Morgunblaðið - 02.02.2008, Side 12
12 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
U
tanríkisráðherra flutti
Alþingi skýrslu um
innri markaði Evrópu
nú í vikunni en þetta
er í fyrsta sinn sem
Evrópumál eru rædd sérstaklega á
þingi, þ.e. aðskilin frá utanríkis-
málum almennt.
Sú nýbreytni er til góðs enda á Ís-
land mikið undir því að fylgjast vel
með þróun mála í Evrópu.
Engar tímamótayfirlýsingar komu
fram í umræðunum og raunar fátt
sem kemur á óvart. Samfylkingin er
hrifnust af aðild að Evrópusamband-
inu (ESB), Framsókn er til í að skoða
það en hinir flokkarnir eru tregari til,
þótt auðvitað vilji allir fylgjast vel
með o.s.frv.
Ný nefnd um Evrópumál tekur til
starfa undir forystu tveggja þing-
manna, úr Samfylkingu og Sjálfstæð-
isflokki. Siv Friðleifsdóttir sagði í
umræðunum að þetta væri til marks
um trúnaðarbrest milli ríkisstjórn-
arflokkanna. Hún hefur nokkuð til
síns máls enda ber margt í milli þess-
ara tveggja flokka þegar kemur að
nánara Evrópusamstarfi og hugs-
anlegri aðild að ESB.
Fimm sinnum í Evrópusamruna
Þessi skoðanaágreiningur kom
fram í umræðunum á þingi og sjálf-
stæðismenn virðast vera orðnir dálít-
ið pirraðir á fjálglegum yfirlýsingum
samfylkingarmanna um fallvaltleika
krónunnar og efnahagsóstjórn síð-
ustu ára.
Það er ekki oft sem þingmenn úr
stjórnarliðinu fara upp í andsvör
hver við annan en sem dæmi má
nefna að Árni Páll Árnason, Sam-
fylkingu, veitti andsvar við ræðu Ill-
uga Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki,
og Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki,
fór í andsvar við Kristján L. Möller
samgönguráðherra.
Evrópumisklíðin mun þó varla
valda teljandi vandræðum á kjör-
tímabilinu enda svo sem búið að finna
lausnina; að setja málið í nefnd. Auð-
vitað hefði hvorugur flokkanna
treyst hinum alfarið til að leiða slíkt
nefndarstarf og þá lítið annað að
gera en að setja Evrópusambands-
sinnann, Ágúst Ólaf Ágústsson, og
Illuga Gunnarsson, einn ötulustu
talsmanna gegn aðild, saman í for-
mannssætið.
Og aðeins til gamans. Í Evrópu-
skýrslu utanríkisráðherra er að finna
eftirfarandi setningabrot:
„Ísland er í hringiðu Evrópusam-
runans“, „segja má að Ísland sé í
hringiðu Evrópusamrunans“, „að
sýna hve þétt Ísland er í raun ofið í
Evrópusamrunann“, „má glöggt ráða
hversu mikinn þátt Ísland tekur í
Evrópusamrunanum“ og
„hve náið Ísland stendur kjarna
Evrópusamrunans“.
Þar höfum við það, fimm sinnum.
Símasambandslaust?
Frá Evrópuumræðum í aðeins
meira hversdagstal. Við blaðamenn
styðjumst mikið við símann í störfum
okkar, a.m.k. þau okkar sem vinna
með hið prentaða orð. Þessu fylgir
óneitanlega tímasparnaður en auð-
vitað getur verið leiðinlegt að hitta
viðmælendurna sjaldan augliti til
auglitis. Í þingfréttamennskunni
nota ég símann minna enda oftast að
fylgjast með umræðum í þingsal. Ég
var því eiginlega búin að gleyma
hversu þreytandi það getur verið að
eyða kannski heilu dögunum í að
reyna að ná sambandi við fólk, án ár-
angurs.
En nú um daginn var vandanum
öðruvísi háttað. Ég átti erindi við
dómsmálaráðuneytið og spurði í
gegnum símann hver gæti orðið til
svara erindi mínu. Þá var mér sagt
að senda spurningarnar með tölvu-
pósti. Ég maldaði í móinn, satt best
að segja talsvert mikið, og vildi fá
símasamband við þann sem ég átti að
tala við. Allt kom fyrir ekki. Tölvu-
póstur skyldi það vera.
Það verður ekki af núverandi
dómsmálaráðherra tekið að hann
hefur verið frumkvöðull í að nýta
tölvutækni við störf sín. Hann svarar
tölvubréfum hratt og örugglega og
hefur haldið úti virkri heimasíðu frá
miðjum tíunda áratugnum.
Hugsanlega hefur hann því sett
tóninn fyrir þetta verklag hjá ráðu-
neytinu enda svarar hann venjulega
sjálfur erindum blaðamanna í gegn-
um tölvupóst.
Segir í tölvubréfi …
Hvað sem því líður getur þessi
samskiptamáti verið slæmur fyrir
fjölmiðla. Í fyrsta lagi verða svörin
mun formlegri og þurrari og erfiðari
til að hafa eftir, sbr. „Eins og fram
kemur í greinargerð með 2. mgr. 11.
gr. frumvarpsins er verið að færa
lagabókstafinn …“. Í öðru lagi gerir
þetta blaðamönnum erfiðara fyrir að
fylgja eftir spurningum og hvað þá
að ganga á viðmælendur sína. Í
þriðja lagi vakna spurningar um
hvernig á að hafa ummælin eftir. Á
að skrifa „segir Jóna Jónsdóttir“ eða
„skrifar Jóna Jónsdóttir í tölvu-
bréfi“?
Og hvað um ljósvakamiðlana?
Eiga þeir alltaf að vitna í tölvubréf?
Ég vona svo sannarlega að ráðu-
neytið láti af þessu og svari munn-
lega, nema annars sé óskað.
Evrópumál og tölvupóstaráðuneyti
ÞINGBRÉF
Halla Gunnarsdóttir
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
ákveðið að taka til efnislegrar
meðferðar kæru Landverndar á
ákvörðun Skipulags-
stofnunar um að nýta
ekki heimildir sínar til
þess að láta fram-
kvæma heildstætt um-
hverfismat fyrir álver í
Helguvík og tengdar
framkvæmdir. „Þetta
er sigur í sjálfu sér því
með þessu er ráðherra
að staðfesta kæru-
heimildina okkar. Það
styrkir kröfu okkar
verulega að Umhverf-
isstofnun skuli taka
efnislega undir með
Landvernd og lýsa yfir
stuðningi með kröf-
unni um heildstætt
umhverfismat,“ segir Bergur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Land-
verndar.
Í kæru sinni frá miðjum október
sl. krafðist Landvernd þess að álit
Skipulagsstofnunar yrði ógilt og
að fram færi lögformlegt umhverf-
ismat á framkvæmdunum í heild
sinni, álveri, flæðigryfju, há-
spennulínum, virkjunum og hafn-
arframkvæmdum. Í samtali við
Morgunblaðið segir Bergur ljóst
að fari ráðherra fram á að fram-
kvæmt verði heildstætt umhverf-
ismat sé vandséð að álver í Helgu-
vík verði að veruleika. „Það er
mitt mat að í reynd yrði álver í
Helguvík úr sögunni, vegna þess
að það eru svo margir leyfisveit-
endur í því ferli sem
eru ekki sáttir við
þessa framkvæmd.“
Hjá Magnúsi Jó-
hannessyni, ráðu-
neytisstjóra um-
hverfisráðuneytisins,
fengust þær upplýs-
ingar að kæran væri
á vinnslustigi í ráðu-
neytinu. Segir hann
kæru Landverndar
hafa verið senda til
fimmtán umsagn-
araðila, þ.e. Hvera-
gerðisbæjar, sveitar-
félagsins Ölfuss,
stjórnar Reykjanes-
fólkvangs, sveitarfé-
lagsins Voga, Grindavíkurbæjar,
heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, iðn-
aðarráðuneytis, sveitarfélagsins
Garðs, Reykjanesbæjar, Umhverf-
isstofnunar, Landsnets, Orkuveitu
Reykjavíkur, Hitaveitu Suður-
nesja, Norðuráls og Skipulags-
stofnunar. Segir Magnús nær alla
umsagnaraðila hafa skilað inn um-
sögnum sínum, en fresturinn er
þegar útrunninn.
Magnús segir aðspurður að ekki
sé ósennilegt að það geti tekið
nokkrar vikur að ljúka málinu.
Rík rannsóknarskylda hvíli á
ráðuneytinu í svona málum.
„Þetta er sigur
í sjálfu sér“
Umhverfisráðherra tekur kæru Land-
verndar til efnislegrar meðferðar
Bergur Sigurðsson
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Í höfn Umsvif hafa aukist í Helguvíkurhöfn á undanförnum árum.
KYNBUNDINN launamunur er
ekki lengur fyrir hendi hjá starfs-
mönnum Akureyrarbæjar, skv. alls-
herjarkönnun Rannsókna- og þróun-
armiðstöðvar Háskólans á Akureyri
(RHA) sem kynnt var í bæjarráði í
fyrradag.
Samskonar könnun sem gerð var
1998 leiddi í ljós að konur voru að
meðaltali með 6% lægri dagvinnu-
laun en karlar og 8% lægri heildar-
laun.
Dagvinnulaun karla og kvenna eru
mjög lík, skv. upplýsingum frá bæn-
um. Helmingur karla hefur 184 þús-
und eða minna á mánuði í dagvinnu-
laun. Meðaldagvinnulaun karla eru
nokkuð hærri, 212 þúsund á mánuði.
Helmingur kvenna hefur 188 þúsund
á mánuði í dagvinnulaun eða minna
en meðaldagvinnulaun kvenna eru
208 þúsund á mánuði.
„Að teknu tilliti til aldurs, starfs-
aldurs, starfs og starfssviðs eða
deildar og vinnutíma kemur í ljós að
ekki er marktækur munur á dag-
vinnulaunum karla og kvenna.“
Karlar hafa að meðaltali hærri
heildarlaun en konur. Helmingur
karla hefur 308 þúsund eða minna á
mánuði í heildarlaun og helmingur
karla meira en það. Meðalheildar-
laun karla eru 332 þúsund á mánuði.
Helmingur kvenna hefur 263 þúsund
á mánuði í heildarlaun eða minna og
helmingur kvenna meira en það.
Meðalheildarlaun kvenna eru 274
þúsund á mánuði.
Að teknu tilliti til aldurs, starfs-
aldurs, starfs, starfssviðs eða deildar
og vinnutíma reynist kynbundinn
munur á heildarlaunum ekki mark-
tækur.
Í gegnum tíðina hafa kannanir
sýnt fram á að það er frekar í auka-
greiðslum (yfirvinnu, vaktaálagi
o.fl.) sem launamunur kynja kemur í
ljós. Aukagreiðslur eru nokkuð hátt
hlutfall af heildarlaunum starfs-
manna eða að meðaltali rúm 22%
heildarlauna. Hlutfallið er þó nokkuð
hærra hjá körlum en konum eða rúm
46% á móti um 14% hjá konum.
Stærstur hluti aukagreiðslna hjá Ak-
ureyrarbæ er tilkominn vegna
skráðrar yfirvinnu en síðan koma
vaktavinnuálagsgreiðslur. Eftir
gagngera endurskoðun á launa-
greiðslum starfsmanna Akureyrar-
bæjar á árunum 2005-2007 er ein-
göngu greidd yfirvinna samkvæmt
tímaskráningum og hvergi er um
fastar yfirvinnugreiðslur eða akstur
að ræða. Karlar virðast því áfram
sækja meira í vaktavinnustörf eða
störf þar sem þörf er á yfirvinnu.“
Kynbundnum launa-
mun hefur verið eytt
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra og Gunnar I.
Birgisson, stjórnarformaður Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN),
opnuðu í gær nýja þjónustu sem gerir
greiðendum námslána kleift að af-
þakka almenna greiðsluseðla. Petrína
Sæunn Úlfarsdóttir varð fyrsti greið-
andi námslána sem nýtti sér þennan
kost og var hún viðstödd athöfnina.
Steingrímur Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri LÍN, sagði fulltrúa
námsmanna í stjórn sjóðsins hafa lagt
fram tillögu um þessa breytingu á
liðnu vori. Steingrímur sagði þessa
breytingu vera tvíþætta. Annars veg-
ar fælist hún í að losna við greiðslu-
gjaldið og hins vegar að losna við
pappírsgögnin. Hann sagði að fólk
vildi í vaxandi mæli geta gengið að
upplýsingum sem þessum á vísum
stað á rafrænu formi. Þessarar til-
hneigingar hafi víðar orðið vart, t.d.
þegar Fjársýsla ríkisins hóf að bjóða
upp á rafræna launaseðla, en þá vildi
yfirgnæfandi meirihluti starfsmanna
hins opinbera fá slíka seðla og afþakk-
aði prentaða launaseðla í umslagi.
Með því að afþakka greiðsluseðl-
ana falla greiðslu- og seðilgjöld niður.
Samkvæmt upplýsingum LÍN er al-
gengasta seðilgjald 350 krónur, en
seðilgjöldin eru mismunandi. Flestir
greiða tvisvar á ári af námslánum sín-
um.
Til að nýta sér þessa nýju þjónustu
geta greiðendur námslána farið inn á
„Mitt svæði“ hjá LÍN og afþakkað
þar greiðsluseðla. Frestur til að af-
þakka greiðsluseðla vegna gjalddaga
1. mars 2008 er til 15. febrúar næst-
komandi. Á þeim gjalddaga eiga um
26.000 greiðendur að borga af náms-
lánum.
„Mitt svæði“ er einkasvæði við-
skiptavina LÍN. Aðgangi að því er
stýrt gegnum heimabanka eða þjón-
ustusíðu ríkisskattstjóra.
Lánasjóður íslenskra námsmanna með rafræna greiðsluseðla
Spara greiðendum
peninga og öllum pappír
Árvakur/Árni Sæberg
Námslán F.v. Steingrímur Ari Arason, Gunnar I. Birgisson, Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir og Petrína Sæunn Úlfarsdóttir við opnun þjónustunnar.