Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 32
kvikmyndir 32 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ A ri Kristinsson kvikmyndargerðar- maður tók þátt í „vorinu í íslenskri kvikmyndagerð“ á sinni tíð en hef- ur síðan kynnst flestum árstíðum og veðrabrigðum bransans. Nýlega var frumsýnd barna- og fjölskyldu- mynd hans Duggholufólkið. Þar er allt lagt und- ir, eins og Ari segir að „verði að vera í kvik- myndagerð“. Æfing 1 í frásagnarlist Líf Ara Kristinssonar hefur verið algerlega samgróið íslenskum kvikmyndabransa í 28 ár. Heimili fjölskyldunnar í Hafnarfirði er um leið aðsetur kvikmyndafyrirtækisins Töku. Fjöl- skyldan öll vann við gerð Duggholufólksins. Sjálfur hefur Ari fyrir löngu tamið sér að ganga oftast svartklæddur, vegna þess að svart end- urkastar ekki ljósi í tökum og speglast ekki í því sem er fyrir framan vélina. Duggholufólkið er þriðja barnamynd Ara en áður hefur hann gert myndirnar Pappírs Pésa og Stikkfrí. – En hvers vegna hefur hann lagt sig svona eftir að gera barnamyndir? „Ég held að það hafi kviknað í því að þegar ég var að fikta við kvikmyndagerð þá var Margrét konan mín að vinna á kvöldin. Ég þurfti þá að svæfa Kristin son okkar og fór að segja honum sögur á kvöldin. Ég leit á þetta sem æfingu: ef ég ætlaði að segja sögur í framtíðinni þá væri fyrsta prófraunin sú að segja barni sem ég sæti með í fanginu sögu. Þetta er Æfing 1. Þú finnur strax hvort áhorfandinn er að „kaupa söguna“ eða fer að hugsa um annað. Það skipti í sjálfu sér engu að áheyrandinn var barn, hann var bara eina manneskjan á staðnum – Svo seinna þegar ég var farinn að vinna í kvikmyndagerð fór ég eins að við Bergþóru dóttur okkar. Þá voru sögurnar reyndar orðnar nær því að vera handrit.“ – Þú teflir iðulega saman bæði börnum og dýrum í myndunum þínum, og slærð þér raunar við í þetta sinn með heilum ísbirni. Er þetta ekki eitthvað sem sumir kvikmyndaleikstjórar vilja forðast eins og heitan eldinn? „Ég hef heyrt leikstjóra segja eitthvað í þá veru – en ég hef bara tekið þessu sem áskorun og hugsað að sá sem skilur ekki börn og dýr ætti kannski heldur ekkert að vera að leikstýra fullorðnu fólki.“ – En er það ekkert erfiðara? „Nei, nei. Þú þarft bara að gera þér ljóst að tvö börn og þrjú dýr munu aldrei leika einnar mínútu atriði vandræðalaust út í gegn í einni víðri mynd. Þetta byggist á að klippa myndina í huganum áður og ætlast aldrei til of mikils í hverri töku, sér í lagi ef barn og dýr eru saman í mynd. Kvikmyndir eru hvort eð er alltaf á end- anum klipptar í hraða búta. Hundurinn lítur upp. Klipp.“ – En það er eitthvað við þetta samspil barna og dýra sem heillar þig? „Akkúrat. Því þegar það virkar virkar það svo vel. Dýrið þykist aldrei. Þegar hundur lítur við þá er það alvörutillit. Það er eins einlægt og verið getur. Síðan er reyndar hægt að nota það í alls kyns samhengi. Og börn með fjörugt ímyndunarafl eiga oft mjög auðvelt með að leika, hafi þau ekki glatað hæfileikanum til að leika sér. Hæfileika sem flest börn hafa í upp- hafi. Svo eru börn líka bestu áhorfendurnir. Þeim finnast hlutirnir annað hvort skemmtilegir eða leiðinlegir. Þegar þú ert kominn með táning þá hugsar hann strax „Á mér að finnast þetta skemmtilegt, hvað finnst jafnöldrum mínum að mér eigi að finnast um þetta?“ Því þegar tán- ingar komast á vissan aldur byrja þeir eðlilega að hafna öllu sem sýnir að þeir eru börn. Þá ertu kominn með miklu óöruggari áhorfanda sem þarf að líta á næsta mann til að sjá hvernig á að bregðast við.“ – Nú má heita að þú sért með einn heims- þekktan erlendan leikara í myndinni, Zhöru frá Heythorp, sem er reyndar ísbjörn. Var hún ekkert erfið í samstarfi? „Hún var kannski svolítið erfið fyrst í stað. Hún var þá nývöknuð af vetrarsvefni.“ – Nú? Bara daginn áður? „Nei, ég held að þeir hafi vakið hana mánuði áður, eða daginn sem við hringdum og sögðum að okkur vantaði ísbjörn í lok janúar. Venjulega fær hún að sofa fram í mars. Þeir sögðu að við værum heppnir, hún hefði vaknað óvenju snemma í ár, trúlega vegna hlýnunar jarð- arinnar. En hún var úrill yfir því að hafa verið vakin svo snemma, vildi ekkert gera annað en standa á palli sem er friðarstaður og heimareitur henn- ar í búrinu. Í hvert sinn sem þjálfararnir reyndu að reka hana í átt að myndavélinni sneri hún við eins fljótt og hún gat og hoppaði upp á pallinn sinn. Þegar við höfðum ekki náð neinni töku fyrir hádegi sá ég að hún myndi aldrei láta reka sig í átt að myndavélinni. Svo ég ákvað að snúa öllu við í stúdíóinu, setja myndavélina yfir pallinn hennar, reka hana síðan frá myndavélinni og leyfa henni svo að brjótast fram hjá þjálf- urunum og hlaupa heim á pallinn sinn. Sem hún gerði nú eins oft og við vildum. Þetta gengur út á að vita hvað dýrið vill. Og Zhara vildi bara komast heim.“ Ari segir að tökuliðið hafi líka lent í alls kyns hremmingum við tökur myndarinnar vestur á fjörðum, t.d. lenti dóttir hans í bílveltu. En að þessu sinni kom hann til Vestfjarða brynjaður áralangri reynslu af bransanum. „Ég hef áður myndað á Vestfjörðum. Þegar við gerðum Skammdegi (mynd Þráins Bertels- sonar) lentum við í vandræðum með að bíða eft- ir færð svo við kæmumst á tökustaði. En svo loks þegar fært var orðið þá var það einfaldlega vegna þess að snjórinn, sem var forsenda tök- unnar, var farinn. Svo í þetta sinn fengum við bara öfluga gröfu og þegar við ætluðum að fara á einhvern stað þá ruddi hún einfaldlega veginn þangað. Þetta er í sjálfu sér ódýrasta lausnin því þá förum við bara þegar við förum en erum ekki með 15 bíla lest spólandi einhvers staðar í snjó- skafli.“ – Myndin er annars unnin að miklu leyti í hinu nýja Latabæjarstúdíói. Skapar tilkoma þess ekki stórkostlega möguleika varðandi kvikmyndagerð hér í framtíðinni? Verður ekki hægt að gera hér hvers kyns ævintýramyndir framvegis? „Jú, en líka venjulegar myndir. Því fullt af þessum effektum sem við unnum þar eru effekt- ar sem enginn tekur eftir, snjór fyrir utan glugga og landslag út um bílrúðu. Þessi aðstaða er alger bylting. Áhorfendur munu líka gera meiri kröfur framvegis, þeir eru vanir að sjá sí- fellt fleiri effekta, allt á að geta gerst.“ Fallega fólkið í Ameríku – Þú hefur sagt, m.a. við frumsýningu Dugg- holufólksins, hve miklu skipti að íslensk börn fái að sjá sinn eigin veruleika á tjaldinu en ekki bara þann bandaríska? „Það gefur íslenskum börnum sterkari sjálfs- mynd. Að sjá sitt umhverfi, sjá að skólinn þeirra og bærinn sé jafnmerkilegur og annað um- hverfi.“ – Og geti líka verið partur af áhugaverðri sögu? „Líka það. Því ef þú sérð aldrei neitt merki- legt úr þínu umhverfi finnst þér á endanum að þú búir á einhverjum útkjálka þar sem ekkert gerist. Síðan sérðu allar myndirnar frá Ameríku fullar af fallegu og orðheppnu fólki en í kringum þig segir enginn neitt skemmtilegt. Á endanum ferðu að halda að þú hafi lent hér fyrir einhverja óheppni en ætlar þér fyrr eða síðar að komast í alvöru heiminn þar sem allir eru fallegir og snið- ugir, veðrið gott og allt fínt.“ – Þegar líður svo langt á milli þess að íslensk- ar barnamyndir eru gerðar, er þá kominn nýr þröskuldur sem þarf að yfirstíga gagnvart yngri áhorfendum? „Það hefur reyndar breyst eitthvað með auk- inni talsetningu sjónvarpsefnis og barnamynda. Þegar við frumsýndum Pappírs Pésa fannst krökkum það hreinasti galdur að heyra íslensku í bíó. Nú eru það ekki jafnmikil viðbrigði en samt er ennþá jafnmikill galdur að sjá sitt eigið umhverfi á stóra tjaldinu. Að sjá einhvern fara í skóla eins og þeirra og að það sem gerist í myndinni geti komið fyrir þau sjálf. Það er spennandi.“ Barnamyndir eiga helst að vera litlar og sætar Ari fór annars í gegnum heilmikið þróun- arferli með handrit Duggholufólksins, því lengi vel var einsýnt að hún yrði gerð að mestu fyrir erlent fjármagn og yrði þá að stærstum hluta að gerast erlendis. Var það ekki lærdómsríkt ferli? „Jú, það er óhætt að segja það. Í fyrstu virtist útilokað að þessi mynd yrði fjármögnuð að ein- Árvakur/Árni Sæberg Gamalreyndur Ari Kristinsson hefur lifað og hrærst í íslenska kvikmyndabransanum í næstum þrjá áratugi. Heimsþekktur leikari Eins og margra frægra leikara er háttur var Zhara frá Heyt- horp með svolitla prímadonnustæla til að byrja með, enda hafði hún vaknað óvenju snemma af vetrardvalanum. Það gefur íslensk- um börnum sterk- ari sjálfsmynd. Að sjá sitt umhverfi, sjá að skólinn þeirra og bærinn sé jafnmerkilegur og annað umhverfi. Duggholufólk Ara Krist- inssonar kom í bíó rétt fyrir jól. Hallgrímur Helgi Helga- son spurði hann um þróun ís- lenskrar barnamyndar á al- þjóðlegum forsendum, baráttu evrópsks kvikmynda- iðnaðar við ofurvald Holly- wood og afdrif Íslensku kvik- myndasamsteypunnar. Einnig bar á góma vandann við að leikstýra ísbjörnum. Landslag við hæfi Duggholufólkið var tekið upp í Latabæjar- stúdíói og á Vestfjörðum þar sem landslagið er víða hrikalegt. Klipping bjargar samleik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.