Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 31

Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 31 útlendingi sem var týndur. Skyndi- lega sá ég holu opnast framan við vinstra framhjólið í vikurbreiðunni og jeppinn stakkst beint niður fyrir yfirborð jarðar. Við vorum lentir inni í stofu á einbýlishúsi. Það varð talsvert ástand inni í jeppanum þegar löggurnar voru allar komnar í framrúðuna. Ég náði að opna aft- urhlerann og við skriðum út að mestu ómeiddir. Mesta hættan var að vikurinn fyllti strax stofuna og við köfnuðum þarna niðri. Ekki langt frá var björgunarsveitarbíll með spili og við náðum Rovernum upp úr stofunni. Ég er að leita að húsinu mínu Eitt skipti að degi til kom ég að manni sem gekk ofurhægt milli húsa inni á hættusvæði. Ég þóttist vita að hann ætti bágt og spurði hann hvort ég gæti hjálpað honum, hann væri kominn inn á bannsvæði sem væri hættulegt. Hann starði áfram eftir götunni að hraunkant- inum og sagði ofurlágt; ég er að leita að húsinu mínu. Mitt aðalstarf fór reyndar í þann farveg að ég lagði hald á bíla til björgunarstarfa og þá aðallega vörubíla. Gífurlegir flutningar voru til lands af ýmsu tagi og þá einnig bílar, en þeir stórskemmdust í vik- urregninu og við urðum að fá stöð- ugt nýjar framrúður í vinnubíla okkar. Síðan var bannað að flytja vörubíla í land, því þeir komu björgunarsveitum að miklu haldi við björgun verðmæta úr húsum sem voru að fara undir hraun. Eftir það kom upp að menn reyndu að fela bíla sína í skúrum, svo ekki yrði lagt á þá hald og þeir skemmdir. Ég fann gamlan fólksbíl á kafi í vikurbing við höfnina, gróf hann upp og málaði svarta stjörnu á framhurðirnar, sem einkenni lög- reglunnar. Okkur vantaði sífellt bíla og einnig björgunarsveitirnar. Ég varð ætíð að skilja hann eftir í gangi, því startarinn var ónýtur. Hann var jafnan horfinn, því björg- unarsveitarmenn stálu honum sí- fellt af mér. Eitt skipti þegar ég kom út úr húsi sá ég á eftir honum, en hljóp hann uppi, björgunarsveit- armaðurinn gafst upp og stoppaði, en við hlógum báðir eins og vitleys- ingar, þegar ég settist í bíl- stjórasætið og kvaddi hann. Mér til aðstoðar við að tengja framhjá til að koma bílum í gang var rafvirki að nafni Óli. Ég mátti ekki tengja á milli, en ég lagði hald á bílana sem þurfti að nota. Mest not höfðum við af stórum vörubíl, sem við fundum inni í skúr. Við höfðum enga lykla og Óli tengdi á milli. Einhver, líklega eigandinn, náði bílnum af okkur þrisvar og faldi hann. Ég fann hann ávallt aft- ur inni í öðrum skúrum og setti hann í vinnu. Þetta var nýr og dýr vörubíll, en við reiknuðum út áður en ég fór heim að hann hafði bjarg- að verðmætum fyrir fimmfalt verð- gildi sitt úr húsum áður en þau fóru undir hraun. Nóttin langa Nóttina eftir að við komum út til Vestmannaeyja, aðfaranótt líklega 18. eða 19. febrúar, varð mesta tjón á húsum og eignum Vestmanna- eyinga allan gostímann, að talið var. Það var hvass vindur frá eld- stöðvunum yfir bæinn strax um kvöldið og alla nóttina. Samfara þessu herti gosið á sér og hraun- straumurinn jókst. Varðskip beið átekta í höfninni. Slökkvilið reyndi í örvæntingu að slökkva elda í mörg- um húsum og björgunarsveitir unnu af alefli við að bjarga búslóð- um áður en hús fóru undir hraun. Við lögreglumenn urðum að gæta þess að menn færu sér ekki að voða, yfirgæfu hús í tíma, samfara aðstoð við flutninga og hvaðeina sem til féll. Þessi nótt var ein styrj- öld við óblíð náttúruöflin, hraunið rann stöðugt fram og glóandi vik- urinn barst um allan bæ í hvass- viðrinu, endalausar hættur og ávallt von á hinu versta. – Við komum að húsi nokkuð frá hraunkantinum. Við fórum inn í það, en urðum að klifra niður í dyragættina því vikur var kominn upp á miðja veggi. Inni í húsinu var mikið ölvaður maður sem við tókum út. Það var ekki hægt að flytja manninn, hann var berhöfðaður og kominn í bráða lífshættu, ef hann yfirgæfi húsið. Við náðum björg- unarsveitarmanni á traktor, með gám á vagni. Síðan settum við úlpu yfir höfuð mannsins, settum hann inn í gáminn, læstum og sendum hann niður á hótel í klefa þar. Þeg- ar húsið var athugað nánar kom í ljós talsvert af víni, sem greinilega hafði verið safnað gegnum árin. Lögregla hafði lagt hald á áfengi í húsum og sett í geymslur, en brot- ist hafði verið þar inn, því stolið og þá skapaðist sú hætta að menn færu sér að voða. Slíkt þurftum við að fyrirbyggja, en við höfðum enga möguleika á að yfirgefa svæðið í því háskaástandi sem stóð yfir og engar geymslur heldur. Við ákváðum því að brjóta vínflöskurnar. Formlega var sú ákvörðun tekin af heimalögreglu- manni sem með okkur var, en við vorum allir sammála um aðgerðina. Ákveðið var að brjóta flöskurnar við útvegg. Vínsafnið var síðan handlangað upp á vikurdyngjuna og brotið við vegg. Þegar á leið frá gosbyrjun róað- ist ástandið og hættan minnkaði, en að sjálfsögðu réði vindátt einnig verulega um þann mikla skaða og lífshættu sem af þessu eldgosi leiddi. Lögreglan varð að flytja sig af hótelinu ofar í bæinn vegna eit- urgass, sem safnaðist fyrir og munu aðrir björgunaraðilar einnig hafa gert það. Eitt dauðsfall mun hafa orðið í þessu gosi og rakið til gaseitrunar. Að hálfum mánuði liðnum flaug ég heim og kvaddi þennan ynd- islega bæ sem hafði mætt örlögum sínum, en sem betur fer byggðist hann á ný. 2007 Kiwanisklúbburinn Helgafell hélt hátíðar- og afmælisfund sinn í Nýjahrauni, 16 metrum fyrir ofan gamla Kiwanishúsið, sem fór undir hraun í eldgosinu 1973. Höfundur er fyrrverandi lög- reglumaður | gylfigud@talnet.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.