Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRETTÁN þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, þrír þingmenn Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur, Árni Páll og Einar Már, og einn fram- sóknarmaður, Birkir Jón, höfðu frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum sem forgangsmál á fyrstu dögum alþingis sl. haust. Síðan gerð- ist það óvænta og hlýtur að teljast óhæfa, að Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra, sem á að standa vörð um lýðheilsu landsmanna, lýsir yfir stuðningi við þetta frum- varp, þótt opinberar stofnanir og margir aðrir, sem láta sig varða heilsuvernd almennings og velferð ungmenna, mæli eindregið gegn framgangi þess. En furðulegast er, að heilbrigð- isráðherra og flytjendur málsins á alþingi tala um áhuga sinn á for- vörnum í fíkniefnamálum, meðan þeir vilja með frumvarpi sínu ryðja úr vegi þeirri mikilvægu og viðurkenndu forvörn að takmarka aðgengi að áfengi, því fíkniefni, sem er hvað hættulegast. Þetta kallast að vera sjálfum sér ósam- kvæmir og sýna tvískinnung. Aðaltalsmaður áfengisfrum- varpsins, Sigurður K. Krist- jánsson, segir í grein í Mbl. 1. nóv. sl., sem áður var vitað, að bakland hans og annarra áhuga- manna um sölu áfengis í versl- unum séu samþykktir og stefna Sjálfstæðisflokksins, sem lands- fundur flokksins hafði markað. Ekki þarf að eyða hér mörgum orðum að því, hversu skaðleg sú stefna er, eins og rækilega hefur verið rökstutt í mörgum greinum að undanförnu í Mbl. En þar er kjarni málsins eins og margar rannsóknir staðfesta, að áfeng- isneysla mundi aukast verulega, ef hægt verður að nálgast áfenga drykki í matvörubúðum, og um leið vaxa það margvíslega tjón, sem vínið veldur. Hörð mótmæli. Meðal þeirra fjölmörgu, sem mótmælt hafa þessu áfeng- isfrumvarpi, eru samtök lækna og hjúkrunarfræðinga, sem hvað best þekkja afleiðingar áfengisdrykkju á heilsu fólks. Þá hafa einnig nefndir á vegum hins opinbera, sem láta sig varða velferð ung- menna, eindregið mótmælt frumvarp- inu. Þannig hefur bæjarstjórn Hafn- arfjarðar nær sam- hljóða samþykkt að taka undir mótmæli forvarnarnefndar bæjarins gegn frum- varpinu. Athygli vek- ur og ætti mörgum að vera til umhugsunar, að kvenfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, Rósa Guðbjartsdóttir, var eini bæjarfulltrúinn, sem vildi ekki standa að þessari samþykkt. Það verður sorglegt ef flutn- ingsmenn frumvarpsins taka ekki til greina réttmætar ábendingar og rökstudd mótmæli. Ef afstaða þeirra til málsins er látin ráðast af því, að „það sé svo þægilegt að geta nálgast vínið um leið og kjöt- ið er keypt í sunnudagssteikina“, eins og einn flutningsmanna á að hafa komist að orði, er það full- komin léttúð og sjálfselska, sem engum þingmanni sæmir. Enda virðist því miður vera svo, að „það er eins og flutningsmenn frum- varpsins séu tilfinningalausir og geri sér enga grein fyrir því um hvað áfengisvandamálið snýst“ eins og komist er að orði í for- ystugrein Mbl. 16. okt. sl. Hlutverk kvenna Það er annars mjög dapurlegt, að í hópi flutningsmanna þessa áfengisfrumvarps skuli vera fimm þingkonur Sjálfstæðisflokksins. Á árum áður stóðu konur úr öllum flokkum yfirleitt saman í barrátt- unni gegn áfengisbölinu og höfðu þar mikil og jákvæð áhrif. Nýlegar erlendar rannsóknir sýna og staðfesta að sérstakar hættur fylgja áfengisnotkun kvenna. Þannig segir t.d. yf- irlæknir Ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn í viðtali í Mbl. 26. okt. sl., að „áfengið sé lang- skaðvænlegast fyrir fóstur af öll- um vímuefnum“. Og ennfremur sagði sami læknir: „Jafnvel mjög lítið áfengismagn getur valdið fósturskaða.“ Það ætti að vera brýnt hlutverk kvennasamtaka á nýju ári að beita sér gegn áfengisfrumvarpinu og hvetja konurnar fimm, sem standa að flutningi þess, til að hverfa frá stuðningi sínum við þetta óþurft- armál. Og þar sem konur hafa á síðari árum í mun ríkari mæli en áður leitað sér hjálpar vegna áfengisvanda yrði aðgengi að áfengi í almennum verslunum til þess eins fallið að auka umfang þess vandamáls. Hvað segja kjósendur Sjálfstæðisflokksins? Margir kjósendur Sjálfstæð- isflokksins hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum, þegar stuðningi þeirra við flokkinn er beitt í skjóli frelsis án ábyrgðar til að stuðla að auknum áfengisvanda, láta gróðann af sölu áfengis renna til stórmarkaða og annarra einka- aðila, en almenningi síðan gert að bera og greiða tjón sem getur hlotist af völdum áfengis. Þessari skaðvænu áfengisstefnu Sjálfstæð- isflokksins ættu kjósendur, sem henni eru mótfallnir, að andmæla kröftuglega og koma í veg fyrir framgang hennar. Þá ber sérstaklega að harma, að þingmenn úr röðum Samfylking- arinnar skuli ljá lið þessu stefnu- máli Sjálfstæðisflokksins. Sá stuðningur er í andstöðu við minn- ingu og baráttu margra frumherja jafnaðarstefnunnar hér á landi. „Fíkniefnin eru einn ömurleg- asti vágestur nútímasamfélags,“ sagði forsætisráðherra, Geir H. Haarde, á alþingi 27. nóvember sl. Undir það skal vissulega tekið. En þegar talað er um fíkniefni er ekki hægt að undanskilja áfengið, sem mestum skaða veldur. Allir ábyrg- ir þingmenn ættu að fella þetta hættulega áfengisfrumvarp. Skaðvæn áfengisstefna Sjálfstæðisflokksins Árni Gunnlaugsson fjallar um frumvarpið um sölu áfengis í matvöruverslunum » Það er annars mjögdapurlegt, að í hópi flutningsmanna þessa áfengisfrumvarps skuli vera fimm þingkonur Sjálfstæðisflokksins. Árni Gunnlaugsson. Höfundur er lögmaður í Hafnarfirði. Laufengi 15 - Bílskýli - Laus Opið hús í dag milli kl. 14 og 15 BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Mjög góð og snyrtileg, 4ra herbergja, 93,5 fm íbúð á 3. hæð (efstu) í fjöl- býlishúsi. Fallegt og nýlegt parket á gólfum, snyrtilegt eldhús og björt stofa með útgangi út á suðursvalir. Þrjú góð svefnherbergi og baðher- bergi með glugga og tengi fyrir þvottavél. Sérinngangur frá svölum og opið bílskýli fylgir eigninni. Eignin er laus við kaupsamning. Verð 25 millj. Inga Kristjánsdóttir sölumaður tekur vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. Vallarbarð 4 - Hafnarfirði Opið hús í dag milli kl. 15 og 16 Glæsilegt og vel staðsett ca 178 fm einbýlishús á tveimur hæðum ásamt ca 34 fm frístandandi bílskúr, samtals ca 212 fm. Neðri hæð skiptist í for- stofu, hol, baðherbergi, þvottahús, geymslu, eldhús og þrjár stofur. Efri hæð skiptist í fjögur svefnherbergi, baðherbergi og stórar svalir. Parket og flísar á gólfum. Fallegur garður í rækt með stórum sólpalli og skjól- veggjum. Hellulögð aðkoma með hita í stéttum. Verð 53,5 millj. Albert og Elísabet taka vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. Blásalir 5 Kóp. - Bílskúr Opið hús í dag milli kl. 14 og 15 Mjög glæsileg og rúmgóð, 4ra herbergja, 124 fm íbúð á 2. hæð (efstu) með sérinngangi ásamt 33 fm bílskúr í Kópavogi. Íbúðin er öll fallega innréttuð með samstæðum innréttingum, þremur rúmgóðum svefnher- bergjum og tveimur flísalögðum baðherbergjum. Annað baðherbergi er inn af hjónaherbergi. Glæsileg, rúmgóð og björt stofa með mikilli lofthæð og útgangi út á rúmgóðar suðursvalir. Þá eru einnig svalir frá hjónaher- bergi til norðurs. Rúmgóður bílskúr með hita og rafmagni. Verð 40,9 millj. Böðvar tekur vel á móti gestum. Teikningar á staðnum. Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI m bl .9 61 11 8 HVASSALEITI M/AUKAÍBÚÐ Í LEIGU GLÆSILEGT PARHÚS - LAUST STRAX - Opið hús í dag SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. M b l 9 61 24 2 Til sölu þetta reisulega 336 fm parhús á þessum eftirsótta stað. Um er að ræða tvílyft hús með tvær jafnstórar hæðir ásamt jarðhæð/kjallara með sér fullbúinni 3ja herb. íbúð með sérinngangi/einnig innangengt. Er í útleigu með mjög góðum leigutekjum. Vandaðar innréttingar, gólfefni og tæki. Stór herbergi og stofur. Suðursvalir og suðurgarður með sólpöllum og skjólgirðingum. Hiti í hellulögðu bílaplani. Stutt í alla þjónustu. Húsið er til afhendingar strax. Uppl.Ólafur B Blöndal í 6-900-811. Ólafur B Blöndal sýnir húsið í dag á milli kl. 14-15 OPIÐ HÚS Eiðistorg 9 - Seltjarnarnesi Glæsileg 3ja-4ra herbergja íbúð á 2. hæð, íbúð 201. Sérlega glæsileg og mjög mikið endurnýjuð 110,2 fm 3ja-4ra her- bergja útsýnisíbúð á annarri hæð í góðu fjölbýlishúsi á þessu eftirsótta stað. Eigninni fylgir mjög gott stæði í bílageymsluhúsi. Verð 29,9 m. Áhvílandi 26,5 m góð lán frá SPRON, 4,95% vextir. Eignin er laus og til afhendingar strax. Valdimar og Ásta taka vel á móti gestum í dag sunnudag milli kl. 13:00 og 15:00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.