Morgunblaðið - 20.01.2008, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 39
Asíu og Kína með peningabirgðir til bandarísku
bankanna sem tapað hafa svimandi upphæðum
vegna þessarar kreppu. Og um það rætt í
bandarískum fjölmiðlum að ekki sendi banda-
rísku bankarnir sambærilegar þyrlubjörgunar-
sveitir til annarra landa með peningabirgðir ef
bankar í hinum vanþróaðri hluta heims lendi í
erfiðleikum.
Nú liggur við að ekki sé lengur spurt hvort
efnahagslegur samdráttur sé í aðsigi í Banda-
ríkjunum heldur fullyrt að svo sé eins og m.a.
má sjá af því að Bush Bandaríkjaforseti hefur
tilkynnt um sérstakar aðgerðir til þess að koma
fjármálamörkuðunum til aðstoðar. Á undan-
förnum mánuðum hafa seðlabankar í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Evrópu beitt sér fyrir
aðgerðum til þess að auðvelda aðgengi bank-
anna að fjármagni. Hið sama tilkynnti Seðla-
banki Íslands sl. mánudag að hann mundi gera.
Í þessum tilvikum er að vísu um ráðstafanir að
ræða, sem tryggja bönkum aðgengi að fé til
skamms tíma. En nú er það ekki bara Seðla-
banki Bandaríkjanna sem lætur að sér kveða
heldur forsetinn og þingið.
Í Danmörku eru nú hafnar umræður um að
samdráttur kunni að vera í aðsigi í efnahagslíf-
inu þar.
Fréttaflutningur Morgunblaðsins eða ann-
arra fjölmiðla af þessum málum og áhrifum
þessarar þróunar hér á landi er því ekkert ann-
að en endurspeglun á því sem er að gerast í
löndunum í kringum okkur og ásakanir á hend-
ur fjölmiðlum hér af þessu tilefni því gersam-
lega út í hött.
Vandamálin hér eiga ekki rót sína að rekja til
þess að íslenzku fjármálafyrirtækin séu illa
rekin eða þar sitji við stjórnvölinn menn sem
kunni ekki til verka. Þvert á móti er ljóst að
það hefur verið unnið afrek við uppbyggingu ís-
lenzku fjármálafyrirtækjanna frá því að rík-
isbankarnir voru einkavæddir. Íslenzka banka-
ævintýrið er raunverulegt ævintýri og þeir sem
þar hafa staðið í brúnni geta verið stoltir af
verkum sínum. En eitt af því sem hefur gert
þeim kleift að byggja fjármálakerfið upp á þann
veg sem gert hefur verið eru aðstæður á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum síðustu árin, þ.e.
mikið framboð af lánsfé á mjög lágum vöxtum.
Þessar markaðsaðstæður eru m.a. skýringin á
því, sem gerzt hefur bæði hér og í öðrum lönd-
um. Með öðrum orðum má segja að íslenzka
ævintýrið hafi endurspeglað það sem hefur ver-
ið að gerast í öðrum löndum.
Nú er þetta breytt. Peningarnir eru horfnir
ef svo má segja. Þeir hafa leitað á önnur mið.
Glitnir er ekki eini bankinn í heimi sem stendur
frammi fyrir því að geta ekki fengið lánsfé
nema á alltof háum vöxtum. Hið sama á við um
banka um allan heim.
Og með sama hætti og velgengnin á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum hefur endurspeglazt
hér síðustu árin eru erfiðleikar á þessum sömu
mörkuðum að koma fram hér. Þess vegna er
þessi þróun ekkert ásökunarefni á hendur for-
ráðamönnum íslenzku bankanna og þeir eiga
ekki að vera viðkvæmir fyrir því þótt fjölmiðlar
á Íslandi endurspegli þennan veruleika. Þeir
eiga þvert á móti að líta á fjölmiðlana hér sem
samstarfsaðila í því að útskýra fyrir almenningi
hvað er að gerast vegna þess að óhjákvæmilega
koma þessi vandamál niður á viðskiptavinum
bankanna frá degi til dags í smáu sem stóru.
Og það auðveldar starfsfólki bankanna, sem
sitja á gólfinu og útskýra veruleika lífsins fyrir
viðskiptavinum, þeirra starf ef fjölmiðlar hafa
átt þess kost að koma á framfæri áreiðanlegum
upplýsingum um stöðu mála.
Á Íslandi er hins vegar ótrúlega erfitt að fá
upplýsingar staðfestar, ekki sízt á þessu sviði.
Það væri hægt að skrifa reifarakennda bók um
það hvernig sumar af þeim upplýsingum, sem
birtzt hafa í Morgunblaðinu um þennan mála-
flokk á síðustu mánuðum, hafa náðst.
Yfirborðskenndar yfirlýsingar
Þ
að má ekki alhæfa í þessum efn-
um. Sumir íslenzkir bankamenn
eru mjög raunsæir á það sem er
að gerast og hafa verið tilbúnir til
að veita Morgunblaðinu og áreið-
anlega öðrum fjölmiðlum upplýs-
ingar sem hafa orðið til þess að skýra þessa
mynd mjög, þótt þeir komi ekki fram undir
nafni í þessum fréttum. Þessir menn líta svo á
að það sé sjálfsagt að þessar upplýsingar komi
fram.
En aðrir hafa haft aðra skoðun á því hvernig
eigi að fara með þessi mál í fjölmiðlum. Eins
konar aukaafurð vegna þeirrar afstöðu birtist í
fréttatilkynningum og öðrum tilkynningum
sumra íslenzkra fjármálafyrirtækja, sem eru
ekkert annað en yfirborðslegt tal um alvarleg
mál sem er frekar til þess fallið að blekkja við-
skiptavini viðkomandi fyrirtækja heldur en auð-
velda þeim að hafa yfirsýn um málefni viðkom-
andi fyrirtækis, sem nauðsynlegt er t.d. að litlir
hluthafar hafi ekki síður en þeir stóru.
Fyrr á árum einkenndi slíkt yfirborðslegt tal
íslenzk stjórnmál og auðvitað einkennir það
stjórnmálabaráttuna að einhverju leyti enn.
Það eru alltaf á ferðinni stjórnmálamenn sem
reyna að setja einstök mál í einhvern grímu-
búning, sem er til þess fallinn að leyna því hvað
er raunverulega að gerast. En hvað sem segja
má um stjórnmálabaráttuna er ljóst að hún hef-
ur batnað verulega að þessu leyti.
Nú eru hins vegar komnir til skjalanna sér-
fræðingar á sviði almannatengsla eða menn
sem telja sig vera sérfræðinga og þeirra sér-
þekking birtist í því að semja texta, sem birtur
er í fréttatilkynningum eða öðrum tilkynning-
um, sem er fjarri öllum veruleika, þegar betur
er að gáð. Á köflum verður þessi texti hlægileg-
ur. Og slíka texta má lesa í Morgunblaðinu nán-
ast dag hvern vegna þess að blaðið birtir frétt-
ir, sem berast frá fyrirtækjum.
Að sinni verður ekki farið út í að nefna ein-
stök dæmi til þess að rökstyðja þessar staðhæf-
ingar en það gæti verið ástæða til. Það er m.a.
hægt að velta því fyrir sér hvort slíkir textar
geti verið brot á lögum vegna þess að fyrirtæki,
sem skráð eru á markaði, eiga auðvitað að
senda frá sér réttar upplýsingar en ekki upp-
lýsingar sem eru settar í þann búning að þær
eru líklegar til að blekkja fólk. Það er spurning,
hvort það er ekki verkefni fyrir Kauphöll Ís-
lands að skoða þessa textasmíð vegna þess að
Kauphöllin hefur ákveðið agavald yfir þeim sem
þar koma við sögu.
Þetta Reykjavíkurbréf er tilraun til þess að
efna til umræðu við viðskiptalífið og þó sér-
staklega fjármálageirann um þessi mál. Það er
eins og að vera enn í leikskóla eða að vera að
leika sér í sandkassa eða að standa úti í drullu-
polli og kasta drullu hver framan í annan að
standa í umræðum við alvöru fólk í alvöru fyr-
irtækjum um það, hvort segja eigi fréttir í opnu
og lýðræðislegu þjóðfélagi um málefni sem geta
verið erfið og óþægileg og hlusta á tal um það
að dagblað, sem hefur því hlutverki að gegna að
veita lesendum sínum upplýsingar, sé að reyna
að „kynda undir“ óróa eða auka á erfiðleika
með því einu að birta fréttir um það sem er að
gerast. Að ekki sé talað um þá tilhneigingu sem
verður vart að refsa viðkomandi fjölmiðli með
því að hætta að auglýsa í þeim sama fjömiðli!
Þannig unnu sumir forráðamenn ríkisfyrir-
tækja áður fyrr. Ætli hinir ungu ofurhugar í
viðskiptalífinu telji þá eftirsóknarverða fyrir-
mynd!
Það er hægt að tala um þessi mál í léttum
tón eins og hér er gert en undir yfirborðinu eru
alvarlegri hlutir á ferð sem geta leitt til þess að
löggjafarvaldið sjái sig knúið til að setja löggjöf
sem verndi fjölmiðlana til þess að tryggja að
þeir verði sá opni vettvangur frjálsra umræðna
sem þeir eiga að vera og er þeirra hlutverk.
»Er það raunverulega skoðun þeirra, sem hafa aðundanförnu gagnrýnt Morgunblaðið fyrir þennan
fréttaflutning, að það eigi að þegja um þessar svipt-
ingar?! Halda þeir í raun og veru að á tímum gervi-
hnattasjónvarps og nets sé hægt að halda upplýsingum
um þessa þróun leyndum fyrir íslenzkum almenningi?!
rbréf
Árvakur/Frikki