Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 66

Morgunblaðið - 20.01.2008, Page 66
Ég vil menn með aðeins meira kjöt á beinunum … 75 » reykjavíkreykjavík ÞETTA er reyndar í annað sinn sem Hamskiptin í meðförum Vesturports eru sett upp í London en haustið 2006 var riðið á vaðið. Sú uppfærsla hlaut geysigóðar viðtökur og frasinn „vegna fjölda áskorana“ á vel við um ákvörðunina að setja verkið upp að nýju. Gísli Örn var í fyrra skiptið í hlutverki Gregors Samsa, sonarins og fyrirvinnunnar sem dag einn fer öfugum megin fram úr rúminu svo ekki sé meira sagt. Í þetta sinn er Gísli enn í hlutverki leikstjóra verksins en Björn Thors hefur tekið við hlutverki Samsa. Gísla þykir hlutskipti sitt sem leikstjóri þægilegt í þetta sinn. „Það er mjög fínt að geta fengið sér súkkulaðiköku og kaffi fyrir sýn- ingu án samviskubits,“ segir leik- stjórinn en slíkt var trúlega ekki í boði fyrir hálfu öðru ári þegar Gísli hékk uppi og klifraði um allt í vel hannaðri leikmynd Barkar Jóns- sonar í hlutverki Samsa. „En ég er mjög ánægður með hvernig tókst til í þetta sinn,“ segir Gísli og á við nýafstaðna leiksýn- ingu. „Sérstaklega með tilliti til þess hversu stuttan tíma við höfðum til að æfa þetta. Það eru bara 11 dagar síðan við komum hingað út og byrj- uðum að æfa. Þetta er búið að vera rosalega knappt. Ég hélt að þetta yrði skrýtin tilfinning að fylgjast með úti í sal en það er það í raun alls ekki. Það var helst skrýtið að fylgj- ast með Birni uppi á sviði því við getum oft verið alveg sláandi líkir, sérstaklega vangasvipurinn. Stund- um fannst mér ég vera að horfa á sjálfan mig uppi á sviði. Það var skrýtin tilfinning.“ Dreifa ástinni Talsverðar breytingar hafa orðið á leikhópnum frá því að sýningin var fyrst sett hér upp. Unnur Ösp Stef- ánsdóttir tekur við hlutverki Nínu Daggar Filippusdóttur sem Greta Samsa. Tom Mannion kemur einnig nýr inn sem heimilisfaðirinn. Elva Ósk Ólafsdóttir er sem fyrr í hlut- verki móðurinnar og Jonathan McGuinnes í öðrum hlutverkum. „Mannion hafði aldrei séð sýn- inguna áður og mér skilst að hann hafi aldrei verið í svona líkamlegu leikhúsi áður. Fyrir honum er þetta því mjög framandi þó að okkur finn- ist þetta venjulegt,“ segir Gísli. „En þar sem leikhópurinn kemur úr ýmsum áttum var aðalvinnan fólgin í því að hrista hópinn saman svo þau væru öll samstiga hvað varðaði leik og stíl og annað. Söngleikurinn Ást verður sýndur í Lyric-leikhúsinu í vor í leikstjórn Gísla Arnar en leikhópurinn sam- anstendur af Bretum. Svo virðist sem Vesturport sé komið með útibú í London eða hvað? „Já, við og Landsbankinn erum komin með útibú hér,“ grínast Gísli. „En það er auðvitað gaman þegar gengur vel og fólk vill vinna með manni,“ bætir hann við hógvær. „Aðilar hérna frá leikhúsinu sáu Ást heima og vildu fá sýninguna strax yfir. Ég hef reyndar engan tíma til að leikstýra verkinu sjálfur en ætla samt að gera það.“ Já, Vesturportsfólk er duglegt að dreifa ástinni um heiminn því söng- leikurinn verður sýndur í Kóreu á næstunni. „Það voru kóreskir aðilar sem keyptu réttinn á sýningunni en ég hef bara ekkert fylgst með uppsetn- ingunni þar. Ég kemst því miður ekki á frumsýninguna úti því ég verð við æfingar heima.“ Öryggisnetið Vesturport Það er kannski vel við hæfi að rifja upp sögu hins títtnefnda Vest- urports en það var stofnað þegar stærstur hluti hópsins var á síðasta ári í leiklistarskólanum. „Við leigðum húsnæði til þess að hafa stað til að gera það sem við vildum. Við borguðum í sameig- inlegan sjóð til að eiga fyrir húsa- leigu og hjálpuðumst svo að við allt. Þarna var enginn leikhússtjóri, bara 13 manneskjur sem máttu gera það sem þær vildu. Það var mjög gott öryggisnet að vera í svona góðum og skapandi félagsskap.“ Var það upphaflega planið hjá Vesturporti að róa á erlend mið? „Nei, þetta þróaðist bara svona. Þegar maður er vanur íslensku leik- húsumhverfi þá venst maður því að GÍSLI ÖRN VESTURPORT VIRÐIST VERA AÐ FESTA SIG Í SESSI Í BRESKU LEIKHÚSLÍFI. HÚS- FYLLIR VAR VIÐ FRUMSÝNINGU HAMSKIPTANNA Í LONDON Í VIKUNNI OG UPPSELT Á ALLAR ÁFORMAÐAR SÝNINGAR Á VERKINU ÞAR Í BORG. BIRTA BJÖRNSDÓTTIR SETTIST NIÐUR MEÐ LEIKSTJÓRA SÝNINGARINNAR, GÍSLA ERNI GARÐARSSYNI, AÐ LOKINNI FRUMSÝNINGU OG RÆDDI VIÐ HANN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA, ÁST Í KÓREU OG KUNNUGLEGAN VANGASVIPINN Á BIRNI THORS. Árvakur/Kristinn Ingvarsson Hið upprunalega Gísli Örn við Vesturgötu 18 þar sem Vesturport var stofnað árið 2001. „Þarna var enginn leikhússtjóri, bara 13 manneskjur sem máttu gera það sem þær vildu,“ segir Gísli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.