Morgunblaðið - 02.02.2008, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Geturðu séð það í kristalskúlunni þinni hvenær við þurfum að fara að japla á þessum
blýöntum, vita tannlausir, Davíð minn?
Það er ólga í þingflokki Sjálfstæð-isflokksins um þessar mundir.
Ástæðan fyrir henni er dálítið sér-
kennileg og óvenjuleg. Svo virðist
sem formaður þingflokksins, Arn-
björg Sveinsdóttir, hafi komizt að
þeirri niðurstöðu, að hún geti ákveð-
ið hvenær þingmenn flokksins taki
þátt í umræðum á Alþingi og þá
hverjir, hverju sinni.
Af þessu tilefnimun hafa
komið til orða-
skipta á milli Arn-
bjargar og Ragn-
heiðar Ríkharðs-
dóttur á þing-
flokksfundi en
Ragnheiður er
ekki líkleg til þess
að taka við fyr-
irmælum um það
frá einum eða neinum hvenær hún
tali á Alþingi.
Nú er auðvitað ljóst, að það er mik-ilvægt að skipuleggja vel störf
þingmanna, en tæpast getur sú
skipulagning náð til þess að kjörnir
þingmenn verði að sitja og standa
eins og formanni í þingflokki hentar.
Enda skorti mikið á, að lýðræðiríkti á Alþingi, ef svo væri.
Einhver kann að halda að þetta ségamansaga en svo virðist ekki
vera.
Ólgan meðal þingmanna Sjálf-stæðisflokksins af þessum sök-
um er orðin svo mikil, að hún er far-
in að berast út fyrir þingflokks-
herbergi Sjálfstæðisflokksins. Það
bendir til þess að þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins kunni ekki að meta
þessa stjórnsemi.
Og það gæti verið vísbending ummeiri spennu í kringum kosn-
ingu formanns þingflokksins, næst
þegar að henni kemur. Þetta er um-
hugsunarefni fyrir Arnbjörgu.
STAKSTEINAR
Arnbjörg
Sveinsdóttir
Umhugsunarefni fyrir Arnbjörgu
!
"
#$
%&'
(
)
! !
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
"
#
#
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
$ !%
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
# "#
" & "
" & # #
*$BC
!
"
*!
$$B *!
'
()
( $
%
*%
<2
<! <2
<! <2
'
) !+
,-!%.
C8-D
8
# $ "
! % &
B
"2
$ '( (
)*
+ % ,
"$ *
*
,
-%
! % ,
/0!! %11
!% 2$%
%+
FRÉTTIR VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Dögg Pálsdóttir | 1. febrúar 2008
Umhugsunarefni
Það kemur út af fyrir sig
ekki á óvart að fv. Hr. Ís-
land skuli fá miskabæt-
ur fyrir það hvernig stað-
ið var að því að svipta
hann titlinum. Ég er
hins vegar mjög hugsi
yfir því að honum skuli dæmd svo há
fjárhæð, því börn sem lenda í kynferð-
islegri misnotkun eru í mörgum til-
vikum að fá litlu hærri bætur en
200.000 kr. … Svipting fegurðartitils
veldur að mínu mati tæpast nokkru
varanlegu andlegu tjóni.
Meira: doggpals.blog.is
Gunnlaugur B. Ólafsson | 31. janúar
Blóm vikunnar
Eyrarrós
Blóm vikunnar er Eyr-
arrós. Hún er algeng um
mestallt land og vex
einkum á áreyrum eða í
grýttum jarðvegi. … Að
mæta einni slíkri rós í
skriðu sem er jafn gróf-
gerð og í þessu tilfelli dregur svo skýrt
fram andstæður náttúrunnar.
Ég viðraði þá hugmynd að hún yrði
þjóðarblóm við mér plöntufróðari
menn …
Meira: gbo.blog.is
Sigurður Þór Guðjónsson | 1. febrúar
Skammdegið er liðið
Nú er skammdeginu
lokið samkvæmt þeirri
viðmiðun sem ég nota
og finnst skynsamleg.
Samkvæmt henni er
skammdegi þegar sólin
er á lofti minna en einn
þriðja þess tíma sem hún er lengst á
lofti.
Skammdegið hófst þá 11. nóv-
ember og síðasti dagur skammdeg-
isins var í gær.
En veturinn er ekkert búinn. Nú er
kaldasti tími ársins.
Meira: nimbus.blog.is
Einar Sveinbjörnsson | 31. janúar
Miðaldahlýindin í
sögulegu ljósi
Enn og aftur eru menn
eðlilega að velta fyrir
sér hlýskeiðinu um og
eftir landnám og bera
saman við veðurfarið nú
á dögum. …
Fyrir réttu ári fjallaði
ég um miðaldahlýindin almennt séð í
sögulegu ljósi og hér fer færslan lítið
eitt stytt frá því þá. Það er hins vegar
ekki rétt há Hirti að hér hafi aðeins
verið hægt að rækta korn með herkj-
um síðasta áratuginn eða svo.
Alveg frá því um 1920 hafa verið
hér lengst af ágætis skilyrði til korn-
ræktar, ef litið er fram hjá köldu ár-
unum hér á landi frá 1965 til um
1983. Á Þorvaldseyri hefur verið
ræktað bygg í áratugi og nú síðast
einnig hveiti. …
Vísbendingar, s.s. frá setlögum og
úr ískjörnum, styðja við sögulegar
heimildir um að hlýrra hafi verið frá á
árabilinu um 950-1200 en aldirnar á
undan, en ekki síður á tímabilinu á
eftir, frá 1450 til 1800, sem oft er
kallað litla ísöldin. … Ýmislegt bendir
hins vegar til þess að hlýskeið mið-
alda hafi einkum verið bundið við
landsvæði beggja vegna N-Atlants-
hafsins og orsakasamhengi sé því að
leita við Golfstrauminn og styrk hans.
…
Fjöldi nýlegra rannsókna dregur aft-
ur á móti úr því að hlýskeið miðalda
hafi í raun skorið sig mikið úr hvað
hitafar snertir á norðurhveli í heild
sinni.
Þannig hafi tímabilið 800-1400 ver-
ið örfáum brotagráðum hlýrra en hið
kalda tímabil litlu ísaldarinnar næstu
fjórar til fimm aldirnar þar á eftir og
eins samanborið við árin 200-800.
Nú eru menn meira að segja farnir að
efast um hina þekktu staðhæfingu
um vínrækt í Englandi á miðöldum og
að hún sé orðum aukin, því í raun hafi
vínrækt verið stunduð á þessum slóð-
um í einhverjum mæli síðustu 1000
árin, að vísu með misjöfnum árangri.
…
Það er hins vegar á 20. öld (1900-
2000) sem veðurfarssveiflan sker sig
úr að verulegu ráði. Þá hækkaði hitinn
um 0,6 til 0,9° frá fyrri öld. Margar
rannsóknir eru síðan á einu máli um
að síðustu áratugir 20. aldar séu hlýj-
asta skeið á áratugatímaskala sem
nokkru sinni hafi komið frá því um
A.D. 200.
Meira: esv.blog.is
BLOG.IS
NÝ Bónusverslun verður opnuð á
Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur í
dag, laugardaginn 2. febrúar kl. 10.
Boðið verður upp á fjölda opn-
unartilboða, segir í tilkynningu frá
versluninni.
Bónus lokaði versluninni á Hrólfs-
skálamel á Seltjarnarnesi í þessari
viku. Húsið sem verslunin var í verð-
ur að víkja fyrir íbúðabyggð.
Verslunin á Fiskislóð er heldur
stærri en sú sem var á Seltjarn-
arnesi og hentar ljómandi vel sem
Bónusverslun að sögn Guðmundar
Marteinssonar, framkvæmdastjóra
Bónuss. Verslunin er um 850 fer-
metrar og með rúmgóðum göngu-
kælum fyrir mjólk og kjöt annars
vegar og grænmeti og ávexti hins
vegar.
Verslunin á Fiskislóð verður með
hefðbundnu Bónussniði þar sem
boðið verður upp á alla helstu vöru-
flokka í matvöru og sérvöru eftir því
sem pláss leyfir. Verslunarstjóri
verður sem fyrr Ólöf Helga Sigurð-
ardóttir.
Bónus hyggst svara kalli fjölda
íbúa á Seltjarnarnesi og bjóða upp á
rútuferð í nýju verslunina einu sinni
í viku, segir í tilkynningunni. Rúta
frá Guðmundi Jónassyni mun þá
keyra hring um Nesið frá kl. 15 á
fimmtudögum. Aksturinn mun hefj-
ast fimmtudaginn 7. febrúar næst-
komandi kl. 15.
Árvakur/Árni Sæberg
Bónus opnar
verslun á Fiskislóð