Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 34
Hvað varð um | þýska flugkappann Mathias Rust? 34 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is N ítján ára gamall Vestur- Þjóðverji, Mathias Rust, flaug á fimmtudag frá Helsinki til Moskvu og lenti á Rauða torg- inu. Rust var ekki stöðvaður á leiðinni og komst óséður fram hjá loftvarnar- kerfi og ratsjám Sovétmanna. Viku áður en Rust kom til Kremlar kom hann hingað til lands og komst þá í kast við yfirvöld vegna grunsemda um að þar færi fálkaþjófur. Fólk á Rauða torginu vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Rust lenti vél sinni, sem er af gerðinni Reims-Cessna 172 Skyhawk, og héldu ýmsir að verið væri að gera kvikmynd. Rust veifaði til fólksins og fengu nokkrir viðstaddir hjá honum eiginhandaráritun áður en lögregla handsamaði hann. Lögregluþjónarnir vissu greinilega ekki heldur hvað var á seyði því þeir fylltust kátínu þegar breskur ferðamaður vatt sér að þeim og mundaði myndavél sína. Yf- irvöld tóku þó við sér og skömmu síðar var Rauða torgið lokað af.“ Þannig var einni merkustu flugferð sem far- in hefur verið á friðartímum lýst í Morgunblaðinu laugardaginn 30. janúar 1987. Mathias Rust varð heimsfrægur á einni nóttu. Málið var aftur á móti hið vandræðalegasta fyrir stórveldið sáluga, Sovétríkin, og varnir þess. Höfðafundurinn hvati „Ég var nítján ára og mjög pólitískur,“ rifj- aði Rust upp í samtali við breska blaðið The Observer, fimmtán árum síðar. „Ég hafði brennandi áhuga á samskiptum austurs og vesturs, einkum leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. Í mínum huga var flugvélin lykillinn að friði og ég ætlaði að nota hana til að smíða huglæga brú milli austurs og vesturs. Ég greindi ekki nokkrum manni frá áformum mínum enda var ég sannfærður um að fjölskylda mín og vinir myndu stöðva mig. Ég hugsaði ekki mikið út í afleiðingarnar. Allt sem skipti máli var takmarkið sjálft, að komast á leiðarenda og lenda vélinni. Ég gaf mér að þetta myndi fara vel.“ Rust leigði sér flugvél í Hamborg og flaug frá Helsinki til Moskvu. Tjáði Finnunum að hann væri á leið til Svíþjóðar. Áður hafði hann haft viðkomu í Færeyjum, á Íslandi og í Nor- egi. „Hugmyndin var að lenda á Rauða torginu en þegar á hólminn var komið var of margt fólk þar á ferli, þannig að ég var hræddur um að slasa einhvern. Ég íhugaði þann möguleika að lenda í Kreml en það var of þröngt. Ég var samt staðráðinn í að lenda á almannafæri þar sem ég var smeykur við leyniþjónustuna (KGB). Þá kom ég auga á brú skammt frá og lenti þar. Keyrði svo bara eins og hver annar leigubíll inn á Rauða torgið.“ Síðar kom í ljós að dagurinn sem Rust valdi fyrir tilviljun, 28. maí, var frídagur landa- mæravarða í Sovétríkjunum. „Ætli ég hafi ekki sloppið þess vegna.“ Æðisgengin leit að blórabögglum hófst þeg- ar í stað í Kreml og var bæði varnar- og loftvarnamálaráðherranum gert að taka pok- ann sinn. Þá þurfti á þriðja þúsund liðsforingja að leita sér að nýrri vinnu. Hafður í einangrun Rust var heldur ekki leystur út með blóm- um. Hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm og var vistaður í einangrun þar sem KGB treysti sér ekki til að ábyrgjast öryggi hans. „Ég var lokaður inni í 22 klukkustundir á sólarhring í tíu fermetra klefa. En það gat alltént enginn skaðað mig. Fangavistin var samt erfið, mun erfiðari en ég hafði gert mér í hugarlund.“ Eftir 432 daga í haldi fékk Rust reynslu- lausn og sneri aftur til Vestur-Þýskalands 3. ágúst 1988. „Það var erfitt að koma heim enda var um- fjöllun fjölmiðla mjög fjandsamleg,“ sagði Rust við The Observer. „Þetta hafði slæm áhrif á mig. Ég hafði misst tíu kíló í fangelsinu og maginn var að hrella mig. Þetta kippti eig- inlega fótunum undan mér. Ég fór ekki úr húsi svo vikum skipti þar sem það var alltaf einhver að gera hróp að mér á götum úti. Ég fékk fjöl- margar líflátshótanir. Foreldrar mínir voru reiðir en það var þeim léttir að ég var í sæmi- legu ástandi. Þeir óttuðust að Rússarnir myndu pynta mig.“ Niðurstaða Rusts er sú að menn þurfi að vera ungir að árum til að láta sér detta svona fífldirfska í hug. „Ég er varkárari í dag. Samt er ég stoltur af því sem ég gerði – sálrænt var þetta hár hjalli – en þær stundir koma að ég iðrast gjörða minna.“ Lagði til hjúkrunarkonu Álagið var mikið og að því kom að Rust gekk af göflunum. Árið 1989 var hann að sinna þegnskylduvinnu, líkt og önnur þýsk ung- menni sem ekki gegna herþjónustu, á sjúkra- húsi í Hamborg. Þar hitti hann unga hjúkr- unarkonu sem hann langaði að bjóða út. „Við vorum í búningsklefanum og hún varð eitthvað skelkuð. Ég bauð henni bara út en hún byrjaði að bölva og niðurlægja mig. Við það missti ég stjórn á mér.“ Rust dró hníf úr pússi sínu og lagði í tvígang til konunnar. Sárin voru ekki djúp og eins og hann bendir á sjálfur þá var það „vissulega lán í óláni að þetta skyldi eiga sér stað á sjúkra- húsi“. „Satt best að segja man ég ekki eftir þessu atviki. Var í óminnisástandi,“ segir Rust. „Sál- fræðingurinn minn komst aftur á móti síðar að þeirri niðurstöðu að þessi atburður hefði leyst úr læðingi alla reiðina sem ég hafði byggt upp innra með mér. Dags daglega er ég friðsæll maður og sé ákaflega mikið eftir þessu.“ Öðru sinni á tveimur árum var Rust kominn bak við lás og slá. Að þessu sinni afplánaði hann fimm mánuði af tveggja ára dómi. „Eftir að ég losnaði úr haldi gat ég ekki látið sjá mig utandyra. Ég var ekki í nokkru jafnvægi. Ég bjó ennþá hjá foreldrum mínum og þeir voru einu vinir mínir. Þetta atvik varð nefnilega til þess að fólk sannfærðist um að ég hlyti að vera brjálaður eða veikur á geði.“ Rust gekk að eiga pólska konu meðan á rétt- arhaldinu stóð en streitan leiddi til þess að þau skildu skömmu áður en hann var látinn laus. Stal kasmírpeysu úr búð Rust sá sæng sína uppreidda – flutti til Trínídad og Tóbagó. Þar dvaldist hann í þrjú ár og kynntist m.a. núverandi eiginkonu sinni, Athenu. Á ýmsu hefur gengið hjá okkar manni síðan. 1994 hélt hann á söguslóðir sínar í Moskvu í því augnamiði að endurheimta forna frægð. Það mistókst. Heimsókn hans vakti takmark- aða athygli. Tveimur árum síðar rambaði Rust á barmi gjaldþrots eftir að hafa tapað dómsmáli sem hann höfðaði á hendur dagblaði nokkru vegna meiðyrða. Það slapp fyrir horn. Um líkt leyti batt hann trúss sitt við hindúisma. Enn komst Rust í kast við lögin þegar hann var handtekinn fyrir að stela kasmírpeysu úr vöruhúsi í Hamborg síðla árs 2000. Peysan kostaði 7.600 kr. en Rust var dæmdur til að greiða sekt upp á um 420 þúsund kr. Slæm býti það. Þegar The Observer ræddi við hann árið 2002 starfaði hann hjá fjármálafyrirtæki í Lúxemborg og lét vel af sér. Þá var hann einn- ig að hleypa af stokkunum verkefninu Orion & Isis en tilgangur þess var að koma á friði í Mið- Austurlöndum. Með honum í liði voru að sögn hálfur þriðji tugur manna, m.a. virtir vís- indamenn og Nóbelsverðlaunahafar. Varla þarf að taka fram að markmiðið hefur ekki náðst. Við eftirgrennslan kom í ljós að heima- síða verkefnisins á netinu er ekki lengur opin. Leiðbeinir fjárfestum og spilar póker Enn var Rust í kröppum dansi árið 2004 þegar hann var fundinn sekur um fjársvik en í það skiptið slapp hann með sekt. Erlendir fjölmiðlar dustuðu rykið af Rust – hann talar ekki lengur við þýsku pressuna – í fyrravor þegar tuttugu ár voru liðin frá fluginu góða. Þá var hann nýfluttur í lítinn bæ í útjaðri Hamborgar og virtist í góðu jafnvægi, ef marka má viðtal danska sjónvarpsins. Hann vinnur sem fjármálaráðgjafi og leiðbeinir fjár- festum og fyrirtækjum varðandi fjárfestingar í Eystrasaltsríkjunum og víðar. Þá fylgir sög- unni að hann hafi í seinni tíð haslað sér völl sem slyngur pókerspilari. Mathias Rust var sviptur flugleyfinu í kjöl- far Moskvuflugsins og hefur ekki endurheimt það. Flugvélin er nú í eigu japansks kaup- sýslumanns sem geymir hana vel og vandlega í flugskýli sínu þangað til rétta tilboðið berst. Sjálfur hefur Rust heimildir fyrir því að eig- andinn leggi vélina að jöfnu við vél Charles Lindberghs. Ég greindi ekki nokkrum manni frá áformum mín- um enda var ég sannfærður um að fjölskylda mín og vinir myndu stöðva mig. Ég hugsaði ekki mik- ið út í afleiðing- arnar. Allt sem skipti máli var takmarkið sjálft. Í dag Rust verður senn fertugur. Hann hefur marga fjöruna sopið. Fífldirfska í friðarskyni Í HNOTSKURN »Nokkru eftir að Rust lenti á Rauðatorginu kom lögreglumaður þar að hópi ferðamanna með allt sitt hafurtask. „Hvað eruð þið að gera?“ spurði hann gáttaður. „Bíða eftir fluginu til Hamborg- ar,“ svaraði fólkið um hæl. »Skömmu eftir atvikið setti SubLogic,fyrirtækið sem fyrst kom fram með flugherminn, á markað leik þar sem mark- miðið er að lenda á Rauða torginu. Naut hann mikillar hylli. »Fjöldi popphljómsveita hefur gert flugRusts að yrkisefni, m.a. þýska sveitin Robocop Kraus. Sjón að sjá Cessna-flugvél Mathiasar Rusts á Rauða torginu 28. maí 1987. Það var uppi fótur og fit þegar hann birtist þar eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fengu nokkrir viðstaddir eig- inhandaráritun hjá Rust áður en lögregla handtók hann. Eftir það var Rauða torgið lokað af. Sekur Mathias Rust var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir uppátækið en sat skemur inni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.