil og Berglind í sérnám til Svíþjóðar.
Þau hjónin hlakka til að komast í annað umhverfi. Emil lærði
læknisfræði á Íslandi, en fylgdi Berlindi konu sinni til Dan-
merkur þar sem hún kláraði læknisfræðina. Þau eru bæði
sammála um að þar sé andrúmsloftið fjölskylduvænna en á
Íslandi. „Þar er annar taktur,“ segir Emil að lokum
Ég sé um elda-
mennskuna á
heimilinu, en ég
er svo heppinn
að konan mín
sér algjörlega
um þvottahúsið
þjóðlífsþankar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 29
Það er oft sagt að erfitt sé aðdæma í eigin sök og líklegaer ekki síður erfitt að
dæma í sakargiftum annarra. Sá
dómur dómstóla sem mér hefur
persónulega sárnað einna mest var
dómur hæstaréttar í máli stúlku
sem kært hafði föður sinn fyrir
áralanga misnotkun. Mjög margt
sem fram kom um þetta mál virt-
ist birt benda að til þess að mað-
urinn væri því miður sekur um
þessa háttsemi gagnvart dóttur
sinni. En þrátt fyrir að margt
benti til að maðurinn væri sekur
var hann fríkenndur af að hafa
misnotað dóttur sína en hann
kvaðst hafa gægjuþörf, ef mig mis-
minnir ekki. Ég get ekki ímyndað
mér að nokkur stúlka saki föður
sinn um misnotkun að ósekju og sé
tilbúin að reka slíkt mál alla leið
upp í hæstarétt nema henni hafi
verið sárlega misboðið.
Þegar ég las þær umræður sem
sköpuðust um þennan umdeilda
dóm hæstaréttar hugsaði ég um
hvort komið hefði þar til greina
hin margfræga vináttuvæðing sem
viðgengist hefur oft á tíðum í ís-
lensku samfélagi – og kannski víð-
ar. Ekki vantaði víst neitt upp á að
þeir dómarar sem þennan dóm
kváðu upp hefðu staðist allar þær
hæfniskröfur sem gera má til
hæstaréttardómara – en samt
særði dómur þeirra réttlætiskennd
mína og marga annarra.
Núna hefur mikið verið rætt um
hæfni dómara vegna skipanar hér-
aðsdómara á Austurlandi. Yfir
þeirri skipun hafa margir fussað
og sveiað, rætt um ætterni og
jafnvel dregið hæfni viðkomandi
manns í efa – hann væri ekki nógu
„velhæfur“. En kannski er ástæða
til að fara varlega í að fullyrða að
það eitt skipti máli í störfum dóm-
ara að þeir séu með sem hæst próf
og sem mesta lögfræðiþekkingu,
þótt vitaskuld þurfi allt slíkt að
vera staðgott.
En kannski er svo um dómara
sem aðra að réttlætiskennd þeirra
og siðferði skiptir líka máli hvað
verk þeirra varðar. Erfitt er að
mæla slíka eiginleika með svipaðri
mælistiku og prófgráður. En
kannski væri ástæða til að senda
dómaraefni í persónuleikapróf áð-
ur en skipað væri í stöður end-
anlega. Vegna þess hve erfitt er að
dæma í allskonar málum skiptir
máli að fólk sem það tekur að sér
sé heilsteypt og vandað að gerð.
Ég legg til að í viðbót við hæfn-
iskröfur sem þegar eru gerðar hjá
nefndum sem fjalla um umsóknir
dómara verði bætt við ítarlegu
persónuleikaprófi sem framkvæmt
yrði hjá hlutlausum fagaðilum,
helst nafnlaust.
Þegar allt kemur til alls þarf að
vanda til verka hjá dómstólum og
það er helst gert með því að ráða
til starfa fólk sem stenst faglegar
hæfniskröfur en er líka vandað að
gerð, sanngjarnt og réttsýnt.
Marga lagagreinina er hægt að
toga til í túlkun og það er ekki
sama með hvers konar siðferð-
ishugarfari það er gert.
Um skipan dómara
Guðrún Guðlaugsdóttir
Hægara um að tala en í að komast?
Styrkir
vegna starfsmenntunar
Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í
atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu
Hefðbundnir styrkir
Starfsmenntaráð hvetur umsækjendur til að sækja um verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur:
1. Verkefni sem snúa að starfsmönnum:
Gæðaverkefni sem nýtast þeim hópum sem höllum fæti standa á vinnumarkaði s.s. vegna
félagslegrar stöðu, uppruna, tungumálaerfiðleika, lítillar fyrri menntunar, lestrarörðugleika, fötlunar,
eða skorts á tölvuþekkingu.
2. Verkefni sem snúa að fyrirtækjum:
Verkefni á vegum fyrirtækja sem hvorki hafa starfskrafta né sjálfstætt fjárhagslegt bolmagn til
öflugrar innri starfsþróunar og þekkingar-uppbyggingar.
Forgangs við úthlutun njóta verkefni sem falla undir ofangreindar áherslur starfsmenntaráðs. Að venju er
ráðið samt reiðubúið að meta umsóknir um mikilvæg verkefni sem falla utan áherslna ráðsins.
Rannsóknarverkefni
Við úthlutun úr starfsmenntasjóði á árinu 2008 verður ákveðnum hluta þess fjár sem Starfsmenntaráð
hefur til úthlutunar, varið í rannsóknarverkefni sem nýst geta frekari framþróun starfsmenntunar í landinu.
Umsækjendur eru hvattir til að sækja um verkefni sem falla undir eftirfarandi skilgreiningar:
Stór
Rannsókn eða greining á því hvað það er sem veikir stöðu einstaklinga á vinnumarkaði s.s. félagsleg•
staða, uppruni, tungumálaerfiðleikar, lítil fyrri menntun, lestrarörðugleikar, fötlun, eða skortur á tölvu-
þekkingu. Verkefnið feli jafnframt í sér tillögur til úrbóta.
Greining á stöðu starfsmenntamála á Íslandi og í nágrannalöndunum og framsetning á þeim niðurstöðum.•
Smærri
Greining á veikleikum í núverandi stöðu eða kerfi. Þarfagreining – hvar starfsmenntunar sé mest •
þörf og hverjir séu best til þess fallnir að sjá um hana.
Nýjungar í aðferðum.•
Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar.
Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi á heimsíðu Starfsmenntaráðs, www.starfsmenntarad.is
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Starfsmenntaráðs.
www.starfsmenntarad.is
N
NI
R
AP
A
KS
AF
O
TS
A
G
NIS
L
G
U
A