Morgunblaðið - 02.02.2008, Síða 20

Morgunblaðið - 02.02.2008, Síða 20
20 LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING KARL Breta- prins sagði í ræðu í fyrradag að sögufrægar borg- ir ættu á hættu að verða eyðilagðar af skýjakljúfum sem yrðu eins og „útbrot“ eða „kýli“ á borg- arlandslaginu. Ræðuna hélt Karl á ráðstefnu um borgarskipulag í St. James’ Palace í Lundúnum. Meðal viðstaddra voru arkitektar margra þekktustu háhýsa Lundúna. Karl sagði sögufræg svæði í breskum borgum eiga á hættu að drukkna í háhýsum. Hann væri ekki á móti byggingu háhýsa en vildi að þau væru reist þar sem þau féllu að umhverfinu, t.d. í viðskiptahverfum þar sem fjöldi skýjakljúfa væri fyrir. Prinsinn þótti með ræðu sinni ögra borgarstjóra Lundúna, Ken Liv- ingstone, sem styður byggingu há- hýsis við Tower of London. Verði byggingin reist verður hún hæsta bygging Bretlands. Eins og útbrot Karl til varnar sögu- frægum svæðum Karl Bretaprins NÝ NÁMSBÓK fyrir 13-15 ára börn í Þýskalandi er nú til reynslu í 20 grunnskólum í Berlín og Nordr- hein-Westfalen. Bókin sú er all- sérstök því í henni er helförin rakin í teikni- myndasöguformi. Sagan heitir Die Suche, eða Leitin, sögumaðurinn er Esther nokkur sem leitar sannleikans um örlög fjöl- skyldu sinnar sem flutt var í útrým- ingarbúðir nasista í Auschwitz. Stofnun Önnu Frank í Amst- erdam gefur bókina út og segir tals- maður hennar að teiknimyndasögu- formið geri atburðina raunverulegri í augum ungmenna. Grunn- skólanemar séu misvel að sér um þetta skelfilega tímabil mannkyns- sögunnar. Skólar í Ungverjalandi og Póllandi hafa námsbókina einnig til athugunar. Sagnfræðingar fóru yfir bókina til að ganga úr skugga um að allt væri satt og rétt. Helförin teiknuð Teiknimyndaút- gáfa af Hitler. Í DAG verður opnuð sýning á ljósmyndum Nönnu Bisp Buc- hert í galleríinu Fótógrafí, Skólavörðustíg 4. Nanna sýnir uppstillingar þar sem fiskar leika aðalhlutverkið. Mynd- irnar eru teknar á ferðalögum hennar víða um heiminn en hún hóf vinnu við þessa mynd- röð fyrir 17 árum og árlega bætast nýjar við. Í mörgum myndanna teflir Nanna saman fiskhausum og blúndum eða fínlegu efni og dreg- ur fram fegurð í andstæðunum. Nanna Bisp Buc- hert er búsett í Danmörku og hefur starfað þar að list sinni í 35 ár. Hún hefur haldið ríflega fimmtíu einkasýningar víða um heiminn. Myndlist Fiskar á þurru landi í Fótógrafí Úr einni af mynd- um Nönnu. LÚÐRASVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 14.30. Á tónleikunum verða frum- flutt tvö ný íslensk verk, „Djúpur“ eftir Báru Sigurjóns- dóttur og „Hýr Gleður Hug Minn“ eftir stjórnanda sveit- arinnar, Lárus Halldór Gríms- son. Í síðarnefnda verkinu er einleikari Sigurður Flosason saxófónleikari en Steindór Andersen kvæðamaður kveður einnig í því. Hörpuleikarinn Katie Elizabeth Buckley leikur einleik í „Concerto Pour Harpe“ eftir Serge Lancen. Tvö önnur verk eru einnig á dagskrá. Tónleikarnir eru hluti af Myrkum músíkdögum. Tónlist Frumflytja tvö ný íslensk verk Lárus Halldór Grímsson FRAMANDLEIKI: Nútíma- landslag í ljósaskiltunum nefn- ist sýning sem myndlistarmað- urinn Bjarni Helgason opnar í Listasafni Borgarness í dag. Verkin, sem Bjarni vann á seinustu árum, eru unnin úr skjámyndum úr myndskeiðum. Annars vegar myndskeið sem tekin eru á ferð og hins vegar af viðfangsefnum sem hreyf- ast. Verkin eru nútímalandslagsmyndir en í þeim er leitast við að gera hið hversdagslega framandi og það kunnuglega spennandi með því að beina sjón- um áhorfandans að borgarlandslaginu sem líður hjá án þess að við veitum því eftirtekt. Myndlist Nútímalandslag í ljósaskiltunum Bjarni Helgason Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞRETTÁN atvinnuleikhópar fá í ár úthlutaða verkefnisstyrki upp á 39,2 milljónir króna. Samkvæmt samstarfssamningi fær Hafn- arfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör ennfremur úthlutaðar 20 milljónir króna og þá renna sex milljónir króna til Sjálfstæðu leik- hópanna. Á blaðamannafundi í gær voru verkefnisstyrkirnir kynntir. Stærsta styrkinn, 7,5 milljónir, fær hópurinn Lab Loki en fyrir honum stendur Rúnar Guðbrandsson. Þá fær hópurinn Odd Lamb Couple, Margrét Vilhjálmsdóttir og fleiri, 5,5 milljónir, og Opið út, undir for- ystu Charlotte Böving, 4,6 millj- ónir. Leiklistarráð, sem gerir tillögu til menntamálaráðherra um styrk- ina, er skipað þeim Orra Hauks- syni, Jórunni Sigurðardóttur og Magnúsi Þór Þorbergssyni. Orri segir 64 umsóknir um verk- efnastyrki hafa borist frá 53 aðilum og hafi þær verið margbreytilegar. „Minna er sótt um styrki vegna þýddra verka en oft áður; það er mikil gróska á þessu sviði,“ segir Orri. „Í mörgum hópum er blandað saman leiklist, dansi, tónlist og myndlist. Það er talsvert um áhugaverðan bræðing. Við höfðum úr takmarkaðri upp- hæð að moða, það voru klárlega fleiri vel að því komnir að fá styrk en fengu.“ Upphæð styrkjanna tekur mið af umfangi verkefnanna. Hóparnir kynna fjárhagsáætlun hvers verk- efnis og þeir sem fá úthlutað fá ná- lægt helmingi þeirrar upphæðar. „Frekar en styrkja marga hópa um lága upphæð teljum við betra að styrkja fleiri um upphæð sem mun- ar um,“ segir Orri. Verkefnið Steinar í djúpinu segir Rúnar Guð- brandsson vera byggt á höfund- arverki Steinars Sigurjónssonar rithöfundar. „Þetta er ekki leikgerð á ákveðinni sögu, innblásturinn er sóttur í skrif Steinars og að hluta til í hans ævi og örlög. Við erum að votta honum virðingu okkar.“ Hann segir verkið hafa verið lengi í vinnslu og stór hópur kemur að því, þar á meðal 12 leikarar og þrír tónlistarmenn. Fyrirhugað er að setja verkið upp næsta haust. Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona segir verkefnið L ennþá vera nokk- urt leyndarmál. „Þeir sem standa að því, auk mín, eru Margrét Krist- ín Blöndal, Halla Gunnarsdóttir, Katrín Þorvaldsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir. Þetta er ekki leik- hús með hefðbundnu sniði; frekar bræðingur milli listgreina. Eins- konar upplifunarleikhús. Við unn- um nokkrar saman að Gyðjunni í vélinni á Listahátíð í fyrra og að vissu leyti er þetta framhald á þeirri vinnu.“ Leikhópar fá úthlut- að 66 milljónum Leikverkin Steinar í djúpinu, Mamma og L fá hæstu styrkina í ár Árvakur/Frikki Styrkþegar Fulltrúar leikhópanna komu saman í Iðnó í gær þar sem verk- efnisstyrkirnir voru kynntir. Hópurinn Lab Loki fær hæsta styrkinn. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞÓRA Einarsdóttir sópransöngkona heldur söngskemmtun í Langholts- kirkju annað kvöld kl. 20, ásamt píanóleikaranum Alexander Schmalcz. Þar flytja þau sönglög eft- ir Johannes Brahms, Edvard Grieg og Richard Strauss. Tónleikarnir eru klukkustundar langir, en kl. 19 verður Björn Jónsson, tenórsöngv- ari og framkvæmdastjóri tónleika- haldsins í Langholtskirkju, með er- indi, þar sem hann talar um Brahms og lögin sem Þóra og Alexander flytja á tónleikunum. Þóru þekkja söngunnendur vel. Hún var farin að koma fram, meðal annars í Íslensku óperunni, löngu áður en hún lauk námi. Þóra hefur nú starfað erlendis um árabil, að- allega í Þýskalandi, en hún kemur reglulega heim til að syngja. Á óperusviðinu hefur hún sungið á fjórða tug hlutverka, en hún þykir skara framúr í sópranhlutverkum Mozarts. Píanóleikarinn sem kemur hingað með Þóru frá Þýskalandi þykir lík- legur til að verða eitt af stóru nöfn- unum meðal þeirra sem gefa sig að leik með söngvurum og hann leikur þegar með fólki í fremstu röð, eins og Matthiasi Goerne, Christiane Oelze, Evu Mei, goðsögninni Peter Schreier og Listahátíðardívunni Grace Bumbry. En hvað ætlar Björn að segja um Brahms, þennan mikla jöfur söng- bókmenntanna, sem þó samdi aldrei eina einustu óperu? „Ég ætla að tala um Brahms út frá konunum í lífi hans. Ég rek það hvaða áhrif þær höfðu á hann. Ég skoða ljóðin og lögin og reyni að átta mig á tilfinningum hans,“ segir Björn. Hann verður með myndasýn- ingu á fyrirlestrinum og sýnir meðal annars myndir af konunum í lífi Brahms, en myndirnar eru úr dán- arbúi hans. Þar verða líka myndir af Brahms á ýmsum aldri og ummæli vina Brahms um hann. Björn segir aðspurður að sögurnar af konunum í lífi Brahms séu ekki beinlínis krass- andi slúður, en það megi gera sér ýmislegt í hugarlund. „Flestir eiga í huga sér myndina af Brahms, skeggjuðum einstaklingi, sem greinir sig frá samfélaginu með þessu mikla skeggi. En hann hafði net af kon- um í kringum sig sem hjálpuðu honum að komast af. Það var ekki bara Clara Schu- mann – alls ekki. Fiðluleikarinn Joseph Joachim, sem var góðvinur Brahms, sagði að hann hefði verið sá mesti holdgervingur sjálfselskunnar sem hann hefði þekkt, án þess að hann gerði sér grein fyrir því sjálfur. Það er eins og Brahms uppgötvi sjálfan sig upp á nýtt í hverri konu. Það er ekki víst að hann elski þær, en verður æ hrifnari af sjálfum sér, á annan hátt. Hann getur ekki bundist þeim og ekki stofnað til fjölskyldu. Hann flýr af hólmi rétt áður en kom- ið er að trúlofun eða giftingu. Hann reynir þá að snúa öllu upp í vináttu og á í bréfaskriftum við þessar kon- ur í tugi ára. Eftir 1890, þegar þær fara að deyja hver af annarri, skrifar hann Vier ernste Gesänge. Maður getur vel ímyndað sér að hver þeirra sé saminn fyrir eina konu. Ein sér honum fyrir húsnæði og eldar ofan í hann. Aðrar eru sálu- félagar hans, gáfaðar konur sem hjálpuðu honum að kryfja málin til mergjar. Svo voru konur sem sinntu hans líkamlegu þörfum. Hann átti konur fyrir hvert svið lífs síns. Hann var eins og köngurló í miðu netsins, en það sorglega við það er að á einn veginn er hann vel haldinn og skap- andi, en á annan er hann samt sem áður einmana og gamall, þrátt fyrir konurnar sem hjálpa honum að kom- ast af. Þegar þær deyja rifnar netið, þetta líf sem hann er búinn að koma sér upp.“ Eins og köngurló í neti kvenna Þóra Einarsdóttir syngur með Alexander Schmalcz og Björn Jónsson flytur erindi um Brahms Alexander Schmalcz Þóra Einarsdóttir Björn Jónsson ♦♦♦ Eftirtaldir atvinnuleikhópar fá verkefnastyrki í ár:  Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör, 20 milljónir skv. samstarfssamningi.  Lab Loki/Rúnar Guðbrandsson o.fl. Steinar í djúpinu. 7,5 milljónir.  Odd Lamb Couple ehf./Margrét Vilhjálmsdóttir o.fl. L. 5,5 milljónir.  Opið út/Charlotte Böving o.fl. Mamma. 4,6 milljónir.  Panic Productions/Gréta María Bergsdóttir o.fl. Professional ama- teurs. 3,4 milljónir.  Söguleikhúsið/Kjartan Ragn- arsson o.fl. Brák. 3 milljónir.  Evudætur/Ólöf Nordal o.fl. Eva. 3,0 milljónir.  Shahala/Erna Ómarsdóttir ofl. The Talking Tree. 2,5 milljónir.  Sælugerðin/Álfrún Helga Örn- ólfsdóttir o.fl. Húmanímal. 2,4 millj- ónir.  Fígúra ehf./Hildur M. Jónsdóttir o.fl. Klókur ertu – Einar Áskell. 1,8 milljónir.  Kristján Ingimarsson o.fl. Skepna. 1,8 milljónir.  Einleikhúsið/Sigrún Sól Ólafs- dóttir o.fl. Upp á fjall. 1,7 milljónir.  Ímógýn/Þóra Karitas Árnadóttir o.fl. Ég heiti Rachel Corrie. 1,2 milljónir.  Ugly Duck Productions/ Steinunn Ketilsdóttir o.fl. 108 Prototype. 800 þúsund. Styrkþegar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.