Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 33
hverju ráði hér svo ég byrjaði að þróa hana með Norðmönnum og þá gerðist hún að miklu leyti í Noregi. Þá voru aðalpersónurnar íslenskur strákur og Samadrengur sem skildu ekki hvor annan. Um tíma var ég farinn að gera mynd án orða. Sú hugmynd kemur reyndar frá velgengni Barna náttúrunnar. Þar er ekki sagt orð fyrstu 20 mínúturnar og heldur ekki síðasta kortérið og það er líka sú íslenska mynd sem best hefur gengið erlendis.“ – Sérðu eftir þessari orðfáu gerð mynd- arinnar? „Nei, en ég sé heldur ekki eftir að hafa reynt hana. Ég held að það sé vel hægt að gera slíka mynd. Það var mjög lærdómsríkt en líka haml- andi; þeir voru mikið tveir úti í auðninni og um- hverfið lagði ekki nógu margt til málanna. Síðar fóru Norðmenn að þrýsta á að fá meira af norskri menningu inn í myndina og þá var hún orðin jöfnum höndum á norsku og íslensku. Loks var ég farinn að sjá með hrolli mynd þar sem norsku börnin sem sæju hana myndu ekki skilja íslenskuna og þau íslensku ekki norskuna. En þá hjuggu Laufey Guðjónsdóttir og Valdís Óskarsdóttir á hnútinn, lögðu stóran styrk í myndina frá Kvikmyndamiðstöð til þess að mætti taka myndina upp á Íslandi á íslensku.“ – Var það þá ekki ákveðinn léttir? „Það var ofsalega góð tilfinning. Og eftir það gekk fremur hratt að skrifa endanlegt handrit hennar.“ – Þú hefur sagt að upphafleg kveikja mynd- arinnar hafi verið að skoða hvernig ímyndaður tölvuheimur barna og raunverulegur heimur sköruðust? „Já, og þegar ég var að þróa handritið erlend- is, með hvers kyns handritsráðgjöfum og álits- gjöfum kom í ljós endalaus togstreita um það hvernig þessi veruleiki mætti vera. Þá heyrðust endalausar skoðanir á því hvað væri gott fyrir börn og hvað ekki. Ég sat í marga klukkutíma að ræða dauða lambs í myndinni. Menn sögðu við mig: „Ef þú kynnir einhverja persónu í svona mynd þá máttu alls ekki drepa hana.“ En mín vörn var sú að einhver yrði að deyja í mynd- inni til að fara með umfjöllunina alla leið.“ – Um árekstur tölvuheimsins og veruleikans? „Já. Í tölvuleikjaheiminum byrjar maður bara á nýjum leik ef maður er drepinn. Í veru- leikanum er dauðinn endanlegur. Svo hefur mikið af nútímafólki komið sér upp róm- antískum hugmyndum um náttúruna, um- gengst hana bara sem fallega og góða og allt náttúrlegt þykir svo gott. En fólk vill gleyma því að hún er líka miskunnarlaus og grimm og ef þú ert kjáni og kannt ekki að eiga við hana þá drep- ur hún þig hikstalaust. Þannig kemur ísbjörn- inn inn sem fulltrúi þess hættulega og grimma í náttúrunni, því maðurinn er ein af þeim bráðum sem ísbirnir gætu vel hugsað sér að lifa á. Ég hef setið í dómnefndum á alþjóðlegum barnamyndahátíðum. Og maður finnur þar að barnamyndir eiga helst að vera litlar og sætar. Það er öruggast til að einhver þori að sýna þær.“ – Merkirðu mun milli þjóða að þessu leyti? „Á sumum sviðum. Norðmenn, eins og þjóðir sem hafa stundað einhverjar veiðar, kippa sér ekki svo upp við það þótt dýr deyi í mynd. Fólk sem kemur úr miklu borgarumhverfi og hefur aldrei séð kjöt nema í kjötborði verslana er við- kvæmara. Danir eru viðkvæmari fyrir þessu en Norðmenn. Sjóðasukksmyndirnar valda skemmdum Því miður hefur staða evrópskra mynda gagnvart þeim bandarísku alltaf verið að versna. Það gerist þannig að þær eru miklu fleiri en amerísku myndirnar. Í Bandaríkjunum eru gerðar 400 myndir á ári en 800 í Evrópu. En af þessum 400 bandarísku myndum eru í kring- um 200 sem fá einhverja almenna dreifingu og af þeim eru 20 stóraðsóknarmyndir. Svo af þessum 1.200 myndum í heild sem frumsýndar eru á ári eru bara 22 sem fá stærstan hlutann af aðsókninni. Það sem er verst við allar evrópsku mynd- irnar, nema helst þær frönsku, er að þær eru ekki mikið sýndar. Í raun er frumsýnd evrópsk mynd tvisvar og hálfum sinnum á dag. Flestar hverfa þær þó mjög fljótt því þær eru flestar framleiddar af sjóðakerfi og í raun er búið að klippa á tenginguna við áhorfendur, svo um leið og framleiðandinn er búinn að gera eina mynd fer hann bara beint í að framleiða þá næstu en ekki að eyða peningum í að koma hinni í dreif- ingu, enda fyrirsjáanlegur auglýsingakostnaður svo hár að séð er að hún mun hvort eð er ekki fá mikið inn. Það er ógæfa myndanna að þær eru of margar. Og vegna þess að þær eiga litla tekjumöguleika af almennum markaði eru þær nánast algerlega upp á sjóðina komnar. Ég er ekki að segja að leggja eigi sjóðakerfin niður, það væri eins og að reka spítala án verkjalyfja. En það þarf að gefa út lyfseðla af mikilli ábyrgð. Því miður eru evrópsku myndirnar alltaf að minnka en þær amerísku bólgna upp og verða stærri og dýrari. Þessi goðsögn, að evrópsku myndirnar séu svo miklu betri, er bara alls ekki rétt, því sjóðakerfið veldur því að engu skiptir hvort einhver sér myndirnar eða ekki. Þarna verða því til sjóðasukksmyndir sem valda bara skemmdum. Þótt auðvitað séu alltaf innan um nokkrar frábærar myndir þá er hlutfall þeirra í þessum 800 mynda pakka bara svo lítið. En svo er það versta, aðalkjaftshöggið. Þegar öll Evrópa fór yfir í frjálsar sjónvarpsstöðvar var það rosalegt högg fyrir evrópska sjónvarps- framleiðslu. Því þar sem áður voru stöðvar reknar af myndarskap eins og í Þýskalandi til að halda uppi menningu landsins eru nú komnar stöðvar sem allar keppa á markaði. Það þýðir að þær eru sífellt að leita að efni sem kostar sem minnst í framleiðslu og nær sem mestu áhorfi. Sem aftur þýðir að það er amerískt efni. Sjón- varpsstöð sem ætlar að búa til seríu í Þýska- landi, hún getur fengið seríu með frægum amer- ískum leikurum fyrir 10 prósent af því sem kostar að gera hana sjálf. Og trúlega fengið fleiri áhorfendur. Svo að hafi Bandaríkjamenn tekið stóran pening út úr Evrópu með bíómynd- um þá hafa þeir tekið svo margfaldan hagnað með öllu sjónvarpsefninu. Því það er efni sem þeir eru búnir að búa til fyrir heimamarkaðinn og eiga skuldlaust. Svo taka þeir þessa gullkistu sem þeir eiga og selja allri Evrópu á verði sem ekki er hægt að hafna. Þessi þróun er í raun framhald af því sem gerðist hér upp úr stríði með Marshallaðstoð- inni. Því hluti hennar, meðal annars hér, fólst í því að styrkja landsmenn til að reisa kvik- myndahús. Síðan var hvert bíó bundið samn- ingum við tiltekin stúdíó í Hollywood og mátti bara sýna myndir hans. Ástæðan fyrir því að evrópskar myndir voru síðan sýndar í Hafn- arfirði var einfaldlega að mönnum yfirsást Hafnarfjörður í þessu kerfi. Þess vegna urðu til rómantískar ferðir kvikmyndaáhugafólks til Hafnarfjarðar.“ Íslenska kvikmynda- samsteypan í vítahring – Þú varst viðriðinn Íslensku kvikmynda- samsteypuna sem var risi í íslenska kvikmynda- heiminum í allmörg ár en beið á endanum skip- brot. Hver er helsti lærdómurinn af afdrifum hennar? „Á þeim tíma sem Kvikmyndasamsteypan framleiddi hér stærstan hluta af myndum þá var í sjálfu sér barátta um styrki úr Kvik- myndasjóði með þeim hætti að fyrirtæki reyndu að fá styrkina með því að segja „Ég get gert þetta fyrir minni pening en hinir“. Sem þýddi að styrkir voru veittir fyrir algerri lágmarks- upphæð og ætlast til að framleiðandi tæki sífellt meiri áhættu með hverri mynd, áhættu sem engin leið var að stæðist nema allt gengi alltaf vel. Í Bandaríkjunum gengur kannski 10. hver mynd upp fjárhagslega. Við hljótum að vera með svipað hlutfall. Þannig að ef allt gekk upp þá gastu hugsanlega sloppið sléttur með því að fá hámarks áhorfendafjölda og engin óhöpp yrðu. Svo koma tapmyndir – og þær koma óhjá- kvæmilega – og þá fer að hrannast upp tap. Menn eru komnir með þunga yfirbyggingu og reyna að gera fleiri myndir og hraðar, svo það er farið af stað með myndir sem þróun og fjár- mögnun er ekki lokið á, vegna þess að menn eru með fólk í vinnu og aðstöðu sem stendur og bíð- ur. Þannig er aðstaðan farin að reka á eftir að mynd sé framleidd þótt sú mynd sé á allan hátt mjög hættuleg og verði að öllum líkindum ekki til annars en að auka hallann. Og að framleiða vonda mynd er eins og að selja skemmdan fisk. Þá er hreinlega betra að vera með fólk á launum við að gera ekki neitt en við að búa til eitthvað sem eyðileggur fyrir fyrirtækinu.“ – Þetta verður vítahringur? „Það verður það. Síðan virðist ætlast til að framleiðendur hætti alltaf rosalegu fjármagni. En ef þeir eiga að gera það þá verður líka ein- hvern tímann að vera möguleiki á að mynda hagnað. Og maður hefur séð að það er það besta sem kemur fyrir kvikmyndagerð þegar það ger- ist. Það gerðist hjá Kvikmyndasamsteypunni fyrst; þar myndaðist hagnaður af Börnum nátt- úrunnar og þá gátum við einfaldlega ákveðið hvaða myndir við vildum gera og höfðum þá fjármagn til að byrja að þróa þær svo hægt væri að koma myndunum í gegn í stað þess að bíða alltaf í óvissu. Þannig var til dæmis Cold Fever gerð algerlega án styrkja. Hið sama gerðist með fyrirtækið Nýtt líf með Dalalíf sem var framleitt án styrkja. Fólk langar ekkert að liggja á hnjánum fyrir framan ríkið og betla peninga.“ – En sérðu fyrir þér að þetta sé möguleiki í framtíðinni, að svona kvikmyndafyrirtæki hér geti vaxið með þeim hætti sem þú lýstir „Það gerist bara þegar það gerist. Fyrsta for- sendan er að gera mynd sem heppnast. Og það er ekki hægt að ríkisstýra því, sumir sjóðir hafa tekið upp það fyrirkomulag að menn eigi að endurgreiða þegar vel gengur. Það er um það bil það heimskulegasta sem hægt er að gera. Þá ræðstu á þann sem loksins tekst eitthvað, tekur peningana hans og úthlutar þeim til fólks sem hefur misheppnast. Í stað þess að efla þann sem loksins tekst eitthvað svo hann nái hugsanlega að standa á eigin fótum. Um leið og kvikmyndafyrirtæki verða það öflug að þau geta tekið áhættu á að þróa ný verkefni án þess að þurfa að biðja um styrk í þróunina þá fer þetta að virka eins og vel má sjá á velgengni danskrar kvikmyndagerðar. Við ættum að skoða mjög vel hvað Danir hafa gert og reyna að fara svipaðar leiðir hérna. Hins veg- ar verðum við líka að taka tillit til þess að Ís- lendingar eru eitthvað færri en Danir, jafnvel þótt hver Íslendingur sé á við fimm Dani,“ segir Ari að lokum og hlær. Tveir heimar Dugg- holufólkið er þriðja barna- mynd Ara, en kveikja hennar voru pælingar hans um hvernig ímynd- aður tölvuheimur barna og raunverulegur heimur sköruðust.barna og dýra MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 33 HEFURÐU EYRA FYRIR FJÖLMIÐLUN? Radiophonic Narration er fagnám fyrir hæfileikafólk sem vill vinna að skapandi fjölmiðlun. Radiophonic Narration er fjölþjóðlegt verkefni á vegum Kvikmyndaskóla Íslands sem byggir á gagnvirkri kennslu og verkefnagerð. Þátttakendur ferðast til Grænlands, Svíþjóðar, Danmerkur og taka virkan þátt í workshops undir handleiðslu verðlaunaðra fagmanna. Í náminu er farið rækilega í grunnþætti á framleiðslu heimilda- og fléttuþátta, svo sem upptöku- og klippitækni, viðtalstækni, dramatúrgíu og hljóðnotkun. UMSÓKNARFRESTUR: 15 FEBRÚAR Nánari upplýsingar á www.radiophonic-narration.is Fyrirspurnir: rikke@kvikmyndaskoli.is Námstími: Frá mars 2008 til júlí 2009 www.kvikmyndaskoli.is Námskeiðið Radiophonic Narration er haldið á vegum Kvikmyndaskóla Íslands í samvinnu við Háskóla Grænlands, Grænlenska fjölmiðlaskólann, Dramatiska Institutet í Stokkhólmi og Danska Ríkisútvarpið. Verkefnið er að auki stutt af RÚV, KNR og Miðstöð munnlegrar sögu og styrkt af Leonardo da Vinci - starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. www.radiophonic-narration
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.